Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1986 Minning: Þorlákur Ottesen Fæddur 20. júlí 1894 Dáinn 3. febrúar 1986 Ótal minningar sækja að, þegar komið er að því að kveðja minn gamla vin og ferðafélaga Þorlák Ottesen. Við vissum raunar báðir þegar við hittumst síðast nokkru fyrir jól að kveðjustundin væri tæpast mjög langt undan. Hann hitaði okkur kaffí, það var sterkt og gott og svo átti hann kökur með. Hvort ég vildi koníaks- lögg? Ég var því miður akandi. Við rifjuðum upp minningar frá liðnum gleðistundum, sem flestar voru tengdar ferðalögum á hestum. Við minntumst ferðafélaganna, sem famir voru á undan og ræddum um lífíð og dauðann, sem fyrir Þorláki var nálæg staðreynd, fyrir mér e.t.v. dálítið fjarlægari. Þorlákur óttaðist ekki dauðann, oft hafði hann komist í návígi við hann, margan ástvin hafði hann misst og margan náinn hafði hann dregið upp úr Reykjavíkurhöfn, meðan hann stýrði þar störfum. Dagurinn var orðinn ærið langur, en góður þegar á heildina var litið "V og hvfldin því kærkomin fyrr en síðar. Okkur varð skrafdijúgt, en ég sá að honum var brugðið og þó ég byggist ekki við að þetta væri okkar kveðrjustund, kom mér ekki á óvart að hann skömmu síðar var lagður á sjúkrahús og er nú allur. Aðrir munu verða til að rekja æviferil Þorláks og er þar af nægu að taka. Ég þekkti manninn í sjón og hafði heyrt af félagsstörfíim hans löngu áður en leiðir okkar lágu saman upp úr 1960. Árin og kynnin sléttuðu út aldursmuninn, sem mér fannst ærinn í fyrstu. í hestaferða- lögum — þá, hafði jeppinn ekki tekið við hlutverki trússhestanna — gat á stundum verið erfítt að ganga frá farangrinum einkum ef kláram- ir sættu sig ekki við hlutverkið. Þá kom í ljós lagni Þorláks við að fást við baldna hesta. Tók hann oft við slíkum að öðrum frágengnum og gerði sér þá spaka þó sumir þeirra yrðu ekki við almannaskap. Síðar frétti ég að þessi hæfileiki hans hafí ekki eingöngu verið bundinn við hesta, því í verkstjóm- artíð hans voru honum stundum sendir baldnir ungiingar, sem aðrir höfðu gefíst upp á að stjóma og urðu þeir Þorláki ekki síður fylgi- spakir en hestamir. Mig langar að minnast eins at- viks úr ferðum okkar sem sýnir snerpu og harðfylgi hins þá rúmlega hálfsjötuga manns. Við höfðum lagt af stað frá Landmannahelli um fjögurleytið að morgni á leið í Veiðivötn. Tungná var þá óbrúuð og við vildum komast yfír hana áður en hún færi að vaxa um daginn. Samspil viðráðanlegra og óvið- ráðanlegra atvika, varð til þess að aðeins hluti af hestunum náði landi vestan árinnar, hinir sneru til sama lands, stefndu aftur í átt til Land- mannahellis og byggða og fóru mikinn. Það kom í hlut okkar Þor- láks að snúa við flóttanum. Þorlák- ur hafði tvo til reiðar, ég var ein- hesta. Spretturinn varð langur og þegar við áttum eftir nokkum spöl til að komast fyrir strokuhestana, sem runnu utan í brekku, gáfust hestar okkar upp nokkuð jafn snemma. Þorlákur sveiflaði sér þá úr hnakknum beint á lausa hestinn, komst á honum að brekkunni, stökk af baki, hljóp upp brekkuna og greip tvo fyrstu strokuhestana. Eftir nokkuð þóf tókst okkur að snúa hestunum við, rákum þá til baka og nú komust allir heilu og höldnu yfír ána. Tveir af hestum Þorláks eru mér minnisstæðir, þeir hétu Börkur og Máni, sá síðamefndi var viljugur og skapmikill, en þó vel agaður, flestum hestum þolnari. Þorlákur notaði hann mest hesta sinna og alltaf ef á reyndi. Hinn fyrmefndi var fjölhæfur snillingur, í meðallagi að stærð, en þrekvaxinn og yfírbragðið höfðinglegt, ljúfur og þýður töltari, gammvakur. Hann fékk jafnan að hvfla sig framan af ferð, en er á leið lagði Þorlákur á hann, einkum síðari hluta dags og mátti þá sjá glæsilega skeiðspretti, sem tóku langt fram þeim sem Börkur sýndi á hestamótum, því víðáttan átti vel við þá félaga. Sagt er að fé sé fóstra lfld. Eigi það við um Þorlák og hesta hans, má segja að í þeim tveimur sem hér era nefndir hafí skapgerð hans endurspeglast. í Mána skapfesta, þrek