Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 26
26_________ Sovétríkin: MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 Fjögnr ár 1 vinnu- búðum fyrir að mótmæla KGB Moskvu, 22. janúar. AP. RÚMLEGA þritugur Georgíumaður var sl. mánudag dæmdur í fjög- urra ára vist í vinnubúðum fyrir ónytjungshátt og andsovéskan áróð- ur. Að sögn vinar mannsins var glæpurinn sá, að hann setti upp skilti á svölunum há sér þar sem þess var krafist, að KGB, sovéska öryggislögreglan, hætti að ofsækja fjölskyldu hans. Eduard Gudava, 31 árs gamall kvensjúkdómafræðingur í Tbilisi, höfuðstað Georgíu, hafði í tvö ár reynt að fá leyfí til að flytjast úr landi með þeim árangri einum, að lögreglan lagði hann og fjölskyldu hans í einelti. 15. nóvember sl. setti hann upp spjald á svölunum hjá sér þar sem þess var krafist, að KGB hætti þegar í stað að ofsækja hann og hans fólk. Eru þessar fréttir hafðar eftir vini Gudava. Gudava hafði ekki fyrr sett upp spjaldið en lögreglumenn ruddust inn á heimili hans og tóku hann fastan. Gáfu þeir honum það að sök m.a., að hann hefði verið orðljótur og hótað þeim öllu illu þegar þeir komu. Við réttarhöldin krafðist saksóknarinn hámarksrefsingar fyrir þetta afbrot, fímm ára vinnu- búðavistar, en Gudava fékk fjög- urra ára dóm. Bróðir Gudava, Tengiz, hefur verið í haldi frá því á sl. sumri vegna andsovéskrar starfsemi en þeir bræður báðir hafa staðið framar- lega í safnaðarlífí rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar í Georgíu. Þeir og nokkrir menn aðrir bundust einnig samtökum um að fylgjast með framkvæmd Helsinki-sátt- málans í Sovétríkjunum en lögregl- an kvað þá starfsemi fljótt í kútinn. Á þriðjudag voru 10 ár liðin, frá þvi að hinar hljóðfráu Concorde-þotur Breta og Frakka hófu áætlunarflug. Þessi mynd er tekin, þegar fjórar Concorde-þotur frá breska flugfélaginu British Airways brugðu sér upp í himinblámann til þess að minnast dagsins. British Airways: Boðið upp á styrju- hrogn og kálfakjöt Duttu í lukkupottinn Pasquale „Pat“ Consalve, byggingarverkamaður í New York og Angelina kona hans eru hýr á svip, eftir að þeim hafði verið skýrt frá því, að þau hefðu unnið 30 millj. dollara í ríkishappa- drættinu í New York (yfir 1200 millj. ísl. kr.). Þetta er næst hæsti vinningur, sem nokkru sinni hefur unnizt í happadrætti í Bandaríkjunum. Indónesía: 38 létu lífið er farþega- feija sökk Jakarta, Indónesiu, 21. janúar. AP. ELDUR kom upp í farþegafeiju á sunnudag og sökk skipið á Suður-Sulawesi-hafi við vestur- strönd Indónesiu seinna um kvöldið. Að minnsta kosti 38 manns létu lífið, að því er yfir- völd sögðu i dag, en 70 farþega er enn saknað. Talsmaður sjóslysanefndar ríkis- ins sagði, að 314 manns hefðu verið um borð í ferjunni, þegar kviknaði í út frá eldavél. Skipið sökk um 4,8 km frá landi. Aðrar farþegafeijur komu fljót- lega á slysstað og var 206 manns bjargað um borð í þær, að sögn talsmannsins. Þegar búið að fínna 38 lík. í 10 ára afmælisferð Concorde-þotunnar London, 22. janúar. AP. BRESKA flugfélagið Brítish Airways hélt í gær hátíðlegt 10 ára afmæli áætlunarflugs Concorde-þotunnar hljóðfráu, sem Bretar og Frakkar smíð- uðu í sameiningu. Var far- þegum, sem voru á leið til New York með morgunflugi, boðið upp á hátíðarmálsverð i 8 km hæð yfir Norður-Atlantshafi. „Það eru nákvæmlega 10 ár, upp á mínútu, síðan fyrsta Con- corde-þotan hóf sig á loft í fyrsta áætlunarflugið," sagði John Eames flugstjóri við farþega um borð í flugi 193 hjá British Air- ways. Þá var klukkan á mínútunni 11.40. Þotan var á um 2.096 km hraða, þegar farþegunum var borinn ríkulegur málsverður — styrjuhrogn frá Svartahafí og alikálfakjöt, sem breskur meist- arakokkur hafði farið höndum um. í tilefni af afmælinu var áhöfn- inni úr fyrsta fluginu boðið með. „Eg man það eins og það hefði gerst í gær,“ sagði Norman Todd, sem var flugstjóri í ferðinni. „Við flugum frá London til Bahrain við Persaflóa. Það var gífurlegur fyöldi fólks sem fylgdist með þegar við fórum í loftið, og langar bflar- aðir meðfram öllum vegum í kringum