Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985 Viltu ekki læra á orgel, Siggi minn? höfuðið á honum), en fram að því höfðu menn notað flata steina sem sökkur, en þeir vildu fara í gegnum netin og flækjast í þeim. Hann bjó til tæki til að afrita organleik, og skrifa eftir nótur. Og mörgu öðru fann hann upp á, en sjaldnast varð honum nokkurt fé úr þessum uppfinn- ingum sínum.“ Fertugur að aldri tekur ísólfur sig upp, fer til Kaupannahafnar til náms í hljóðfærasmíði og stillingum hjá Hornung & Möll- er. Þar er hann í rúmt ár, en þegar heim er komið flyst hann til Reykjavíkur með fjölskyld- una og setti á fót hljóð- færaverkstæði. „Þetta var geysilega erfitt líf hjá foreldrum mínum,“ segir Sigurður, „það var fyrir mörgum munnum að sjá, og það varð að samkomulagi að ég færi í fóstur hjá ljósmóður minni, Sigríði Magnúsdóttur, og því varð ég eftir á Stokkseyri þegar foreldr- ar mínir fluttu suður. En 1915, þegar ég er sjó ára, flytja fóst- urforeldrar mínir líka til Reykjavíkur og árið eftir, eða nákvæmlega þann 5. mars 1916 (ég man þetta ennþá), heyrði ég Pál bróður fyrst spila, en þá var hann að halda sinn fyrsta kons- ert í Dómkirkjunni, nýkominn frá námi í Þýskalandi. Ég gleymi aldrei þeirri stundu og á meira að segja prógrammið ennþá.“ Flest börn þeirra ísólfs og Þuríðar hneigðust til tónlistar- iðkunar og Sigurður lærði sína fyrstu hljóma af systur sinni Margréti, en hún kenndi honum þegar hann var 14 ára gamall á lítið fótstigið heimaorgel eða harmóníum. Annar bróðir Sigurðar, Pálm- ar ísólfsson, lærði hljóðfæra- smíði hjá föður þeirra, og það voru einmitt þeir feðgar, ísólfur og Pálmar, sem aðstoðuðu Þjóð- verjann Kramer við að setja orgelið í Fríkirkjunni upp á sín- um tíma. Pálmar hefur svo tvisvar síðan „tekið orgelið al- mennilega í gegn“, síðast árið 1957, en frá þeim tíma hefur orgelið aðeins verið hreinsað lauslega, að sögn Sigurðar. „Pálmar var alveg sérstaklega næmur verkmaður. Ef hann fékk að þreifa á hlutunum var hann ákaflega fljótur að finna bilan- ir,“ segir Sigurður. Sigurður lærði organleik hjá Páli bróður sfnum frá árinu 1931 og varð aðstoðarmaður hans skömmu síðar. „Fyrst bað ég Pál um að taka mig í píanótíma, aðallega mér til skemmtunar, en eftir nokkra tíma segir Páll við mig: „Heyrðu Siggi minn, viltu ekki heldur læra á orgel?“ „Jú, jú,“ sagði ég, „en hvaða orgel?“ „Nú, þetta í Fríkirkjunni!" Þannig byrjaði þetta allt sam- an, ég sótti tíma hjá honum eftir messu á sunnudögum ásamt Jóni ísleifssyni, sem var í Neskirkju, og Jakobi Tryggvasyni á Akur- eyri. Páll offraði alltaf á okkur tima eftir messu og það voru virkilega góðar stundir. Páll Halldórsson frá Hnífsdal var þá nýlega hættur sem lærlingur Páls, en hann var sem kunnugt er organisti Hallgrímskirkju." Páll ísólfsson var organisti Fríkirkjunnar til ársins 1939, en þá um vorið varð Sigfús Einars- son, organisti Dómkirkjunnar, bráðkvaddur, og Páll fékk veit- ingu í hans stað það haust. Og þá var Sigurði boðið að taka að sér að vera organisti Fríkirkjunnar. „Þetta kom svo snöggt upp á að ég átti erfitt með að ákveða mig,“ segir Sigurður. „Ég var rétt byrjaður hjá Rafveitunni, og þótt ég hefði aðstoðað Pál í nokkur ár, var það mikil breyt- ing að vera bundinn við kirkjuna allan ársins hring með fullri vinnu annars staðar. En ég sló til, sem betur fer, þvi þetta hefur Unnið að viðgerð og endurbótum Fríkirkjuorgelsins. Sigurður ísólfsson fylgist með orgelsmíðameistaranum, Reinhart Tzschöckel og syni hans að störfum. MorgunbUíið/Júlíus verið mér svo gotfc Ég hef átt ákaflega gott samstarf bæði við presta og söngfólk, þetta er manni eins og fjölskylda, mikið til sama fólkið ár eftir ár. Fimm- tíu ár er kannski langur tími að vera bundinn á þennan hátt (ég hafði aldrei aðstoðarmann), en einhvern veginn festist maður sálrænt við þetta og getur ekki hugsað sér að hætta.