Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 Minning: ÓlafurA. Pálsson fv. borgarfógeti Skarð hefur verið höggvið í hóp stúdenta frá MR 1930, þar sem á síðustu fímm mánuðum hafa þrír horfíð úr hópnum, Ami Tryggva- son, Börge Sörensen og nú síðast Ólafur A. Pálsson, sem andaðist 13. þ.m. og verður jarðsunginn í dag frá Dómkirkjunni. Langar mig til að kveðja hann með nokkrum orð- um. Ólafur fæddist í Reykjavík 13. marz 1910. Faðir hans, Páll Magn- ússon, múrari, var af hinni kunnu Bergsætt, en móðir hans var Jónína María Ebenezerdóttir, gullsmiðs á Eyrarbakka Guðmundssonar. Ólafur var snemma námfús og eftir bamaskóla tók hann próf inn í MR 1924. Reyndist hann þar ágætur námsmaður og stúdents- prófí lauk hann vorið 1930. Ólafur innritaðist í lagadeild um haustið og lauk prófí í lögum 1935. Eftir að námi lauk stundaði Ólafur lögfræðistörf í Vestmannaeyjum og hjá tollstjóranum i Reykjavík, þar til hann var ráðinn fulltrúi hjá lög- manni (síðar borgarfógeta) í Reykjavík í desember 1942. Eftir að embætti yfírborgarfógeta var stofnað 1963, varð Ölafur borgar- fógeti það ár og gegndi því emb- ætti, þar til hann fékk lausn frá því í janúar 1975. Störf sín sem fulltrúi og síðar borgarfógeti leysti hann af hendi af mikilli skyldurækni og samvisku- semi og má segja að hann hafí verið vakinn og sofínn í að sinna þeim. Var oft unnið langt fram á kvöld og ekki mikið hugsað um laun fyrir þá vinnu. Var Ólafur sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir embættisstörf og var hann áreiðan- lega vel að þeim heiðri kominn. Þó Ólafíir veldi lögfræðina til háskólaprófs, þá hygg ég að upplag hans og áhugi hafí frekar legið á sviði sagnfræði og ættfræði. Hann hafði mikið yndi af ættfræði og mannfræði og las ættfræðibækur blaðsíðu eftir blaðsíðu eins og aðrir lesa sagnfræðibækur og skáldsög- ur. Þótti mér, sem þessar línur skrifar og kaupi ættfræðibækur sem uppflettirit til að leita að ákveðnum nöfnum, næsta ótrúlegt þegar Ólafur sagði mér að hann væri að lesa ættfræðibók og væri kominn á blaðsíðu þetta og hitt, sem hann tiltók. Fannst mér þá andlit hans ljóma af ánægju yfír lestrin- um. Ólafur kvæntist 2. okóber 1948 Jóhönnu Maríu Jóhannesdóttur og bjuggu þau á Miklubraut 76 meðan sambúð þeirra stóð. Var heimili þeirra með myndarbrag. Voru þau hjón gestrisin og gott að heimsækja þau. Fannst mér Ólafur una þar hag sínum vel. Var gott samband á milli Magnúsar, sonar Jóhönnu, sem hélst eftir að þau hjón slitu samvistir. Hafði Ólafíir alltaf sam- band við böm Magnúsar og var þeim mjöggóður. Hann hafði einnig góð samskipti við Jóhönnu, en þau skildu 1959. Á skólaárum sínum átti Ólafur heima á Framnesvegi 26b og kom ég oft til hans þangað. Var gaman að heimsækja hann, því þó hann væri alvörumaður, gat hann verið launkíminn og gerði oft skemmti- legar athuganir í sambandi við menn og málefni. Þegar ég heim- sótti hann á þeim árum, gengum við oft út í Örfirisey eftir granda- garðinum, en það var á meðan eyjan var unaðsreitur Reykvíkinga og andans menn eins og dr. Helgi Pét- urss og Þórbergur Þórðarson vöndu komur sínar þangað og böðuðu sig í sjónum þar. Var Olafur mikill vesturbæingur og hefði sjálfsagt getað tekið undir þessar línur úr ljóði Tómasar Guðmundssonar. Eftir að þau hjón slitu samvistir, fór Ólafur aftur heim á Framnesveg 26b, en þar voru þá fyrir systir hans Anna og bróðir hans Guð- mundur Ebenezer. Bjuggu þau saman systkinin þijú á meðan Anna lifði, en síðan þeir tveir bræðumir. Reyndist Ólafur