Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNl 1985 Smáfrétt Það er ekki hægt að segja að blessaðar fréttirnar auki alltaf matarlystina hjá íbúum munað- arríkjanna, í það minnsta varð mér hálf bumbult af þeim sorgar- fréttum er streymdu úr viðtækinu í fyrrakveld en þar bar hæst hina ógnvænlegu lýsingu á ... stríði einnar milljónar Bangladesh-búa er dvelur þessa stundina uppá hús- þökum og á bátaskriflum á flóða- svæðum landsins, án vatns og matar. „Við getum ekkert gert fyrir þetta fólk og matargjafirnar eru eins og dropi í hafið," sagði einn starfsmaður Rauða-Krossins. Geta menn ímyndað sér þá neyð og örvinglan er ríkir í þessu hel- víti fátæktarinnar? Við þurfum svo sannarlega ekki að kikja í helgar bækur til að kynnast hel- víti og hið hryggilega við þetta allt saman er að oft breyta menn frjósömum skikum jarðarinnar í sviðna jörð í krafti trúarofstækis eða pólitísks itrúnaðar, þannig hafa viðbjóðslegir trúarofstæk- ismenn nýlega myrt með flugvéla- sprengju yfir 300 saklausa borg-- ara og pólitískir ofstækismenn halda saklausu fólki í gíslingu í Líbanon. Hér heima Já er nema von að blessaðar fréttimar ýti stundum við sam- visku munaðarseggjanna — en þá er bara að hlaupa út í næsta banka og borga gíróseðilinn frá einhverri hjálparstofnuninni. „Safnast þegar saman kemur," hugsar maður og gleypir næsta bita af steikinni og fyrr en varir er hin lánlausa milljón bræðra og systra í Bangladesh horfin af spegli hugans. En hvað er svo sem annað hægt að gera en borga alla gíróseðlana og vona að aurinn ber- ist til þeirra fórnfúsu manna og kvenna er berjast við plágur heims vors. Vafalaust fer eitthvað af þeim peningum í súginn enda eru aðstæður oft hrikalegar á háskasvæðunum — samt hef ég þá trú að mestur hluti slíkra fram- laga skili sér á leiðarenda og færi sveltandi móður og bami máski ofurlitla huggun. Get ég því ómögulega tekið undir eitt af stefnuatriðum Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar er hann leggur fram í nýjasta hefti Mann- lífs og er hugsað sem eitt af grundvallarstefnumiðum nýs frjálslynds flokks, en þar leggur Hannes til í 13. grein að ísland hætti hinni svonefndu „þróun- arhjálp" sinni, en hún er að öllu jöfnu hjálp til þeirra einræðis- herra í Þriðja heiminum, sem koma í veg fyrir þróun í löndum sínum með ríkisafskiptum. Að gœta bróðurins Til allrar hamingju erum vér ís- lendingar almennt ekki rúnir skilningi á þeirri staðreynd að við erum hluti mannkyns, að neyð meðbræðranna hvort sem þeir eru á fjarlægum flóðasvæðum eða við okkar eigin bæjardyr, er á vissan hátt neyð okkar sjálfra. Þessi staðreynd endurspeglast í öflugu starfi hérlendra hjálparstofnana, skjótum viðbrögðum almennings við neyðarkalli og þvi að á sjálfu Alþingi sitja menn úr öllum flokk- um er hafa sýnt í verki stuðning við minnimáttar, nægir þar að nefna Jóhönnu Sigurðardóttur, Helga Seljan, Albert Guðmunds- son, Pétur Sigurðsson, Guðrúnu Agnarsdóttur og svo mætti raunar lengi telja. Það er gott að vita af þessu góða fólki hvar sem það annars stendur í flokki, nóg er víst af ofstækismönnunum i pólitík- inni og trúarlífinu, eins og fréttir undanfarinna daga sanna. Ólafur M. Jóhannesson UTVARP / S JON VARP í þorpi í Hainan. „Ferðin til Hainan“ — áströlsk heimildarmynd ■■■■ „Ferðin til Ha- on 40 inan“ er heiti ástralskrar heimildarmyndar sem er á dagskrá sjónvarps klukkan 20.40 í kvöld. Myndin lýsir lífi fólks á Hainan-eyju við suður- strönd Kína. Á