Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Beðið eftir flokknum Töluverður skriður hefur ver- ið á samningaviðræðum launþega og vinnuveitenda und- anfarið. Samtök þeirra hafa snú- ið sér til ríkisvaldsins og ráð- herrar hafa látið í Ijós vilja til að koma til móts við þau sjónar- mið, sem hafa verið sett fram í þeim samtölum. Fyrir tilverknað deiluaðila sjálfra hefur það and- rúmsloft verið að skapast, að samningar séu á næsta leiti. Nú bendir hins vegar ýmislegt tii þess, að stjómendur Alþýðu- bandalagsins, hveijir svo sem þeir eru, hafí svipt Ásmund Stefánsson umboði til að halda áfram á þeirri leið, sem farin hefur verið til þessa. f sjónvarpsviðtali á þriðju- dagskvöld talaði Svavar Gests- son, formaður Alþýðubandalags- ins, digurbarkalega um að menn skyldu bara hinkra við og sjá, hvað flokkurinn, þetta róttæka afl verkalýðshreyfíngarinnar, ætlaði að gera í tilefni af kjara- viðræðunum. í gær mátti svo sjá það í Þjóðviljanum, hvað þeir alþýðubandalagsmenn eru búnir að ákveða að gera. Þeir ætla um miðjan febrúar að efna til þess, sem þeir kalla „baráttudaga“ gegn ríkisstjóminni. Með þessu ætlar flokkurinn „að styðja verkalýðshreyfínguna í hennar baráttu“ að sögn Svavars Gests- sonar. Þessi herferð Alþýðubanda- lagsins gegn ríkisstjóminni verð- ur auðvitað marklaus, ef samið hefur verið um kaup og kjör fyrir miðjan febrúar eða samningar em komnir á lokastig um það leyti. Þess vegna ætla stjómend- ur Alþýðubandalagsins nú að höfða til flokkshollustu Ásmund- ar Stefánssonar, forseta Alþýðu- sambands íslands, og kreijast þess af honum, að hann bregðist neikvætt við svömm ríkisstjóm- arinnar, hver sem þau verða. Honum er bannað að taka mál- efnalega afstöðu til hugmynda stjómvalda og launþega sam- kvæmt ákvörðun stjómenda Alþýðubandalagsins, hvort sem þeir hejta_ Svavar Gestsson, Kristín Á. Ólafsdóttir eða Össur Skarphéðinsson. Alþýðubandalagið hefur áður leikið þann leik að taka forvígis- menn verkalýðshreyfíngarinnar í bóndabeygju til að þjóna flokks- pólitískum hagsmunum. Ætíð þegar það hefur gerst, verða launþegar að borga brúsann. Stjómendur Alþýðubandalagsins em að hugsa um eigin hag en ekki Iaunþega. „Þessar aðgerðir em einnig Iiður í undirbúningi undir sveitastjómarkosningam- ar,“ segir Svavar Gestsson í Þjóðviljanum í gær. Það er kjami málsins hjá Alþýðubandalagið. Fólkið, sem sparkaði Guðmundi Þ. Jónssyni, formanni Landssam- bands iðnverkafólks, út í ystu flokksmyrkur í forvali í síðustu viku, ætlar nú að sýna í verki, að það hafí einnig í fullu tré við Ásmund Stefánsson. Það skipar honum að bíða eftir flokknum, bíða svo að unnt sé að efna til „baráttudaga" gegn ríkisstjóm- inni í von um að það dugi til að lappa upp á flokkinn í sveita- stjómarkosningunum. Launþegar em hvattir til að fylgjast náið með því, hvemig Ásmundur Stefánsson og félagar hans í Alþýðubandalaginu, serr em í forystusveit verkalýðshreyf- ingarinnar taka á málum næstu daga. í sjónvarpsviðtalinu gal Svavar Gestsson til kynna, að hin „róttæka baráttusveit verka- lýðshreyfíngarinnar“, Alþýðu- bandalagið, gæti ekki lotið „fag- legum“ rökum verkalýðsforingja. í þessum orðum felst ekkert annað en yfirlýsing um, að nú eigi enn einu sinni að leika gamla pólitíska leikinn og misnota samtök launþega fyrir hina nýju valdastétt Alþýðubandalagsins. Menntamálaráðherra kallaði samráðherra sína til ráð- steftiu í síðustu viku til þess að ræða samræmdar aðgerðir vegna fíkniefnavandans. Um það er ekki deilt, að nauðsynlegt sé að bregðast hart við á þessu sviði, eins og margsinnis hefur verið á bent hér á þessum stað. Fer vel á því, að ráðherrar veki athygli á nauðsyn gagnaðgerða með ráð- stefnuhaldi af þessu tagi. Eftir slíkan fund háttsettra manna væntir almenningur þess einnig, að stjóravöld láti ekki sitja við orðin tóm. Rannsóknir benda eindregið til þess, að ungt fólk flýi helst á vald fíkniefna missi það fótanna vegna erfíðra heimilisaðstæðna. Sú spuming vaknar, hvemig rík- isvaldið eða einstök ráðuneyti geti helst spomað gegn slæmum aðstæðum í einkalífi foreldra og bama þeirra. Með samvinnu heimila, kirkju, skóla og ríkis- valdsins yrði unnt að lyfta grett- istaki. Mestu skiptir þó, að ungt fólk sjái tilgang í því að bæta ástand- ið, að þjóðfélagsumgjörðin öll ýti undir heilbrigð sjónarmið og líf- emi. í því efni hafa ekki einungis stjómmálamenn heldur við öll, sem eldri emm, skyldum að gegna með því að sýna gott