Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 18
18 B MQRftUyBLAÐIÐ, SUNNUQAGUR11. ÁGtJST 1985 Egilsstaðir: Minnisvarði um Sigfús Sigfússon þjóðsagna- ritara afhjúpaður Sigurður Ó. Pálsson rakti æviatriði Sigfúsar áður en minnisvarðinn var afhjúpaður. Morgunblaðið/ólafur Kgilsstöðum, 6. ágúat í DAG var afhjúpaður minnisvarði í landi Miðhúsa í Egilsstaðahreppi um þjóðsagnaritarann góðkunna, Sigfús Sigfússon. Sigfús fæddist í Miðhúsum 14. október 1855 — en lést á áttugasta aidursári í Reykja- vík 6. ágúst 1935. f dag eru því 50 ár liðin frá andláti hans. Átthagasamtök Héraðsbúa i Reykjavík og Menningarsamtök Héraðsbúa létu reisa minnis- varðann. Þórarinn Þórarinsson, arkitekt, teiknaði minnisvarðann — en Hafsteinn Guðmundsson, bókaútgefandi, gaf afsteypu af mynd Ríkarðs Jónssonar af Sig- fúsi — sem prýðir minnisvarð- ann. Það var Sigfús Magnússon frá Seyðisfirði sem afhjúpaði minn- isvarðann — en hann var kunn- ugur Sigfúsi og hefur verið ötull talsmaður um gerð minnisvarð- ans. Eins og áður sagði fæddist Sig- fús á Miðhúsum. Hann var sonur hjónanna Sigfúsar Oddssonar og Jóhönnu Þorsteinsdóttur frá Mjóanesi. Sigfús ólst hins vegar upp á Skeggjastöðum í Fellum — en dvaldi tíðum á Eyvindará og kenndi sig jafnan við þann bæ. Sigfús lauk námi frá Möðru- vallaskóla 1891 og starfaði síðan um hríð sem kennari á Héraði — en fluttist síðan til Seyðisfjarðar þar sem hann bjó og starfaði lengst af ævi sinnar. Á efri árum flutti Sigfús til Reykjavíkur og síðustu æviárin dvaldi hann á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Sigfús var gífurlega afkasta- mikill þjóðsagnasafnari og barst VALKOSTUR Á útveggi Snorrahúsa hefur hingað til verið hægt að fá m.a. lóðretta timburklæðningu, glerfiberplötur með kvartsmulningi o.fl. Og enn aukast valkostir Snorrahúsa. Nú framleiðir Húsasmiðjan Snorrahús með múrsteinshleðslum ýmiss konar og notar í þær úrvals þýskan múrstein. Hvort sem húsin eru stöðluð eða sérteiknuð með óskum hvers og eins, gefur múrsteinshleðslan stórkostlega möguleika. Kynntu þér hinn nýja valkost. Verlð ávallt velkomin í Húsasmiðjuna. HLJSA SMIÐJAN Súðavogi 3-5, 104 Reykjavík - Sími 687700 0 l1 Sigurður Magnússon frá Seyðisfirði afhjúpaði minnisvarðann. hróður hans sem slíks víða. Bókaútgáfan Þjóðsaga hóf endurútgáfu þjóðsagnasafns Sig- fúsar árið 1982 og er 5. bindi þeirrar útgáfu nýlega komið út — en fyrri útgáfa safnsins hefur um árabil verið með öllu ófáan- leg. Eins og fyrr segir stendur minnisvarðinn um Sigfús Sig- fússon í landi Miðhúsa, á hæð skammt frá vegamótum Eiða- og Seyðisfjarðarvegar. Hópur manna var viðstaddur afhjúpun minnisvarðans og ávarpaði Sig- urður Ó. Pálsson bókavörður á Egilsstöðum viðstadda. — Ólafur resiö af meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.