Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 V erkföll og vinnulöggj öf Þróun verkfalla, verðbólgu og kaupgjalds 1975—1984 (meðaltöl/ár) Meðal MedaJ MeOalbreyting verðbólga Verkfalls- Kauphækkun kaupmáttar t+md X dagar(l) X X Island......................... 46,7 1114 43,0 -(2,5) Svíþjóð........................ 10,0 138 11,8 +0,5 Danmörk........................ 9,6 96 10,0 +0.4 Noregur........................ 9,3 47 10,8 +1,4 eftirSigurð Helgason Inngangur Þau mál sem snerta verkföll og vinnulöggjöf hafa verið mjög í sviðsljósinu undanfarið og menn eru almennt sammála um það að vinnu- iöggjöfin hér á landi sé mjög ófull- komin og á engan hátt í samræmi við tímans takt. Sama er að segja um verkföll og verkfallsrétt, því að í ljós hefur komið að sá réttur hefur ekki fært þeim sem honum beita auknar tekjur. f grein þessari verð- ur ijallað {stuttu máli um þessi mál. Reynsla íslendinga íslendingar eiga Evrópumet í verkföllum. Við samanburð sem gerður hefur verið kemur í ljós að þar stöndum við nær öllum Evr- ópuþjóðum framar. Aðeins ítalir koma verr út og vart er hægt að taka sér þá til fyrirmyndar í þeim efnum. Þær þjóðir sem best koma út í þessum samanburði eru t.d. Sviss, en þar hefur ekkert verkfall verið síðan 1937. Svipað er um Lúxemborg. Spyija má hver árang- ur varð af 6 vikna verkfalli BSRB haustið 1984, sem lamaði alla starf- semi þjóðfélagsins. Það er öruggt að ríkisstarfsmenn hlutu ekki var- anlega kjarabót í kjölfar þess verk- falls. Kjaraskerðing Athyglisvert er að líta á eftirfar- andi töflu til að fá vísbendingu um árangur af verkföllum undanfar- inna ára. Samanburður um þróun mála á Norðurlöndum sýnir hvað gerst hefur á tíu ára tímabili varðandi verðbólgu, verkfoll, kaupgjald og kaupmátt. (I) Tapaðir vinnudagará 1000 vinnandi. Sem Norðurlandameistarar í verðbólgu, verkföllum og kaup- hækkunum eru eftirtekjumar lýrar. Verðbólgan er fjór- til fímmföld miðað við Norðurlöndin. Verkfalls- gleði okkar er nær 24 föld á við Norðmenn, 12 föld á við Dani og svo framvegis. Loks er ísland eina landið sem sýnir neikvæða þróun kaupmáttar þessi tíu ár. Hér á landi hefur orðið kjaraskerðing. Óhætt er því að fullyrða að verk- fallsvopnið færir þeim sem því beita ekki auknar kjarabætur nema síður sé. Allur sá mikli fjöldi vinnustunda sem glatast og slík verðmætasóun bitnar á þjóðfélaginu í heild og þá á hinum almenna launþega. Upphaflega var hugmyndin að §alla ekki um verðbólgu í þessum greinastúf, en myndin sem að fram- an er sýnd verður mun skýrari ef sá þáttur er tekinn með. Ljóst er að verðbólgan er mikill skaðvaldur íslensku efnahagslífí. Vinnulöggj öfin Sú vinnulöggjöf sem hér gildir er frá 1938. Gífurlegar breytingar hafa orðið á öllum þjóðfélagsað- stæðum frá þeim tíma og hlýtur það að kalla á breytingu á þessari löggjöf. í nágrannalöndunum hafa farið fram verulegar breytingar á þessari vinnulöggjöf í gegnum árin og það mun einsdæmi að engar breytingar hafa orðið á slíkri lög- gjöf eins og hér á svo löngum tíma. Nauðsynlegt er að sú regla verði ríkjandi að almenn og leynileg atkvæðagreiðsla fari fram um boð- un verkfalls og að verkföll megi aðeins boða ef meira en helmingur félaga í viðkomandi