fordæmi. Þeirri ábyrgð verður aldrei og má ekki kasta yfír á herðar ríkisins. Á einum leikvelli Vestmannaeyjabæjar, starfsmenn og kátir krakkar. Borð fyrir bári Yestmannaeyj i Nokkrir af starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar fyrir framan ráðhús Vi - eftir Arna Johnsen Vestmannaeyjar hafa um margt sérstöðu í atvinnulífi og mannlífi. Sem stærsta verstöð landsins um langt árabil hafa Eyjamar staðið undir nafni sem gullkista íslands og vegna mikilla umsvifa bæði í atvinnulífí og félagslífi er sérstæð skipting á atvinnuhlutfalli í Vest- mannaeyjum. Ætla mætti í fljótu bragði að þorri ársverka væri bein- línis í fískvinnslu og veiðum, en samkvæmt opinberum gögnum frá 1983 var 28% ársverka í Eyjum í fískvinnslu og 18% í fiskveiðum, síðan koma iðnaður, þjónusta, ferðaþjónusta, bankar, verslun og fleira með yfír 50% samtais. Eftir gos 1973 hefur staða bæjarsjóðs verið all þung lengst af, en núver- andi bæjarstjómarmeirihluti hefur rétt af stöðu bæjarsjóðs með mark- vissum tökum á mestu vandamálun- um og í því sambandi náð hagstæð- um niðurstöðum gagnvart ríkis- sjóði. Staða Vestmannaeyjabæjar í dag bendir til þess að nú sé borð fyrir bám hjá Vestmannaeyjakaup- stað og þar með svigrúm til þess að ráðast í auknar framkvæmdir á næstu ámm. Höfuðáhersla í fram- kvæmdum síðustu ár hefur verið átak í varanlegri gatnagerð og á þessu ári er áætlað að malbika það mikið í bænum að 80—85% af öllum bænum verði þá maibikaður. Fram- kvæmdir bæjarsjóðs á næstu ámm munu því mjög beinast að því að ljúka því verki og frágangi gang- stétta. Á síðustu tveimur ámm hefur gatnakerfið tekið vemlegum stakkaskiptum og jafnhliða að Eyjamenn hafa nú náð að lagfæra og mála flest hús í bænum eftir gosáfallið, hefur verið gert átak í fegmn útivistarsvæða. Almanna- rómur ferðamanna í Eyjum er sá að Vestmannaeyjabær sé nú með snyrtilegri bæjum, en alls komu þangað um 80 þúsund ferðamenn sl. ár. Þá hefur á sl. tveimur ámm einnig verið lokið við að malbika hluta af ríkisvegunum í Eyjum, en það verkefni var að nokkm fjár- magnað úr bæjarsjóði. Uppsöfnuðum fjár- málavanda komið í skil Núverandi bæjarstjómarmeiri- hluti tók að mörgu leyti við erfiðu búi þar sem ýmsir lausir endar vom frá gostímabilinu. í samtali um stöðu og stefnu Vestmannaeyjabæj- ar við Ólaf Elísson bæjarstjóra, Sigurð Jónsson forseta bæjarstjóm- ar og Amar Sigurmundsson for- mann bæjarráðs kom m.a. fram að þar réði mestu ófrágengnar skuldir vegna goslána, uppgjörið við Rauða krossinn vegna íbúða sem byggðar vom á gostímabilinu, uppgjör við Reykjavíkurborg vegna íbúða við Síðumúla og uppgjör við Viðlaga- tryggingu vegna lóða og lendna sem fóm undir hraun. Öllum þessum uppgjömm er nú lokið, en ef ekki hefði tekist að ljúka þessum málum hefðu fjármál bæjarsjóðs siglt í strand. Þessi uppgjör skiptu miklu máli í allri uppbyggingu bæjarins, því óvissuástandið var margfaldur dragbítur á eðlilega starfsemi bæj- arsjóðs, enda var hér um að ræða á annað hundrað milljónir króna, þar af stór hluti vegna lána sem komin vom í vanskil og vom að hellast yfír bæjarsjóð, en þau mál höfðu verið ófrágengin við stjóm- völd um árabil. Þessi lán komu inn sem stórfellt viðbótarfjármagn hjá fyrrverandi meirihluta 1978—1982. Nú hafa sjálfstæðismenn 6 af 9 bæjarfulltrúum, en núverandi ríkis- sjóm afgreiddi þessi mál á jákvæð- anhátt fyrir Eyjamenn. Meiriháttar malbikun Við gerð síðustu fjárlaga á síð- asta ári var í fyrsta skipti um árabil hægt að marka stefnuna í áfram- haldandi uppbyggingu í bænum og þá sérstaklega með tilliti til gatna- gerðar. Á árinu 1984 var lokið langþráðu takmarki að koma öllum skolplögnum bæjarins úr höfninni og norðar fyrir Eiðið, en það verk hafði dregist úr hömlu um árabil. Á síðasta ári var lagt slitlag á um það bil 3 kílómetra í bænum, en reiknað var með að það kostaði um 25 millj. kr., eða um 3A af fram- kvæmdafé bæjaríns á árinu. Hér er um að ræða 10% af gatnakerfi bæjarins, en um 35% af því er eftir að leggja með varanlegu efni. Árið 1985 er eitt mesta malbikunarárið í sögu bæjarins. Það er því talið fyllilega raunhæft af bæjarstjómar- meirihlutanum að á þessu ári og næsta verði unnt að ljúka allri varanlegri malbikun í bænum og að mögulegt sé að ljúka frágangi gangstétta að fullu á þriðja árinu. Hluti af þeim götum sem sl. sumar voru lagðar malbiki eru í nýjum hverfum, aðrar í eldri hverfum, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.