Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÍJNl 1985 21 Flugslys eða hryðjuverk?: Böndin berast að síkhunum Toronto, Kanada, 25. júní. AP. ANNAR síkhanna, sem bandaríska alríkislögreglan leitar að vegna samsæris um að myrða Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands lærði meðferð sprengiefna í þjálf- unarbúðum í Alabama í Bandaríkj unum. Sagði dagblaðið The Globe and Mail frá þessu í dag. Lal Singh, annar síkhanna, var í þjálfunarbúðunum ásamt þremur öðrum síkhum í nóvem- ber sl. og segir eigandi þeirra, Frank Camper, að þeir hafi ætl- að aftur til Indlands til að taka upp vopn í þágu aðskilnaðar- hreyfingar síkha þar í landi. Ind- versk yfirvöld telja, að síkharnir tveir, Lal Singh og Ammand Singh, sem búsettir voru í New York, hafi komið sprengjum fyr- ir í farþegavélunum tveimur, indversku vélinni, sem fórst með 329 manns undan írlandi, og kanadísku vélinni, sem lenti í Tókýó, en í farangri úr henni varð sprenging, sem olli dauða tveggja manna. AP/Slmamynd Síkharnir tveir, sem leitað er að, Ammand Singh og Lal Singh. Þeir eru grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að myrða Rajiv Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, þegar hann var í heimsókn í Bandaríkjunum, og einnig um að komið fyrir sprengjum í tveimur flugvélum. Tveir shítar í fangelsi Madríd, 25. júní. AP. SÉRSTAKUR hermdarverkadómstóll á Spáni dæmdi tvo shíta í dag í 23 ára fangelsi fyrir að hafa ráðist með vopn- um á lýbískan stjórnarerindreka í fyrra. Þess má geta að shítarnir sem hafa bandarisku gislana á valdi sínu í Beirút kröfðust þess í síðustu viku að shítarnir tveir yrðu látnir lausir. Shítarnir kváðust ekki hafa ætl- að að myrða lýbíska stjórnarerind- rekann, Ahmed Idris, heldur ein- ungis skemma bifreið hans í hefnd- arskyni við mannrán trúar- leiðtogans og shítans Iman Moussa Sadr árið 1978. Talið er að Lybíu- menn hafi staðið á bak við mann- ránið. 744 hafa farist í flugslysum á árinu 1985: Þríðja mesta flug- slys sögunnar FLUGSLYSIÐ undan suðvesturströnd Írlands á sunnudag er þriðja mann- skæðasta slys flugsögunnar. Það er jafnframt sjötta stóra flugslysið á þessu Á síðustu sex mánuðum hafa 744 manns látið lífið í flugslysum. Á siðusta ári voru fórnarlömbin 224 og höfðu ekki verið færri frá 1945, er farið var að halda skrá yfir flugslys. Árið 1983 létust 993 i flugslysum. Þotan, sem fórst við írlands- strönd, var af gerðinni Boeing 747, sem stundum er nefnd „júmbó- þota“, og telja sérfræðingar um flugmál að hún sé eitt öruggasta loftferðartæki, sem smíðað hefur verið. Við hönnun hennar er gert ráð fyrir að jafnvel þótt mikilvæg tæki bili geti hún haldið ferð sinni áfram. Hún kom fyrst á markað- inn í janúar 1970 og hefur oft lent í óhöppum, en aldrei vegna hönn- unargalla. Mesta flugslys sögunnar varð á Tenerife-flugvelli í mars 1977. Þá rákust tvær Júmbó-þotur" saman og 582 manns létu lífið. Orsökin var talin mistök flugstjóra. Árið 1974 létust 346 er tyrknesk farþegaþota af gerðinni DC-10 fórst á flugi milli Parísar og Lundúna. Fyrsta flugslys „júmbó-þotu“ varð í nóvember sama ár. Þá létu 59 manns lífið er Boeing 747-þota vestur-þýska flugfélagsins Luft- hansa fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Nairobi. Árið 1978 hrapaði Boeing 747- þota Air India-félagsins í Arab- íuflóa, nokkru eftir að hún lagði upp frá Bombay á Indlandi. 