Morgunblaðið - 30.08.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.08.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985 Lestarverðir hafna verkfalli: Úrslitin talin sigur fyrir stjórn Thatcher l/ondon, 29. ágúst AF. BRESKIR lestarverðir synjuðu tillögu stéttarfélags síns um aö fara í verkfall. Litið er á úrslit þessi sem sigur ríkisstjórn- ar Margrétar Thatcher og vott um árangur aðgerða hennar til að skerða völd stéttarfélaga í landinu . 84 prósent lestarvarða greiddu verið samþykkt. En það átti þess atkvæði um verkfallstillöguna á föstudag og þegar úrslit voru til- kynnt á miðvikudag kom í ljós að hún hafði verið felld naumlega. Stéttarfélag járnbrautarstarfs- manna vildi mótmæla þeim ráða- gerðum stjórnarinnar, að fækka lestarvörðum, með verkfalli. Inn- an skamms verður tekin í notkun ný tegund lesta á ýmsum leiðum á Bretlandi, sem á að vera þannig útbúin að lestarverðinum verði ofaukið. Eiga engir lestarverðir að vera á flutningalestum og ýmsum leiðum farþegalesta. Jimmy Knapp, formaður stétt- arfélags járnbrautarstarfs- manna, sagði að verkfallinu hefði verið hafnað vegna þess að haft hefði verið í hótunum við lestar- verði. Þeim hefði verið lofað öðr- um starfa þegar lestarvörðum yrði fækkað, en þeim kosti ella að ganga í raðir þeirra fjögurra milljóna sem eru atvinnulausar um þessar mundir á Bretlandi. Stéttarfélagið hafði ekki til- greint til hvaða aðgerða yrði gripið ef verkfallsheimildin hefði kost að fara í allsherjarverkfall eða vinna í hægagangi. Þetta er þriðja áfallið sem bresk stéttarfélög verða fyrir á þessu ári, nú aðeins viku fyrir ársþing sambands stéttarfélaga. Breskir kolanámamenn sneru aftur til vinnu í mars, eftir að hafa verið í árs löngu verkfalli án þess að ná fram kröfum sínum. Jimmy Knapp beið persónuleg- an ósigur í maí þegar verðir í neðanjarðarlestum í London virtu áskoranir hans um verk- fallsaðgerðir að vettugi, en stjórnin áformaði þá að fækka starfsmönnum neðanjarðarlest- anna. Starfsmannastjóri breska járnbrautarfélagsins, John Pal- ette, sagði niðurstöður atkvæða- greiðslunnar nú vera mikinn létti. En yfirvöld félagsins höfðu fastlega búist við verkfalli. Pal- ette sagðist vona að stéttarfélag- ið gengi nú til samninga við járn- brautarfélagið um fækkun lestar- varða. Jimmy Knapp hefur tilkynnt Pakistan: Bhutto sett í s t o fu fangelsi PakisUn, 29. ágúst AP. EINIJM helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Pakistan, Benazir Bhutto, dóttur Alis Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra landsins, hefur verið bannað að hafa afskipti af stjórnmálum. Bhutto, sem sneri aftur til til heimalands síns í síðustu viku eftir sjálfviljuga útlegð, kvaðst þá ætla að hefja baráttu gegn herforingjastjórn Mu- hammeds Zia-UI-Haq. Að sögn talsmanns stjórnarinn- ar var Bhutto tilkynnt að hún mætti ekki fara af heimili sínu næstu þrjá mánuði og mætti ekki umgangast aðra en þjónustufólk sitt. Vopnaðir lögreglumenn um- kringdu hús Bhuttos í Karachi, í dag og meinuðu öllum aðgang að því. Félagar í flokki Bhuttos, Pak- istanska þjóðarflokknum, voru á meðal þeirra sem þurftu frá að hverfa. Fyrir aðeins fáeinum dögum lýstu embættismenn yfir því að athafnafrelsi Bhuttos yrði ekki skert og væri henni frjálst að ferð- Geimferjan: Fjarskiptahnetti komið á braut um jörðu Flórída, 29. ágúsL AP. ÁHÖFN bandarísku geimferjunnar kom þriðja fjarskiptahnettinum á braut um jörðu í dag. Næsta verk- efni geimfaranna verður að gera við Nyncom-gervihnött, sem sendur var á braut um jörðu í aprfl sl., en bilaði fljótlega. Gert er ráð fyrir að viðgerðin taki tvo daga, en ekki einn eins og áformað var í upphafi. Ástæða þess er sú að annar armur vélknú- ins tækis, sem notað verður til að gera við