Morgunblaðið - 30.08.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.08.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985 BICCADWAy Stúdentaleikhúsið í leikför um landið STÚDENTALEIKHÚSIÐ frumsýndi rokksöngleikinn „Ekko-guðirnir ungu“ eftir Claes Andersson í Bíóhöllinni á Akranesi sl. miðvikudag. Verður Stúd- entaleikhúsið í leikfor um landið næsta mánuðinn. Eftir það verður söngleik- urinn sýndur á Stór-Reykjavíkursvæðinu og farnar styttri leikferðir. „Ekko-guðirnir ungu“ fjallar um unglinga og hefur Olafur Haukur Símonarson rithöfundur annast þýðingu og jafnframt sam- ið söngtexta. Leikstjóri er Andrés Sigurvinsson og Ragnhildur Gísla- dóttir hefur frumsamið tónlist við verkið. Þrettán ungir leikarar koma fram í sýningunni en auk þeirra er heil hljómsveit á sviðinu og taka hljómsveitarmeðlimir jafnframt þátt i leiknum. Hljóðfæraleikararnir eru þau Margrét Örnólfsdóttir, Ágúst Karlsson, Halldór Lárusson og Jón Steinþórsson. Gamalreyndir leikarar svo sem Karl Guð- mundsson, Steindór Hjörleifsson, Rúrik Haraldsson, Þórunn Magnea Jónsdóttir o.fl., ljá brúð- um raddir sínar, sem fara með hlutverk hinna fyllorðnu í sýning- unni. (Í!r frctutilkynninpi) ásamt Bobby Harrison veröa í DKCADWAY íkvöld ------------------------------- VCITINGAHUS Sími 68-50-90 HÚS GÖMLU DANSANNA. Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9—3. Hljómsveitin DREKAR ásamt hinni vinsælu söngkonu MATTÝ JÓHANNS Aöeins rúllugjald. Hjardmenn hins holdlega krafts halda áfram tónleikaferö sinni um landiö. Miögaröi Skagafiröi, föstudagskvöld kl. 23.00. Logalandi Borgarfiröi laugardagskvöld kl. 23.00. Hótel Sögu Reykjavík sunnudagskvöld kl. 22.00. ATH: pantið miða tímanlega. Bílstjórum sætaferða er bent á að tryggja farþeg- um sínum miða með því að tilkynna viðkomandi húsum komu sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.