Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985 á krossgötum Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur brugðist upphaflegu hlutverki sínu. Hún er nú miðstöð áróðurs sem beinist gegn hagsmunum og hugmyndum hins frjálsa heims. HöfutetöðvarUNEscoíParía Sameinuðu þjóðirnar njóta að líkindum meiri virðingar á Vesturlöndum en þær eiga skilið. Nafn samtakanna er enn tengt þeim háleitu hug- sjónum, sem stofnendur þeirra höfðu að leiðarljósi, þótt gerólík viðhorf séu nú ríkjandi þar. Nafn Samein- uðu þjóðanna er ennfremur notað sem gæðastimpill á margvíslegar hugmyndir og framkvæmdir, og virðist þá stundum horft framhjá því, að þær geti verið illa grund- aðar eða hreinlega byggðar á sandi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Sameinuðu þjóðunum var komið á fót árið 1945 í því augnamiði að tryggja mannkyni frið, öryggi, frelsi og lýðréttindi. Lýðræðisríki voru í miklum meirihluta í upphafi og samþykktir Sameinuðu þjóðanna og athafnir báru þess merki. Smám saman fjölgaði í hópnum og munaði þar mest um hin svo- nefndu „nýfrjálsu ríki“ í þriðja heiminum, sem ásamt ríkjum ar- aba og kommúnista mynda nú meirihluta á Allsherjarþingi SÞ og í sérstofnunum samtakanna. Hugmyndir þessa meirihluta um siðferði, mannréttindi og leikregl- ur stjórnmála eru afar frábrugðn- ar þeim sem Vesturlandabúar að- hyllast og reyna að fylgja í verki. Ályktanir allsherjarþingsins draga dám af þessu, eins og menn ættu að kannast við úr fjölmiðl- um. Vesturlöndum, einkum Bandaríkjunum, er kennt um flest það sem aflaga fer í heiminum. Harðstjórar þriðja heimsins, olíu- furstar arabalanda og leiðtogar kommúnistaríkjanna virðast hins vegar yfir gagnrýni hafnir. Það er kannski táknrænt fyrir umskiptin, sem orðið hafa, og það tvöfalda siðgæði sem nú er við lýði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að þegar Idi Amin, einvaldur Ug- anda, ávarpaði allsherjarþingið haustið 1975 stóðu þingfulltrúar á fætur og fögnuðu ræðu hans með langvinnu lófataki. Amin, sem þá var á „hátindi" böðulsferils síns, hafði hvatt til þess í ræðunni, aö ísraelum yrði vikið úr Sameinuðu þjóðunum og ríki þeirra upprætt, sem jafngilti tillögu um þjóðar- morð. Eitt nýjasta dæmið um sið- blinduna, sem meirihluti fulltrúa á allsherjarþinginu virðist sleg- inn, er samþykktin þar í vor, að verja jafnvirði þriggja milljarða íslenskra króna til að byggja ráðstefnuhöll fyrir marxista- stjórnina í Addis Ababa í Eþíópíu á sama tíma og þjóðin er að hrynja niður úr hungri. Leið UNESCO til ánauðar Á vegum Sameinuðu þjóðanna starfa, sem alkunna er, nokkrar sérstofnanir og hafa sumar þeirra unnið ágæt verk og gera raunar enn. Ég hef t.d. í huga Barnahjálp- ina (UNICEF), Flóttamannastofn- unina (UNCHR) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunina (FAO). Um sumar aðrar sérstofnanir SÞ, svo sem Alþjóðaheilbrigðisstofn- unina (WHO), hef ég meiri efa- semdir. Sú deild SÞ, sem umdeild- ust er og mest hefur verið í sviðsljósinu aö undanförnu, er Menningarmálastofnunin (UN- ESCO) og um hana ætla ég að ræða hér á eftir. Það voru 20 vestræn lýðræðis- ríki, sem settu UNESCO á stofn í nóvember 1946. Skammstöfunin stendur fyrir Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun Samein- uðu þjóðanna, en hið opinbera heiti hennar hér á landi frá því íslendingar gerðust aöilar árið 1964 hefur verið Menningarmála- stofnun SÞ. Réttnefnið gefur svo- litla vísbendingu um þau markmið sem stofnuninni voru sett í upp- hafi: að efla frið, frelsi, réttlæti, öryggi og framfarir með aukinni menntun og menningu. Alkunna er, að menn leggja ólíkan skilning í hugtök eins og „friður", „frelsi" og „réttlæti“, en það kom ekki að sök í upphafi því þær þjóðir sem stofnuðu UNESCO deildu svipaðri menningararfleifð og áþekkum hugmyndum um grundvallaratriði stjórnmála. Á fyrstu árum UNESCO beind- ist starfsemin einkum að baráttu gegn ólæsi, margvíslegum vísinda- rannsóknum, varðveislu forn- minja og menningartengslum þjóða heims. Er óhætt að segja að þar hafi mörgu Grettistakinu ver- ið lyft. Þetta breyttist hins vegar smám saman þegar kommúnista- ríkin og „nýfrjálsu ríkin“ í þriðja heiminum fengu aðild að stofnun- inni, náðu meirihluta og fóru af alvöru að beita sér á vettvangi hennar. Umræðuefni og verkefni UNESCO tóku stakkaskiptum og pólitík var skipað i öndvegi. Raunhæf