Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 Betra umhverfi — betra mannlíf ú ^ t .^1; '• Breytingar á Laugavegi, sem nú er unnið að eru til verulegra hagsbóta fyrir gangandi fólk á þessu svæði. Arkitekt- ar Jóhannes Kjarval og Kristján Ásgeirsson, Borgarskipulagi. — eftir Gest ólafsson Fyrir röskum áratug, eða 1974, var bryddað upp á merki- legri nýjung í skipulagsmálum Reykjavíkur, þegar gerð fyrstu göngugötu á íslandi, Austur- strætis var hafin. Þetta átak var því merkara að þá voru einungis sjö ár liðin frá því að fyrsta göngugatan var gerð (í Norwich í Englandi, árið 1967). Nýjar hugmyndir mæta líka yfirleitt andstöðu einhverra, þótt eitt af hlutverkum höfuð- borga sé óumdeilanlega að veita þannig hugmyndum brautargengi. Enda fór það líka svo með Austurstræti að einungis hluti af fyrirhugaðri göngugötu var gerður. Mörgum fleiri hugmyndum sem tengd- ust gerð þessarar göngugötu (t.d. yfirbyggt Hallærisplan og Austurstræti) var slegið á frest eða fóru í glatkistuna. Engu að síður var ísinn brotinn og átta árum seinna, eða árið 1982 var Hafnarstræti á Akureyri breytt í göngugötu af miklum myndarskap. Með Gestur Ólafsson þessum breytingum var eins og með göngugötunni í Reykja- vík boðið upp á nýja tegund af mannlífi utan dyra. í dag eru göngugötur engin nýlunda. Frá því að göngugat- an í Norwich var gerð hefur fyrri akstursgötum verið breytt í göngugötur í fleiri en 600 borgum og bæjum og lífs- gæði fólks í miðbæjum verið bætt til muna. í Vestur-Þýska- landi einu eru nú t.d. fleiri en 350 göngugötur og hafa þessar aðgerðir fyrir löngu sannað ágæti sitt. í Reykjavík lá frekari gerð göngugatna hinsvegar niðri um árabil, þar til núverandi skipulagsnefnd, undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, átti frumkvæði að því að nýtt átak var gert í þessum efnum með þeim breytingum sem nú er verið að gera á Laugavegi frá Klapparstíg að Banka- stræti og með breytingu á Þórsgötu í vistgötu. Báðar þessar aðgerðir eru mjög mik- ilvæg skref í þá átt að bæta umhverfi gangandi fólks á þessu svæði og með þessu er Reykjavíkurborg líka að rækja það forystuhlutverk sem henni ber, sem höfuðborg. Hugmyndir um yfirbyggð torg eða götur hafa hins vegar ekki átt miklu fylgi að fagna hér á landi frá því að horfið var frá því að byggja glerþak yfir Hallærisplanið fyrir hart- nær 10 árum. Þó hafa ýmsir orðið til að leggja þessum hugmyndum lið. Fyrir nokkr- V/SA Greiðslukorta- viðskipti Nú geta auglýsendur Morgunblaösins greitt auglýsingar sínar meö VISA og EUROCARD. Auglýsendur geta hringt inn auglýs- ingar, gefið upp kortnúmer sitt og verður þá reikningurinn sendur kort- hafa frá VISA og EUROCARP. Um leiö og þessi þjónusta veröur tekin upp þá munum viö veita þeim sem staögreiöa auglýsingar 5% afslátt. Auglýsingadeild Minning: Sigurður Jónsson frá Haukagili Fæddur 21. mars 1912 Dáinn 7. nóvember 1985 Falleg og skjólsæl byggð er Hvítársíðan og hefur alið merkis- fólk fyrr og síðar og þar á meðal frábær skáld og hagsmiði bragar. Þetta kemur fyrst upp i hugann þegar Sigurður frá Haukagili er kvaddur. Alla ævi bar hann með sér sterk einkenni sinna heima- slóða og kenndi sig við þá jörð þar sem faðir hans og afi bjuggu og þar sem vagga hans var. Ekki man eg nú lengur hvenær fundum okkar Sigurðar frá Haukagili bar fyrst saman, en tel víst að þá hafi flogið okkar í milli einhverjar stökur eins og margoft síðan. Um margra ára skeið var eg tíður gestur hjá Sigurði, og ævinlega fór eg glaðari og hressari af hans fundi en eg þangað kom. Ungur að árum hóf Sigurður á Haukagili vísnasöfnun sína, og hana stundaði hann af mikilli elju ævilangt. Gekk hann jafnan með rissbók í vasa sínum og færði í hana afrakstur dagsins í vísum og fleiri þjóðlegum verðmætum sem honum bárust í hendur, og þegar á leið fannst hagyrðingum og vísnavinum sjálfsagt að víkja að Sigurði nýjum stökum eftir sjálfa sig og aðra. Mun hann hafa átt að lokum stærra safn alþýðukveð- skapar en þekkst hefur á landi hér fyrr eða síðar. Flutti hann um árabil sýnishorn vísna í útvarps- þáttum og sá um útgáfu þriggja binda úr vísnasafni sínu. Það mun þó varla hafa verið nema sem dropi úr hafinu. Sigurður var formaður kvæðamannafélagsins Iðunnar í átta ár. Þó að starfsvettvangur Sigurðar á Haukagili væri allan síðari hluta ævi hans á sviði atvinnurekstrar, og þó að hann væri áhugasamur og áreiðanlegur í þeim efnum sem öðrum, þá sá eg aldrei neina talna- dálka á skrifborði hans, en ævin- lega eitthvað ljóðakyns. Sigurður frá Haukagili gat áreiðanlega tekið undir með Stephani G. Stephanssyni er hann kvað um stökuna, þetta einstak- lega þjóðlega fyrirbæri: Undarleg er íslensk þjóð! Allt sem hefur lifað, hugsun sína og hag í ljóð hefur hún sett og skrifað. Hlustir þú og sé þér sögð samankveðna bagan; þéreruppílófalögð landið, þjóðin, sagan. Þannig gat stakan orðið upp- spretta hinna fjölbreytilegustu umræðna um landið og fólk þess í ótal tilbrigðum. Það var einlægt tilhlökkunarefni að ganga á fund Sigurðar, hlusta á hann fara með vísur og rekja tildrög þeirra og kringumstæður. Þá var hann í essinu sínu, þar sem hann sat í notalegri stofu sinni í fallegu safni valinna bóka. Hann var alinn upp f íslensku menningarumhverfi og allt í kringum hann bar þess ljósan vott. Mér fannst hann alltaf bera klassísk einkenni íslensks stór- bónda. Hann var þéttur á velli og svipmikill, hreyfingar hægar en þróttugar. Á yngri árum hafði hann um alllangt skeið verið lög- reglumaður í Reykjavík. Jón Sigurðsson á Haukagili, faðir Sigurðar, var alþingismaður á árunum 1908-1911 og jafnan einn af forystumönnum sinnar sveitar. Var hann í þriðja lið kominn af Helgu, föðursystur Jóns forseta, en á aðra hlið af Kortsætt í Kjós. Annars munu flestir ættleggir Sigurðar frá Haukagili hafa verið borgfirskir, þótt ekki verði þeir raktir hér. Sigurður var tvfkvænt- ur. Fyrri kona hans var Vilborg Þóra Karelsdóttir úr Reykjavík. Hún andaðist 1966. Þeim Sigurði varð tveggja barna auðið. Síðari kona og eftirlifandi ekkja Sigurðar er Sigríður Steingrímsdóttir frá Hörglandskoti á Síðu. Báðar voru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.