Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNl 1985 9 Innilegar þakkir til allara þeirra sem minnt- ust mín á 75. ára afmœlinu mínu 19. júní sl., meö gjöfum og skeytum, eöa sýndu mér vinarhug á annan hátt í tilefni dagsins. MeÖ bestu kveöjum. LifiÖ heil og sæl. Þórður Jónsson, Látrum. Efstaland - 4ra herb. Góö 4ra herb. íb. á 2. hæö (efstu) í fjölbýli viö Efstaland. Góö íb. með góöri sameign á mjög góöum staö. Hafnarfjöröur — 4ra-5 herbergja Mjög góö 4ra-5 herb. íb. á 1. hæö í fjölbýlishúsi viö Miö- vang í Hafnarfiröi. Góö sameign. Laus í júií/égúst. Eignahöllin sFSS^,°9Skipasala Hilmar Victorsson viöskiptafr HverfisgöluTB Husnæði fyrir heildverslun Til sölu 70 fm 3ja herb. húsnæöi á götuhæö í Þingholtun- um meö sérinngangi og sérhita. Húsnæöiö er í góöu ástandi, ný teppalagt og veggfóðraö. Lofthæð 3 m. Tveir inngangar. Húsnæöið er mjög hentugt fyrir heildverslun, teiknistofur eöa sem skrifstofuhúsnæöi. Laust fljótlega. Verö 1600-1700 þús. Séreign. Baldursgötu 12 - Sími 29077. Hamar og sög er ekki nóg NEMA ÞÚ VEUIR RÉTTA EFNIÐ^ Vegg- og loftklæðning í glæsilegu úrvali úr eik, aski, beiki, gullálmi, furu antikeik, mahogany, palesander og 10 tegundir til viöbótar. Verð frá aöeins kr. 124 pr. m’. Og nú erum við í Borgartúni 28 pinrgmtiMitbil* Áskriftcirsíminn er 83033 Stórnjósnari í forjstugrein Aftenpost- en 21. júní segir „Dómararnir hafa kom- ist að niöurstöðu: Arne Treholt var daemdur í þyngstu refsingu, sem lög- in heimila, 20 ára fangelsi, fyrir að hafa stundað njósnir í þágu Sovétríkj- anna og fraks. Lögmanns- réttur Kiðsivaþings komst að samhljóða niðurstöðu um að Treholt væri sekur um svo til öll atriðin í hinni víðtæku ákæru. í réttarsögu Noregs hef- ur aldrei áður verið kveð- inn upp jafn þungur dómur fyrir njósnir. Við höfum einnig fengið það staðfest — bæði í dómsorðinu og forsendum þess — að Tre- holt-málið er óvenjulega umfangsmikið. Allt frá fyrsta leyni- og samsæris- fundinum með KGB-manninum Beljajev hefur Treholt farið eftir fyrirmæhim frá sovéskum stjórnendum sínum. f mik- ilvægum pólitiskum störf- um og embættum á vegum utanríkisráðuneytisins hef- ur hann — í meira en tíu ár — verið hlýðinn þjónn KGB og allan tímann starf- að samkvæmt óskum þeirr- ar stofnunar. Við getum því ekki tekið undir með þeim fréttaskýr- endum sem segjast undr- andi yfír því, hve dómurinn f Treholt-málinu er þungur. Allt það sem Treholt játaði í fyrstu yfírheyrshinni eftir að hann var handtekinn hefur verið skýrt frekar f margra mánaða réttarhöld- um, þar sem ákærandinn hefíir unnið af mikilli nákvæmnL Málfíutningur- inn fyrir opnum tjöldum og bak við luktar dyr hefíir greinilega ekki vakið mikl- ar efasemdir um þjóð- hættulega starfsemi Tre- bolts." Efasemdir fjölmiðla Og Aftenposten heldur áfram: „Hefðu menn hins vegar Aftenposten um Treholt-dóminn Aftenposten er virtasta dagblaö Noregs. í Staksteinum í dag er birt í heild forystu- grein Aftenposten daginn eftir aö Arne Treholt var dæmdur í 20 ára fangelsi. Á forsíðu blaðsins þennan sama dag var vitnaö í forsendur dómsins, þar sem sagði: „Háttsettur stjórnmálamaöur sem svíkur þann trúnaö sem honum er sýndur svíkur okkur öll.