Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.02.1986, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAPIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 vann fyrst með jarðýtu og síðan skurðgröfu, sem hann skilaði fyrst af sér nokkrum dögum fyrir áttatíu ára afmæli sitt. Mikið jafnræði var með þeim hjónum hvað dugnað og verklagni snerti, gilti þar einu hvort um var að ræða inni- eða útistörf. Þetta er hinn ytri rammi um líf Elínbjargar Sigurðardóttur. Eftir er að meta hitt: erfðaeiginleika og manngildi, þar er vandinn meiri að skrásetja án tilfinningasemi og væmni. Hinir sterku vestfirsku stofnar brugðu sér ekki við smámuni. Þetta fólk varð fullkomlega að treysta á mátt sinn og megin, náttúruöflin voru því iðulega fjandsamleg, það eitt að halda lífi í þessum krumma- víkum við návist hinna ókleifu bjarga, sem þó gátu veitt ótrúlega lífsbjörg, það er saga kraftaverka, framkvæmd af hinum nafnlausa múg. A hina hliðina sjórinn með sína lífsbjörg, fisk og sel, en hann seldi ekkert ókeypis fremur en fugla- björgin. Að sækja þau föng á örlitl- um, opnum bátskænum var enginn bamaleikur. Þar gat tapast meira í einum róðri en 18 önglar eins og hjá Ingjaldi forðum. Lífið var ósjald- an lagt að veði, og kom fyrir að það glataðist og gamli Ægir krafð- ist sinnar fómar. Um þá kynslóð, sem óx upp við þessi skilyrði, má segja eins og Öm Amarson um Stjána bláa: Kjörin settu á manninn mark. Þessari kynslóð tilheyrði Elín- björg og hún bar þess merki. Hún hélt reisn sinni og virðuleik í fasi til hins síðasta, hafði opið hús fyrir vini og venslamenn til síðustu daga, en gleymdi kannski stundum að spara krafta sína. Því er mikið skarð fyrir skildi hjá eftirlifandi eiginmanni hennar, afkomendum og venslamönnum. Hún féll eins og sú vestfirska kjarnakona Kristrún í Hamravík, skuldaði ekki neinum neitt, en miðlaði vinum og vandamönnum umhyggjusemi og ástúð til hins síð- asta. Hreinskiptin, djörf, laus við fag- urgala, eðlisgreind f besta lagi, glaðvær, frábærlega verki farin, félagsljmd. Samandregnir eiginleik- ar hennar í hnotskum. Þetta er mitt mat á mágkonu minni, sem ég hafði þá ánægju að kynnast allnáið, m.a. sem húskarl á heimili hennar tvö sumur. Ég veit að minning hennar mun lifa björt og fögur í hugum vina hennar og venslamanna. Þökk fyrir samfylgdina. Sigurbjöm Ketilsson Það er sunnudagsmorgunn seint í júní 1940, ég er nýkominn sem snúningastrákur, á öðm sumrinu, á Fjalli á Skeiðum, hjá góðu fólki á miklu myndarheimili. Hestakveikj- an hafði búið um sig í bijóstinu, samt var ég dapur í bragði og horfði út um vesturglugga á efsta loftinu og virti fyrir mér kafsprottið vesturtúnið, þar sem alltaf var fyrst borið niður sumar hvert. Nú rigndi mikið og svo hafði verið síðustu daga, en þegar þomaði til ætluðu bræðumir að vinda sér í sláttinn, þá fengjum við í nógu að snúast, kaupafólkið stórt og smátt. Ekki veit ég hver átti hugmynd dagsins um útreiðar í næstu sveit en gmnar að með henni hafi átt að hressa mig. Einhver kom upp stigann og sagði að nú ætti að reka hrossin í traðimar og ríða upp í Hrepp, og ég hjamaði við. Fólkið lét rigning- una ekki aftra sér og bjó sig af