Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1986 35 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Steingeit (22. des. — 20. jan.) og Naut (20. apríl — 20. maí). Þessi merki eiga vel saman, enda að mörgu leyti lík. Þau eru bæði varkár, íhaldssöm og jarðbundin. Ég mun hér §alla um hið dæmi- gerða í þessum merkjum. Við verðum alltaf að hafa í huga að önnur merki hafa einnig áhrif. Þar sem mikið hefur verið fjallað um Steingeitina að undanfömu verður aðalá- herslan lögð á Nautsmerkið. ívináttu Nautið hefur þörf fyrir öryggi og varanleika og er því yfir- leitt traustur og trygglyndur vinur. Nautin eru róleg, hæg, friðsöm og vingjamleg. „Ef þú lætur mig í friði, læt ég þig í friði,“ segja Nautin gjaman. Nautið er frekar seintekið, er hlédrægt og hljóðlátt við ókunnuga. Það vill sjá hvar landið liggur áður en það hættir sér út á ísinn. í augum Nautsins er vinátta það alvarlegt mál að vissara er að fara að öllu með gát. Þegar til kastanna kemur getur Nautið verið hress og jákvæður félagi, þó alltaf fylgi því ákveðin ró og yfir- vegun. Helsta ánægja Nauta er að eyða huggulegu kvöldi með góðum vinum, t.d. að fara út að borða, bjóða til sín í mat eða fara í leikhús. Menningarlega sinnað Oft er sú mynd dregin upp af Nautum að þau séu hálf- gerðir þumbarar sem hugsi ekki um annað en peninga. Þetta er ekki rétt. Mörg Naut eru menningarlega sinnuð, eru fáguð og listelsk. Þau hafa mörg ánægju af því að hafa fallega hluti í kringum sig og að njóta lista. Mörg Naut hafa ánægju af tónlist og hafa góða söngrödd. Viðskiptafélagi Hið dæmigerða Naut er áreið- anlegt í vinnu, er samvisku- samt og traust. Það er vana- fast og því er frekar illa við að skipta um starf. Nautið er kerfisbundið og temur sér gjaman ákveðið vinnumunst- ur. Hætta þess er að festast um of í sama farinu og verða of vanabundið. Hið dæmi- gerða Naut er hagsýnt og á auðvelt með að gera áætlanir sem standast raunveruleik- ann. I vinnu hefur það mikið úthald, vinnur jafnt og þétt, án flugeldasýninga, og nær yfirleitt marki sínu. Nautið og Steingeitin Þar sem Steingeitin er einnig frekar varkárt og hlédrægt merki má búast við því að samband hennar og Nautsins þróist hægt en sígandi. Þetta eru menn sem flana ekki að neinu. í sambandi elskenda tekur það líkast til eitt til tvö ár að gera upp hugann og ákveða að helja búskap. Eftir það situr heimilið í fyrirrúmi, það að eignast gott hús og koma undir sig fótunum. Vinna og það að ná árangri í starfi skiptir einnig höfuð- máli. Þetta er duglegt fólk. Heima í stofunni Við getum kvatt Steingeitina og Nautið þar sem þau sitja í ró og næði í stofunni heima, hann með kaffí og koníak, hún með líkjör. Þeim líður vel eftir matinn og þau ræða húsbygginguna, fyrirtækið og stöðuna í pólitíkinni. Þar eru engin læti eða stress á ferðinni. X-9 DYRAGLENS DRÁTTHAGI BLÝANTURINN FERDINAND ©pib e~L- conmuem 24 D Allt i lagi, liðsmenn. Sýnum það að við höfum eitthvað að segja á vellin- um! 600P M0RN1N6. MV NAME 15 LUCY VAN PELT.. I'M EI6HT VEAR5 OLP, ANP I PLAV KI6HT FIELP... l‘MFINE..H0U) ARE VOU? Góðan dag, ég heiti Gunna frá Skinni ... ég er átta ára og ég leik á hægri vallarhelmingi... mér líð- ur vel ... hvernig líður þér? THAT 5 NOT UIMAT I MEANT, ÁNP YÖU KNOU) IT ll ÉG ÁTTI EKKI VIÐ ÞETTA, OG ÞAÐ VEIZTU VEL!! Umsjón: Guðm. Páll Arnarson íslensk pör náðu góðum árangri á alþjóðlegu tvímenn- ingsmóti sem fram fór í Lundi í Svíþjóð um síðustu helgi. Þór- arinn Sigþórsson og Þorlákur Jónsson höfnuðu þar í öðru sæti, og Sævar Þorbjömsson og Úlfar Ámason urðu þriðju. Sævar hefur verið við nám j Danmörku undanfarin ár, en Úlfar er bú- settur í Svíþjóð. Þeir hafa spilað nokkuð saman undanfarið og gengið vel. En það var sænskt landsliðspar sem vann mótið, Bennett og Helmertz. Alls tóku 56 pör þátt í mótinu og vom spiluð 128 spil í 8 16 spila lotum. Þórarinn og Þorlák- ur náðu forystunni [ annarri lotu og héldu henni fram að þeirri sjöundu, þegar Bennett og Hel- mertz skutust upp fyrir þá. Hér er spil frá miðbiki mótsins, þar sem Þórarinn og Þorlákur fengu semi-topp fyrir að segja og vinna harða slemmu: Norður ♦ ÁK VK4 ♦ K96 ♦ G10752 Vestur Austur ♦ ♦ 9765 ♦ 632 111 ♦ ÁD1098 ♦ D854 ♦ 732 ♦ 963 ♦ 8 Suður ♦ 10432 ▼ G75 ♦ ÁG10 ♦ ÁKD Sagnir gengu þannig með Þórarin í suður og Þorlák í norðun Vestur Norður Austur Suður Vestur Norður Austur Suður — — — 1 grand Pass 3 hjörtu Dobl Pass Pass 3spaðar Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 5 spaðar Pass 6 lauf Allir pass Grandopnunin lofaði 15—17 punktum og þijú hjörtu sýndu slemmuáhuga og lauflit. Austur útspilsdoblaði og Þórarinn ákvað að passa til að halda laufunum í réttri hendi. Þrír spaðar gátu verið litur eða fyrirstaða, flórir tíglar og fjögur hjörtu vora fyrir- stöðusagnir og fimm spaðar vora áskoran í sex spaða ef Þorlákur væri með spaðalit. Austur létti spilið til muna með þvi að leggja niður hjartaás. Þorlákur trompaði síðan niður DG í spaða og losnaði þar með við tígulsvininguna. Umsjón Margeir Pétursson Á heimsmeistaramóti landsliða í Luzem í Sviss í nóvember kom þessi staða upp i skák argentínska stórmeistarans Quinteros og Frakkans Kouatly, sem hafði svartogáttileik. 30. - Rxf3+! 31. gxf3 - Hg5+, 32. Kfl (32. Kf2 - Dxh3, 33. Kel — Hg2! var skárri vöm, en 32. Kh2 — Hg3 var vonlaust) 32. - Dxh3+, 33. Ke2 - Hg2+ og hvitur gafst upp, því hann tapar drottningunni eftir 34. Bf2 — Hxf2-.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.