stéttarfélagi greiða tillögunni atkvæði. Sá háttur sem á er í dag að fámennur hópur, stundum örfáir menn, og þá örlítið hlutfall af heildarfélagafjölda í við- komandi stéttarfélagi boði verkfall. Þá er nauðsynlegt að gera frekari breytingar á vinnulöggjöfínni, þannig að sáttasemjari hafí meiri völd í slíkum málum en er í núver- andi löggjöf, t.d. að hann geti frest- að verkfalii um ákveðinn tíma o.s.frv. Ýmsum öðrum ákvæðum þarf að breyta. Bretland er dæmi um land þar sem mikill órói hefur verið á vinnu- markaði, en með breyttri löggjöf hefur þar orðið breyting á til batn- aðar. Eg tel nauðsynlegt að breyt- ing verði á þessari löggjöf hér á landi hið allra fyrsta. Vinnustaðasamningar Mikið hefur verið rætt um nauð- syn á vinnustaðasamningum þar sem allir starfsmenn hjá einu og sama fyrirtækinu gera heildar- samninga við það fyrirtæki. Sú staðreynd að hjá einu og sama fyrirtæki geta verið allt að 40 stétt- arfélög sem gera þarf samninga við er dæmi um út í hvaða ógöngur komið er. Starfshópar í hinum ýmsu stéttarfélögum geta síðan stöðvað rekstur, hver um sig. dæmi um vinnustaðasamninga eru þeir samn- ingar sem í gildi eru annarsvegar milli íslenska Álfélagsins og starfs- manna þess. Sama gildir um Jám- blendiverksmiðjuna á Grundar- tanga. Þetta fyrirkomulag er þó þannig til komið að þegar félögin hófu rekstur var ráð fyrir því gert í upphafí að slíkt fyrirkomulag væri fyrir hendi. Álykta má að slíkt fýrirkomulag hefði ekki náðst nema Sigurður Helgason „Erlendir viðskipta- menn íslenskra fyrir- tækja láta sér það ekki lynda að þeim sé sagt að stöðvun verði á af- greiðslu vara og/eða þjónustu til þeirra vegna verkfalls á Is- landi. Það er staðreynd að í alþjóðlegum rekstri og alþjóðlegri markaðs- starfsemi er það höfuð- skilyrði að þjónustan sé stöðugt, ávallt fyrir hendi og ekki verði þar stöðvun á.“ að það hafí verið ein af forsendum fyrir stofnun og rekstri þeirra. Komið hafa fram á Alþingi tillög- ur um slíkt fyrirkomulag, en þær hafa ekki enn náð fram að ganga. Með slíku fyrirkomulagi, allsheijar- samningi fyrir sama vinnustað og alla sem þar starfa myndi það vinn- ast að sú óvissa sem hér ríkir að einn og einn hópur geti skorið sig úr og stöðvað rekstur fyrirtækja væri úr sögunni. Alþjóðlegur rekstur Með tilliti til alþjóðlegs rekstrar er sú staða sem ríkir í þessum málum á íslandi í dag með öllu óviðunandi. Erlendir viðskiptamenn íslenskra fyrirtælqa láta sér það ekki lynda að þeim sé sagt að stöðv- un verði á afgreiðslu vara og/eða þjónustu til þeirra vegna verkfalls á Islandi. Það er staðreynd að í alþjóðlegum rekstri og alþjóðlegri markaðsstarfsemi er það höfuðskil- yrði að þjónustan sé stöðug, ávallt fyrir hendi og ekki verði þar stöðvun á. Verkföll sem beinast að íslensk- um aðilum sem eingöngu starfa á innanlandsmarkaði eru nokkuð annars eðlis en þau sem beinast að fyrirtækjum sem eru í alþjóðavið- skiptum. Venjulega er það svo að í slíkum verkföllum eru allir aðilar á sama báti og markaðurinn hverfur ekki þótt hlé verði á starfseminni. Allt öðru máli gegnir um alþjóð- legan rekstur, því í mikilli sam- keppni er ávallt hætta á því að þegar truflanir verða á afhendingu vöru eða þjónustu þá missi viðkom- andi