stað, enda var besta veður mestan hluta dagsins. Ég tók Stjömu, fimm vetra rauðstjömótta hryssu, og lagði á. Við riðum Stóm-Laxá á Langholtsvaði hjá Ósabakka og var hún vel á kvið. Brátt vomm við komin heim í hlað á Bjargi, sem hafði til skamms tíma heitið Bola- fótur. Bærinn stendur sunnan í hinum fríðu og hlýlegu Hreppafjöll- um. Á Bjargi átti Fjallsfólkið vinum að mæta, þar bjuggu ung hjón, sem nýverið höfðu flust úr austurbænum í Fjalli á þessa jörð. Bóndinn, Brynj- ólfur Ketilsson, var Skeiðamaður en eiginkonan af Ströndum, er hafði komið sem ráðskona til hans að Fjalli. Við fengum rausnarlegar móttökur á Bjargi, hitt renndi ég ekki minnsta gmn í að húsmóðirin á Bjargi yrði síðar tengdamóðir mín, þama var að heldur engin stelpa en strákur var þar, að sjá um það biljafnaldramér. Með þessum línum langar mig að minnast Elínbjargar Sigurðar- dóttur og reyna að votta henni þakklæti mitt og Qölskyldunnar. Elínbjörg er komin af miklu elju- og dugnaðarfólki, sem ég hefi að nokkm kynnst, en ætt Elínbjargar þarf ég ekki að rekja, en hugurinn reikar norður. Fyrir nokkmm ámm tókum við hjónin okkur ferð á hendur norður í Strandasýslu og buðum Elínbjörgu með að líta yfir heimaslóðimar með henni. Fæðing- arstaðurinn er á Brúará við Bjam- arfjörð og Grímsey blasir þar við. Það var áhrifaríkt að skoða gamlar bæjarrústir, löngu fallin hús, á svo sérkennilegu bæjarstæði. Undir- lendi er ekkert niður af Höfðanum og á brekkurótum myndast kletta- kví af björgum og stórgrýti sem náttúran hefur skorið út úr berginu. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, ODDNÝJAR EIRÍKSDÓTTUR, Björg Jónasdóttir, Eirfkur Jónasson, Ásta Jónasdóttir, Ólafur Jónasson, Stefán Jónasson, Anna M. Magnúsdóttir, Guðbrandur Þorláksson, Fríöa Ingvarsdóttir, Hulda Lárusdóttir, börn og barnabörn. t Þökkum öllum nœr og fjær samúö og hlýjan hug við andlát og jaröarför sonar míns, fóstursonar og bróöur okkar, ÞORVALDAR EMILS VALDIMARSSONAR vélstjóra. Grfma Thoroddson, Sumarliöi Gunnarsson og sy&tkini hins látna. t Þökkum innilega vináttu og hlýhug við andlát og útför móöur okkar, HELGU EGGERTSDÓTTUR KAABER. Edda Kaaber, Sigrún Kaaber, Björn Magnússon, Edwin Kaaber, Guðrún E. Kaaber. Þar er skammt að sjávarmáli og grunnum vogi en vestan við drang- ana er hægt að leggja frá landi ef ekki brimar, þar sem Brúará rennur í sjó og er kallað Lendingin. Kletta- kvíin, sem bærinn stóð í, er þröng og erfitt þar til athafna. Óvíða er hægt að bera ljá í gras í nágrenn- inu, heyskapur sóttur mest upp á hálsa. Hvemig tókst að koma upp þessum bamahópi við slíkar að- stæður skil ég nú ekki. Rétt norðan við bæjarstæðið er Kvíavík, þar var fært frá um langan aldur. Sjórinn var þó lífgjafínn, úr honum fékkst sú björg, sem fleytti heimilunum áfram. Nýmetið á útmánuðum var mikil blessun bömunum eftir geymslumatinn í langan tíma. En þrengslin em nú ekki allsráðandi í landslaginu. Rétt ofan við bæjar- stæðið er víðfeðmt og fagurt útsýni til hinna tignu fjalla Strandasýsl- unnar og víðáttu Húnaflóans. Unga stúlkan hafði mótast í samræmi við það, því hjá henni gætti síðar meir mikillar víðsýni og kjarks í öllum viðfangsefnum, sem lífið færði