Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 25 Anne-Sophie Mutter. Morgunbi»ði»/júifus hana kkur zrfiðluleikara sjálfur og ég sagði honum eins og var, nei. Eg hef aldrei fundið fyrir sviðsskrekk. Sumir eru einfaldlega þannig gerðir, aðrir ekki. — Því hefur heyrst fleygt að von Karajan sé harður húsbóndi. Hver er þín reynsla af honum? — Hann hefur 120 listamenn undir sinni stjórn. Slíkir menn verða að kunna að beita aga. Svo má ekki gleyma því að von Karajan er hljómsveitarstjóri sem sífellt leitar að fullkomnun. Sú leit kostar átök. Hann æfir verk sem hann gjörþekkir eins og þau hafi aldrei verið leikin áður. En von Karajan skilur glöggt hvað hann má bjóða öðr- um. Ef einhver hljómsveitar- meðlimanna nær ekki réttum hljómi í fyrstu atrennum gefur von Karajan hlé svo að sá hinn sami geti jafnað sig og fari ekki á taugum. Von Karajan talar ævinlega við fólk í einrúmi þegar hann ávítir það. Hann niðurlæg- ir ekki fólk með því að skamma það í viðurvist annarra. — Þegar ég er á ferðalögum vinnst mér ekki tími til æfinga. Annars æfi ég mig þrjá tíma á dag, og oft talsvert á píanó til að fá heildaryfirsýn yfir verkið sem ég er að takast á við. Ég æfði tækni mjög mikið þegar á barnsaldri, og þótt ég æfði tækni nú tímunum saman yrði það ekki til þess að leikur minn batnaði. Eg geri mér grein fyrir því hve mikilvægur þáttur tækn- in er í fiðluleik, og reyndar öllum hljóðfæraleik, en hún er nokkuð sem maður verður að ná tökum á ungur. Þegar maður er orðinn 10 ára er of seint að fara að æfa tækni á fiðlu. Sjálfri finnst mér nú að tæknin sé öll í huganum. — Hver eru uppáhaldsverk þín? — Þau verk sem ég spila hverju sinni. Á fimmtudaginn verður. það konsertinn eftir Brahms, á laugardaginn Árstíð- irnar eftir Vivaldi. — En á hvaða tónlistarmönn- um hefur þú mest dálæti? — Von Karajan, Rostropo- vitch og Horowitz. Þeir eru klassi út af fyrir sig. Slíkir menn koma ekki fram á sjónarsviðið nema örsjaldan á hundruðum ára. Ég er að koma frá París og þar lék ég á sömu tónleikum og Horowitz. Ég skil ekki hvernig hann getur þetta, 83 ára gamall, getur verið svona fullkominn. Hann kemur fram aðeins nokkr- um sinnum á ári nú orðið, og það er mikill ' listviðburður hverju sinni. í París í fyrrakvöld lét hann bíða eftir sér í einar tuttugu mínútur. Fólk var farið að ókyrrast í sætunum, stinga saman nefjum. En þegar hann kom fram, ætlaði allt um koll að keyra, slík voru fagnaðarlæt- in. Ég spilaði á eftir honum og það var mér mikil hvatning að hafa fengið að hlusta á snilld hans. — Þú leikur á Stradivarius- fiðlu? — Já, ég á reyndar tvær. En ég ferðast aldrei með þær báðar, því mér finnst það hræðileg til- hugsun ef ég færist t.d. í flug- slysi að hafa verið völd að því að drepa tvær Stradivari. Nú eru til í heiminum eitthvað um 200 Stradivari-fiðlur, og enn gerist það að fólk finnur þær einhver- staðar uppi á lofti hjá sér. Hann smíðaði eitthvað um 1800—2000 fiðlur. Þessi fiðla sem ég er með núna gerir allt sem ég bið hana um og ég veit að hún gæti meira, ef ég einungis kynni að nýta hana betur. Ánnars skipti ég oft um hljóðfæn til að festast ekki um of við sama. Ég er til dæmis með tvo boga sem eru eins að öllu öðru leyti en því að annar er sex grömmum þyngri. — Hvað gerir þú í frístundum þínum? — Eftir að ég var í Rússlandi hef ég fengið mikinn áhuga á rússneskum bókmenntum. Ég les Solzhenitsyn, Maximov. Ég les líka Sartre eins og einbeiting leyfir. Ég hef ekki mikla þjálfun í að skynja sjónræna fegurð, en um daginn var ég alveg dolfallin þegar ég sá síðustu verk van Goghs í Amsterdam. Þau brenndu sig inn í vitund mína líkt og Kristmynd