aðili eða fyrirtæki markaðinn til keppinautanna sem venjulega eru fjölmargir og ávallt tilbúnir að grípa inní og nota sér það tækifæri þegar tafír eða stöðvun verður á þjónustu keppinautarins. Gott dæmi um þetta er sú ferða- þjónusta sem hér er verið að byggja upp og að flestra áliti er mjög ábatasöm atvinnugrein sem getur haft verulega þýðingu fyrir íslenskt efnahagslíf þegar lengra er litið fram á við. En þær truflanir sem orðið hafa á þessari starfsemi hafa komið óorði á íslendinga í þeim löndum þar sem þessi starfsemi er seld. Þær sífelldu truflanir sem verða á þessari starfsemi og þær fregnir sem berast hér um verkföll hafa valdið miklum skaða á undan- fömum árum. Alþjóðlegnr flugrekstur í alþjóðlegum flugrekstri eru sér- stakar aðstæður sem gera það brýnna en á flestum öðrum sviðum að ekki komi til truflana á starfsem- inni. Að framan hef ég getið um þau truflandi áhrif sem slíkar stöðvanir hafa á ferðaþjónustu hér á landi og að sjálfsögðu gildir það um stöðvun á flugrekstri sem og öðmm skyldum rekstri hér á landi. Það alþjóðlega flug sem íslend- ingar eiga þátt í er stundað i umhverfí sem einkennist af gífur- legri samkeppni. Mikil hætta er á því að við stöðvanir eins og þær sem hafa verið allt of tíðar hér að þá glatist það traust og sú tiltrú sem byggt hefur verið upp á löngum tíma. Sá fyöldi samkeppnisaðila sem er í þessum rekstri grípur að sjálf- sögðu fegins hendi þau tækifæri Raðhús á besta stað í borginni Til sölu eru þrjú raðhús í smíðum við Kringlu nr. 15, 19 og 39, (vestan við Hvassaleiti). Afendist í maí 1986. Um er að ræða: 1 hús án bílskúrs ca. 170 fm Verð kr. 3.500.000. 1 hús m/bílskúr ca. 190 fm Verð kr. 3.950.000. 1 hús m/kj. og bílskúr ca. 265 fmVerð kr. 4.350.000. Húsin verða frágengin að utan á árinu, með litað stál á þaki, glerjað, útihurðir, múrhúðun, heimæð hitaveitu og rafmagns. Sameiginleg lóð verður frágengin, með snjóbræðsu í gangstéttum. Hús og bílskúr ófrágengið að innan. Arkitektar: Ormar Þór og Örnólfur Hali. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofunni. ÓSKAR 8c BRAGISF BYGGINGAFÉLAG Háaleitisbraul 58-60 (MiAbar) Síml 685022. FASTEIGN 29412 AÐALSTRÆTI4 1 1 ■■ Opið sunnudaga frá 1 4 Akrasel 290 fm glæsilegt einbýlish. á tveimur hæðum. 40 fm bílsk. Einstaklingsíb. á jarðh. Gott úts. Verð 7 millj. Skipti koma til greina á sérhæð. Reynihvammur 106 fm vandað einbýlish. á einni hæð. 30 fm bílsk. Góð eign. Verð 4,2 millj. Skipti koma til greina. Þorður V Magnusson heimas. 44967 Páll Skulason hdl. mm Him- Áskriftarsíminn er 83033 Afmælisrit Vöku komið út ÚT ER KOMIÐ 50 ára afmælisrit Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta og er höfundur þess Páll Björnsson sagnfræðinemi. Ritið er 124 tölusettar blaðsíður og spannar sögu félagsins frá stofn- un, 4. febrúar 1935, auk þess sem rakinn er aðdragandinn að stofnun- inni. Páll Bjömsson hefur unnið að ritun sögunnar frá nóvember 1984. f ritinu eru einnig yfírlit yfír stjómir félagsins, stúdentaráðsliða, úrslit kosninga í Háskóla Islands, og for- menn Stúdentaráðs frá upphafi. Fyrsti formaður Vöku var Jóhann Hafstein og núverandi formaður er Stefán Kalmansson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.