Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLÁÐIÐ, SUNNUD AGUR26. JANÚAR1986 Svíþjóð ógnað UNDIR lok júlí sl., í þann mund sem 10 ára afmælisfundur Helsinki-samþykktarinnar var að hefjast og þegar nokkrar vikur voru til þingkosninga í Sviþjóð, birti Svenska Dagbladet, eitt virtasta dagblað landsins, yfirlit yfir þær hættur, sem að Svíum steðja f rá Sovétmönnum. Tveir blaðamenn, Lars Christiansen og Roger Magnegárd, tóku þetta efni saman fyrir Svenska Dagbladet. Þeir studdust meðal annars við leynilegar trúnaðarskýrslur sænsku öryggislögreglunnar. Sænska ríkisstjórnin undir forystu Olofs Palme, forsætisráðherra, hefur hallmælt þessum skrifum blaðsins. Yfirmenn sænska hersins hafa lýst því, að birting SvD á leyndarskjölum hafi valdið sænskum öryggishagsmunum miklu tjóni. Sænska dómsmálaráðuneytið hefur ekki getað komist að þvi, hveijir veittu blaðamönnum SvD upplýsingar um efni trúnaðarskjalanna. Vill ráðuneytið að blaðið verði ákært vegna þessa máls. Morgunblaðið birtir hér í endursögn það, sem Svenska Dagbladet hafði um þessi mál að segja 28. júlí síðastliðinn. Leymskýrslur spá auknum aðgerðum Sovétríkjanna í skýrslu sænsku kafbátsnefndarinnar voru birtar teikningar af dvergkafbát og móðurkafbát, sem t.d. varð vart við í Hors-flóa. Teknar hafa verið margar ljósmyndir af beltaförum dvergkafbátanna AP/Slmamynd Sovétríkin leggja síaukna áherzlu á að auka á laun póli- tísk áhrif sín í vestrænum lýð- 5 æðisríkjum. Beita þau til þess kerfisbundnum og vel skipu- lögðum aðferðum. Vestrænum gagnnjósnastofnunum og ör- yggisþjónustum er þetta full ljóst. Endu að síður er mjög erfítt að veijast þessum aðgerð- um og koma upp um þær. Hér er um að ræða þá hlið pólitískrar sóknar Sovétríkjanna gegn umheiminum sem nefnd hefur verið „undirróðurs aðgerð- ir“, og Svíar hafa ekki farið var- hluta af. Vegna upplýsinga sem sænska leyni- ogöryggisþjónustan hefur safnað er nú unnt að sýna fram á það hvemig þessi undirróðurs- starfsemi er skipulögð, og hvaða brögðum og aðferðum er beitt. í leynilegri samantekt sænsku leyniþjónustunnar erþessi undir- róðursstarfsemi skilgreind á eftir- farandi hátt: Undirróður er starfsemi sem ógnar öryggi landsins án þess að gripið sé til hemað- araðgerða, og miðar endanlega að því að koll- steypa stjómskipun okkar eða gera ríkið háð erlendu vaidi.“ í sömu samantekt er eftirfarandi slegið fostu „þess sjást nú glögg merki að Sovétríkin telja undirróður mikil- vægari en fyrr, og líta á hann sem sérlega mikilvægan þátt í utanríkis- °g öiyggismálum sínum.“ Aðferðirnar Meginþættimir í undirróðrinum eru aðferðir, sem nefndar hafa verið _í„virkar aðgerðir". Tilgangur þeirra er að stuðla að pólitískri þróun sem er Sovétríkjunum hagstæð. Til að ná þeim tilgangi sínum beita Sovét- ríkin eftirfarandi úrræðum og að- ferðum: + Starfsemi KGB-foringja og annarra embættismanna í skrifstofum og sendiráðum Sovétríkjanna erlendis. + Beiting útsendara í ábyrgðar- stöðum. + Hagnýting alþjóðlegra sam- taka, sem em skálkaskjól fyrir starfsemi í þágu Sovétríkj- anna. + Dreifing rangra upplýsinga og sögusagna. + Leynilegar sendistöðvar. + Efnahagsaðgerðir. + Hemaðaraðgerðir. Venjulegur sovézkur áróður fellur ekki undir „virkar að- gerðir". Hinsvegar er náið samstarf milli þeirrar stofnun- ar annars vegar sem skipu- leggur og framkvæmir virku aðgerðirnar og opinberu áróð- ursstofnananna hins vegar. Til þeirra teljast Moskvuút- varpið, Radio Moskva, og út- varpsstöðin sem kennir sig við „frið og framfarir", en hún er enn herskárri í pólitískum áróðri. Síðamefnda útvarps- stöðin er sögð vera „rödd almenningsálitsins", en hefur aðsetur í stöðvum Radio Moskva. Til áróðursstofnan- anna teljast einnig