Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 43 skrautklæddu smán. Gerum okkur grein fyrir afstæðu mati í þessum leik. Lifum því aðeins að við höfum kjark til að skilgreina sérhvert hugtak á nýjan leik þegar við stöndum andspænis nýjum tíma, nýrri vitneskju um staðreyndir og nýrri þekkingu, þ. á m. nýrri þekkingu á manninum eins og einhvers staðar hefur verið bók- fært. XIV Ungur var Sigurður Bjarnason frá Vigur eldhugi meðal annarra stjórnmálamanna. Hann var allur í baráttunni. Það er í eldinum sem járnið er hert. Járn brýnir járn og maður mann. Og það var jafn- ræði með Sigurði og helztu and- stæðingum hans. Ævisagnaritur- um hættir til að gera sem minnst úr andstæðingum sínum eða hetju sinnar, halda jafnvel sumir hverjir að þeir eða hún rísi helzt til hæða í átökum við ofstækismenn, aum- ingja og illmenni. En það er rangt. Bandarísk leikkona, Jessica Tandy, fædd í Bretlandi, segir frá því í samtali að leikarinn Donald Wol- fitt hafi verið stórkostlegur Lér. „En hann vildi einungis leika á móti lélegum leikurum. Það leiddi til þess að hann hlaut aldrei neinn frama á borð við Olivier og Giel- gud. Gielgud valdi alltaf nákvæm- lega mótleikara sína í smærri hlutverkum og ætlaðist til að þeir væru hluti af því sem gerðist á sviðinu. Sjálfur ljómaði hann eins og geisli — en hann skein ekki á kostnað annarra." Það er í samskiptum við sterka menn og mikilhæfa sem við sýnum hvað í okkur býr. Þess vegna eigum við að hafa hönd í bagga með móti hverjum við leikum í þessu and- stutta lífi. Og við eigum að vera vandlát í þeim efnum. Eg hygg að Sigurður Bjarnason hafi kunnað þá list að velja sér mótleikara, svo er annað mál að það á enn við á okkar dögum sem áður var sagt um kjarna íslendinga sagna: Bændur flugust á! Sigurður Bjarnason var metnað- arfullur þingmaður umbjóðenda sinna og átti það ekkert skylt við forna merkingu orðsins metnaður sem gat átt við yfirgang í héraði. Hann var oft í kjördæmi sínu, stundum langdvölum fyrir kosn- ingar, t.a.m. sumarið og haustið 1959 þegar kosið var tvisvar vegna kjördæmabreytinga. Þá unnum við Bjarni Benediktsson meir saman á Morgunblaðinu en nokkru sinni fyrr eða síðar. Sigurður hefur ávallt átt mann- heill og mikla virðingu í kjördæmi sínu. XV Sigurður Bjarnason frá Vigur hefur gott póhtískt nef eins og sagt er og kom það sér vel. Stjórn- málamanni er það jafn nauðsyn- legt og þegar bóndi er veðurglögg- ur. Allt getur verið undir veðri og vindum komið, einnig í stjórn- málum. Eitt sinn stóðum við Jón bóndi Guðmundsson úti á hlaði á Fjalli á Skeiðum. Það var bjart af sól. Nú verður gott veður á morgun, sagði ég. Jón gáði til veðurs. Nei, sagði hann, það verður væta á morgun. Sérðu ekki blik- urnar? Og benti. Ég fylgdi fingri hans úr suðri til útsuðurs og virti fyrir mér blikurnar milli Hest- fjalls og Ingólfsfjalls yfir Hvítá að sjá. Um nóttina snerist veður í vætu og rigndi allan næsta dag. Þannig stóð Sigurður Bjarnason oft úti á hlaði og gáði til veðurs. Hann þekkti blikurnar á himni íslenzkra stjórnmála. Þessi himinn er honum í blóð borinn. Það var honum mikill styrkur sem stjórn- málamanni, ekki sízt heima í hér- aði. Þar var