Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLADUD, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 Tillögur endurskoðunamefndar matskerfa: Matsstofnun íslands taki við fasteigna- og brunabótamati ENDURSKOÐUNARNEFND matskerfa hefur skilað skýrslu til félagsmála- ráðherra. Nefndin leggur til að hin opinberu matskerfi, fasteignamat og brunabótamat, verði sameinuð í eina sjálfstæða matsstofnun, Matsstofnun íslands, I eigu ríkis, sveitarfélaga, tryggingafélaga og lánastofnana. Lagt er til að stofnunin taki til starfa árið 1990 og tíminn þangað til nýttur til undirbúnings og til að gera nauðsynlegar breytingar á þeim matskerfum sem fyrir eru. Alexander Stefánsson félags- málaráðherra skipaði nefndina í ágúst 1983. Hlutverk hennar var að endurskoða matskerfi Fast- eignamats ríkisins og brunabóta- mats, uppbyggingu þeirra og fram- kvæmd. I nefndinni áttu sæti Pét- ur Stefánsson verkfræðingur, sem var formaður, Garðar Sigurgeirs- son viðskiptafræðingur fyrir Sam- band íslenskra sveitarfélaga, Guttormur Sigurbjörnsson for- stjóri Fasteignamats ríkisins, Héðinn Emilsson deildarstjóri hjá Samvinnutryggingum, Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafé- lags íslands og Kristinn ó. Guð- mundsson forstöðumaður Húsa- trygginga Reykjavíkurborgar. í niðurstöðum nefndarinnar segir að ríki, sveitarfélög, trygg- ingafélög og lánastofnanir þurfi sífellt á traustum upplýsingum um fasteignir að halda svo og fjöl- margar stofnanir og einkaaðilar. Því fari fram umfangsmikil upp- lýsingaöflum um fasteignir, en hún sé lítt samræmd og mikill tvíverknaður eigi sér stað. Enginn einn staðall fyrir stærðarútreikn- ing húsa hafi hlotið almenna við- urkenningu. Ekkert samræmt númerakerfi sé til sem tekur til allra fasteigna í landinu og því óhægt um vik fyrir stofnanirnar að skiptast á véltækum upplýsing- um. Skipan þessara mála er að mati nefndarinnar óhagkvæm og ekki í samræmi við kröfur tímans, og hin opinberu matskerfi ekki nægilega örugg og veita borgurun- um ekki það öryggi sem löggjafinn ætlast til. Nefndin telur að viðunandi ör- yggi og fyllstu hagkvæmni sé best náð með því að sameina hin opin- beru matskerfi, fasteignamat og brunabótamat, í eina sjálfstæða matsstofnun í eigu ríkis, sveitarfé- laga, tryggingafélaga og lána- stofnana. Slík stofnun gæti aflað upplýsinga í samræmi við þarfir eigenda sinna og annarra notenda eftir því sem um semst og unnið hinar ýmsu matsgjörðir úr sömu upplýsingum. Jafnframt verði stærðarútreikningur húsa sam- ræmdur og komið upp samræmdu í stráhúsi Um þversagnir Jóhanns Hjálmarssonar — eftir Bolla Gústavsson Meistari Jón Vídalín kemst svo að orði, að hinn reiðigjarni sé „eins og sá, er býr í stráhúsi" og mælir þar af skáldlegu innsæi. f sömu prédikun sagði hann: „Það er varla mannkostur þvílíkur sem að hafa vald á tungu sinni, og það er svo nauðsynlegt, að st. Pétur segir (1. Post. 3): Hver sem vill elska lífið og sjá góða daga, hann haldi tungu sinni frá illu. En það er honum ómögulegt, sem reiðin er, því hann hefur ekkert vald á neinum sínum lim, auk heldur tungunni, er Jakob segir bágara sé að temja en alla náttúru dýranna, fuglanna og fisk- anna (Jac. 3)“. Enginn skyldi álíta, að mér komi til hugar að hafa þessi helgu orð í skimpingum. En þau vöktu mér þá hugsun, að illa hefði ég misreiknað mig á lundar- fari Jóhanns Hjálmarssonar þegar ég sendi honum leiðréttingarpistil í Morgunblaðinu þann 10. desem- ber sl. Tel ég ólfklegt að ég hefði sent þá grein til birtingar hefði ég séð fyrir þá heift, sem hún kveikti í huga ritdómarans, er af hefur hlotist það dapurlega reiðarslag, sem birtist undir fyrirsöginni Illa innrættur prestur í Morgunblað- inu 13. desember sl. Jóhann sést ekki fyrir í þeirri þverstæðu- kenndu ritsmíð. Hann leikur sjálf- an sig svo grátt, að mér óar við að svara honum, enda mun það varla sefa reiði hans. í upphafi greinarinnar kemst hann svo að orði, að Bolli Gústavs- son hafi „áður sýnt að hann svarar fyrir sig sé fundið að ritmennsku hans og eru það vissulega mannleg viðbrögð, en ekki að sama skapi skynsamleg. Hann