systkinum sínum mjög vel og eins bömum Magnúsar bróður síns. Þegar Ólafur lét af embætti 1975 var heilsu hans byrjað að hraka og fór versnandi eftir því sem árin liðu. Hann hugsaði þó um heimilið og matreiddi í þá bræður. Fór hann í innkaupaferðir og var að koma úr einni slíkri, þegar hann hné niður í forstofunni heima hjá sér. Með Ólafí er hnigið í valinn mikið valmenni. Ég hygg að öllum, sem kynntust honum, hafí þótt vænt um hann. Samstúdentar eiga á bak að sjá félaga, sem aldrei lét sig vanta, þegar þeir komu saman til að gleðj- ast og rifja upp gamlar minningar. Ég vil að lokum þakka ÓJafí fyrir góð kynni fyrr og síðar. Ég sendi bróður hans og bróðurbömum og öðmm ættingjum innilegar samúð- arkveðjur. Jón J. Símonarson „... Ráðhollurogréttsýnnvar, reynduraðtrúlyndi;" Svo kvað síra Ólafur Einarsson, Kirkjubæ í Hróarstungu, um síra Einar Sigurðsson, prest í Eydölum, en fáum hygg ég betur lýst með þessum ljóðlínum en hinum látna vini mínum, Ólafí A. Pálssyni, er ég nú vil minnast nokkmm orðum. Ólafur Albert Pálsson, fyrrver- andi borgarfógeti í Reykjavík, lézt að heimili sínu hinn 13. þ.m. Ólafur var fæddur 13. marz 1910 og var því á 76. aldursári er lát hans bar að höndum. Foreldrar hans vom Páll Magnússon, sjómaður og múr- ari, og kona hans Jóhanna María Ebenezersdóttir. Eigi þekki ég vel til ættar hans, en ömgglega hafa traustir og göfugir stofnar staðið að uppmna hans. Ólafur lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og embættisprófí í lögfræði við lagadeiid Háskóla ís- lands 1935, hvort tveggja með miklum dugnaði og sóma. Næstu árin eftir embættispróf stundaði Ólafur ýms lögfræðistörf, bæði í Vestmannaeyjum og Reykjavík, en varð síðar fulltrúi lögmanns (síðar borgarfógeta) í Reykjavík, settur borgarfógeti 19. marz 1963 og skipaður til þess embættis 20. maí 1963. Starfaði Ólafur lengst af við embætti lögmanns, síðar borgar- fógeta í Reykjavík, unz honum var veitt lausn frá embætti 10. janúar 1975 frá 1. apríl s.á. Lauk þar með löngum og merkum starfsferli þessa mikilhæfa og vandaða manns. Um langt árabil annaðist Ólafur þinglýsingarstörf við fyrrgreind embætti í Reykjavík, og eru emb- ættisstörf hans á þessu sviði í minnum höfð af öllum þeim sem til þekktu. Bar þar margt til, frábær þekking á þessu vandasama sviði lögfræði, einstök samvizkusemi, vandvirkni og nákvæmni í öllum efnum. Veit ég, að þeir eru margir, sem minnast með virðingu og hlý- hug erinda sinna við Ólaf um þessi mikilvægu efni. Það er og sann- færing mín, að Ólafur hafí átt stór- an hlut að þeim trausta grunni, sem lagður hefur verið í sambandi við framkvæmd þinglýsinga með emb- ættisfærslu sinni. Segir það víða til sín í samskipt- um manna og stofnana. Ætla ég og, að hin mikla þekking hans og reynsla á þessu sviði hafi komið að góðum notum er hann ásamt próf. Ármanni Snævarr, síðar hæstarétt- ardómara, var kvaddur til þess af stjómvöldum að endurskoða réttar- reglur um þinglýsingar og semja nýtt lagafrumvarp um það efni á ámnum 1956—1959. Kynni okkar Ólafs hófust er ég sem laganemi réðst til námsvistar hjá borgarfógetaembættinu í Reykjavík á árinu 1957 að mig minnir. Naut ég þá leiðsagnar hjá því ágæta starfsliði, er þá starfaði þar undir góðri stjóm Kristjáns Kristjánssonar, borgarfógeta, sem þá var húsbóndi á þeim bæ. En einkum naut ég þó handleiðslu og tilsagnar Ólafs um þinglýsingar- störfín. Er ég hafði lokið lagaprófi réðst ég svo til starfa sem fulltrúi við embætti borgarfógeta og starf- aði þar á ámnum 