Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Margir hafa látið spakleg orð falla um konur, jafnvel i þingsöl- um. Francis Bacon hafði augun hjá sér, hann ritaði: Konan er ástmey æskumanns- ins, félagi miðaldra mannsins og hjúkrunarkona öldungsins. Meðfylgjandi réttur er saman- settur þannig, að hann heillar alla aldurshópa. Þessi „lífsins elexír“ Fiskréttur „Hallgerðar“ 800 gr smálúðuflök, '/2 sítróna, 2 stórir tómatar, */2 agúrka, 1 bolli vatn, 1 ten. kj úklingakraf tur, 2 msk. smjörlíki, 1 msk. hveiti, ]/2 pk. 125 gr kaffiijómi eða ijómi. 1. Vatnið ásamt kjúklingakrafti (kemur í stað hvítvíns) er sett í pott og hitað. Agúrkan er skinnflett (græna húðin tekin af). Síðan er hún skorin mjög smátt ásamt tómötun- um og sett út í soðið, saltið eftir smekk. Grænmetið Iátið sjóða þar til það er nægilega meirt svo setja megi það í gegn um sigti. 2. Smálúðuflökin eru roðflett og skorin í fremur nett stykki, þau eru síðan sett á disk og er safa úr V2 sítrónu dreypt yfir fiskstykkin. 3. Smjörlíkið er brætt á pönnu og hveitið sett út i. Vökvanum með grænmetismaukinu er bætt út og hrært vel saman við. 4. Fiskstykkjunum er raðað á pönn- una og þau sfðan látin krauma í sósunni ca. 10 mín. eða þar til fiskur- inn er soðinn í gegn. Hristið pönnuna af og til. Rjómanum er bætt út í sósuna rétt áður en fískurinn er borinn fram. Hitið aðeins að suðu, annars mærnar sósan. Þetta er mildur réttur og ferskur. Berið fram með soðnum kartöfl- um. Fari verð á kaffíbrauði yfir öll eðlileg mörk, þá mun baksturinn flytjast inn á heimilin. Enginn sem ann fjölskyldu sinni góðrar heilsu býður henni upp á „efnamengað" innflutt kaffíbrauð. Hér er einstök uppskrift og fljót- leg af gerköku sem ekki þarf að hnoða. Prófið Reykjavíkur- kaffibrauð 1 V2 bolli hveiti, 4 msk. sykur, V2 salt, 1 stk. egg, 2 msk. bráðið smjörlíki, V2 bolli ylvolgt vatn, 1 V2 msk. þurrger, 1 epli, 2 msk. púðursykur, V4 tsk. kanill, V4 tsk. múskat, 2 msk. srnjörlíki, glassúr bragðbætt með sítrónu- dropum. 1. Þurrgerið er leyst upp í ylvolgu vatninu og látið tvöfaldast. 1 msk. af sykrinum örvar gerjunina. 2. Eplið er afhýtt og skorið í 16 þunna geira. Eplabitamir eru sfðan soðnir í litlu vatni þar 5 mín. Hellið af þeim vatninu og kælið. 2. Hveitið blandað salti og sykri og er það sett í skál. Síðan er eggið og bólstrandi gerið sett úr í hveitið og hrært vel, eða þar til úr verður þétt deig. 3. Deiginu er smurt jafnt yfír botn á 2 tertumótum eða stóran eldfastan bökunardisk. Eplabitunum er raðað á deigið. Blöndu af púðursykri (nota má venjulegan sykur), kanil og múskati er stráð yfir eplabitana og síðan 2 msk. af smjörlfki í smábitum. 4. Kakan er látin lyfta sér þar til hún hefur tvöfaldast (u.