flugvöllinn. Og farþeg- amir voru í sjöunda himni. Það var orðið dimmt þegar við komum til Bahrain og okkur var strax boðið í móttöku hjá landsstjóm- inni. Þetta var reglulega skemmti- legreynsla." Colin Marshall, aðalfram- kvæmdastjóri British Airways, kvað Concorde-þotuna að öllum líkindum verða í förum fram á næstu öld. „Hún hefur reynst okkur frábærlega vel,“ sagði hann. Forráðamenn Aerospatiale, franska fyrirtækisins, sem annað- ist framleiðslu þotunnar með Bretum, sögðu í gær, að hönnuðir fyrirtækisins væru nú með næstu kynslóð Concorde-þotunnar á teikniborðinu — og hefðu verið í 10 ár, þotu 21. aldarinnar. Nýja þotan verður með þrí- hymdum vængjum eins og sú eldri og mun fljúga með tvöföldum hljóðhraða. Hún á að flytja 200 farþega eða tvisvar sinnum fleiri en eldri kynslóðin. Zia Ul-Haq í Pakistan: Yill heilagt stríð gegn fíkniefnum Islamabad, 22. janúar. AP. þingið fulltrúar frá Pakistan, Bandaríkjunum og fulltrúar frá ýmsum alþjóðasamtökum. Zia sagði að þrátt fyrir að ópíum- framleiðsla hefði minnkað í Pakist- an, hefðu þeir enga stjóm á fram- leiðslunni í Afganistan. Þar væri mikið af ópíumi framleitt, auk annarra eiturefna og sent til Pakist- an til frekari dreifingar. Sagðist hann óska þess að Sovétríkin gerðu eitthvað í málinu, þar sem þetta hefði einnig áhrif á hersveitir þeirra í Afganistan. MOHAMMAD Zia U1 Haq, hers- höfðingi og forseti Pakistan, skoraði á þjóðir í Miðausturlönd- um að hefja heilagt stríð gegn fikniefnum og bað Sovétmenn þess að reyna að stöðva flóð óp- íums frá Afganistan. „Baráttan við ógn fíkniefnanna gagnvart mannkyninu er jafti mikil- væg Jihad (heilögu stríði Múham- eðstrúarmanna)," sagði Zia í ávarpi sínu á þriðju ráðstefnu yfirmanna fíkniefnadeilda lögreglu rflcjanna við Persaflóa. Auk þeirra sækja Bandaríkin: Tilfærslur í flotanum vegna njósnamála Washington, 22. janúar. AP. SKIPT hefur verið um nær helm- ing þeirra yfirmanna i banda- riska flotanum, sem hafa aðgang að leyniskjölum. Er þetta gert í því skyni að auka öryggið, vegna njósnahneyksla sem tröllríðið hafa flotanum nýlega. Tilfærslumar innan flotans byij- uðu í ágúst á síðasliðnu ári og lauk aðeins nýlega. Flotinn segir þetta varúðarráðstöfun í ljósi þeirra njósnamála sem nýlega hafa komið upp innan hans. Um er að ræða rúmlega 1.250 stöður. Flotinn vildi ekki gefa upp nákvæmlega hve margir flotafulltrúar hefðu verið færðir á milli starfa áður en að því hefði raunverulega verið komið, en fulltrúi sem ekki vildi láta nafns síns getið staðfesti að það væri um helmingur. Var það gert í kjölfar fréttar þessa efnis í N avy Times. Noregur: Búvörur frá EB fyrir norskan fisk? Osló, 20. janúar. Frá fréttaritara Morgun bladsins, J. E. Laure. UPP er komin deUa milli bænda og samtaka sjómanna og út- gerðarmanna i Noregi. Þeir síð- amefndu vilja flytja sem mest af fiski út til landa Evrópubanda- lagsins (EB) og hafa lagt það til, að í staðinn flytji Norðmenn inn meira af búvörum frá EB en áður. Bændur telja hins vegar, að slíkt verði til þess að skaða norskan landbúnað. Tillagan um að taka við búvörum fyrir fisk kom fyrst fram í skýrslu, sem samtök norska sjávarútvegsins létu Verzlunarháskóla Noregs semja fyrir sig. Forystumenn norskra bænda hafa hins vegar lýst yfír eindreginni andstöðu við aukinn innflutning á búvörum frá EB og telja miklu heppilegra, að aðildar- iöndum EB verði veittar auknar fiskveiðiheimildir innan norsku landhelginnar. Af hálfu bænda er því ennfremur haldið fram, að það sé rangt að skara eld að sinni eigin köku með því að láta það bitna á annarri grein norsks atvinnulífs. Þá sé það einnig óviturlegt, að láta frumatvinnuvegi keppa innbyrðis sín í milli. PMnn Bergersen, framkvæmda- stjóri samtaka sjávarútvegsins, segir hins vegar: „í alþjóðaviðskipt- um er búvörum og fískafurðum skipað á bekk saman. Þetta mál á eftir að hafa áhrif á viðskiptasamn- ing okkar við EB og við vitum, að tollahömlur á búvörum eiga sinn þátt í þeim vandamálum í tengslum við útflutninginn, sem komin eru upp.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.