Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1986 55 XrstVEAi ■poftrswem AEðvarð Þór Eðvarsson, Oleg Gavrilenko og Georgy Mikalev. Morgunblaðið/KB QPR kaupir Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morgunblaðsins á Englandi QPR hefur keypt danska leik- manninn Kurt Bakeolt, sem lók með Vejle í Danmörku. Liðið hefur gert tveggja ára samning við þennan 22 ára gamla Dana sem leikið hefur 12 landsleiki með undir 21 árs liði Dana. Hann þótti besti miðvallarleikmaður 1. deildarinnar f Danmörku á sfð- asta ári. Mark Higgins hefur gert tveggja ára samning við Manchester Unit- ed. Higgins var tólf ár hjá Everton en meiddist 1983 í leik gegn West Ham. Eftir það var sagt að hann mundi aldrei leika knattspyrnu aftur. En Higgins var ekki á sama máli. Hann gekk til margra sér- fræðinga og náði góðum bata og hóf æfingar af fullum krafti sjálfur. Oxford áfram hin liðin verða að reyna með sér aftur Frá Bob Hennessy, fróttamannl Morgunblaðslns á Englandl. XFORD tryggði sér réttinn til að leika í undanúrslitum ensku mjólkurbikarkeppninnar er þeir sigruðu Portsmoth, 3-1, f gær- kvöldi. Aston Villa og Arsenal gerðu jafntefli, 1-1, og sömuleiðis QPR og Chelsea. Charlie Nicholas skoraði fyrst fyrir Arsenal gegn Aston Villa, þetta var 7. mark hans í 8 leikjum í röð. Dean Glover jafnaði svo fyrir Aston Villa á 75. mínútu. Arsenal var mun betra í þessum leik og áttu m.a. stangarskot. John Byrne kom QPR yfir strax á 12. mínútu gegn Chelsea. Pat Nevin náði síðan að jafna rétt fyrir hálfleik. Þessi lið verða því að leika aftureftir hálfan mánuð. Garry Briggs skoraði strax á 2. mínútu fyrir Oxford og kom þeim á bragðið. Rétt fyrir hálfleik bætti Les Filleps við öðru markinu og um miðjan seinni hálfleik gerði Neil Flatter út um leikinn með þriðja markinu. Garry Stanley náði síðan að minnka muninn með marki á síðustu mínútu leiksins. Oxford er því komið í undanúrslit og mætir þar annaðhvort Arsenal eða Aston Villa. 250boltar enneftir NÚ HAFA 150 manns náö aö safna handboltalandsliöi og hafa þvf 150 boltar þegar varið af- hentir hjá HSÍ, en alls veröa 400 boltar afhentir, þannig aö 250 boltar eru enn eftir. HSÍ fær ákveðna upphæð af seldu bensíni hjá OLÍS, og hafa þeir þegar greitt HSÍ 450 þúsund krónur. Þetta er verulegur stuðn- ingur við hið mikla undirbúnings- starf landsliðsins fyrir heimsmeist- arakeppnina. Dana Hann reyndi að komast að hjá Everton aftur en þeir vildu hann ekki og sögðust ekki hafa pláss fyrir hann. Þá skrifaði hann Ron Atkinson, framkvæmdastjóra Man. Utd. og hann tók honum vel og bauð honum að koma á æfing- ar. Það var til þess að geröur var tveggja ára samningur við kapp- ann, sem leikur stöðu miðvarðar. 