Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1986 51 Hver verður næsti landsliðsþjálfari? STJÓRN Knattspyrnusambands íslands rœddi vœntanlega ráðn- ingu landsliðsþjálfara A-lands- liðsins á fundi sínum á þriðjudag- inn en ekki var ákvoðið hver yrði ráðinn. Gylfi Þórðarson formaður landsliðsnefndar fór til Frankfurt í gœr til að vera viðstaddur er dregið yrði í Evrópukeppninni á föstudaginn og sagði hann að lík- legt vœri að málin yrðu skoðuð eitthvað I þeirri ferð. Að sögn hans voru 25-30 þjálf- ararar, sem sóttu um stöðuna, og er við höfðum samband við skrif- stöfu KSÍ í gaer fengum við nöfn þeirra manna sem ekki óskuðu nafnleyndar í sambandi við þetta starf og fer listinn hér á eftir. Janos Tatrei, Unverjalandi Allan Ferriss, Englandi Danny McLennan, Skotlandi Professor Orlando Casares, Brasilíu Verfcer Hoferbert, V-Þýskalandi Robert Alexander Nosbit, N-Írlandí Romulo Cörtez G., Bolivfu Sigfried Held, V-Þýakalandi Victor Stanculescu, Rúmenfu Charles Mitten, Englandi Gregory Chico, Rúmenfu George Curtes, Englandi Walterda Silva, Brasilfu Paul Harty, N-irlandi Krsta Stanojev, Mile, íslandi Sam Snow, Bandarfkjunum Eoin Hand, írlandi UMFNvannVal NJARÐVÍKINGAR unnu Val f fyrri leik liðanna í undaúrslitum bikar- keppninnar í gœrkvöldi með 82 stigum gegn 63 en leikurinn fór fram f Njarðvfk. Staðan f leikhléi var 51:37. Njarðvíkingar voru betri aöilinn í leiknum og var sigur þeirra aldrei í hættu. Það sem vakti mesta athygli áhorfenda var þegar Sveini Hilmarssyni, sem sér um að þurrka svitann af gólfinu, tókst að hengja öskupoka aftan í annan dómarann. Þetta vakti mikla kátínu í húsinu. Bestir hjá heimamönnum voru þeir Valur og Helgi en þeir Jóhann- es og Hreiðar áttu góöan fyrri hálf- leik. Hjá val voru þeir Torfi og Sturla bestir. I kvöld EINN leikur verður f bikarkeppn- inni f körfuknattleik f kvöld. Hauk- ar og Keflavfk leika f Hafnarfirði og hefst leikurinn klukkan 19.30. Þetta er fyrsti leikur liðanna f undanúrslitum. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 32, Jó- hannes Kristbjörnsson 17, Helgi Rafnsson 14, Hreiöar Hreiöarsson 8, Kristinn einarsson 4, Árni Lórusson 4, Ingimar Jónsson 2, ísak Tóm- asson 2. Stir Vala: Torfi Magnússon 14, Sturla Örlygsson 12, Tómas Holton 9, Jón Stein- grímsson 8, Kristjón Ágústsson 8, Leifur Gú- stafsson 4, Póll Arnar 4, Einar Ólafsson 2, Bjöm Sóega 2. -ÓT. Cornelie Brom, Hollandi Graham Adams, Englandi Arie Albert Stehouwer, Hollandi Rob Troner, Hollandi Ralph Rockemer, V-Þýskalandi Eins og áöur segir voru umsækj- endur nokkuð fleiri en sumir ósk- uðu nafnleyndar. QPRvann Liverpool Frá Bob Hennessy, fróttaritara Morgunblaösins f Englandi. QPR vann f gærkvöldi Liverpool f fyrri leik liðanna f undanúrslitum Mjólkurbikarsins enska. Það var fyrirliði QPR, Terry Finwick, sem gerði eina mark leiksins ífyrri háifleik. Liverpool stendur vel að vígi þrátt fyrir þetta tap því seinni leik- urinn verður á heimavelli þeirra. Liverpool hefur unnið Mjólkur- bikarinn fjórum sinnum, árin 1981, '82, '83 og 1984 en þegar keppt var um þennan bikar í fyrsta sinn, árið 1967, vann QPR en þeir voru þá í 3. deild. Slmamynd/Dag Thorenfeldt • „Hvað eruð þið að gera ...