213 voru um borð og fórust allir. Talið er að slæmt veður hafi orsakað slysið. Árið 1983 fórust 181 er Boeing 747-þota hrapaði í aðflugi að Madrid-flugvelli. Þar var við mis- tök flugstjórans að sakast. Hæð- armælir flugvélarinnar var rangt stilltur. Síðasta flugslysið þar sem fleiri en 200 fórust varð í september 1983 er sovéskar herþotur skutu niður suður-kóreska farþegaþotu sem villst hafði yfir Japanshafi. Þá fórust allir um borð, 269 manns. í febrúar sl. dóu 148 er spænsk flugvél af gerðinni Boeing 727 rakst á fjall á leið til flugvallarins í Bilbao á Spáni. Aldrei fyrr hefur flugvél hrapað í sjó úr jafn mikilli hæð og ind- verska farþegaþotan. Þotur af þessari gerð hafa áður hrapað niður mörg þúsund fet, en flug- stjórar hafa ætíð getað náð stjórn á þeim á ný. Morffunblaöiö/AP Vináttuheimsókn til Tórínó Eftir hin mannskæðu átök sem urðu á milli ítala og Breta á knattspyrnu- leiknum í Briissel hafa Bretar sætt áreitni á ferðalögum um Ítalíu. í því skyni að reyna að bæta sambúðina railli íbúa þeirra borga sem áttu ieikmenn á vellinum hinn örlagaríka dag fóru borgarfulltrúar frá Liverpool í vináttu- heimsókn til Tórínó á dögunum. Hér sjást fulltrúar borganna takast í hendur á Tórínó-flugvelli. Sjómannaverkfallið í Færeyjum: Engin áform uppi um samningafund þess, að færeysk veiðiskip, er komi með afla til erlendra hafna, fái ekki afgreiðslu. Þessi beiðni hefur einnig verið send verkalýðsfélögum í Bretlandi, V-Þýskalandi og Dan- mörku. Sáttasemjari hefur engar áætl- anir uppi um að kalla deiluaðila saman til samningafundar, og út- gerðarmenn segja, að einskis sé að Þórahafa í Ferejjnm, 25. júni. Frú JogvM Arge, frétUrítara MorKunblaúsins. VERKFALLIÐ á færeyska fiskveiðiflotanum heldur áfram, en einstöku skip hefur þó haldið á veiðar, eftir að sjómannasambandið bannaði félögum sínum að skrá sig á veiðiskip, þar til undirritaður hefði verið nýr kjarasamningur við útgerðarmenn. Um þriðjungur flotans hefur komið inn með fullfermi frá því að verkfallið hófst og liggja flest skip- anna bundin við bryggju. Sjómannasambandið hefur skor- að á öll verkalýðsfélög í Færeyjum að banna félögum sínum að vinna við fisk, sem komi frá skipum, er virt hafa verkfallið að vettugi. Sjómannasambandið hefur enn- fremur beðið Alþjóðasamband flutningaverkamanna um að sjá til uoonfo fró hðim NÚSKÍNSÓUN BJÖRTÁ BENIDORM Njótið þess aö fara til Benidorm á ströndina hvítu, í ósvikna 3ja vikna sólarlandaferð á eina bestu baðströnd Spánar. Blessuð sólin skín allan daginn og það er bara ekkert notalegra en að láta hana baka sig brúnan og sætan. Gleðjið sál og líkama og kynnist götulffinu með kaffihúsum og sölubúðum, yndislegri kvöldstemmingunni með fjölbreyttum matsölustöðum og ffnum veitinga- húsum. Rannsakið næturlffið: Klúbba, blikk- andi, kitlandi diskótek eða rökkvaða og róman- tfska dansstaði. Allt þetta er í einu orði: BENIPORMCOSTA BIANCA Beint leiguflug og gisting í íbúðum eða hótelum. Verð: ibúðagisting frá 23.910 kr. pr. m. Hjón í íbúð með tvö börn frá kr. 17.175 pr. m. Brottfarardagar: 10. júlí (laus sæti), 31. júlf (upp- selt), 21. ágúst (fáein sæti laus), 11. sept. (laus sæti), 2. okt. (laus sæti). FEPÐAMIÐSTODIIM AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.