1958—1961, lengst af við hlið Ólafs og á starfs- sviði hans. Kynni mín af Ólafi og leiðsögn hans í námi og starfí verða mér ávallt minnisstæð. Varð mér fljótlega ljóstj að þekking, dugnaður og eljusemi Ólafs var með afbrigð- um. Vinnudagurinn varð oft langur, og hræddur er ég um, að oft hafí verið langliðið nóttu er starfstíma Ólafs lauk, enda var þá almennt skemmri tími til stefnu en nú er. Löngu síðar lágu starfsleiðir okkar Ólafs saman að nýju og þá í ríkis- skattanefnd, þar sem við störfuðum saman um nokkurt árabil. Nutu þar sín einnig vel hinir miklu og góðu hæfíleikar hans og staðgóðjiekking í skattarétti. Áhugamál Ólafs og þekking lágu og víðar, þ. á m. í sögu, ættfræði og bókmenntum, og nokkurt hugboð hef ég um, að tón- listin hafí átt rík ítök í huga hans þó hljótt færi. Okkur Ólafi varð all vel til vina, og mun ég ávallt minnast hans með virðingu og þökk. Geymi ég margar góðar minningar um Ólaf. Ein af þeim síðustu er tengd jgóðn stund á nýársdag 1985 er Olafur hafði verið sæmdur riddarakrossi Fálka- orðunnar, en kær kveðja frá honum um sl. jól varð hans hinzta kveðja. Ólafur kvæntist Jóhönnu Maríu Jóhannesdóttur 1948, en þau slitu samvistir 1959. Ættingjum Ólafs og vandamönn- um sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Einkum leitar hugurinn til Guðmundar, bróður Ólafs, sem sannarlega sér á bak góðum bróður. Hallvarður Einvarðsson Hinn 13.janúarsl. andaðist Ólaf- ur A. Pálsson, borgarfógeti, tæpra 76 ára að aldri. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða um alllangt skeið. Ólafur starfaði við Borgarfógeta- embættið (áður Lögmannsembætt- ið) í Reykjavík i meir en 3 áratugi, fyrst og fremst við þinglýsingar. Hann lét af störfum vorið 1975, en þá var heilsan farin að bila. Sá er þetta ritar starfaði þar með honum á annan áratug. Ekki verður hér rakin ætt hans né ævisaga, þetta verða aðeins örfá orð til minningar um óvenju heil- steyptan persónuleika og góðan dreng. Ólafur var frábær starfsmaður og bar margt til þess. Hann var ágætum gáfum gæddur, gerhugull og tók hvert mál föstum tökum, enda varð hann brátt ákaflega fróð- ur á sínu sviði. Til hans leituðu óspart ráða bæði embættismenn, lögmenn og aðrir. Hann hafði og stálminni, sem oft kom sér vel. Starf sitt stundaði hann af fádæma elju og fómfysi. Þótt Ölafur væri yfírleitt aivöru- gefínn maður, átti hann þó góða kímnigáfu og var ágætur starfs- félagi. Og þótt hann helgaði starfí sínu svo mikinn tíma, átti hann ýmis önnur áhugamál. Hann hafði mikið yndi af tónlist, hann hafði áhuga á íþróttum og fylgdist mjög vel með sumum greinum þeirra. Honum þótti gaman að vita deili á fólki og ætt þess og var mjög fróður á því sviði. Ef einhver maður barst í tal, þar sem Ólafur var viðstaddur, brást það varla, að hann þekkti þar til. En minnisverðastur er Ólafur fyrir það hve vandaður maður hann var. Um hann má með sanni segja, að hann mátti ekki vamm sitt vita. Réttlætiskennd hans var afar rík, og henni fylgdi hann í öllu lífemi sínu, og hann var manna hjálpsam- astur og greiðviknastur. Blessuð sé minning hans. Sigurður Sveinsson EINN ÆÐISLEOUR . ^haBoeb2'2 tU isu stra* e 2 3fðre CHajð6 árg. stK- D“ f?an'dr,fe ,«K‘r,a 4 cy>- ‘r petta ej aUna' úatta frá sP°r , 0a ai*1. hiutuu1 ^ótlúð11 ^eKK* ** ‘"n 1 -11í ^‘^t^ssurU' afhann k'f aðein* UpP i,“ par a afS'íttarVKr erÖ’779.5°1'' © CHRYSLER !sS” Enernokkuðyndislegra - veit auga þitt nokkuð fegurra— en vorkvöld í vesturbænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.