Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 52
'JK&aL' V/SA dmissandi BTT NORT AliS SDUMR FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. A Morgunblaðið/JAItus Tóm flugstöóvarbyggingin síðdegis í gær. Á innfelldu myndinni er lögregluþjónn að visa manni frá eftir að flugstöðinni hafði verið lokað. Keflavíkurflugvöllur: Flugstööimii var lokað vegna sprengjuhótunar Tveimur vélum seinkað af öryggisástæðum Fiskmarkaðurinn í Þýzkalandi: Fimmfalt hærra verð fyrir karf- ann en hér Á uppboðsmörkuðunum i Þýzkalandi fæst nú rúmlega fimmfalt hærra verð fyrir karfa en fiskverkendur hér heima greiða fyrir hann. Frá áramótum hafa að meðaltali fengizt um 65 krónur fyrir hvert kíló af karfa í Þýzkalandi, en gildandi lág- marksverð hér heima er 6,22 og 7,87 krónur. Með verðbótum og kostnaðarhlutdeild greiða fisk- verkendur 11 og 13,90 krónur fyrir hvert kfló. Verð á þorski í Bretlandi hefur verið rúmlega helmingi hærra en hér heima að undanförnu, en hér greiða físk- verkendur mest 28,50 krónur fyrir hvert kfló. Haukur GK seldi á þriðjudag 106 lestir, mest karfa, í Cuxhaven. Heildarverð var 6.377.200 krónur, meðalverð 60,17. Meðalverð fyrir karfann var allt að 65 krónum. Ottó Wathne NS seldi 120 lestir, mest þorsk, í Grimsby á mánudag. Heildarverð var 6.836.000 krónur, meðalverð 56,94. Kópavogshæli: Auglýst eftir tilboðum í eldvarnarkerfi STJÓRN Rfkisspftalanna hefur ákveðið að auglýsa eftir tilboðum f búnað fyrir eldviðvörunarkerfí f Kópavogshæli. Þar er um að rseða 700 reykskyiyara og 25 svæðisstöðvar. Að sögn Símonar Steingrímsson- ar, framkvæmdastjóra tæknisviðs Ríkisspftalanna, er áætlaður kostn- aður við efni og uppsetningu slíks viðvörunarkerfis um 5 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hyggjast Kiwanis- menn efiia til söfnunar til stuðnings þessu málefni. LÖGREGLUNNI í Reykjavík barst f gær tilkynning um að sprengju hefði verið komið fyrir f flugstöðvarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli og myndi hún springa klukkan 17.00. Vegna þessa var eftirlit með umferð á vellinum hert, og sprengju leitað í flugstöðvar- byggingunni og vfðar á flugvall- arsvæðinu. Tveimur Flugleiða- vélum, sem væntanlegar voru til Keflavíkur síðdegis, frá London og Kaupmannahöf n, var seinkað um tvær klukkustundir f öryggis- skyni og jafnframt var nákvæm- lega leitað f öllum farangri far- þega. Sprengjuhótunin barst til lög- reglunnar í Reykjavík laust fyrir klukkan 10 í gærmorgun og var sagt að sprengjan væri í brúnni ferðatösku. Að sögn Bjarka Elías- sonar, yfirlögregluþjóns, var rödd þess sem tilkynnti um sprengjuna. unglingsleg og vöknuðu strax grun- semdir um gabb. Reynt var að rekja sfmtalið en það tókst ekki. Lögregl- unni á Keflavíkurflugvelli var þegar gert aðvart og ákveðnar aðgerðir, sem miðaðar eru við tilfelli sem þessi, komu til framkvæmda. Sprengjuleit bar ekki árangur en í öryggisskyni var flugstöðvarbygg- ingin rýmd og henni lokað á tímabil- inu frá 16.45 til 17.15. Sæmundur Guðvinsson, frétta- fulltrúi Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið, að Flugleiðum TÆPLEGA þrítugur maður var handtekinn á þriðjudag vegna gruns um að hafa sviksamleg fasteignaviðskipti í hyggju og krafðist Rannsóknarlögregla rfkisins f gær gæsluvarðhalds yfir manninnm til 29. janúar næstkomandi. Dómari við Saka- dóm Reykjavikur tók sér frest hefði borist tilkynning um