og kapp, sem stundum jaðraði við hörku, í Berki glæsilegt yfírbragð og höfð- ingslund, sem í senn var viðkvæm og blíð. Þorlákur var jafnaðarmaður í þess orðs bestu merkingu, það var bjargföst sannfæring hans að allir væra fæddir með sama rétt til gæða jarðarinnar og að hinum sterku bæri að styðja hina veiku til að öðlast þau. Villukenningin um að líkamlegir eða andlegir yfírburðir veittu rétt til stærri skerfs vora honum §arri skapi. Með Þorláki er fallinn minnis- stæður og heilsteyptur maður, það era forréttindi að hafa átt hann að vini og samferðamanni. Fyrir þau forréttindi þökkum við hjónin um leið og við vottum dætram hans og fjölskyldu innilegustu samúð. Árni Björnsson. Mér finnst ég. verða að segja fáein orð í tilefni andláts föðurafa míns, Þorláks G. Ottesen, því vegn^ starfa míns erlendis gefst mér ekki færi á að fylgja honum síðasta spölinn og verða viðstaddur útfor hans. Ég var svo lánsamur að fá að hitta hann rúmri viku fyrir andlátið og átti þá við hann innilegar sam- ræður sem mér fínnst hugljúft að minnast nú. Ég hafði aðeins þriggja daga viðdvöl að þessu sinni og var ferðin farin vegna frétta af veikind- um hans. Við höfðum annars mælt okkur mót þegar sumarið væri gengið í garð. Hann var mjög hress og lék á als oddi þegar mig bar að garði, og við nutum endurfundanna góða stund og ræddum um það sem á daga hafði drifíð þau síðastliðin fjögur ár sem við höfðum ekki hist og notið félagsskapar hvors annars. Minni hans og frásagnarhæfileiki var með ólíkindum, og hann gat meira að segja látið það eftir sér að Ieiðrétta rangminni mitt um fá- ein atriði, sem kom mér að hugsa um þá ótrúlegu staðreynd að hann var á 92. aldursári. Þótt vel liti út um heilsu hans þennan dag og bjartsýni ríkti um að bati væri innan sjónmáls, hrakaði heilsu hans næstu nótt, og þegar sú stund nálgaðist að við yrðum að kveðjast, þá leyndist sú vissa í hugskoti beggja að mjög vafasamt væri um endurfundi hér á þessari jörð svo báðir kviðu kveðjustund- inni. Orðin virtust standa föst og þögn ríkti um stund, en að lokum var það hann sem tók framkvæðið, klappaði mér á öxlina og sagði: „Heyrðu vinur minn, ég ætla nú ekkert að vera að reka þig, en ég held það sé best að við kveðjumst núna og svo fáum við bara að gera ráð fyrir að við hittumst að sumri." Úr svip hans mátti lesa bæði festu og skapstillingu sem eitt augnablik hafði vikið veikindunum til hliðar til þess að leysa þetta vandamál okkar beggja. Þessi viðbrögð hans lýsa betur en flest annað manninum á bak við grímuna. Sterkur vilji, hertur í baráttu lífsins, og mýkt sem svo auðveldlega fann samhljóm með mönnum og skepnum. í íjölskyldu okkar hefur hann ætíð verið sú þungamiðja og sá styrkur sem nauðsynlegur er til að halda saman svo stóram hópi, en niðjar hans era um það bil 60 tals- ins. Hann hefur verið ekkjumaður síðan 1954 og síðustu 15 árin hefur hann búið á Selásbletti 7 í Reykja- vík ásamt kláranum sínum, 4—5 að tölu. Þar hefur hann ætíð haft opið hús fyrir ættingja og vini, sem era margir, og þar fékk enginn að ganga um garða án þess að þiggja rausnarlegar veitingar sem hann fylgdist grannt með að væra gerð góð skil og bragðað væri á hverri sort sem fram var borin. Hann var af bændum kominn, einn margra í stóram systkinahópi, en í bemsku fluttist hann til afa síns og föðurbróður að Ingunnar- stöðum í Kjós. Þar mótaðist skap- gerð hans við iðjusemi og þolgæði sem seinna kom að góðum notum í iífínu. Hugur hans hneigðist að félags- störfum og þar beindi hann kröftum sínum að baráttu verkafólks á þeim tímum þegar mest umbrot vora í mótun þjóðfélagsins og baráttan háð til að tryggja sér og sínum réttindi til brýnustu lífsnauðsynja. Hestar og hestamannafélagið Fákur vora honum hjartans mál. Hann var lengi formaður Fáks og átti stóran þátt í uppbyggingu þess félags. í því starfí kom honum að góðum notum sá hæfíleiki að eiga auðvelt með að umgangast fólk með ólíkar skoðanir, og því átti hann að vinum og kunningjum