henni í fang, sum létt en mörg erfið, sumu var hægt að hafna, öðm ekki, þannig koma örlögin, sem öllum em búin. Eins' og fyrr getur giftist Elínbjörg 1934 Brynj- ólfi Ketilssyni frá Alfsstöðum á Skeiðum. Þau bjuggu á nokkmm jörðum í Ámessýslu um skeið, m.a. á Útey í Laugardal. Ég minnist eins atviks frá þeim ámm er móðir mfn var að safna fatnaði meðal sveit- unganna, gömlu og nýju, til að senda fátækum og allslausum böm- um á stríðsámnum, mig minnir til Finnlands. Man ég vel hrifningu og þakklæti, sem það gaf mömmu, er hún var að pakka niður gjöfum og meðal þeirra var tekið eftir fallegu handbragði á pqóni á ullarfötum margskonar frá Elínbjörgu í Útey. Það kom líka á daginn að hér var á ferðinni mikil og flink hannyrða- kona, sem allt lék í höndunum á og ekki lét eftir sig aðra hluti en fallega og vel unna. Má nefna að seinna er Elínbjörg bjó í Reylq'avík saumaði hún kápur og kjóla á frúm- ar heima og vann einnig á sauma- stofu. Ekki hafði hún þó neina skólagöngu í faginu, nema tveggja daga sníðanámskeið. Svona ganga nú hlutimir fyrir sig, þegar gjafír Guðs til orðs og æðis em vel og ríkulega gefnar, ásamt áræði og kjarki til að fylgja hæfileikunum eftir. Það pund ávaxtaði Elínbjörg af kostgæftii. Brynjólfur og Elínbjörg vom mjög samhent hjón og hjónaband þeirra traust og til fyrirmyndar í alla staði. Brynjóflur enda mann- kostamaður og fór hann snemma að stunda vinnu hjá öðmm og vann alla ævi fullan dag til 80 ár aldurs, síðast hjá Reykjavíkurborg. Ég veit að vinur minn, sem nú hefur misst konuna sína, vill ekki láta sín hér að miklu getið. Hins vegar verður erfítt að minnast hennar án hans, svo traust og vandað sem samband þeirra var. Hún var fríð og kvik, full áhuga og driftar, aldrei í vafa um vandasöm úrlausnarefni, bæði vel greind, hann hægur, (hugull, traustur sem klettur og vandaður í hvivetna, hraustmenni til líkama og sálar. Er þau fluttust til Reykjavíkur byggði Brynjólfur þeim vandað hús með eigin höndum og þurfti ekki að biðja um hjálp, hver sem fag- greinin var. Slflc er verklagni hans. Góð samvinna þeirra hjóna sýndi sig hvað best í rausnarskapnum, og gilti þar einu hvort höfðingslund og hjálpsemi var sýnd skyldum eða vandalausum. Þegar hugsað er til baka, blasir við sú staðreynd að meira var þessum hjónum virði að gleðja aðra og styrkja á einhvem hátt en láta safnast upp pijál og steinrunninn hégómaskap f eigin ranni. Ekki varð þeim hjónum bama auðið en Elínbjörg hafði fyrr eign- ast tvö böm, Ragnheiði Ester Guðmundsdóttur og Inga Karl Jó- hannesson. Við kveðjum ástkæra móður með bljúgum og þakklátum huga fyrir það, sem hún var okkur og biðjum henni Guðs blessunar. Megi .Brynj- ólfur halda góðri heilsu sinni og við vonum að tíminn mildi söknuð hans. Þorkell Bjamason SPORTVÖRU m APSLATTUR DÚNÚLPUR 2.990 STREDSSKÍÐABUXUR 990 GÖNGUSKÍDASKÓR 1.490 VATTHÚFUR290 l‘M ATHLETTIC GALLAR 990 VATTBUXUR750 SKÍÐAGALLAR BARNA 1.990 SKÍÐAGALLAR .......2.790 SKÍDASAMFESTINGAR 1.490 ROCKY-JAKKAR 1.290 PÓSTSENDUM KREDITKORTAÞJÓMJSTA »hummél^P SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA38 REYKJAVIK S(MI 83555 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.