úrlausnarefni, sem eng- inn ágreiningur þurfti að vera um, viku fyrir málfundum og þingum um hápólitísk deiluefni. Tísku- kenningum alls kyns grillufang- ara á vinstri væng stjórnmála var óspart hampaö. Af margvíslegum ástæðum var viðnám vestrænna fulltrúa hjá UNESCO við þeim breytingum, sem þar urðu, ákaflega lítið. Ein skýringin er einfaldlega sú, að borgaralegir stjórnmálamenn á Vesturlöndum töldu starf á vett- vangi stofnunarinnar alls ekki mikilvægt. Fulltrúar þeirra á þingum UNESCO voru yfirleitt lágtsettir ráðuneytismenn eða sú tegund þreyttra embættismanna, sem umfram allt kýs að hlutirnir séu réttir og sléttir og sættir sig endalaust við málamiðlanir og til- slakanir, en áttar sig ekki á því hverjar afleiðingarnar geta orðið. Hinn nýi meirihluti hefur lfka fengið drjúgan stuðning frá mönnum, sem beinna hagsmuna hafa að gæta (fjárhagslegra og pólitískra) og kjósa því óbreytt ástand. Þar má nefna styrkþega UNESCO, starfsmenn og ýmsa þá, sem tengjast starfi og ráðstefnum stofnunarinnar. Uppreisn Banda- ríkjamanna Það er líklega einkum fyrir áhrif „hægri bylgjunnar" svo- nefndu á Vesturlöndum, að hin vafasama starfsemi Menningar- málastofnunarinnar komst í sviðsljósið. Grein Chester F. Finn „How to Lose the War of Ideas" (Hvernig tapa á hugmyndabarátt- unni) í tímaritinu Commentary í ágúst 1983 réð væntanlega úrslit- um um þá ákvörðun Bandaríkj- astjórnar, að hætta aðild að UN- ESCO frá og með síðustu áramót- um. í greininni leiddi Finn að því skýr rök, að stofnunin hefði brugðist upphaflegum markmið- um sínum og væri orðin miðstöð áróðurs, sem beindist gegn hags- munum og hugmyndum hins frjálsa heims. Bandaríkjamenn höfðu staðið undir fjórðungi af út- gjöldum UNESCO, en starfsmenn hennar og ráðstefnuskrafarar eyddu samt mestu púðri í að ráð- ast á stefnu Bandarfkjamanna og stjórnmálahugmyndir þeirra (sem stofnunin hafði raunar verið sett á legg til að efla). Gagnrýni sú, sem Bandaríkja- menn og aðrir hafa beint að UN- ESCO, lýtur að mörgum þáttum og hér er ekki rúm til að víkja að nema örfáum mikilvægum atrið- um. í fyrsta lagi er það gagnrýnt hversu pólitiskt allt starf stofnun- arinnar er orðið og hversu skipu- lega hún virðist beita sér gegn grundvallarhugmyndum Vestur- landabúa og þjóðskipulagi okkar. Þetta birtist m.a. í hugtakanotk- un. f stað „mannréttinda" er t.d. farið að tala um „alþýðuréttindi" á vettvangi UNESCO. (Sjá menn ekki í hendi sér hvað það merkir? Hér er auðvitað á ferðinni sami greinarmunurinn og sums staðar er gerður á „lýðræði" annars veg- ar og „alþýðulýðræði" hins vegar.) Og þetta birtist líka í tillögum UNESCO um „nýtt alþjóðlegt efnahagsskipulag" og „nýskipan fjölmiðlunar í heiminum", sem vikið verður að hér á eftir. f annan staö hefur því verið haldið fram með sterkum rökum, að fjármál stofnunarinnar séu í óreiðu. Skýringar hafa ekki feng- ist á ýmsu í reikningunum og í álitsgerð Bókhaldsstofu Banda- ríkjaþings (GAO) um þetta efni eru jafnvel leiddar líkur að stór- felldu misferli. Þá hafa skipulag og stjórn UNESCO sætt harðri gagnrýni og beinist hún ekki síst‘ að framkvæmdastjóranum, Seneg- almanninum Amadou Mahtar M’Bow, sem þykir stjórna eins og geðþóttafullur einvaldur. f fjórða lagi hefur það verið fundið UN- ESCO til foráttu, að ráðstefnur og „pappírsframleiðsla" skipa önd-; vegi í starfseminni. Af þessum sökum álíta margir, að starf skriffinna stofnunarinnar í París gangi út á fátt annað en að semja skýrslur um hugðarefni sín og hleypidóma og senda á næsta borð eða mynda um þau starfshópa og nefndir. Ég held að þetta sé j kannski ekki tóm ímyndun, en.. ástæða er til að vara við þeirri skoðun, að UNESCO sé aðeins pappírstígrisdýr. Stefnuyfirlýs- ingar UNESCO um fjölmiðlun eru t.d. annað og meira en pappírs-,, gagn. ;v & Ritskoðunarstefnan Það voru einmitt tillögur UN-. ESCO um „nýskipan fjölmiðlunar" eða „nýja alþjóðlega upplýsinga- miðlun", sem opnuðu augu manna fyrir því sem var að gerast innan stofnunarinnar. Fulltrúar þriðja heimsins höfðu lengi kvartað yfir því, að fjölmiðlar á Vesturlöndum flyttu eintóm ótíðindi þaðan og fréttirnar væru að auki litaðar, „gildismati" Vesturlandabúa. Þein > vildu að „fólkið" í þriðja heimin- um — og þá er að sjálfsögðu átt við stjórnvöld — hefði íhlutunar- rétt um það, sem skrifað væri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.