gervihnöttinn, bilaði eftir geimskotið á þriðjudag. ast að vild, svo lengi sem hún virti landslög. Bhutto hefur undanfarna daga rætt við ýmsa stuðningsmenn sína og gefið út yfirlýsingar, þar sem hart er deilt á stjórn landsins. Þar sagði hún m.a. að þolin- mæði þjóðarinnar væri á þrotum, enda hefðu íbúar landsins mátt þola neyðarástandslsög í átta ár. að svo verði gert, lestarverðir hefðu sýnt vilja sinn með því að hafna verkfalli. „Þeir vilja að við semjum og það munum við reyna að gera,“ sagði Knapp. Mikil ókyrrð hefur verið á starfsemi járnbrautarfélagsins að undanförnu. Lestarverðir í London, Glasgow og Wales hafa neitað að vinna á þeim leiðum sem ráðgert er að taka í notkun lestir sem ekki þarf nema öku- mann til að starfrækja. Breska járnbrautarfélagið hef- ur rekið 245 lestarverði sl. 12 daga fyrir að neita að mæta til vinnu, og hefur Knapp sagt að það hafi forgang að þeir verði endurráðnir. Stéttarfélag járnbrautar- starfsmanna hefur haldið því fram að lestir án lestarvarða séu stórhættulegar, og segir Knapp að það hafi fært baráttu sinni stuðning almennings. En vara- formaður járnbrautaþingnefnd- arinnar, íhaldsmaðurinn Robert Adley, hefur sagt að ekkert sé hæft í því að öryggi farþega minnki þótt staða lestarvarða verði aflögð í nýju lestunum og hér sé aðeins um áróðursbragð að ræða. Þetta hafi lestarverðirnir vitað þegar þeir greiddu atkvæði sín. Stórtap var á rekstri breska járnbrautarfélagsins á síðasta ári og er fækkun lestarvarða lið- ur í umfangsmikilli sparnaðar- áætlun félagsins. Stéttarfélag járnbrautar- starfsmanna varð að láta ganga til atkvæða um verkfallsheimild vegna nýrra laga sem tóku gildi á síðasta ári og breski íhaldsflokk- urinn heldur fram að hafi dregið mikið úr verkföllum. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hafi aðeins ver- ið 239 verkföll, en 510 á sama tíma í fyrra. Lagagreinin um verkföll, sem er ein af mörgum til að minnka völd stéttarfélaga, veitir atvinnu- rekendum rétt til að reka starfs- menn sem fara í verkfall án þess að það hafi verið samþykkt með kosningu og krefja stéttarfélögin um skaðabætur. Samkvæmt lögunum máttu að- eins lestarverðir, sem eru 11.000 talsins, greiða atkvæði með eða á móti verkfallsheimildinni, en ekki þeir 143.000 sem skráðir eru í félagið. Símamynd/AP Hans Friedrichs fyrrverandi viðskiptaráðherra Vestur-Þýskalands gengur inn í réttarsal í Bonn í gær, en þá hófust réttarhöld í hinu svokallaða Flick-máli. Vestur-Þýskaland: Réttarhöldin haf- in í Flick-málinu — verjendur telja kviðdómendur vanhæfa Bonn, 29. áKÚsL AP. RÉTTARHÖLD yfir tveimur fyrrverandi viðskiptaráðherrum Vestur-Þýska- lands, Otto Lambsdorff og Hans Friedrichs i hinu svokallaða Flick-máli, hófust í Bonn í dag. Þeim var þó fljótlega frestað um eina viku eftir að verjendur hinna ákærðu héldu því fram að kviðdómendurnir væru vanhæfir til að fjalla um málið. Mikið öryggiseftirlit var við réttarsalinn í dag, en fyrir utan safnaðist saman hópur manna til Jagger eignast fyrsta soninn Ncw York, 29. igúot AP. JERRI HALL, fyrirsæta og unn- usta rokkstjörnunnar Micks Jagger, ól í gær annað barn þcirra skötuhjúa, Ijóshærðan dreng, en þau áttu stúlku fyrir. Jagger var viðstaddur fæð- inguna og að sögn Geraldine Mclnerney, blaðafulltrúa hljómsveitar Jaggers, The Rolling Stones, heilsast bæði móður og barni vel. Dóttir þeirra Hall og Jaggers, Scar- let, er 17 mánaða gömul, en Jagger á einnig tvær aðrar dætur. Þær eru Jade, 12 ára, sem Jagger átti með fyrrum eiginkonu sinni, Biönku, og Karis, 13 ára, sem Jagger átti með leikkonunni Marsha Hunt. Tónleikar til stuðnings bandarískum bændum Champaien, Illinois, 29. ágúst. AP. í DAG HOFNT sala á aðgöngumiðum að tónleikum, sem ætlað er að Ijá aðþrengdum