Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 Afríkukonumar voru auðvitað mjög áberandi á ráðstefnunni i sinum litskrúðugu búningum. En af því að lokaráðstefna kvennaáratugar var haldin i Afríkulandi varð hún svo fjölmenn, fleiri þjóðir sáu sér fært að sækja hana. um kvennaárið fyrst fram og raunar í ýmsum myndum. M.a. hafði ein ágæt nágrannaþjóð okkar mælt fyrir hugmynd um kvennaviku. Þegar svo ákvörðun hafði verið tekin og Helvii hafði endanlega forystu í málinu, bauð Kurt Wald- heim henni stöðu aðstoðarfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna er skyldi fyrst vinna að kvennaári. Eins og Helvii sagði með glettni í augum: „Hann sagði mér að sitja í minni eigin súpu.“ En athyglisverð eru orð Helviiar um mikilvægi þess að yfirmaður alþjóðasamstarfs um jafnréttismál sé aðstoðarfram- kvæmdastjóri fremur en deildar- stjóri, eins og fyrirrennari hennar hafði verið. Stórar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðimar em afar stéttskiptar. Deildarstjórar hitta deildarstjóra og framkvæmdastjór- ar sína starfsbræður. Hún náði eyrum þeirra sem ráða yfír fjár- magni, starfsmannahaldi og fleim innan stofunarinnar vegna hinnar háu stöðu sinnar og það sagði hún forsendu þess hve vel framkvæmdin tókst. Jafnréttismálin vom þannig rædd í innsta hring samtakanna en ekki bara af einangmðum hópi eða einstaklingi — vom felld inn í eins Ingi Þorsteinsson, ræðismaður, flytur ræðu í kvöldverðarboði fyrir sendinefndina með íslend- ingum í Kenya. Frá v.: Mik Magnússon, íslenskur flugmaður frá Arctic Air sem þarna var staddur, og Inp Þorsteinsson. slensku konuraar heimsóttu þorp Masaya, sem búa eins og þeir hafa gert i aldir í gripahúsum með harðnaðri mykju. Hér eru þær Guðríður og Esther með Masayum. þeirri forsendu sem lögð er til grandvallar framkvæmdaáætlun Sameinuðu þjóðanna í jafnréttis- málum fram til næstu aldamóta, þ.e. að fyrir kynjamisrétti séu fyrst og fremst fordómar og hefðbundin viðhorf til kvenna. Þá er sendi- nefndin einnig sammála því ai I nauðsyn sé að hvetja konur til virkr ar þáttöku á öllum sviðum mannlífs ins, en til þess þurfa þær að fi tækifæri. Það er ekki auðvelt ai hrófla við gamalgrónum hugmynd- um. Áhrifamenn í þjóðfélaginu sem veita stöður, stöðuhækkanir og tækifæri í atvinnurekstri em haldn- ir miklum fordómum og þeir munu því aðeins breyta um afstöðu til kvenna að þeir verði fullvissaðir um að enginn tapi á jafnri aðstöðu beggja kynja til að nýta tækifærin. Það er allra hagur að veita tækifæri þeim sem munu koma ráðamönnum sjálfum til góða. Konur eiga að sækja fram út frá styrk en ekki á gmndvelli málflutnings sem vekja á samúð með þeim. Menn em ekki ráðnir í áhrifastöður af vorkunn- semi heldur vegna þess að sá sem ræður trúir á getu viðkomandi til að axla ábyrgð. Því tekur íslenska sendinefndin undir þá tillögu að lokaskjalið verði orðað á jákvæðari hátt, þar sem fyrst og fremst er boðinn fram sá styrkur sem felst í þeim miklu hæfíleikum kvenna sem ekki fá notið sín. En höfum það hugfast að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér í kjölfar aukins hagvaxtar eða þróunarhjálpar. Það þarf að móta skýra stefnu, setja verkefni í forgangsröð og §alla fyrst og fremst um þau mál sem snerta konur sérstaklega án tillits til þeirr- ar aðstöðu sem þær em í sem íslensku konuraar í sendinefndinni fóru sumar í ógleymanlega safari- ferð um Kenya ásamt eiginmönnum sínum, sem komu til móts við þær. Sáu þar villidýr Af ríku og tóku m.a. mynd af þessum hlébörðum. manneskjur og karlmenn í kringum þær þá líka.