Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 B 43 APAR í FRÉTTUM Tamarínar Fjöldi fræðimanna, líffræð- ingar, mannfræðingar, atferl- isfræðingar, auk allra þeirra sem finnst einfaldlega gaman að horfa, fylgjast mjög nákvæmlega með öllu atferli dýrategunda eða manna í frumstæðum þjóðfélög- um, jafnvel í nútímasamfélögum. Sífellt eru menn að komast að nýrri vitneskju um dýr og menn, í hverju munurinn sé fólginn, hvort dýr hugsi og hvernig þau geri það, hvaða reglur dýr hafi sín á milli og svo mætti lengi telja. Einnig eykst vitneskjan um okkur sjálf, hvernig við hugsum og hvers- vegna. Þegar menn rannsaka dýra- samfélög láta þeir gjarnan leiða sig á villigötur með því að bera hegðunarmynstrið sifellt saman við sína eigin reynslu úr mann- heimum. Þannig er oft komist að niðurstöðum sem reynast alrang- ar þegar betur er að gáð. Dýr hafa oft merkilega flóknar umgengn- isreglur í samfélögum sínum eða ættflokkum, og þótt það sé oftar svo að reglurnar séu á einhvern hátt heimfæranlegar upp á mann- fólkið, er það alls ekki alltaf. í langsamlega flestum ef ekki öllum samfélögum manna eru karlarnir valdameiri en konurnar, þeir skipuleggja og ákveða, kon- urnar gæta bús og barna og beygja sig að mestu undir vilja karlanna. Vissulega breytist þessi skipting, eftir því sem maðurinn verður vitrari, en það má segja að hún sé sterk hefð. Einnig þykir einkvæni og einveri eðlilegast. Að vísu er fjölkvæni víða tiðkað, en fjölveri þekkist vart. Svona má lengi telja. Vísindamenn eiga oft erfitt með að láta hefðir af þessu tagi lönd og leið svo oft verða ályktanirnar sem dregnar eru af atferli dýra ekki nógu vísinda- legar. En þetta er auðvitað ekki algilt, mörgum tekst að gera sér skýrar myndir af lögum og reglum dýrasamfélaga, og það er vel; við getum eflaust lært mikið á því að fylgjast með dýrunum, því þrátt fyrir allar geimskutlurnar og tölv- urnar, virðumst við mennirnir standa sumum dýrum langt að baki hvað raunverulegar gáfur snertir. Lengst inni í frumskógum Suður-Ameríku býr apategund sem nefnd er tamarín. Tamarín- arnir eru ein tegund prímata eða fremdardýra, eins og maðurinn. Paul Garber er bandarískur fremdardýrafræðingur sem eyðir árlega löngum tíma í frumskógin- um til að rannsaka þessi dýr. Hann hefur komist að ýmsu merkilegu um þá sem ekki var vit- að áður, þótt tamarínarnir hafi lengi talist sérstæð dýr og því nokkuð verið rannsakaðir. Lengi vel var álitið að tamarín- ar stunduðu einkvæni. Það sem þótti sérstæðast við þá var að karlarnir sáu fyrst og fremst um uppeldi unganna, mæðurnar skipta sér ekkert af þvf. En kven- dýrið virðist hafa öllu meiri völd innan tamarínahópsins en álitið var. Nú hefur Paul þessi Garber til dæmis komist að því að fjölveri er sambýlisform þeirra. Tamarínar ferðast um frum- skóginn í hópum, 6 til 8 apar I hverjum hópi. Kvnjaskipting er nokkurn veginn jöfn, en hinsvegar er aðeins eitt kvendýr, alfa- kvendýr svokallað, frjótt. Frjóa dýrinu tekst einhvernveginn að bæla frjósemi hinna kvendýranna í hópnum, og parar sig svo við öll karldýrin eftir hentisemi. Þetta hefur leitt huga visinda- manna að tengslum milli atferlis dýranna og lífefnaferla I skrokk- um þeirra. Þótt alfa-kvendið í hópnum virðist ekki gegna neinni foringjastöðu, hefur það greini- lega áhrif á öll hin dýrin, líklega með því að hafa á einhvern ókunn- an hátt áhrif á efnaskipti þeirra. Þannig hefur það til dæmis komið í ljós að karldýrin hafa fimm sinn- um meira af efninu prolactin í skrokknum en eðlilegt er, meðan þau hafa uppeldi ungviðisins með höndum. Tengsl milli atferlis og efna- skipta gætu gegnt mikilvægara hlutverki meðal manna en talið hefur verið, þó ekki sé vitað á hvern hátt. Því er Ijóst að með aukinni þekkingu gætum við þurft að endurskoða að verulegu leyti þær skoðanir sem við höfum á því hvaða munur sé raunverulega á körlum og konum og hvað valdi honum. V Vestfrost FRYSTIKISTUR eru DÖNSK gceóavara 5?^ LÍTRAR 201 271 396 506 BREIDD cm 72 92 126 156 DYPT cm án HANDFANGS: 65 65 65 65 HÆð cm 85 85 85 85 FRYSTIAFKÖST pr SÓLARHRING kg. 15 23 30 30 ORKUNOTKUN pr. SÓLARHRING kWh 1,2 1,4 1,6 1,9 201 Itr. 271 Itr. 396 Itr. 506 Itr. 19.295.00 21.149.00 23.978.00 27.641.00 VESTFROST frystikisturnar eru búnar hinum viðurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1-2 geymslukörfur. Aukakörfur fáan- legar á hagstæðu verði. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraðfrystihólfi og einnig má læsa kistunum. Innrabyrði er úr rafgalvanhúðuðu stáli með inn- brenndu lakki. VESTFROST verksmiðjurnar í Esbjerg er ein af stærstu verksmiðjum sinnar tegundar á Norðurlöndum. Síðumúla 32 Sími 38000 Afsláttarverö vegna smávægilegra útlitsgalla Langar þig að starfa í hjálparsveit? Hjálparsveit skáta í Kópavogi er ung sveit í örum vexti. Innan skamms hefjum við nýliðaþjálfun og efnum því til kynningar- fundar fimmtudaginn 19. september í Félagsheimili Kópavogs, 2. haeð, kl. 20.00. Viö leitum að fólki frá 17 ára aldri sem hefur áhuga á björgunarstörfum hvar sem er og hvenær sem er. Fólki sem er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu við margvísleg störf. Allir sem áhuga hafa og vilja kynna sér málið ættu að koma á kynningarfundinn. Par verður gerð grein fyrir starfinu í máli og myndum. Áskriftarsíminn er 83033 Sr < orsð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.