Hainan eru mikil landgæði og náttúrufegurð og eyja- skeggjar eru enn lítt snortnir af umsvifum nú- tímans. Eyjaskeggjar trúa því að mennirnir hafi orðið til þegar eini maður- inn í veröldinni sá dýrið sem hann var að veiða breytast í glæsilegan kvenmann. Þau fengu strax áhuga hvort á öðru og lifðu saman tvö ein í þessari paradís sem eyjan sjálf er. I dag býr fólkið þar í þorpum og er sjálft sér nógt. í margar aldir var Hainan eins óþekkt meðal Kínverja eins og Mongólía er meðal vestrænna þjóða. Hainan er syðst svæða Kína og er næst við Taiw- an. í seinni tíð hafa leynd- ardómar eyjarinnar kom- ið meira o ' meira í ljós. Þar finnast ýmsir málmar í jörðu og líklega olía. Einnig er eyjan vel fallin til ræktunar. Eyja- skeggjar eru farnir að þiggja ráðleggingar frá Kínverjum um hvernig liægt sé að bæta mennt- unar- og landbúnaðarmál, en þrátt fyrir það hafa þeir ekki breytt lifnaðar- háttum sínurn. „Við byggjum leikhús“ ■■^H Þáttur úr safni 00 30 sjónvarpsins er “‘ á dagskránni klukkan 22.30 í kvöld. Þáttur þessi nefnist „Við byggjum leikhús" og er það söng- og leikdagskrá úr safni sjónvarpsins Karl Ágúst Úlfsson og Kjartan Ragnarsson leik- stjóri. Dagskrá þessi var sem tuttugu manna hópur úr Leikfélagi Reykjavíkur flytur. Lagahöfundar eru Kai Sidenius og fleiri en höf- dar nýrra texta og leikat- riða eru Jón Hjartarson, áður sýnd í sjónvarpinu haustið 1983. Stjórn upptöku annað- ist Viðar Víkingsson. „Staöur og stund“ ^■■H Þátturinn | fT 15 -Staður og Atl-” stund" í umsjá Þórðar Kárasonar verður á dagskrá rásar 1 í dag klukkan 15.15 en þáttur þessi kemur frá RÚVAK. Þátturinn er spjall- og viðtalsþáttur með tónlist- arívafi. Þórður sagði í samtali við Mbl. að í dag kæmi ungur maður í spjall, Rúnar Þór Björns- son. „Rúnar slasaðist illa fyrir fjórum árum er hann féll fimm metra en í dag hefur hann náð sér undra vel. Hann fór á Grensásdeild í þjálfun, síðan í skóla í Noregi. Frá Noregi kom Rúnar heim með seglbrettadellu og fór að leika sér á seglbrettum, fyrst í Hrísey og síðan á Ákureyrarpolli, þá ný- kominn á fætur. Rúnar er nú að opna seglbretta- leigu sem hann sjálfur rekur. Með rekstrinum vinnur hann sem sölu- maður hjá ferðaskrif- stofunni Samvinnuferð- um-Landsýn á Akureyri." Philadelphia: Sigrid Thornton. 99 Allt fram streymir — lokaþáttur íí ■■■H Lokaþáttur O | 35 ástralska fram- " A “ haldsmynda- „Allt fram ... “ er á sjónvarpsins í kvöld klukkan 21.35. Þættirnir voru gerðir eft- flokksins streymir dagskrá ir samnefndri skáldsögu eftir Nancy Cato en með aðalhlutverkin á þáttun- um fóru Sigrid Thornton og John Waters. Þýðandi er Jóhanna Þráinsdóttir. UTVARP MIÐVIKUDAGUR 26. júnf 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarp. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar. 755 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Arndls Hjart- ardóttir, Bolungarvlk, talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Litli bróðir og Kalli á þak- inu“ eftir Astrid Lindgren. Sigurður Benedikt Björnsson les þýðingu Sigurðar Gunn- arssonar (7). 9J0 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr ). Tónleikar. 10A5 Islenskar skáldkonur — Gréta Sigfúsdóttir. Umsjón: Margrét Blöndal og Sigrföur Pétursdóttir. RÚVAK. 11.15 Morguntónleikar. Tónlist eftir Gluck, Beet- hoven og Bach. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 1350 Inn og út um gluggann. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 13.40 Tónleikar. 