Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 Sagan af Shevchenko, grein V: V aldastoðirnar — eftir Árna Sigurðsson Sumarið 1963 hóf Shevchenko störf hjá fastanefnd Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Sovéski fastafulltrúinn, Nikolai Federenko ambasador, var að sögn Shev- chenkos fágaður maður og þægi- legur í umgengni. Áhugi hans á sviðum utanríkismála takmarkað- ist að mestu við málefni Kína en í þeim var hann sérfræðingur. Hann var meðlimur sovésku vís- indaakademíunnar. Shevchenko segir svo frá í æviminningum sín- um, að meðan hann hafi starfað með Federenko hafi fastafulltrú- inn sífellt meir vikið sér undan daglegri ábyrgð og fært vekefnin í hendur undirmanna sinna. Hann dró sig að nokkru leyti inn í skel fræðimennsku og athugana á sviði utanríkismála. Þegar Gromyko komst að þessu gramdist honum og fékk upp frá því illan bifur á Federenko og vantreysti honum. Verzlunarráð íslands auglýsir eftir umsækjendum um starfsnám hjá fyrirtækjum innan ráðsins, sem fram fer 15. janúar til 15. mars 1986. Hvað er starfsnám? Starfsnám er kynning á starfssviði og einstökum þáttum í starfsemi fyrirtækisins. Nemendur fá yfirsýn yfir starfsemina og verða þannig betur í stakk búnir að velja sér starf við hæfi eða ákveða frekara nám. Ekki er veitt þjálfun í neinu einu starfi. Markmið Markmið með starfsemi Verzlunarráðs íslands er að auka tengsl atvinnulífs og skóla með því að bjóða hagnýtt nám innan veggja fyrirtækja. Framkvæmd Starfsnámið tekur 3 mánuði. Unnið er eftir námsáætlun sem liggur fyrir áður en nám hefst. Á námstímanum fá nemar styrk sem samsvarar rúmum hálfum lágmarkslaunum. Fyrir hverja? Starfsnámið er einkum ætlað ungu fólki sem er að velja sér framtíðarstarf eða ákveða námsleiðir. Fyrirtækin Fyrirtækin sem bjóða starfsnám eru úr ýmsum greinum atvinnulífsins, tryggingum, tölvuþjón- ustu, iðnaði, innflutningsverslun, samgöngum o.fl. Þau eiga það sammerkt að vera með umfangs- mikla og fjölbreytta starfsemi. Umsókn Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Verzlunar- ráðs íslands ásamt öllum nánari upplýsingum. Umsóknum þarf að skila inn fyrir 20. desember nk. n VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS Hús verslunarinnar 108 Reykjavík. sími 83088 bresta Ósveigjanleiki Gromykos í augum Gromykos er kæruleysi í starfi, gagnvart þeim skyldum er starfinu fylgja, ófyrirgefanleg yfirsjón. Orðstír hans hefur aflað honum uppnefnisins „Grom“ er merkir þruma á rússnesku. Eitt fórnarlamba þessa ósveigjanleika utanríkisráðherrans var Rolland Timerbayev, háttsettur starfs- maður hjá fastanefnd Sovétríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann hafði haft með höndum hið vanþakkláta starf að sjá um flutn- inga skrifstofu fastanefndarinnar frá Park Avenue að East 67th. Street í New York-borg. Er Grom- yko var boðið að skoða hið nýja húsnæði haustið eftir er hann var staddur í borginni í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna, var Timerbayev svo óhepp- inn að Gromyko festist í lyftu milli hæða í rúman hálftíma. Ákvað Gromyko, eftir að hafa verið bjargað úr prísundinni, að Timerbayevs skyldi bíða nýr starfi, nefnilega að sitja í móttöku bygg- ingarinnar og fylgjast með því að enginn annar festist í lyftunni. Manngreyið þurfti svo að dúsa í afgreiðslunni þar til heimsókn Gromykos var lokið og hann farinn heim til Sovétríkjanna. Vanþóknun Gromykos á Feder- enko, sovéska fastafulltrúanum, risti þó dýpra. Gromyko mislíkaði ekki aðeins klæðaburður Feder- enkos, þ.e. áberandi föt, slaufur og sítt hár, sem allt gekk á skjön við hugmyndir Gromykos um hvernig alvarlegur embættismað- ur ætti að koma fyrir. Ljóst er að Gromyko öfundaði þennan undir- mann sinn af sæti hans í sovésku Gromyko vísindaakademiunni. Federenko var óhræddur við utanríkisráð- herrann og ljúfur við undirmenn sína ólíkt eftirmanni sínum, Yakov Malik, er var strangur og tilætlun- arsamur við undirmenn sína en ljúfur sem lamb þegar Gromyko átti í hlut. Kólnar í garð Krútsjeffs í kringum 1960, að Kúbudeilunni afstaðinni, var álit Krútsjeffs gjörbreytt frá því sem áður var. Virðing hans fyrir Kennedy hafði aukist og var nú í huga hans styrk- ur leiðtogi og einbeittur, nokkuð sem Kremlverjar skilja og virða. Eftir að Kennedy var myrtur í Dallasborg í Texasfylki, segir Shevchenko að ráðamenn í Moskvu hafi haldið að þar hafi verið að verki afturhaldsöfl í Bandaríkjun- um er hafi viljað skaða batnandi samskipti risaveldanna. Þeir gerðu lítið úr niðurstöðum „Warren- rannsóknarnefndarinnar" svoköll- uðu og gerðu því jafnvel skóna að ódæðið hafi í sameiningu verið skipulagt og undirbúið af Lyndon Krútsjeff Johnson varaforseta, CIA, leyni- þjónustu Bandaríkjanna, auk Mafíunnar. Ári síðar, í október 1964, varð talsvert umrót meðal ráðamanna í Kreml. Önnur hallarbylting (coup d’état) var undirbúin og í þetta sinn bar hún árangur. Shevchenko segir svo frá að ekki hafi legið að baki umrótsins ein sérstök ástæða heldur hafi það verið ýmsar sam- tengdar ástæður er urðu Krútsjeff aðfalli. Riddarar skrifræðisins, embætt- ismenn flokksins auk hinna kjörnu starfsmanna flokksins í borgum og héruðum fengu pata af því að til stæði að leggja fram nýjar skipulagsreglur um heildarskipu- lag flokksins er gengi í þá átt að stytta kjörtímabilin þannig að oftar yrði kosið auk þess að há- marksviðdvöl í embætti mætti ekki nema meira en 6 árum. Ekkert hefði getað komið verr við kaunin á þeim þar sem þeir gátu nú ekki lengur treyst því að sitja í rólegu feitu embætti það sem eftir var ævinnar. Uppljóstranir Krútsjeffs á glæpaverkum Stalíns voru KGB mikill þyrnir í augum. Herinn tók það óstinnt upp er Krútsjeff skip- Hann er að flýta sér í Vesturröst Rossignol skíöi á frábæru verði Unglingaskíöi fullorðinsskíði gönguskíði frá kr. 2.860.- frá kr. 3.915.- frá kr. 1.500.- Vesturröst Laugavegi 178, R., sími 16770 84455.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.