marga þá sem ekki vora á sama máli í pólitík- inni, en í hestamennsku og öðram góðum félagsskap lætur fólk ekki slíka hluti spilla ánægjunni. Af bömum hans sex lifa fimm dætur. Sonur hans Friðrik, faðir minn, lést 1978, og var það honum erfið raun. Hann var alla tíð mjög heilsuhraustur, en seinustu árin hefur hann kennt þess sjúkdóms sem varð honum að aldurtila. Hann sagði við mig nú seinast þegar við ræddum saman, að sér fyndist hann hafa verið lánsamur maður og lífíð hefði verið sér ríkt, svo eiginlega væri ekki yfír neinu að kvarta, ef þessi fyrsta sjúkrahúsvist yrði jafn- framt hans síðasta. Hann slyppi þá við þá skapraun að verða ósjálf- bjarga og öðram til byrði síðustu æviárin. Hann væri einnig þakklát- ur fyrir þá hjálp og aðstoð sem hann hefði orðið aðnjótandi sein- ustu árin, en þó kannski öðram fremur Sigríði dóttur sinni og manni hennar á meðan hann lifði, en það var oftast til þeirra sem hann leitaði um aðstoð við útréttingar eða hjálp á heimilinu. Þá er ekki annað eftir en að kveðja þennan aldna heiðursmann og ættarhöfðingja okkar með kæra þakklæti fyrir allt. Hvíli hann í friði. Noregi í febrúar 1986, Pétur Ottesen. Nú mega íslenzk öræfí fella sín daggartár — höfðingi þeirra er horfínn á braut. Náttúran öll má harma ástvin sinn — hestamir merkisbera sæmdar sinnar. Þorláki Ottesen hæfir ekkert annað heiti en höfðingjanafn. í viðmóti sínu, hijúfu eða ljúfu eftir atvikum, var hann heill og sannur. Enginn hafði næmari taug til þeirr- ar lífskeðju, er bindur menn og málleysingja, öldunga og börn — þess fijómagns, er stafar af heil- lyndri sáttmálsörk manns og nátt- úra. Af þeim branni þáðu margir mikinn þroska. Ungum dreng var það uppspretta meiri lífsfyllingar og lærdóms en skilgreint verði að vera návistum við Þorlák Ottesen á ögurstundum í ríki náttúrannar og heimi hestsins. Þótt áratugir væra á milli, var ná- lægðin óendanlega sterk. Hann veitti leiðsögn og uppeldi með for- dæmi sínu. Hann dýpkaði skilning þess, sem vildi nema — kenndi honum að kröfur era gerðar til manndóms. Það fundu fleiri en ég — af því gat enginn verið ósnortinn. t Móöir okkar, JÓNA MARTEINSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, lést 11. febrúar í Landakotsspítaia. Már, Þór og Sigurður Elfssynir. t Útför föður okkar og tengdafööur, HJALTA GUNNARSSONAR, útgerðarmanns, Ásbrún, Reyðarfirði, sem lóst þann 9. febrúar, verður gerð frá Reyöarfjarðarkirkju laugardaginn 15. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans eru beöniraö láta Slysavarnafélag íslands njóta þess. Sigurbjörg Hjaltadóttir, Vilbergur Hjaltason, Jenný Ingvarsdóttir, Álfheiður Hjaltadóttir, Kristján Kristjánsson, Gunnar Hjaltason, Halla Einarsdóttir, Erla Hjaltadóttir, Amþór Magnússon og barnabörn. t Föðurbróðir okkar, JÓHANNES KRISTJÁNSSON, fulltrúi, er lést að heimili sínu, Skeiðarvogi 127, þann 6. febrúar síðastliö- inn, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 15. febrúarkl. 14.00. Kristján Sigurðsson, Elín Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson og aðrir aðstandendur. t Eiginkona mfn, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Selvogsgötu 18, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 14. febrúarkl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Ólafur Frimannsson, Birgir Ólafsson, Stella Olsen, Sigurður Ólafsson, Ingunn E. Viktorsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Kristján J. Kristjánsson, Einar Ólafsson, Ingibjörg Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hjálp og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóð- ur, ömmu og dóttur, GUÐRÚNAR ÞÓRARINSDÓTTUR. Björn Berndsen, Reynir Björn Björnsson, Þórarinn Björnsson, Gyða Karlsdóttir, Sólveig Þórarinsdóttir, Guðbjörg Árnadóttir. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð í dag, fimmmtudaginn 13. febrúar, vegna jarðarfarar ÓLAFS Þ. PÁLSSONAR múrarameistara. Múrarameistarafélag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.