þ.b. 60 mín.). Hún er síðan bökuð við góðan hita 200 gráður í 20 mín. Kælið og setjið sykurglans yfír á meðan hún er volg. Verð á hráefni Fiskverðið hækkar stöðugt 800 gr. ýsa kr. 136,00 2 tómatar ca. kr. 35,00 V2 agúrka kr. 45,00 V2pk. ijómi kr. 17,85 1 sítróna kr. 11,00 kr. 244,65 Utsala — Útsala Mikil verölækkun Glugginn, Laugavegi 40 (Kúnsthúsinu). Sími 12854. F-vísitalan: Meðaltals- hækkun vísitöl- unnar var 32,4% KAUPLAGSNEFND hefur reiknað vísitölu framfærslu- kostnaðar miðað við verðlag í janúarbyijun 1986. Reyndist hún vera 164,02 stig eða 2,94% hærri en í desemberbyijun 1985, segir í frétt frá Hagstofunni. Af þessari hækkun stafa 0,3% af hækkun á verði kjötvöru og kartaflna, 0.4% af hækkun hús- næðisliðs, 1,0% vegna hækkunar á töxtum ýmissa opinberra þjónustu- liða sem tóku gildi 1. janúar sl., og 1,2% stafa af hækkun á verði ýmissa vöru- og þjónustuliða. Frá upphafi til loka ársins 1985 hækkaði framfærsluvísitalan um 33,7%, en meðaltalshækkun vísi- tölunnar frá árinu 1984 til ársins 1985 var 32,4%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hæk- að um 34,1%. Hækkun vísitölunnar um 2,94% á einum mánuði frá desember til janúar svarar til 41,6% árshækkunar. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 7,94% og jafngildir sú hækkun 35,7% verðbólgu á heilu ári. Tískusýning Tískusýning í kvöld kl. 21.30. Modelsamtökin sýna fSýndur veröur sportfafnaður og vetrarfatnaöur frá Sportbúð Ómars, Suöur- lands- braut 6. h- HÓTEL ESJU Hornið/Djúpið Djass í kvöld Sigðurður Flosason saxafónn Tómas Einarsson bassi Eyþór Gunnarsson píanó Gunnlaugur Briem trommur Friðrik Karlsson gítar Rcslitiinml -Vizzcria Hafnarstræti 15, sími 13340. Blúskompaníið — Jens Hansson Bubbi Blúskompaníið ásamt Bubba á Hótel Borg fimmtudaginn 16. janúar. Nokkuð sem enginn má missa af. Helgardagskrá Naustsins FIMMTUDAGUR16. JAN. „Dúó Naustsins," Hrönn Geirlaugsdóttir og Jónas Þórir leika Ijúfa tónlist fyrir matargesti. FOSTUDAGUR 17. JAN. „Úr gullkistu Eyjamanna," skemmtidag- skrá í umsjón Helga og Hermanns Inga, Jónasar Þóris og Hrannar Geirlaugsdótt- ur. Dúó Naustsins leikur fyrir matargesti. Heiðursgestun Runólfur Dagbjartsson (Lundi verkstjóri). Hljómsveit Jónasar Þóris leikur fyrir dansi frameftir nóttu. Opið til kukkan 03. LAUGARDAGUR18. JAN. „Hljómur þagnarinnar," skemmtidagskrá með lögum Simons og Garfunkels, t.d. Sound of Silence, The Boxer og Mrs. Robinson. Flytjendur eru bræðurnir Helgi og Hermann Ingi með aðstoð Jónasar Þóris. Dúó Naustsins leikur fyrir matargesti. Hljómsveit Jónasar Þóris leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Opið til klukkan 03. SUNNUDAGUR 19. JAN. „Sunnudagssveifla í Naustinu." Hljóm- sveit Jónasar Þóris leikur gömul og góð swing-lög með góðri aðstoð Ólafs Gauks og Hrannar Geirlaugsdóttur. Dúó Naustsins leikur fyrir matargesti. Opið til klukkan 01. Á Naustinu færðu góðan mat og fyrsta flokks þjónustu. Kjörinn staður fyrir hópa og árshátíðir. RESTAURANT Sími 17759. ORYGGI X® it ■ fb--, 1é i g Höfum fyrirliggjandi á mjög góðu verði flestar gerðir af öryggjum frá Sipe, Portúgal. lÖTHMMP HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SÍMI: 685656 og 84530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.