opinberu fréttastofumar Tass og APN (Novosti). Sama samband er á milli þeirra og útvarpsstöð- vanna tveggja. Um þetta samband milli stofnananna segir í skýrslu frá sænsku leyniþjónustunni: „Samvinnan milli stofnan- anna, sem stjóma virkum aðgerðum annarsvegar, og áróðursstofnananna hins veg- ar er svo náið, að erfitt er að draga þar mörk á milli. . . Þar er um að ræða nána samvinnu í opinberum og leynilegum aðgerðum." Að kaupa áhrif Útsendarar í áhrifastöðum sem fylgja Sovétríkjunum að málum og vinna fyrir þau gegna mikilvægum hlutverkum við framkvæmd virkra aðgerða. Þetta eru menn sem vísvit- andi og gegn einhverskonar þókn- un, beita áhrifum sínum til að stuðla að framgangi ákvarðana og skoð- ana sem eru hagstæðar Sovétríkj- unum. I greinargerð frá sænsku leyni- þjónustunni um virkar aðgerðir kemureftirfarandi fram: „Lögmætir fulltrúar KGB á staðnum (með öðrum orðum yfir- menn úr KGB sem búsettir eru í viðkomandi landi undir löglegu yfírskini, til dæmis sem sendifull- trúar, viðskiptafulltrúar ofl.) sjá um að ráða og stjóma þessum mönnum. Sumir KGB-foringj- anna hafa það verkefni að efla vinsamleg sambönd við blaða- menn, rithöfunda, stjómmála- menn og aðra, sem stöðu sinnar vegna geta haft stefnumótandi áhrif í landi sínu.“ Það er vissulega erfítt fyrir ör- yggislögregluna að koma upp um starfsemi þessara áhrifamanna í þágu Sovétríkjanna eða hindra hana, þar sem þeir nota sér og skýla sér bak við mál- og ritfrelsi íbúa Vesturlanda. í Svíþjóð og flest- um öðrum vestrænum lýðræðisríkj- um eru engin lög, sem unnt er að beita gegn þessari starfsemi út- sendara í áhrifastöðum. Danmörk og Noregnr í Danmörku tókst þó öryggislög- reglunni árið 1981 að koma upp um þekkta danska rithöfundinn Ame Herlöv Petersen, sem hafði um margra ára skeið beitt áhrifum sínum í þágu Sovétríkjanna. Danska öryggisþjónustan gat sýnt fram á, að Petersen hafði, sam- kvæmt fyrirmælum frá Moskvu, skrifað blaðagreinar og lesenda- bréf, sem ætlað var að hafa áhrif á almenningsálitið, Sovétríkjunum í hag. Sovéskir stjómendur hans fengu honum meðal annars það verkefni að koma af stað baráttu fyrir kjamorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum. Sú barátta hans bar meðal ann- ars þann árangur, að birt var aug- lýsing með undirskriftum um 150 manns, þeirra á meðal margra helztu menningarfrömuða Dan- merkur, þar sem hvatt var til þess að Norðurlöndin yrðu kjamorku- vopnalaus. Petersen gaf einnig út, samkvæmt fyrirmælum frá Moskvu, áróðursbækling gegn Margaret Thatcher forsætisráð- herra Bretlands. Texti bæklingsins kom frá sovézka sendiráðinu. Pet- ersen fékk fulla greiðslu frá Sovét- ríkjunum fyrir þessa iðju sína. Engin ákæra var hinsvegar gefin útgegnhonum. Sænska öryggisþjónustan bendir á að fara verði að öllu með gát, þegar verið er að rannsaka starf- semi útsendara í áhrifastöðum á vegum Sovétríkjanna, því ella eigi öryggislögreglan á hættu að vera sökuð um skoðanaofsóknir eða fyrir að virða ekki málfrelsið. Norski stjómarerindrekinn Ame Treholt, sem nú hefur verið dæmdur fyrir njósnir, var talinn hafa verið einn þessara útsendara í þjónustu Sovétríkjanna. Hann er sagður hafa beitt áhrifum sínum og stuðlað að því að flokkur norskra jafnaðar- manna lýsti stuðningi við kjam- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum. En það var ekki fyrir þá starfsemi, sem hann hlaut dóm, heldur beinar njósnir, sem var auðveldara að sanna. Sýna þessi dæmi hve erfítt getur verið í vest- rænum lýðræðisríkjum að hafa hendur í hári þeirra útsendara sem starfa í þágu Sovétríkjanna. Skálkaskjólin Annar liður í aðgerðum Sovét- ríkjanna felst í starfsemi þrettán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.