Goyas. Ég þrái að geta með leik mínum miðlað áheyrendum áhrifum á borð við þau sem ég verð fyrir þegar ég stend frammi fyrir slík- um listaverkum. — En hvað gerir þú þér til skemmtunar? Anne-Shophie Mutter bendir á graflaxinn á borðinu fyrir framan sig og hlær. — Ég horfi á kvikmyndir. \ Best þykir mér að horfa á spennu- eða hryllingsmyndir, ekki síst áður en ég á að fara að leika. Ef ég reyni að leggja mig fylgir tónverkið mér upp í rúm og ég losna ekki við það úr huganum. — Nú ert þú bókuð mörg ár fram í tímann. Finnst þér það ekki á stundum þrúgandi? —Nei, þvert á móti. Mér liði fyrst illa ef enginn vildi lengur hlusta á mig. Að vísu getur komið fyrir að maður veikist, en 11 þá reyni ég að halda tónleikana síðar ef þess er nokkur kostur. Fyrir nokkrum árum átti ég að halda tónleika í Boston. Mér var illt í hnjánum, og allan daginn lá ég í baðkarinu til að reyna að jafna mig fyrir kvöldið, en varð alltaf veikari og veikari, skalf og titraði. Um kvöldmatar- leytið var ég farin að íhuga að láta tónleikana falla niður. En maður hugsar sig tvisvar um þegar þrjú fjögur þúsund manns bíða þess að heyra mann leika. Ég dreif mig á fætur rétt áður en tónleikarnir hófust, fór titr- andi og skjálfandi baksviðs og * beið eftir því að koma fram. Um leið og ég gekk inn á sviðið, hvarf öll vanlíðan og ég var eins og ég á að mér. Mikið leið mér vel á eftir. Og Önnu Soffíu Móður heldur áfram að líða vel í hótels- vítunni sinni í Reykjavík. Hún á ekki orð til að lýsa gæðum vatns- ins á íslandi og graflaxinn er sá besti sem hún hefur smakkað, ekki síst síðari skammturinn. Hún er eins og hver annar ungl- ingur úr Svartaskógi sem hefur v dottið í lukkupottinn. Eða smakkað manna. Það er ekki á henni að sjá að hér fari ung stúlka sem af þrotlausri elju hefur ræktað þá hæfileika sem Guð gaf henni uns frægð hennar fór um heimsbyggðina. Lífið leikur við hana. Hún leikur fyrir okkar. Nú kæmi sér vel að eiga tónlistarhöll. Það er löngu upp- selt í Háskólabíói á morgun. VIÐTAL: GUÐBRANDUR GÍSLASON SigurAur M. Magnússon Frelsi sendimanna -í Sovétríkjunum eru verulegar hömlur lagðar á ferðafrelsi er- lendra sendimanna. Því skyldum við ekki, á sama hátt og t.d. Banda- ríkjamenn, Bretar, V-Þjóðverjar, Belgar og fleiri, setja hliðstæðar hömlur á ferðafrelsi sendimanna þeirra hér? Einnig er sjálfsagt, að þeim sé skylt að tilkynna um hús- næði, er þeir taka á leigu, hvar sem sendimenn þeirra búa, og setja takmarkanir á fjölda sendimanna þeirra, svo ekki sé minnst á fast- eignakaup þeirra. Eftir því sem ég best veit, geta erlendir sendimenn valsað hér um að vild og búið þar sem þeim sýn- ist, án þess að utanríkisráðuneyt- inu eða öðrum opinberum aðilum sé kunnugt um, hvar þeir eru, hvar þeir búa, eða jafnvel hversu marg- ir og þá hverjir þeirra eru í landinu áhverjumtíma. Rannsóknaleiðangrar Það er athyglisvert, hversu áhugasamir Sovétmenn eru um ýmsar vísindarannsóknir á ís- landi. Þeir senda hingað hvern rannsóknaleiðangurinn á fætur öðrum, og veit ég ekki betur en að þeir geti farið um landið eins og þá lystir án nokkurs umtals- verðs eftirlits. Hvað skyldu þeir vera að gera samhliða svonefndum vísindastörfum? Þeir skyldu þó ekki vera að skrá ýmsar land- fræðilegar upplýsingar, sem að gagni gætu komið síðar meir, t.d. um strandir landsins, lendinga- staði og flugvelli, hafnir og innsigl- ingar, brýr og vegi? Mál er að linni. Það er ábyrgðar- laust að leyfa Sovétmönnum að valsa eftirlitslaust um landið þvert og endilangt. Reyndar vil ég leyfa mér að varpa fram þeirri spurn- ingu, hvort við eigum yfir höfuð að leyfa sovézkum rannsóknaleið- angrum að athafna sig hér