18. mark Walsh Paul Walsh, framherjinn hjá Liverpool, skoraði sitt 18. mark í 22 leikjum, e'r hann skoraði fyrsta mark Liverpool gegn Ipswich í mjólkurbikarnum á þriðjudags- kvöld. Walsh er þó enn á sölulista hjá liðinu og skal margan undra. Breiðablik sigraði 12. deild BREIÐABLIK tryggöi sér sigur í 2. deild karla f handknattleik er þeir sigruöu Aftureldingu aö Varmá f gærkvöldi meö 30 mörk- um gegn 21. Staðan f hálfleik var 14-10 fyrir Breiðablik. Breiðablik hafði frumkvæðið í leiknum allt frá upphafi. Svafar Magnússon var markhæstur þeirra með 8 mörk, Jón Þ. Jónsson og Kristján Halldórsson gerðu sex mörk hvor. Erlendur Davíðsson var markahæstur Mosfellinga með 7 mörk. Breiðablik hlaut því 22 stig og í öðru sæti var Ármann með 21 stig. Þessi tvö lið flytjast því upp í 1. deild að ári. Eðvarð á verð- launapallinum EÐVARÐ Þór Eðvarðsson á verö- launapallinum eftir aö hann varð í þriðja sæti í 100 m baksundi á Golden Cup-sundmótinu í Stras- bourg um helgina. Sovétmaöur- inn Oleg Gavrilenko var fyrstur í mark á 0:58,01 mín. og hampar hann hér sigurglaður bikar sín- um. Georgy Mihalev frá Búlgaríu var annar á 0:58,53 mín. og Eö- varö synti á 0:58,90 mín. Þremenningarnir komu í sömu röð í mark í 200 m baksundi, Gavrilenko á 2:04,88 mín., Mihalev á 2:04,91 mín og Eðvarð á 2:06,95. Gavrilenko átti 11. besta tímann í 100 m og 13. besta í 200 m bak- sundi á heimslistanum yfir sund- menn á síðasta ári og hann og Mihail eru meðal 10 bestu bak- sundsmanna Evrópu. Eðvarð varð 23 í 100 m baksundi á heimslistan- um 1985. Skotinn Neil Cochran varfjórði í sundinu á 2:08,32. Hann er vel frambærilegur fjórsunds- maður og átti 5. besta tíma í heimi hér í 200 m i þeirri grein á síðasta ári. Eðvarð átti einnig þátt í að setja íslandsmet á mótinu í Frakklandi ásamt Magnúsi Ólafssyni, Arnþóri Ragnarssyni og Ragnari Guð- mundssyni í 4x100 m skriðsundi. Þeir syntu á 3:46,29 mín. og bættu gamla metið, sem var 3:48,70 mín., um rúmartvær sekúndur. #John McEnroe er orðinn þreyttur og ætlar aö hvfla sig á keppnum næstu 60 daga. McEnroe ætlar að hvíla sig — keppir ekki í tvo mánuði TENNISSTJARNAN skapstóra, John McEnroe, segir aö hann þurfi að hvfla sig frá tennismótum atvinnumanna í minnst 60 daga. Hann hefur ekki náð sér vel á strik f sföustu mótum og hefur skapið oft hlaupiö með hann f gönur. „Ég þarf tfma til aö hvfla mig til aö ná upp fyrri einbeit- ingu,“ sagði McEnroe f gær. i siðustu viku sagði McEnroe, eftir leik sinn við franska tennis- leikarann Yannick Noac, að hann ætlaði ekki að leika tennis aftur fyrr en barnið væri fætt. Hann á von á barni eins og kunnugt er meö leikkonunni, Tatum O’Neal og á hún von á sér í maí. Fyrr í þessum mánuði sagði eitt dag- blaðanna í London að þau skötu- hjú ætluðu að gifta sig 17. febrúar, en McEnroe segir sjálfur að brúð- kaupsdagurinn hafi ekki enn verið ákveðinn. Þótt McEnroe ætli ekki að taka þátt í atvinnumannamótum á^ næstunni, mun hann æfa af fullum krafti og leika æfingaleiki. Hann hefur fjórum sinnum unnið banda- ríska meistaramótið, þrívegis unn- ið Wimbledon-mótið og hann var besti tennisleikari heims í mörg ár. Hann hrapaði úr fyrsta sæti heimslistans í annað í lok ársins. Tékkinn Ivan Lendl er nú efstur. „Ég er ekki í eins góðri æfingu nú eins og oft áður. Uppgjafir mín- ar eru ekki eins góðar, ég hitti ekki boltann eins vel og geri of„ mörg mistök. Jafnvægi mitt er ekkn nógu gott til að ná góðum árangri," sagði McEnroe við fréttamenn í NewYorkígær. Hann lék 80 leiki á síðasta ári og vann 71 en tapaði 9 og þénaði meira en eina milljón doilara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.