Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986 19 Svona vann Nikolic '/amilljón Skák Bragi Kristjánsson XII. Reykjavíkurskákmótinu lauk á sunnudag með sigri júgó- slavneska stórmeistarans Per- drag Nikolic, sem hlaut 8 vinn- inga í 11 skákum. Síðustu um- ferðimar vora æsispennandi, þvi 9 meistarar áttu möguleika á fyrsta sætinu. í tveim síðustu umferðunum lauk flestum skák- um á efstu borðum með jafntefli, en þær voru flestar tefldar til síðasta manns og spennan þvi mikil. Nikolic stóð að lokum einn í efsta sætinu. Hann er annar sterkasti skákmaður Júgóslava, næst á eftir Ljubojevic, og er eini ungi skákmað- urinn í Júgóslavíu, sem er að komast í hóp sterkustu skákmanna heims. Nikolic hafði heppnina með sér í síðustu umferðum mótsins. Hann átti tapaða stöðu gegn Ghe- orghiu í 10. umferð en slapp með jafntefli, og var búinn að bjóða jafntefli í þeirri elleftu, en deFirm- ian hafnaði boðinu, og tapaði síðan skákinni. í síðustu umferð kom eftirfarandi staða upp eftir að 45 leikja markinu var náð: Hvitt: deFirmian Svart: Nicolic 46. Hd2—Kf6, 47. Rb7-Ke5, 48. Rc5—a5, 49. a4—Hcl, 50. Rb7—bxa4, 51. bxaö—Be4, 52. Rxa5—Hc5 og deFirmian gafst upp, því riddarinn fellur eftir 53. Rb3—Hc3. Þar með varð Nikolic 12.000 dollurum ríkari og átta aðrir stórmeistarar misstu endanlega af hlutdeild í þeirri flárhæð. Morgunblaðið/RAX Larsen og bikarinn frá Buenos Aires í HÓFI að loknu Reykjavíkur- skákmótinu rifjaði Bent Larsen upp sigur íslands í B-flokki á Ólympíuskákmótinu í Buenos Aires árið 1939. Leifur Jósteins- son, skákmeistari, lét sækja bikar sem ísland fékk sendan eftir mót- ið þar sem hann var geymdur hjá Skáksambandi íslands og mun hann hafa borist hingað um ári síðar. Larsen hélt að Island hefði aldrei fengið þennan veglega bikar og skrifaði á sínum tíma grein í argentínskt blað þar sem hann hvatti til þess að Argentínu- menn gæfu íslendingum bikar „í tilefni fyrsta sigurs íslendinga í alþjóðlegu móti,“ eins og hann komst að orði. „Nú er þessi bikar hér og ég hef sannfærst um að íslendingar fengu hann. Það er við hæfi því ekki er annað sæmandi í landi þar sem skák er í hávegum höfð og er metin að verðleikum — eins og við aliir vildum að væri í okkar heimalöndum," sagði Bent Lar- sen. Lokastaðan Lokastaðan í XII. Reykjavíkurskákmótinu 1. PredragNikolic 8 2. -8. Anthony J. Miles 7,5 Mikhail Tal Bent Larsen Florin Gheorghiu Valery Salov Curt Hansen Jóhann Hjartarson 9.—17. Larry Christiansen 7 Helgi Ólafsson Nick De Firmian Lev Alburt Jón L. Ámason John P. Fedorowicz Paul van der Sterren Sergey Kudrin Joyni Yijola 18.—22. YasserSeirawan 6,5 Efim Geller Robert Byme Gert Ligterink Utut Adianto 23.-34. MaximDlugy 6 Anatoly Lein Margeir Pétursson Miguel A. Quinteros Guðmundur Siguijónss. Karl Þorsteins Michael Wilder John W. Donaldson Karl Dehmelt Davíð Ólafsson Þröstur Þórhallss. Eric Schiller 34.-45. Joel Benjamin 5,5 Boris Kogan Samuel Reshevsky Harry Schussler Thomas Welin Vitaly Kristiansen Larry A. Remlinger Antti Pyhala Benedikt Jónasson Hannes H. Stefánsson 46.—50. Walter Browne 5 Carsten Hoi Róbert Harðarson Karl Burger Björgvin Jónsson 51.—61. Sævar Bjamason 4,5 Andrew Karklins Hilmar Karlsson Hans Jung Dan Hansson JuergHerzog Guðmundur Halldórsson Ásgeir Þór Ámason ,Bragi Halldórsson Þorsteinn Þorsteinsson Jóhannes Ágústsson 62.-67. Haukur Angantýsson 4 LárusJóhannesson Ámi Ármann Ámason Tómas Bjömsson Jón G. Viðarsson Guðmundur Gíslason 68.-69. Haraldur Haraldsson 3,5 Þröstur Ámason 70.—71. Kristján Guðmundsson 3 Ólafur Kristjánsson 72.-73. Áskell Örn Kárason 2,5 Leifur Jósteinsson 74. HalldórGrétarEinarss. 2 Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíóum Moggans! Timburmenri? Þú gœtir reynt OeðaQO AiagnaB Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777 : SHANNON : DATASTOR Allt á sínum stað Ef einhver sérstök vörzluvandamál þarf aö leysa biðjum við viðkomandi góðfúslega að hafa samband viö okkur sem allra fyrst og munum við fúslega sýna fram á hvernig ihciHHON skjalaskápur hefur ,,allt á sínum staö '. Útsölustaðir: REYKJAVÍK. Penninn Hallarmúla. KEFLAVlK, Bókabúð Keflavikur. AKRANES. BókaversL Andrés Níelsson HF. ÍSAFJÖRÐUR. Bókavorslun Jónasar Tómassonar AKUREYRI. Bókaval. bóka- og 4 ritfangaverslun. HÚSAVÍK, Bókaverslun Þórarins Stefánssonar. ESKIFJÖRÐUR. Elís Guðnason. verslun. VESTMANNAEYJAR. Bókabúðin. EGILSSTAÐIR, Bókabúðin Hlöðum ÖlAfUR Ol.SlA.SOM % CO. Hf. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.