hann á heimavelli. Ég hef fyrir satt að bezt sé að kynnast Sigurði heima í Vigur. Þangað horfðu Ögurmenn aðdáunaraug- um. Aðeins einu sinni man ég til þess Sigurði fipaðist í pólitísku glerkúlulistinni. Við ritstjórar Morgunblaðsins fórum upp á Hótel Holt að eindreginni ósk Gunnars Thoroddsens á vikulega fundi með honum fyrir forsetakosningarnar 1968. Einn þessara funda hófst með því að Sigurður sagði Gunnari og okkur Eykon að sig hefði dreymt óvenjugóðan draum þá um nóttina og væri hann fyrir vel- gengni í kosningunum. Hann hefði í draumnum verið í Gamla bíói á kosningafundi hjá Gunnari Thor- oddsen og þar hefði verið allálit- legur hópur manna og Hannes Hafstein verið einn þeirra sem lýstu yfir stuðningi við Gunnar. Þetta þótti góður draumur, þangað til skáldið benti á kosningarnar um Uppkastið 1908 og útreið Hannesar þá. Þá sló þögn á mann- skapinn og það færðist áhyggju- svipur yfir andlitið á frænda Skúla gamla Thoroddsens. En þá held ég við höfum allir vitað hvernig fara mundi. Sigurður getur verið draum- spakur eins og Njáll. En honum skjátlaðist við draumaráðninguna eins og bóndanum á Bergþórshvoli hætti til. En misvitur í eitt skipti, það getur varla minna verið(!) XVI Við á Morgunblaðinu hugsum hlýtt til Sigurðar Bjarnasonar. Hann er gamall og góður vinur okkar. Þegar við Eykon vorum ungir ritstjórar og galsinn hvað mestur minnti hann okkur stund- um á að hann væri gamall og vitur Lappi. Þá brostum við fóstbræður og sýndum honum þá virðingu og nærgætni sem hann átti skilið eftir langt og mikið starf. Hann sýndi okkur einnig þann góðhug og vinarþel sem honum er eiginlegt og er arfur að vestan. Samstarf okkar var gott og farsælt. Þá störf- uðu miklu færri á Morgunblaðinu en nú og auðvelt að komast í per- sónuleg tengsl við samstarfsmenn dag hvern. Nú er það því miður erfiðara, svo mikill fjöldi sem vinnur á ritstjórn Morgunblaðsins, nær 80 manns. Samt hefur Morg- unblaðsandinn verið endingargóð- ur, vinátta og góðhugur eru ein- kenni þess andrúms sem við eigum að venjast. Á Morgunblaðinu hefur aldrei verið nein stéttaskipting þótt sumir hafi borið einhverja titla, en aðrir ekki. Leitað er eftir skoðunum og áliti annarra og hugmyndir blaðamanna virtar til jafns við skoðanir stjórnenda. Ritstjórar hafa ávallt haft gott samstarf sín á milli og við stjórn Árvakurs og framkvæmdastjóra, þá Sigfús Jónsson og Harald Sveinsson, og heil vinátta þeirra á milli. Ritstjórar hafa ekki skipt með sér verkum en stjórna öllu senn. Þannig var það einnig meðan Sigurður Bjarnason var einn af ritstjórum Morgunblaðsins. Þá tókum við sameiginlegar ákvarð- anir um alla hluti. Aldrei reynt að knýja fram vilja eins á annars kostnað. Á blaðinu ríkir jafnrétti og tillitssemi. Það er arfur frá fyrri tíð. Þó að Sigurður hafi haft meiri áhuga á stjórnmálum en öðrum þáttum þjóðmála leitaði hann ekki síður til samstarfs- manna sinna um þau en þeir til hans. Þannig er stefna Morgun- blaðsins í öllum málum ávallt niðurstaða mikilla umræðna þeirra sem blaðinu stjórna frá degi til dags, en gagnkvæmur skilningur, vinátta og tillitssemi ávallt í fyrirrúmi við stefnumörk- un. Aldrei var óþykkt með okkur