14.00 .Hákarlarnir" eftir Jens Björneboe. Dagný Kristjánsdóttir þýddi. Kristján Jóhann Jónsson les (16). 1450 Islensk tónlist. a. Hornkonsert eftir Herbert H. Agústsson. Christina Tryk leikur meö Sinfónluhljóm- sveit Islands; Páll P. Pálsson stj. b. Ellsabet Erlingsdóttir syngur lög eftir Herbert H. Agústsson. Guörún Krist- insdóttir leikur á þianó. c. Eiður A. Gunnarsson syngur Iðg eftir Skúla Hall- dörsson. Ólafur Vignir Al- bertsson leikur á pianó. 15.15 Staður og stund — Þórður Kárason. RUVAK. 1550 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 1650 Popphólfið — Bryndls Jónsdóttir. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 17.50 Slðdegisútvarp — Sverrir Gauti Diego. 1850 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til- kynningar. Málræktarþáttur. Einar B. Pálsson, formaður orða- nefndar byggingaverkfræð- inga, flytur. 20.00 Sprotar. Þættir af unglingum fyrr og nú. Umsjón: Simon Jón Jó- hannsson og Þórdls Mós- esdóttir. 20.40 Kvöldtónleikar. a. „Introduktion og Rondó" op. 98 eftir Friedrich Kuhlau. Frantz Lemsser og Merete Westergaard leika á flautu og planó. b. „Pieces Pittoresques" eft- ir Emanuel Chabrier. Cécile Ousset leikur á planó. c. Rómansa I c-moll eftir Carl Maria von Weber. Arm- in Rosin og David Levine leika á básúnu og planó. d. Septett I C-dúr op. 114 eftir Johann Nepomuk Hummel. „Con Basso"- hljóðfæraflokkurinn leikur. 2150 „Italluferð sumarið 1908" eftir Guðmund Finn- bogason. Finnbogi Guömundsson og Pétur Pétursson Ijúka lestrin- um (6). 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. /Sk SJÓNVARP 1955 Aftanstund Barnaþáttur meö innlendu og erlendu efni. Söguhornið — Þaö er alveg áreiðanlegt eftir H.C. Andersen. Sögu- maður Gunnlaugur Ast- geirsson, myndir gerði Hall- dóra Gunnlaugsdóttir. Kan- Inan með kötlóttu eyrun, Dæmisögur og Högni Hin- riks, sögumaður Helga Thorberg. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 2050 Auglýsingar og dagskrá 2050 Feröin til Hainan MIDVIKUDAGUR 26. júní Aströlsk heimildamynd um llf fólks á Hainan-eyju við suð- urströnd Klna. A Hainan eru mikil landgæði og rráttúru- fegurð og eyjarskeggjar eru enn lltt snortnir af umsvifum nútlmans. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 2155 Allt fram streymir (All the Rivers Run). Loka- þáttur. Astralskur fram- haldsmyndaflokkur I átta þáttum, gerður eftir sam- nefndri skáldsögu eftir Nancy Cato. Aðalhlutverk: Sigrid Thornton og John Waters. Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir. 2250 Úr safni Sjónvarpsins Viö byggjum leikhús. Söng- og leikdagskrá sem tuttugu manna hópur úr Leikfélagi Reykjavlkur flytur. Lagahöf- undar eru Kai Sidenius og fleiri en höfundar nýrra texta og leikatriða eru Jón Hjart- arson, Karl Agúst Úlfsson og Kjartan Ragnarsson, leik- stjóri. Stjórn upptöku: Viðar Vlkingsson. Aöur sýnt I Sjón- varpinu haustiö 1983. 2350 Fréttir I dagskrárlok. 2255 Þannig var það. Þáttur Olafs H. Torfasonar. RÚVAK. 2350 Klarlnettukvintett I A-dúr K. 581 eftir Mozarl. Fllharmonlukvintettinn I Berl- (n leikur. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 26. júnf 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftir tvð Stjórnandi: Jón Axel Olafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16.00—17.00 Bárujárn Stjórnandl: Sigurður Sverr- isson. 17.00—18.00 Úr kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eða samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.