virðist mjög hörundssár höfundur." Síðar í greininni telur Jóhann hins vegar rétt af mér að vekja athygli á mistökum hans í ritdómi hvað varðar ljóð Karls tsfelds, ort í orðastað ritdómara. Það gat ég alls ekki nema með því móti aö skrifa greinarkorn til leiðréttingar á frumhlaupi hans og birta í Morgunblaðinu. Þá lá beint við að taka til umfjöllunar önnur atriði, sem flokkast undir óþarfar smekk- leysur I ritdómi Jóhanns. En þver- sögnin er augljós. Að mati Jóhanns númerakerfi fyrir allar fasteignir í landinu, þannig að stofnunin geti miðlað notendum öruggum upplýs- ingum á vélrænan hátt í samræmi við kröfur tímans. Nefndin telur að nokkurn tíma taki að koma Matsstofnun íslands á fót og nefnir árið 1990 í því sambandi. Leggur hún til að tíminn þangað til verði notaður til undirbúnings og til að treysta nú- verandi matskerfi og þróa þau áfram til aukinnar hagkvæmni og aukins öryggis. f því sambandi leggur nefndin áherslu á nokkur atriði. Öll skráning tryggingafé- laganna verði samræmd skrám Fasteignamats ríkisins eins og þegar er í Reykjavík. Útbúnar verði reglur um stærðarútreikning húsa. Stjórn verði skipuð yfir Fasteignamat ríkisins með fulltrú- um notenda. Heimild verði veitt til að stjórnin geti ráðið utanað- komandi menn til að endurskoða fasteignamatið eða einstaka þætti þess. Lögfest verði að hús verði endurmetin reglulega. Ráðherra verði heimilað að fela Fasteigna- mati ríkisins að framkvæma brunabótamat í einstökum sveitar- félögum ef þau óska þess og að fengnu samþykki viðkomandi tryggingafélaga. Verði slík heimild lögfest má búast við því að Húsa- tryggingar Reykjavíkur muni fela sýni ég ekki skynsamleg viðbrögð með því að skrifa þessa athuga- semd, en þó telur hann rétt af mér að vekja athygli á mistökum sínum á prenti. Hvað snertir þá setningu gagn- rýnandans í upphafi greinarinnar, að ég hafi áður svarað fyrir mig, er fundið var að ritmennsku minni (hér er nær réttu máli að nota orðið ritleikni eða ritfærni) þá á það við stutta grein (ekki bók), sem ég ritaði fyrir nokkrum árum í Kirkjuritið og fjallaði um sálma- söng. Jóhann fann þá að því í Morgunblaðinu, að ég teldi órímuð nútímaljóð erfið til söngs. Svaraði ég honum í léttum tón í grein, sem nefnist Eigum vió að syngja saman, Jóhann minn? Af ástæðum, sem mér eru ókunnar, svaraði Jóhann þeirri ritsmíð aldrei, en nú læðist að mér sá grunur, að fyrsti sproti reiði hans í minn garð hafi þá náð að skjóta rótum í viðkvæmum huga hans og því miður aldrei fún- að, heldur vaxið og sameinast þeirri arfabendu heiftrækninnar, sem þvælist fyrir skýrri hugsun í svargrein hans nú. En í hvorugri greina minna var ég að svara gagnrýni Jóhanns á ritfærni mína. Það er einmitt höfuðmeinið, að Jóhann fer engum orðum um ritun Fasteignamatinu brunabótamat þegar það verður orðið nægilega vel þróað. Til þess yrði notað af- skrifað endurstofnverð. Varðandi endurbætur á brunabótamati legg- ur nefndin til að matsumdæmun- um verði fækkað. Matsumdæmi miðast nú við sveitarfélög, 223 talsins, en nefndin leggur til að mörk lögsagnarumdæma verði lát- in ráða, og mun þeim þá fækka niður í 46. Matsmönnum mun við þetta fækka úr 446 í 92. Þá leggur nefndin til að lögfest verði endur- mat húsa á 5-10 ára fresti. Varðandi tillögu um Matsstofn- un íslands, sem gert er ráð fyrir að taki til starfa eigi síðar en árið 1990, telur nefndin að slík stofnun verði í eigu stærstu notenda mats- kerfisins, það er ríkis, sveitarfé- laga, tryggingafélaga og lána- stofnana. Að hún hafi sjálfstæðan fjárhag, það er selji þjónustu sína líkt og til dæmis Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar. Og að hún lúti óháðri endurskoðun og starfi eftir sérstökum lögum. Lagt er til að skipuð verði nefnd til að annast undirbúning málsins. Alex- ander Stefánsson félagsmálaráð- herra sagði á blaðamannafundi þar sem tillögur nefndarinnar voru kynntar að hann væri þeim hlynntur í meginatriðum og bjóst við að þær yrðu framkvæmdar. Bolli Gústavsson bókar minnar, t.d. um mál eða stíl. Hann fer út í allt aðra sálma, slær úr og í svo maður veit ekki hvort honum líkar