Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1986 17 SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI / knOóiafur o,msso„ „Þú bjargar deginum“ Það hefur verið umhleypinga- samt tíðarfar undanfamar vikur hér á höfuðborgarsvæðinu, ýmist frost, snjókoma, skafrenningur eða hláka, rigning og rok. í jan- úarmánuði er allra veðra von og í umhleypingum eins og þeim sem verið hafa síðari hluta mánaðarins má búast við að sitthvað angri fólk, t.d. eru götur og gangstéttir eitt samfellt klakabelti þegar þetta er ritað síðasta dag janúar- mánaðar. Svo eru skattframtölin að berast í hús og gjaldheimtuseð- illinn, fyrirframgreiðsla skatta, fram á sumar, þar til kemur að sjálfum gjaldheimtu- og álagning- arseðlinum fyrir árið 1986. Menn reyna að fá einhvem botn í fram- talið og ekki víst að allt sé fært fram af samviskusemi og dreng- skap. Kunningi minn, maður um fímmtugt, sem býr í einu elsta hverfí borgarinnar, í nýrri tveggja herbergja íbúð, í nýlegu steinhúsi, var ekkert alltof ánægður með tilveruna þegar ég leit við hjá honum um daginn í miðjum frétta- tíma í sjónvarpinu. Hann var í eldhúsinu þegar ég kom inn í íbúð- ina og hann tók ekki undir þegar ég heilsaði. Hann stóð þama á miðju eldhúsgólfinu með nýjan gjaldheimtuseðil í hægri hendi og viðhafði orð sem ekki eru hafandi eftir um gjaldheimtuna. Hann á að greiða tuttugu og tvö þúsund krónur mánaðarlega í opinber gjöld og er ákaflega ósáttur við þá ráðstöfun. Hann er bygginga- verkamaður og með þvf að vinna þetta tíu til tólf tíma á dag, fímm daga vikunnar, er hann með fjöru- tíu til fímmtíu þúsund krónur í mánaðarlaur. og þykir víst ekki mikið. Hann telur samviskusam- lega fram til skatts og hefur alltaf gert enda hefur hann ekkert að fela. Þama á eldhúsgólfínu flutti hann þmmuræðu og ég hef sjald- an séð þennan dagfarsprúða mann jafn herskáan, hann titraði. Hann taldi vafamál að honum tækist að borga greiðslur af íbúð- inni sem hann er að reyna að eignast, hann er einhleypur og fráskilinn sex bama faðir sem greiðir svimandi háar upphæðir í bamsmeðlög og missti næstum aleiguna þegar konan fór frá honum og allt búið, meira eða minna á hennar nafni. Mitt í öllum látunum, þegar hann hafði talað sig hásan, lamdi hann með kreppt- um hnefa á eldhúsborðið og undir- skálar, diskar og nokkur vatns- glös voru á fleygiferð á eldhús- borðinu. — Eg fer niður á Tryggvagötu og kæri þessa álagningu. Þeir komast ekki upp með þetta, sagði hann og brýndi röddina. Hann róaðist þegar ég fór að segja honum frá bréfasamskiptum sem góður vinur minn á við stúlkur á Filippseyjum. í höfuðborginni Manilla er starfandi hjónabands- miðlun sem er með á skrá hjá sér mikinn hóp af glæsilegum stúlk- um á aldrinum frá átján ára og allt upp í áttrætt og allar bíða þær eftir draumaprinsinum, að hann komi og flyti þær yfír hafið, annað hvort til Bandaríkjanna eða til Evrópulanda. Kunningi minn sem var svo æstur út af fyrirfram- greiðslu skatta hefur lengi haft ekki lítinn áhuga á kvenfólki. Hann beinlínis dýrkar ljóshærðar konur og ekki síður konur frá framandi löndum. Hann má ekki sjá myndarlegar konur, þá er hann allur á iði. Hann kveikti í einni Lucky