sprengju- hótunina laust fyrir hádegi og hefði þá verið tekin ákvörðun um að seinka komutíma tveggja flugvéla, sem væntanlegar voru frá Kaup- mannahöfn og London um klukkan 16.00, fram yfir þann tíma sem tilgreindur var í hótuninni. Jafn- framt var tekin ákvörðun um ná- kvæma leit í öllum farangri farþega þar til í dag til að kveða upp úrskurð. Maðurinn var í desember síðast- liðnum dæmdur í sex mánaða fang- elsi fyrir flársvik og tvívegis hefur hann verið gerður upp án þess að kröfuhafar fengju nokkuð greitt. í fyrra sinnið árið 1983 og í septemb- ytra, og var leitað í skráðum far- angri, sem ekki er venjan. Vélamar lentu síðan á Keflavíkurflugvelli um klukkan 18.00. Óvenjulítil umferð var f utanlandsfluginu sfðdegis í gær, engar ferðir voru famar til Ameríku og aðeins von á þessum tveimur Flugieiðavélum að utan. er á síðastliðnu árí. Þá fengust ekki greiddar kröfur að upphæð 1.6 milljón krónur. Rannsóknarlögreglan yfírheyrði manninn á þriðjudaginn vegna kæm á hendur honum f sambandi við bílakaup og í bíl hans var kaup- samningur frá 6. janúar á íbúðar- húsi úti á landi. Samkvæmt samn- ingnum, sem ekki hefur enn verið þinglýst, greiðir maðurinn 1,3 millj- ónir króna út f húsinu, aðallega í formi skuldayfírtöku. Hann hefur greitt 60 þúsund krónur í reiðufé, 40 þúsund með ávísun, sem reyndist útgefin á lokaðan reikning frá því í ágúst og hefur reikningseigandi ítrekað gerst brotlegur. Þá greiddi maðurinn 140 þúsund krónur með víxlum útgefnum af mönnum, sem ekki þykja traustvekjandi. Rannsóknarlögregla ríkisins gmnar manninn um að ætla ekki að standa við skuldbindingar sínar við seljanda hússins og nota það til þess að komast yfir veðrétti. RLR notfærði sér því heimildir f lögum til að taka upp rannsókn mála af eigin frumkvæði og þannig koma í veg fyrir að saklaust fólk skaðist Qárhagslega af dæmdum Qársvik- ara, því gögn málsins þykja benda til að hann ætli ekki að standa við skuldbindingar tengdum húsakaup- unum. Tók á móti barna- barni sínu heima JÓHANN Magnússon flugstjóri fékk það hlutverk í fyrradag, sem harla óvenjulegt er orðið nú á dögum, að taka á mótí bamabami á heimili sínu. Dóttir hans Bryndís fæddi barnið og bar fæðinguna svo brátt að að ekki vannst timi til að kalla til ijósmóður eða lækni. Fæðingin gekk vel og heilsast móður og barni vel. Jóhann sagði í samtali við Morgunblaðið að fæðingin hefði gengið hratt fyrir sig og ekki gefist langur tími til umhugsunar. Bryndís hefði kallað og beðið hann að hringja í sjúkrabíl en á meðan hann var á leiðinni í símann hefði hún kallað aftur og þá verið að fæða. Sagðist Jóhann hafa hlaup- ið til, tekið á móti baminu, fengið það til þess að gráta, lagt það síðan ofan á Bryndísi og breitt yfír þau. Þá hefði hann hringt á sjúkrabíl. Læknir og ljósmóðir komu með sjúkrabflnum og skildu á milli og fóru með Bryndísi og bamið á Landspítalann. Bryndís er 15 ára gömul og fæddist bamið, sem er 8 marka drengur, 2 mánuðum fyrir tím- ann. Hann var settur í hitakassa á vökudeild Landspítalans. Jó- hann sagði að fæðingin hefði gengið vel og liði báðum vel. Morgunblaðia/Bjami jóhann Magnússon og Bryndís dóttir hans á sængurkonudeild Landspítalans í gær. Litli sonur Bryndísar er á vökudeild spítal- ans þar sem ekki má ljósmynda. Sjá viðtöl á bls. 2 RLR krefst gæsluvarðhalds: Þrítugur maður grun- aður um ætluð fjársvik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.