bændum í Bandaríkjunum fjárhagsaðstoð. Væntanlegir áheyrendur tóku strax í dag að þyrpast að miðasölustöðunum og þeir áhugasömustu höfðu meira að segja tjaldað þar nærri yfir nóttina til þess að eiga kost á beztu sætunum, er miðasalan hæfist. Tónleikar þessir, sem fyrirhugaðir eru 22. september, eiga að standa í 12 tíma og verður sjónvarpað frá þeim beint. Á tónleikum þessum kemur fram fjöldi frægra söngvara og leikara á sviði rokk=, kántrí= og blues=tónlistar. Þeirra á meðal má nefna Waylon Jennings, B.B. King, The Beach Boys, Billy Joel, Lorettu Lynn og Bob Dylan. Hefur tónleikunum verið gefið nafnið „Farm Aid“ og þar líkt eftir heiti „Life Aid“=tónleik- anna, sem fram fóru fyrr á þessu ári til aðstoðar sveltandi Afríku- þjóðum. „Það eru ekki til örlátara og hjálpsamara fólk en bændur okkar,“ var í dag haft eftir söngv- aranum og lagasmiðnum Wille Nelson, sem er upphafsmaðurinn að fyrirhuguðum tónleikum. Verður hann á meðal 30-40 ann- arra söngvara og sönghópa s,em þar munu koma fram. Margir bandarískir bændur eru nú að kikna undan lágu verði á afurðum þeirra, en háum fram- leiðslukostnaði. Er James R. Thompson, ríkisstjóri í Illinois, frétti um væntanlega tónleika, þá ákvað hann strax að ljá hug- myndinni lið og beitti sér fyrir því, að unnt yrði að halda tón- leikana á íþróttaleikvangi Illino- is=háskóla. „Þessir tónleikar eiga eftir að beina athygli 200 milljón Bandaríkjamanna að þeim vand- ræðum sem það fólk á nú við að etja, er framleiðir handa okkur það sem við fáum að borða á hverjum degi,“ var haft eftir Thompson í dag. Alls er gert ráð fyrir að 78.000 manns muni koma á tónleikana og greiða 17.50 dollara fyrir aðgöngumiðann, en auk þess verður sjónvarpað beint frá tón- leikunum. Margir þeirra, sem þar koma fram, ætla ekki að taka við neinni greiðslu. Vonir standa þó til, að mest fé fáist með framlögum og sölu á hljómplötum og tónböndum af tónleikunum eftir á. að krefjast þess að sakborn- ingarnir hlytu makleg málagjöld. Lambsdorff og Friedrichs eru þeir fyrstu, sem leiddir eru fyrir rétt í Flick-málinu, en þeir eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Flick-stórfyrirtækinu og stað- ið fyrir ólöglegum fjárframlegum í flokkssjóð frjálsra demókrata. Réttarhöldin stóðu yfir í um fjórar og hálfa klukkustund í dag. Þá tók yfirdómarinn þá ákvörðun að fresta þeim þangað til næsta fimmtudag, svo að dómurum gæf- ist tími til að kynna sér þau rök verjenda að skipa beri aðra kvið- dómendur vegna vanþekkingar þeirra á efnahagsmálum. Verjend- urnir staðhæfðu einnig að kvið- dómendur hefðu orðið fyrir svo miklum áhrifum af hinni miklu umfjöllun, sem málið hefði hlotið í fjölmiðlum, að þeim væri ekki treystandi til að dæma í málinu. Vegna þess hve ræður verjenda voru langar vannst ekki tími til að hefja réttarhöldin á formlegan hátt, þ.e. með því að lesa upp ákæruatriðin. Yfirdómarinn sagði að það væri ekki til neins að halda áfram rétt- arhöldunum í dag, og úrskurðaði því að þeim skyldi fram haldið í næstu viku. Alþjóðabankinn: Tekur lán í 10 löndum WaNhington, 29. ágúsl AP. STTJÓRN Alþjóðabankans hefur til- kynnt að bankinn fái 321,4 milljóna dollara lán frá bönkum í 10 löndum. Er þetta eitt mesta lán sem bankinn hcfur tekið. Bankarnir sem lána til Alþjóða- bankans eru í Danmörku, Japan, V-Þýsklandi, Belgíu, Hollandi, Austurríki, Sviss, Frakklandi, ít- alíu og Bretlandi. Alþjóðabankinn, sem mest lánar til fátækra þjóða, mun greiða 7,85% árlega vexti af láninu. Ágóðinn af rekstri Alþjóðabankans á síðasta ári var um 1.137 milljarðar dala, en bank- inn nýtur þeirra forréttinda að geta tekið lán í hinum ýmsu lönd- um og notfært sér misháa vexti til hagstæðra fjárfestinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.