Strike-sígarettu og bað mig endilega að reyna að koma sér í samband við stúlkum- ar á hjónabandsmiðluninni í Manilla. Eg tók það skýrt fram að ég hefði ekkert með þetta mál að gera. Mínar upplýsingar væru fengnar hjá vini mínum, manni sem er rétt rúmlega þrítugur og fýrrverandi skrifari hjá skipafé- lagi hér í borginni. Sá maður hefur einmitt um nokkurt skeið skrifast á við stúlkur frá Filippseyjum með þeim árangri að hann er búinn að fá nokkur bónorðsbréf. — Hvar er skrifarinn? spurði þá kunningi minn og drap um leið í Lucky Strike-sígarettunni. — Hvar? Ja, ætli hann sé ekki heima hjá sér, svaraði ég. — Er hann með síma? spurði þá kunningi minn. — Já, en síðast þegar ég vissi þá var síminn lokaður vegna vanskila. — Ég er með bfl. Eigum við ekki að heimsækja manninn? spurði þá kunningi minn. — Liggur eitthvað á? spurði ég. — Það má bíða, svaraði hann þá og slakaði svolítið á. Rétt áður en ég yfirgaf þennan kunningja minn ítrekaði hann enn að ég hefði endilega samband við skrif- arann og hefði uppá heimilisfangi hjónabandsmiðlunarinnar í Man- illa á Filippseyjum. Þó svo að ég benti honum á að samkvæmt ný- legu manntali væru konur um þrjú þúsund fleiri í Reykjavík en karlar og þess vegna engin nauð- syn að leita út fyrir landsteinana í konuleit, þá lét hann samt ekki segjast og heimtaði að fá að sjá heimilisfangið hjá hjónabands- miðluninni í Manilla. Ég kvaðst að lokum ætla að hafa orð á þessu við skrifarann. Það er sjálfsagt misjafnt hvem- ig verslunin gengur hér í borginni í upphafí árs. Stórmarkaðir virð- ast blómstra og þar er alltaf ein- hver hópur af fólki í innkaupum frá morgni til kvölds. Þannig er það varla hjá kaupmanninum á hominu sem einn ber ábyrgð á sinni verslun. Hann hefur trausta og velviljaða viðskiptavini sem halda við hann tryggð vegna þess að myndast hefur persónulegt og oft vinsamlegt samband. Einn slíkur verslar hér í Norðurmýrinni og hefur gert í tæpa tvo áratugi og er lipur og vinsamlegur. Föstu- dagsmorgun, rétt fyrir hádegi, um miðjan janúarmánuð síðastliðinn, var óvenjudauft yfir versluninni en kaupmaðurinn var í góðu skapi og var ekkert á því að gefast upp. Viðskiptavini, sem höfðu komið fyrir hádegi, taldi hann á fíngmm annarrar handar og enginn þeirra gerði svo sem stór innkaup. Það var kannski ein mjólkurfema, ein dolla af blá- beijaskyri og sex egg. Þá kom einn viðskiptavinur rétt upp úr klukkan tólf á hádegi og hann verslaði svo um munaði. Hann keypti fyrir níu hundmð og tvær krónur og fímmtíu aura og þegar kaupmaðurinn gaf til baka af þúsundkrónaseðli sagði hann brosandi: — Þú bjargar deginum. Nú get ég farið á Sögu í kvöld. — Ég tók eftir því þegar leið á daginn, þennan föstudag um miðjan janúarmánuð síðastliðinn, að þá var ös í versluninni, og lét svo hátt í peningaskápnum að heyrðist út á götu . . . 3ja dyra Hatchbach Árgerð 1986 Eigum fyrirliggjandi nokkra HONDA ^líWii á óvenju hagstæðu verði frá kr. 461.000,-- hondk ayic hefurhlotið lof gagnrýnenda fyrirfrábært útlit, sparneytni, kraft og einstaka aksturseiginleika. Kynnist verðlaunabílnum HOM DA HONDA Á ÍSLANDI, VATN AGÖRÐUM 24, S. 38772,82086.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.