á landi. Mér ekki kunnugt um, að nein gagnkvæmni ríki á því sviði, frem- ur en svo mörgum. Skemmdarverk En það er ekki nægilegt að beina athyglinni einvörðungu að þeim þætti, er lýtur að innra öryggi á friðartímum. Á tímum ófriðar má, því miður, bæði gera ráð fyrir að reynt verði að myrða lykilmenn í þjóðfélaginu svo og að fremja skemmdarverk á stofnunum og fyrirtækjum, sem gegna lykilhlut- verki f þjóðfélaginu, svo ekki sé minnst á dreifingu rangra upplýs* inga. Mér er hvorki kunnugt um, að gerðar hafi verið áætlanir um varnir gegn slíkum skemmdar- verkum, t.d. á orkuverum, vatns- veitum, né heldur um vernd lykil- manna eða hvernig skuli brugðist við dreifingu rangra upplýsinga. Mikilvægt er, að hugað sé að þess- um þáttum. Öryggisgæsla í því skyni að tryggja „virkar varnir“, eins og ég nefndi áður, gegn hættu, er að okkur steðjar innan frá, ber nauðsyn til að komið verði á fót sérstakri öryggisþjón- ustu, sem annist öll mál, er lúta að innra öryggi ríkis og þjóðar. Stjórnskipulegt fyrirkomulag slíkrar starfsemi gæti verið með ýmsum hætti, t.d. gæti slík örygg- isþjónusta heyrt beint undir nefnd Alþingis, verið hluti varnarmála- skrifstofu eða verið sérstök deild innan hinnar aimennu löggæzlu. Hernaðarlegt mikilvægi lands- ins, umsvif Sovétmanna hér á landi svo og reynsla nágranna- þjóða okkar af njósna- og undir- róðursstarfsemi þeirra, ættu að vera nægileg rök fyrir nauðsyn þess að efla alla öryggisgæzlu innanlands stórlega. Við skulum ekki heldur gleyma njósnastarfsemi þeirra hérlendis, sbr. Hafravatnsmálið 1964. Jafn- framt vil ég leyfa mér að minna á ummæli Michaels Voslensky, pró- fessors og sérfræðings um málefni Sovétríkjanna, á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna sam- vinnu á Hótel Esju, fimmtudags- kvöldið 7. nóvember. Hann sagði, að ólíklegt sé, að Sovétstjórn hafi önnur áform gagnvart íslandi en öðrum ríkjum Vestur-Evrópu, þar sem hún stefnir að stjómmálaleg- um ítökum og yfirráðum. Hann benti einnig á, að hinn mikli fjöldi sovétskra sendiráðsstarfsmanna á Islandi væri tortryggilegur, og kvaðst geta fullyrt, að margir í þeirra hópi væru ekki að sinna venjulegum störfum diplómata. Það er rökrétt framhald ábyrgr- ar og einarðrar stefnu Sjálfstæðis- flokksins í öryggis- og varnarmál- um, að hann hlutist til um og taki frumkvæði í þessu máli, sem ráðið getur úrslitum um örlög og sjálf- stæði þjóðarinnar á viðsjárverðum tímum. Það væri líka í fullu sam- ræmi við ítrekaðar ályktanir landsfunda flokksins um þessi efni. Ég vil því hvetja ráðherra og þingmenn Sjálfstæðisflokksins svo og sjálfstæðismenn alla til þess að huga sérstaklega að þessu máli hið fyrsta. Ég hef hér beint spjótum mínum að Sovétríkjunum sérstklega. En það, sem ég hef sagt um eftirlit með þeim og umsvifum þeirra hér á landi, má í raun og veru segja um sendiráð og starfsemi sendi- ^ i manna erlendra ríkja, almennt. Slíkt væri í samræmi við vilja Alþingis, sbr. þingsályktun þar að lútandi, er samþykkt var í vor. Vinir okkar og frændur hafa okkur engu að leyna um sína starfsemi hér á landi og myndu eflaust margir hverjir fagna frumkvæði íslenskra stjórnvalda í þessum efnum. Það er mikilvægt, að við fljótum ekki sofandi að feigðarósi í málum, sem geta ráðið úrslitum um öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar á við- sjárverðumtímum. 1 Höfundur er forstöðumadur Geisla- rarna ríkisins og formaður utan- ríkismálanefndar Sambands ungra sjálfstæðismanna. Grein þessi er brggð í erindi, sem flutt rar i ráð- stefnu Varðar um utanríkis- og rarnarmál. Frumkvæði Sjálfstæðis- flokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.