Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 -------- i. i - ......, ---------; 1 --r B 49 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Gulur, rauöur, grænn eöa blár? þaö er spurningin. S VR-F J ÁRMUNIR OG FEGURÐARSKYN Stakanhöföi skrifar: Þegar börnin i borginni eru að leik er það ýmist að þau raða kubbum eða fá liti til að þekja með pappaspjald. Fáum dettur hins vegar í hug að hengja þessi „listaverk" þeirra upp á Kjarvals- stöðum. Nú um nokkurt skeið hafa borg- arbúar orðið vitni að einkennileg- um litatilbrigðum hinna eldri og er nú aldeilis ekki verið að fela listaverkin, þau málverk sem þar eru máluð eru látin aka um götur borgarinnar svo öllum gefist kost- ur áaðsjásnilldina. Sá munur er þó á þessu tvennu að þeir litlu með litina og kubbana kosta okkur lítið sem ekkert, en þau stóru með strætisvagnana kosta stórfé. Mér vitanlega hefur það ekki komið fram hverjir eru höfundar þessa haustleiks hjá Strætó, en fyrst athafnaþráin er svona rík á þeim bæ þá væri rétt að finna henni farveg í öðru en slíku til- gangsleysi. Það er góður kostur stjórnenda að vilja láta til sín taka og koma hlutunum á hreyfingu. Breytingar fylgja oft vöskum mönnum og eru sumar þeirra af því góða en aðrar ekki, því miður. Að breyta breytinganna vegna er forkastanlegt. Það er aðals- merki stjórnenda vel rekinna fyr- irtækja að sýna fyrirhyggju og ráðdeild. Svo er einnig um SVR. Það er öllum ljóst að Reykvík- ingar kunna vel að meta strætis- vagnana sína, aldrei man ég eftir að hafa heyrt óánægjuraddir um litinn á vögnunum, þvert á móti, útlit strætisvagnanna fellur mjög vel að umhverfinu, þægilegir og mildir litir sem ekki skera i augun. Vagnarnir hafa unnið sér þann sess að vera borgarprýði, fallegir og snyrtilegir sem þeir eru. En hvers vegna þá að vera að hleypa ólgu og óánægju í mál sem allir voru áður á eitt sáttir um? SVR er frábært fyrirtæki, ein besta þjónustustofnun borgarinn- ar sem á traust og velvilja borgar- búa, þess vegna er þessi uppákoma tímaskekkja og er það sannarlega öllum fyrir bestu að mál þetta hljóti skjótan endi. Séu forsvarsmenn Strætó hins vegar staðráðnir í að sóa fjármun- um í breytt útlit strætisvagnanna, þvert ofan í vilja margra borgar- búa, og virða þannig að vettugi vilja þeirra sem greiða útgerðina, þá er hætt við að sá friður sem ríkt hefur í kringum fyrirtækið verði ekki samur og áður og að velvilji til stjórnendanna fari veg allrar veraldar. Kannski stjórnmálamönnum hafi tekist aö greina á milli aöalatriöa og aukaatriöa að þessu sinni. en þar er af mörgu að taka. Þegar svo er komið að stjórnmálamenn hafa ekkert betra við tíma sinn að gera en að setja álíka furðulegar reglugerðir og þessa þá er kominn tími til fyrir þá að draga sig í hlé frá erli stjórnmálanna. Stjórnmálamenn verða að vera færir um að greina á milli aðalat- riða og aukaatriða. Alla sína skóla- göngu eru menn að læra þetta og við íslendingar hljótum að eiga menn sem kunna að greina þarna ámilli. Það á hver fyrir sig að ákveða hvort hann vill innbyrða þetta bjórlíki eða ekki, og ef einhver vill kaupa sér þennan drykk án þess að fá að vita hvernig hann er samsettur þá eiga stjórnmála- menn ekki að skipta sér af því. Stjómmálamenn eiga ekki að þurfa að hafa vit fyrir fólki á öllum sviðum. Tölvu- námskeið Tölvufræði 60 kennslustundir. Kennt veröur þrisvar í viku, frá kl. 19.10—20.40. Námskeiðiöstenduryfirí 10vikur. Kennsla hefst 23. sept. Ritvinnsla 40 kennslustundir. Kennt verður tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 8.05—9.40. Námskeiðiðstenduryfirí 10vikur. Kennsla hefst mánudaginn 23. sept. Starfsmenntunarsjóður starfsmannafélaga ríkis- stofnana (SFR), starfsmenntunarsjóöur starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar (St.Rv.) og Fræðslusjóður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur (VR) styrkja félagsmenn sína til þátttöku á nám- skeiðunum. Innritun stenduryfir út þessa viku. Þátttakatilkynn- istísíma 14157. Verzlunarskóli íslands, Grundarstíg 24, Reykjavík. Viðurkennd verkfœri fyrir fagmenn jafnt sem leikmenn. 3fírfcrfc Jfc** .'m (2222? Fagleg ráðgjöf traustra starfsmanna. Ótrúleat úrval. PPBÚDIN VID HÖFNINA Mýrargötu 2 - sími 10123 1 «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.