“ Slegist um hótelher- bergin „Ekki var útlitið gott þegar við konumar fímm í sendinefndinni héldum af stað til Nairobi 14. júlí“, segir Sigríður frá. „Fréttir höfðu borist um að fulltrúar á opinbem ráðstefnunni fengju ekki hótelher- bergi sem þeir ættu pöntuð vegna þess að aðrar neituðu að víkja. Ég hafði að vísu pantað og borgað herbergi á Hótel Continental fyrir íslenska sendinefnd í nóvember frá utanríkisráðuneytinu áður en ég vissi að ég yrði þar með, og hafði uppáskrifaða ábyrgð ríkisstjómar Kenya um að við fengjum her- bergin. En við höfum ekkert sendi- ráð í Afríku okkur til hjálpar. Aðeins ólaunaðan ræðismann, Ingva Þorsteinsson, sem gat allt eins vel verið í Uganda vegna sinna starfa um þetta leyti. Okkur var því ekki rótt þegar við komum á flugvöllinn eftir 26 tíma ferð. En þar var Ingi Þorsteinsson ræðis- maður mættur og veitti okkur ómet- anlega hjálp. Ekki veitti af þessu öllu, því þær sem áttu útmnninn tíma urðu að víkja herbergi fyrir okkur. Sendinefndinni frá Indónesíu gekk ekki eins vel, og urðu konumar að lokum að gista í sendiráði lands síns. Helvii Sippilláa frá Finnlandi, fyrrverandi aðstoðarframkvæmda- stjóri hjá Sameinuðu þjóðunum og hugmyndafræðingur kvennaára- tugarins var vísað frá hótelinu og urðu öll Norðurlöndin að ganga í málið fyrir hana. Það var því ýmis- legt sem á gekk.“ „Við vomm heppnar að Hellvii var þama. Raunar hefur hún þekkt foreldra mína í 30 ár og naut ég þess. Hún sagði mér frá aðdrag- anda þessa alls. Hún var fulltrúi Norðurlanda við kvennanefndina í Vínarborg (The Commission on the Status of Women). Þar kom tillagan og óskað er eftir í lokaskjali kvenna- áratugarins." „Eftirmaður Helviiar, sú sem stjómaði kvennaráðstefnunni í Nairobi heitir Leticia Shahani. Ræða hennar var mjög athyglisverð vegna þess að túlka má hana sem stefnuræðu samtakanna sjálfra. Hún var hin raunvemlega niður- staða Sameinuðu þjóðanna eftir að starfsmenn samtakanna höfðu skoðað svör allra aðildarríkjanna við spumingaskránni, sem gefa átti mynd af stöðu jafnréttismála í heiminum. Þar segir að því sé ekki að leyna að ekki hafí orðið sú þróun í átt til jafnréttis á áratugnum sem vonast vartil 1975. Höfuðástæðuna taldi hún óhagstæða efnahagsþróun í heiminum, atvinnuleysi, stöðvun hagvaxtar og mun minni þróun í þriðja heiminum en vonast var til. Þó sagði hún að jafnrétti hefði náð ákveðinni fótfestu og fleiri konur væm nú í ábyrgðarstöðum en fyrr, heilbrigðismál kvenna víða í betra horfí og sérstaklega hefði árangur náðst á sviði lagasetningar, bæði innan aðildarríkjanna þar sem víða væm komin jafnréttislög og ráð og einnig hefðu flest ríki undirritað og fullgilt samninginn um afnám alls misréttis gegn konum." Þríþætt ráðstefna Áður en lengra er haldið er rétt að gera grein fyrir ráðstefnunni í Nairobi. Sigríður útskýrir: „Kvennaráðstefna Sameinuðu þjóð- anna í Nairobi var f raun þríþætt. í fyrsta lagi var þetta kvennaráð- stefna — ráðstefna um málefni kvenna í öllum heiminum, eini al- þjóðlegi vettvangurinn í mannkyns- sögunni sem um það efni fjallar og langstærsta ráðstefna kvennaára- tugarins. í öðm lagi var þetta ráð- stefna Sameinuðu þjóðanna, sem em samtök 159 fullvalda ríkja og auðvitað