ritstjórum Morgunblaðsins. Samt getur gustað með köflum eins og oft er þegar stórlyndir menn eiga í hlut en öll slík veður falla fyrr en varir. Ég minnist þess ekki að ritstjóri hafi nokkru sinni verið borinn ráðum á blaðinu. (Styrmir segist þekkja eitt dæmi þess og mun væntanlega skýra frá því í minningum sínum.) Én menn hafa gengið til leiks misjafnlega glaðir eins og oft er. Það var þó fremur fyrr á árum þegar afskipti forystu- manna Sjálfstæðisflokksins af stefnumótun voru meiri en síðar varð. Nú eru þau engin. XVII Ég hef rifjað þetta upp vegna mikilla tengsla Sigurðar Bjarna- sonar við Morgunblaðið. Á tíma- mótum er gott að skimast um. Ungur kynntist ég Sigurði, lærði að meta hann og mannkosti hans. Tengsl hans við blaðið hafa haldið áfram með skemmtilegum hætti vegna þess að Hildur Helga, dóttir þeirra ólafar, hefur starfað á rit- stjórninni en hún er nú við nám erlendis. Þessi nýju tengsl Sigurð- ar við Morgunblaðið hafa glatt þau og er það vel. Engum dytti í hug að skrifa um Sigurð Bjarnason frá Vigur sjötug- ar án þess að minnast á mikilhæfa konu hans, Ólöfu Pálsdóttur, einn fremsta myndlistarmann landsins. Störf hennar eru mikil. Hún hefur þurft að gegna mörgum störfum og ólíkum eins og verið hefur hlutverk margra góðra listamanna á íslandi fyrr og síðar. Sendiherra- frú í erilsömu starfi hefur ekki mikinn tíma aflögu frekar en þeir listamenn aðrir sem þurfa að vera tvöfaldir eða þrefaldir í roðinu til að sinna störfum sínum eða sjá sér farborða eins og Bragi Ásgeirsson bendir á í fyrrnefndu samtali. En það hefur verið Sigurði ómetanleg- ur styrkur að hafa Ólöfu sér við hlið, svo merka konu og minnis- stæðan listamann. Við Morgun- blaðsmenn sendum henni ekki sízt hamingjuóskir á þessum degi, og börnum þeirra. Megi þau hjón njóta haustsins saman og eiga enn langan tíma fyrir hugðarefni sín. Með þá ósk efsta í huga sendi ég Sigurði Bjarnasyni frá Vigur inni- legar hamingjuóskir á þessum heilladegi og minnist samstarfs okkar með gleði og þakklæti. Ungir höggva menn bæði stórt og margt eins og segir í Guðmund- ar sögu dýra. Siðan fellur veðrið í sleikjulogn eins og þeir segja fyrir vestan og engin andviðri lengur. Það er mikil gæfa að fá að eldast með þeim hætti. Halda áfram að vera góður og vitur Lappi í vina- hópi meðan tíminn lúskrast áfram, þetta endalausa niðandi haf. Samodan er vel viö Damr^j Þeir framleiöa rauörófur. rauökál oq fleira á dónsku steikurnar. Nú stenriur þer það eiunui til boöa: I Samodan. ! !SS GLASAGLAUMUfl OG DANS Á HVEflJU KVÖLDI í KflEML FflAM Á ÞOIILÁK EF DÆMA MÁ AF AÐSÓKN SÍÐUSTU HELGAR ÆTTI ÞA0 NÚ A0 VERA ALLRI ALÞJÓ0 LJÓST A0 MÚRAR KREMLAR VORU OPNA0IR VI0 AUSTURVÖLL Á FÖSTUDAGINN VAR. 0G ÞEIR ERU ENN OPNIR; i KVÖLD (MI0VIKUD.), ANNA0 KVÖLD (FIMMTUD.) OG SUNNUDAGS- KVÖLDI0 VER0UR OPI0 FRÁ KL. 22:00-01:00. Á FIMMTUDAGS- KVÖLDINU VER0UR ALLT FLJÓTANDI í JÓLAGLÖGGI 0G FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLDIO VER0UR A0 SJÁLFSÖG0U OPI0 FRÁ KL. 22:00-03:00. P.S. ÞA0 ER EINS GOU A0 MÆTA SNEMMA. - A LAUGARDAGINN NÁÐI BIÐRÖ0IN UPPÁ TRÖPPURNAR A APÓTEKINU (HJÁ ÓLA BLA0ASALA)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.