Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 Verkamannasambandsþing um helgina: Kjara- og skipulags- málin efst á baugi 12. ÞING Verkamannasambands ís- lands veröur haldið í Reykjavík um helgina. Þingið hefst fyrir hádegi í dag og er áætlað að því Ijúki síðdegis á sunnudaginn. Rétt til þingsetu eiga 142 fulltrúar 54 aðildarfélaga Verka- mannasambandsins. Aðalmál þingsins verða kjaramál og skipulagsmál VMSÍ auk fastra dagskrárliða eins og skýrsla stjórn- ar, afgreiðsla reikninga og kosning- ar í stjórn sambandsins fyrir næstu tvö ár. Síðdegis á laugardag verður sér- staklega fjallað um fiskiðnaðinn og framtíð hans. Þá talar Árni Bene- diktsson forstjóri Framleiðni sf. um íslenskan fiskiðnað og Magnús Gústafsson forstjóri Coldwater kemur að vestan til að tala um matvælamarkað i Bandaríkjunum og fiskneyslu þar. Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja flytur erindi um launa- kerfi og vinnuaðstöðu í fiskiðnaði í nágrannalöndunum og Karl Steinar Guðnason varaformaður VMSÍ segir frá starfi nefndar á vegum Tryggvi Gíslason Norðurlandaráð: Ráðinn deildarstjóri Akureyri, 14. nóvember. TRYGGVI Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, hefur verið ráðinn deildarstjóri í Norrænu menningarmálaskrifstofunni í Kaup- mannahöfn frá og með næsta vori. Gengið var frá ráðningunni í gær á fundi samstarfsráðherra _ Norður- landa, sem haldinn var á Álandseyj- um og gildir hún til fjögurra ára. Jafnframt hefur Tryggvi fengið orlof frá skólameistaraembættinu jafn langan tíma. Verið er að sameina norrænu menningarmálaskrifstofurnar í Osló og Kaupmannahöfn og verður starfsemin öll í Kaupmannahöfn samkvæmt hinni nýju skipan, sem tekur gildi 1. apríl 1986. Fimm deildir skrifstofunnar eiga að fjalla um sérsvið norrænnar samvinnu og voru deildarstjórar þeirra allra ráðnir í gær. Sú deild, sem Tryggvi mun veita forstöðu, á að annast skóla- og menntamál, menningar- mál og fjölmiðlun. — Sv.P. sjávarútvegsráðuneytisins, VMSI og VSÍ. Þeirri nefnd var m.a. ætlað að gera tillögur um námskeiðahald fyrir fiskverkunarfólk og hvernig megi meta starfreynslu og nám- skeið til launa. Jafnframt kemur Karl Steinar inn á fastráðningu fiskverkunarfólks. „Þessi nefnd vinnur ákaflega athyglisvert starf,“ sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, í samtali við blm. Morgun- blaðsins um þingið, „og ef endanlegt samkomulag næst þá mun það marka þáttaskil i kjaramálum og starfi fiskverkunarfólks. Þessi umræða öll og fyrirspurnatíminn á eftir erindunum, ætti að verða mikill fræðslubrunnur fyrir alla aðila." Bæði Guðmundur og Karl Steinar gefa kost á sér til endurkjörs í embætti formanns og varafor- manns og er ekki vitað til að mót- framboð berist gegn þeim. Auk þeirra sitja nú í framkvæmdastjórn Verkamannasambandsins þau Ragna Bergmann formaður Fram- sóknar í Reykjavík, Jón Kjartans- son formaður verkalýðsfélagsins í Vestmannaeyjum, Guðríður Elías- dóttir formaður Framtíðarinnar í Hafnarfirði og varaforseti ASÍ, Halldór Björnsson stjórnarmaður í Dagsbrún, Hallgrímur Pétursson formaður Hlífar í Hafnarfirði, Jón Karlsson formaður Fram á Sauðár- króki og Sigfinnur Karlsson for- maður Alþýðusambands Austur- lands. Morgunblaðid/Júlíus Flugvélin flutt til viðgerðar á Reykjavíkurflugvelli. Það var ekki heiglum hent að koma vélinni um götur borgarinnar og sést á myndinni hvar vængj- um er lyft yfir gangbrautarljós. Flugvél hlekktist á í Mosfellssveit LÍTILLI flugvél hlekktist á við lendingu á flugvellinum á Leirum í Mosfellssveit í fyrrakvöld. Vélin fór fram af brautinni og út í sjó. Flugkennari og flugnemi, sem í vélinni voru, óðu í land ómeiddir, en vélin er nokkuð skemmd. Var hún flutt til viðgerðar á Reykjavík- urflugvelli. Úttekt á rekstri Þjóð- leikhússins Menntamálaráðherra hefur skipað starfshóp til þess að gera úttekt á rekstri Þjóðleikhússins og koma með tillögur um, hvernig megi bæta hann. Formaður starfshópsins er Árni Johnsen, alþingismaður, og með honum eru Þuríður Pálsdóttir, formaður Þjóðleikhúsráðs, og Guðmundur Bjarnason, varafor- maður fjárveitinganefndar Al- þingis. Stingdu hausnum ekki í sandinn ♦ ♦ ♦ Nei, komdu frekor á koffidQQQnQ f Vörumorkaðinum !!! 0^ Kaaber Rio 250 gr 0^ Koober Sontos 250 gr öT Koober Colombío 250 gr 0" Koober Diletto 250 gr 0^ Brogo koffi 250 gr Sf Brogo Colombío 250 gr Brogo Sontos 250 gr H' Rrogo flmeriko 1000 gr 0" Gevolio 250 gr M Gevolio Cxtro 250 gr S' Gevolio Luxus 500 gr •0^ Rvdens koffi 250 gr 0 C-brygg 250 gr 0^ Don Pedro 250 gr 0 flfakaffi 250 gr 0^ Ömmukoffi 250 gr 0 Melchiors koffi 250 gr 10 Korot Colombio 500 gr 0 Zoego koffi 500 gr ST Zoego mellonrost 500 gr Kr. 53,80 Kr. 56,50 Kr. 57,50 Kr. 55,50 Kr. 56,50 Kr. 59,00 Kr. 55,50 Kr. 188,00 Kr. 54,50 Kr. 59,00 Kr. 98,00 Kr. 49,00 Kr. 55,50 Kr. 50,00 Kr. 50,10 Kr. 50.10 Kr. 49,00 Kr. 131,00 Kr. 162,00 Kr. 162,00 Vörumarkaðurinn hf„ Jöðruvísi verslun — og betri Það verður kaffismakk og kynningar til kL 16:00 á laugardaginn...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.