hápólitísk stofnun þar sem milliríkjadeilur em dregnar inn í allt sem á dagskrá kemur. Og í þriðja lagi var þetta Afríkuráð- stefna og það var sterkasta ein- kennið sem blasti við. Og hin mikla þátttaka því að þakka. Kjörorð ráð- stefnunnar „konur og þróun" varð mun meira lifandi og nálægt við þær aðstæður. Einnig fann maður betur en ella hvílíkt feikna tækifæri þessi ráðstefna var fyrir alla þá einstaklinga sem vom viðstaddir. Langflestar konumar vom að sækja sína fyrstu alþjóðaráðstefnu og margar að kynnast starfí Samein- uðu þjóðanna í fyrsta sinn. Formenn sendinefnda vom langmest konur og nær allar vom þær að veita sendinefnd lands síns fomstu í fyrsta sinn — í þeim hópi var ég. Það er staðreynd að konur em að meðaltali aðeins 7% af sendinefnd- um aðildarríkja Sameinuðu þjóð- anna. Sé sú kenning sem SÞ byggja á rétt, að heimurinn sé friðvænlegri ef fólk hittist og kynnist og ræðir vandamál síns lands við fulltrúa annarra ríkja, þá hlýtur það að vera bein friðarviðleitni að hvetja til þess að konur ekki síður en karlar séu þáttakendur." Sáttfýsi strax í upphafi Horfur vom ekki góðar í upphafí, því ekki var búið að ná samkomu- lagi um mikilvæg efnisleg atriði og enn deilt um fundarsköp. Það hafði farið verst með kvennaráðstefnum- ar í Mexico og Kaupmannahöfn að reglum samkvæmt þarf tvo þriðju atkvæða fyrir samþykktum en meirihluti dugir ef um fundarsköp er að ræða. Sú regla hafði óspart verið misnotuð til að koma inn alls konar umdeildum niðurstöðum og kvennamálum alls óviðkomandi. Bandaríkjamenn höfðu hótað að verða ekki með ef tilgangur ráð- stefnunnar ætti að vera að draga deilumar í Miðausturlöndum inn í umræður og lokaskjal, en Grikkir aftur talið að sjálfsagt væri að fjalla um viðkvæm deilumál, því jafn nauðsynlegt væri að konur ræddu þau eins og karlar. Málið hafði verið sett árangurslaust í nefnd. Þá beitti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sér fyrir sátta- tillögu, sem koma skyldi til um- fjöllunar á öðmm degi ráðstefnunn- ar. Beðið var með eftirvæntingu eftir viðbrögðum Bandaríkjamanna við henni. En Maureen Reagan, dóttir forsetans sem var formaður bandarísku sendinefndarinnar, sagði í ræðu sinni fyrsta daginn að auðvitað væm á þessari ráðstefnu konur sem litu á einstök ágreinings- efni milli ríkja eða t.d. aðskilnaðar- stefnuna í Suður- Afríku sem aðal- efni ráðstefnunnar. En þótt Banda- ríkjamenn teldu ekki að slík mál ættu að yfírgnæfa ráðstefnu sem kallað væri til um jafnréttismál, þá væm þau reiðubúin til samvinnu svo að hægt yrði að komast að samkomulagi. Ándstætt stóiyrtum fullyrðinum fyrir ráðstefnuna reyndust ræðumar f upphafí hennar vera f mun sáttfúsari tón að búist varvið. Kveðjur til pabba „Mér þótti alveg stórkostlegt að hitta allar þessar merku konur þama. Við hvítu konumar voram auðvitað í algjömm minnihluta, ósköp draugalegar og fölar, og það var eflaust ástæðan fyrir því að „ alltaf var verið að ragla mér saman við Maureen Reagan. Einu sinni kom ég inn á kvennasalemið — en öll klósett á ráðstefnunni vom > merkt „Ladies" og límt yfír „Gentle- men“ — og konumar gláptu á mig eins og þær sæju einhveija fræga manneskju. Það var mjög undarlegt fyrir skrifstofurottu frá Reykjavík að vekja svona mikla athygli. Auð- vitað vissi ég að eitthvað var bogið við þetta. Einu sinni kom til mín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.