“ lagt trúnað á það, sem ein- stakir fjölmiðlar reyndu að brugga saman f þeim til- gangi að gera sem minnst úr málstað ákæruvaldsins og jafnvel gera hann hlægi- legan, ættu þeir líklega auðvelt með að komast að þeirri niðurstöðu að dóm- urinn væri „undarlega þungur". Einhverjir minn- ast þess vafalaust þegar Arbeiderbladet (málgagn norska Verkamanna- fíokksins, innsk. Stak- steina) og önnur blöð slógu þrí upp með risafyrirsögn- um, að botninn væri senni- lega dottinn úr Treholt- málinu. Menn hljóta að spyrja um það, hvað hafí vakað fyrir þeim sem lögðu stund á slíka lygaupplýs- ingamiðhin. Þegar forsendur dóms- ins eni lesnar stendur les- andinn frammi fyrir ósviluium og virkum njósn- ara sem gat starfað á hin- um æðstu stöðum. Arne Treholt lét sovéskum stjórnendum sínum í té varnarleyndarmál, sem snertu ekki síst Norður- Noreg sem er einstaklega mikilvægur í hernaðarlegu tilliti. Ilann hefur einnig látið þá hafa NATO- upplýsingar og frásagnir af trúnaðarfundum æðstu manna er ræddu málefni er snerta öryggismál allrar Evrópu." Landráð Forystugrein Aftenpost- en lýkur þannig: „I opnu lýðræðislegu stjórnkerfi okkar hefur út- sendari með reynslu og þekkingu Treholts — og eltki sfst vegna persónu- legra sambanda sinna í stjórnmálalífínu — getaö verið til ómetanlegN gagns fyrir njósna- og öryggis- stofnunina KGB. Dómar- arnir telja það fullsannað að hann hafí afhent mikil- vægar pólitískar og hern- aðarlegar upplýsingar og þannig stuðlað að þvf að grafa undan öryggi Noregs. I réttarhöldunum létu sér- fræðingar það álit í Ijós, að það myndi kosta margföld árleg útgjöld til varnar- mála að bæta það tjón sem Arne Trebolt hefur unnið landi okkar. Þetta má nota sem mælistiku til að gera sér í hugarlund hve víð- tækt þetta mái er. Með því að stunda njósnir um langt árabil hefur Arne Trebolt gerst sekur um mestu svik sem norskur ríkisborgari getur unnið. Hann hefúr gengið í bandalag með KGB til að sinna njósnum gegn eigin landi og þjóð. Fyrír þetta hefíir hann nú hlotiö þann þyngsta dóm sem unnt er að hljóta fyrir slíkt athæfí. Við eigum mjög auðvelt með að skilja það, hvers vegna dómararnir komust að þessari niðurstöðu." Nást allir njósnarar? f síðari forystugrein þennan sama dag minnir Aftenposten á þaö, að ný- lega hafí foringjar í banda- riska flotanum verið hand- teknir fyrir njósnir. Þá hafí njósnarar hvað eftir annað náðst í Vestur-Þýskalandi, meðal annars einn sem var meðal nánustu sam- starfsmanna Willy Brandt, þegar hann var kanslari. Segir blaðið, að njósnarar sem starfa vegna hug- myndafræðilegra og póli- tískra ástæðna séu þeir er valdið geti mestu tjóni. Þótt margir njósnarar séu staðnir að verki farí þvf víösfjarri að þeir náist allir. í flestum löndum hafí gagnnjósnadeildir og ör- yggislögregla meira en nóg á sinni könnu. Og vanga- vehunum lýkur Aftenpost- en á þennan veg: „Það er þess vegna full ástæða til að spyrjæ Hve margir njósnarar fínnast aldrei? Knginn þarf að efast um, að þessi spurning á einnig við um Noreg." Gæöin í fyrirrúmi Lútaó fururúm V/z breidd — 120 x 200 sm. RfRUHÓSfe HF. Suðurlandsbraut 30, sími 687080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.