“ En Sigurður hætti nú samt fyrir tveimur árum, að læknis- ráði, segir hann, og er vel sáttur við tilveruna. „Ég lagði mig allt- af fram um að reyna að gera fólki góða stund, sýna alvöru í starfi án þess að vera þunglama- legur. Það lærði ég af pabba og Páli. Ég er því sáttur við mitt starf og ánægður með að góður og mjög fær maður skuli hafa tekið við af mér.“ Sá er Pavel Smid, Tékki, sem kom til íslands fyrir tæpum tfu árum og bjó fyrstu sjö árin á Reyðarfirði, var þar organisti í kirkjunni og kenndi við tónlist- arskólann. Pavel stundaði nám við Tónlistarháskólann í Prag og tók þaðan embættispróf í orgel- leik og kennslufræði. Hann hef- ur haldið fjölmarga tónleika víða um heim og tekið þátt í al- þjóðakeppnum og hlotið þrenn verðlaun. Áður en hann flutti til Páll ísólfsson var organisti við Fríkirkjuna (Reykjavík frá 1926 til 1939 áður, en þá gerðist hann organisti við Dómkirkjuna. Þessi mynd af Páli hefur víða verið birt, en þess misskilnings hefur gætt að hann sitji þarna við Dómkirkjuorgelið. Svo er ekki, þetta er hið hálfrar aldar gamla Fríkirkjuorgel, sem nú er verið að gera upp. Orgelsmíðameistari, stjórnarfor- maður og organisti. Myndin er tekin nýlega af þeim Reinhart Tzschöckel orgelsmíðameistara (fcv.), Ragnari Bernburg stjórnar- formanni Fríkirkjunnar (f.m.) og Pavel Smid núverandi organista Fríkirkjunnar. Morgunblaðið/Bjarni íslands árið 1975 hafði hann haf- ið störf sem prófessor við Cons- ervatorium í Prag, þar sem hann kenndi orgelleik, tónfræði og fleira. Kona Pavels, Violeta, er einnig organisti og tónlistar- kennari og hefur hún ásamt hon- um stundað kennslu hér á landi. Hún er núverandi organisti Seljasóknar. Pavel sagði að þau hefðu upp- haflega ekki ætlað sér að vera lengur en þrjú ár á íslandi, en þeim hefði líkað vel að búa hér og sífellt framlengt dvöl sína. Og nú er ekkert fararsnið á þeim, enda urðu þau íslenskir ríkis- borgarar sl. vor. Pavel sagði að orgel Fríkirkj- unnar hefði verið tæknilega mjög fullkomið á sfnum tíma, en sá ókostur væri á því að það svaraði seint þar eð það væri loftknúið, eða „pneumatískt". En nú væri verið að breyta því, þannig að í stað loftpípanna kæmu rafmagnsleiðslur, sem gæfu nánast samtíma svörun. Auk þess á að lagfæra hljóm- borðið, sem er orðið mjög slitið. Kirkju-koncert Páls tsðlfssonar sunnudaQlnn S. marz 1916 kL 7 slfidegls. Viðfangsefni. Orgaí-sóíó: I. a. FR. LISZT: Preluöium. b. 3.S. BACH: Toccata ogFuga(D-moll). II. a. BRAHMS: Choralvorspiel: (Quös son var gripinn hðnöum). b. ÐACH: Preluöium og Fuga (C-moll). finsðngur (hr. Pétur Halldórsson): III. a. ÐACH: Aria. b. BEETHOVEN: Dauöinn. c. BEETHOVEN: Bænin. Orgal-sóíó: IV. a. BACH: Choralvariationen yfir: Hver sem Ijúfan guö lctur ráöa. b. FR. LISZT: Fantasi og Fuga yfir: B A C H V. a. MENDELSSOHN: Aöagio og Finale úr Sónðtu 65 Op. nr. 1. Efnisskrá kirkjukonserts Páis Is- ólfssonar, sem hann flutti í Dóm- kirkjunni 1916, þá nýkominn frá námi. Meginmarkmiðið er að orgelið haldi sínum rómantísku og mjög svo rómuðu hljómgæðum. En hvað kostar endurnýjun orgelsins og hvernig er hún fjár- mögnuð? Ragnar Bernburg, stjórnarformaður Fríkirkjunn- ar, sagði að tilboð orgelsmíða- meistarans, Reinhart Tzschökel, hljóðaði upp á 2,6 milljónir króna, en hann byggist þó við því að heildarkostnaður færi upp f þrjár milljónir. „Við hófum söfnum f fyrra- haust, sendum fríkirkjufólki gíróseðla og hvatningarorð um að standa vel saman og sýna málefninu stuðning, en það verð- ur að segjast eins og er, að ekki kom nægilega mikið út úr þeirri söfnun," sagði Ragnar. Ragnar sagðist þó vilja skila þakklæti til allra sem lagt hefðu málefninu lið, ekki síst kvenfé- lagskvenna, sem hefðu unnið mjög ötullega að fjáröflun, og vildi jafnframt hvetja fólk til að bregðast vel við núna og leggja eitthvað af mörkum. Stofnaður hefur verið gíróreikningur við póstgíróstofuna þar sem fólk getur skilað inn framlögum. Númerið er 10999-1. Auk þess taka presturinn, Gunnar Björns- son, kirkjuvörður og stjórnar- menn við framlögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.