betur eða verr um það, sem máli skiptir. Það háttalag er raunar samnefnari þeirrar al- gengu bókmenntagagnrýni, sem ég fæ ekki skilið, að skáld og rit- höfundar á íslandi geti unað öllu lengur. Þjóðina skortir ekki há- skólamenntaða bókmenntafræð- inga. Sé aftur vikið að hinni dapurlegu svargrein Jóhanns Hjálmarssonar þá rísa logar heiftrækninnar hæst í eftirfarandi setningum: „En ég verð að segja það að Sigurbirni Einarssyni hlýtur að ofbjóða allt það smjaður og þau fleðulæti sem Bolli Gústavsson viðhefur við hann, samanber Litið út um ljóra og nýjustu ritsmíðina Hnusað af bókum." Orðið smjaður merkir hræsnis- Bæjarráð Siglufjarðar: Heimamenn stjórni snjó- mokstrinum Siglunrói, 17. de.sember. B/EJARRÁÐ Siglufjarðar sam- þykkti nýlega tillögu Axels Axels- sonar að krcfjast þess af Vegagerð ríkisins og þingmönnum kjördæm- isins að snjómoksturstæki verði staðsett á Siglufirði og mokstrin- um stjórnað héðan. Siglufjarðarvegur teppist að- allega á nokkrum stöðum á leið- inni frá Siglufirði að Ketilási í Fljótum. Snjómoksturstækin og stjórnun mokstursins er hins vegar á Sauðárkróki, í 100 km fjarlægð, og átta þeir sig ekki vel á hvenær best er að moka, eins og von er. Við höfum líka nóg af fólki til að sjá um mokst- urinn. Blaðið Siglfirðingur fjallar um þetta mál í nýútkomnu tölublaði og kemst þar vel að orði: Siglfirð- ingar una því hreint ekki lengur að vera komnir undir náð og miskunn fjarlægra ráðamanna Vegagerðarinnar með það hvort þeir bregða sér bæjarleið í góð- viðrinu vegna skilningsskorts valdamanna sem búa við gjör- ólíkar aðstæður hvað snjóalög snertir og vilja fá að ákveða sjálfir aukamokstur. Þar af leið- andi er það krafa til Vegagerðar ríkisins að staðsetja snjómokst- urstæki á Siglufirði og að mokstrinum sé stjórnað héðan. Undir þessi orð er auðvelt að taka. m.j. Leiðrétting f AUGLÝSINGABLAÐI Morgun- blaðsins í gær frá „Gamla mið- bænum" er á bls. 7 sagt að Bráð- ræði, sem heiti á húsi við Lauga- veg. Það er rangt, Bráðræði var vestur í bæ, á Bráðræðisholti. Ennfremur segir að Ráðleysa hafi verið heiti á húsi í vesturbænum, en Ráðleysa var kallað húsið að Laugavegi 40. Þetta leiðréttist hér með. fullt lof eða fagurgali og fleðulæti merkir það að viðra sig upp við einhvern sér til framdráttar. Ég dreg í efa að Jóhann hafi brotið þessi orð til mergjar, áður en þau hrutu úr penna hans. Þarna birtist einhver hryggilegasta þversögnin við ummæli í ritdómi hans um Litið út um ljóra, þar sem hann fer mjög góðum orðum um það, hver skil ég geri listrænum hæfi- leikum Sigurbjarnar Einarssonar. Ef til vill er svar við þessari þver- sögn að finna i ummælum Jó- hanns, sem ég vitnaði til í grein- inni Hnusað af bókum og birtust í ritdómi um ungt og efnilegt skáld þar sem gagnrýnandinn kemst svo að orði: „Miöaldra skáld og eldri geta gælt viö form í friði, enda vænta ungir menn sér cinskis af þeim“ (leturbr. mín, B.G.). Þessi kaldr- analega fullyrðing Jóhanns Hjálmarssonar stangast á við þá afdráttarlausu skoðun mína, að lúalegt sé að ala á tortryggni milli kynslóða og fyrirlitningu ungra manna á verkum eldri listamanna. Þessi orð fela einvörðungu í sér eftirsókn Jóhanns eftir hylli ungra manna, sem hefjast munu til áhrifa í lista- og menningarlífi á íslandi. Þessari viðleitni hans vil ég ekki gefa viðeigandi nafn. Þáttur minn um Sigurbjörn Einarsson var samin á þeim tíma- mótum er biskupinn lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ég fæ með engu móti skilið hverrar fyrirgreiðslu Jóhann gerir ráð fyrir að ég gæti vænst af þeim mæta kirkjuhöfð- ingja með marklausum fagurgala Morgunblaðið/Árni Sæberg. Hluti nefndarmanna í endurskoðunarnefnd matskerfa, ráðherra og ráðuneytismenn kynna tillögur nefndarinnar: F.v.: Kristinn Ó. Guðmundsson, forstöðu- maður Húsatryggingar Reykjavfkurborgar, Guttormur Sigurbjörnsson, forstjórí Fasteignamats ríksins, Pétur Stefánsson, verkfræðingur, sem var formaður nefndarinnar, Jóhann Einvarðsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra og Hallgrímur Dalberg, ráðuneytisstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.