“ gæti Gunnar Einarsson þjálfari FSB/SKi verið að hugsa á þessari mynd. Hann er að minnsta kosti áhyggjufullur en þegar flautað var til leiksloka færðist bros yfir andlit honum enda sætur sigur í höfn. Islendingaslagurinn: Fredreksborg vann og deildin galopin Frá Bjama Jóhannasynl, fróttarhara Morgunblaóains I Noregi. (Noregl. FREDREKSBORG/SKI sigraði Stavanger með 31 marki gegn 26 eftir að staðan f hálfleik hafði fiiQ. er med verið 14:12 fyrir Fredreksborg. Sigur Fredreksborg þýðir áfram- haldandi spennu í 1. deildinni hér en ef Stavanger hefði sigrað þá hefði bikarinn verið þeirra. Höll- inn hér í Osló var þétt skipuð og mikil spenna f loftinu. Það vakti mikla athygli meðal áhorfenda að norska sjónvarpið var ekki það eina, sem tók leikinn upp, heldur voru samstarfsmenn þeirra hjá fslenska sjónvarpinu mættir til þess Ifka. Það er þvf óhœtt að segja að leiknum hafi verið stiltt upp sem leik á milli íslensku Sfmamynd/Dag Thorenfeldt • íslensku þjálfararnir tveir sem þjálfa tvö efstu liðin f Noregi. Helgi Ragnarsson til vinstri og Gunnar Einarsson til hægri. Gunnar Einarsson: Ég er ánægður Frá Bjama Jóhannssyni, fróttaritara Morgunbiaöisina í Noregi. „ÉG ER að sjálfsögðu ánægð- ur með mfna menn hór f kvöld. Það er ekki hægt ann- að þegar menn vinna Stav- anger með fimm mörkum,“ sagði Gunnar Einarsson þjálfari Fredreksborg/SKI eftir leikinn f gær. „Sigur okkar setur óneitan- lega mikla spennu í mótið. Þeir eru með tveggja stiga forystu þegar fjórar umferðir eru eftir en þeir eiga frekar erfiða leiki eftir þannig að það er öll pressan á þeim núna. Ég get veriö sammáia Helga um að það sem réð úrslitum í þessum leik var heimavöllur- inn. Þetta eru tvö áþekk lið og því skiptir stuðningur áhorf- enda mjög miklu," sagði Gunn- ar Einarsson. þjálfaranna Gunnars Einarssonar og Helga Ragnarssonar. Spennuþrunginn leikur fór ró- lega af stað og skoraði FSB/SKI fyrsta markiö en Stavanger jafnaði í næstu sókn. Eitt mark skiidi iiðin að nær allan fyrri hálfleikinn nema í lokin er FSB/SKI náði tveggja marka forystu, 14:12. Þeir höfðu ávalll forystu nema hvaö Stav- anger var yfir er staðan var 3:2 og 4:3. I upphafi síðari hálfleiks komu leikmenn FSB/SKI mjög grimmir til leiks og eftir tíu mínútur var staðan orðin 20:15 þeim i vil. Þaö var einkum stórleikur norska landsliðsskyttunnar Tor Edvin Helland - sem skóp þessa forystu. Hann gerði alls 12 mörk í leiknum, þar af sex úr vítaköstum og var hreint óstöðvandi. Stavanger tókst aðeins að minnka muninn, 24:22, en loka- mínúturnar voru FSB/SKI og þeir sigruðu eins og áöur sagði, 31:26. Helland fór á kostum f þessum leik eins og áöur segir og íslend- ingar verða að vara sig á þessum skemmtilega leikmanni í leikjunum sem verða um helgina. Kjetil Sæverede skoraði sjö mörk fyrir Stavanger og þar af sex úr víti. íslendingarnir í liði Stavanger, þeir Jakob Jónsson og Sveinn Bragason, náðu aldrei að sýna sitt rétta andlit í þessum leik. Jakob skoraði þrjú mörk en Sveinn komst því miður ekki á blað yfir marka- skorara. Okkur skorti einbeitingu sagði Helgi Ragnarsson eftir tapið Fri BJama Jóhannaayni, fréttarttara Morgunblaóaina íNoragl. „BETRA liðið vann hóma í kvöld og ég held aö heimavöllurinn hafi þar haft miklð að segja,“ sagöi hinn skeggjaði hafnfirski þjálfari Stavanger, Helgi Ragn- arsson, eftir að lið hans hafði tapað fyrir FSB/SKI f viöurelgn tveggja efstu liðanna f norsku 1. deildinni. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel í vetur hjá okkur í Stavanger og fyrir þennan leik höföum viö aöeins tapað tveimur leikjum. Það sem á skorti hjá okkur í kvöld var ein- beiting þegar mest á reyndi því viö erum óvanir því að mæta ein- hverri mótstöðu aö ráði. Við höfum nú tveggja stiga for- ystu þegar fjórir leikir eru eftir af mótinu og það mun duga okkur. við vinnum mótið," sagði Helgi Ragnarsson. KR-INGAR Árshátíðin verður haldin laugardaginn 15. febrúar nk. á Hótel Esju. Húsið opnað kl. 19.00. Stuð, glens og gaman. Miðar til sölu hjá formönnum deilda og i KR-heimilinu. Á rshá tíðarnefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.