Morgunblaðið - 05.04.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.04.1986, Blaðsíða 12
Opið bréf til alþingismanna eftir Þórí Bergsson Þann 18. mars sl. fóru fram í sameinuðu þingi umræður utan dagskrár um iðgjöld bifreiðatrygg- inga. Þar lögðu orð í belg tólf þing- menn. Eftir að hafa lesið nákvæm- lega yfir ræður þessara manna var mér Ijóst að einungis tveir þeirra höfðu snefil af þekkingu á málefni því sem þeir settu fram skoðanir á og fullyrðingar um. Þessir tveir hafa báðir gegnt embætti trygg- ingamálaráðherra. Það er alvarlegt ábyrgðarleysi þingmanna að fleipra um hluti á löggjafarsamkundu þjóð- arinnar án þess að kynna sér að einhveiju marki þau mál sem til umijöllunareru. Ég mun hér gera nokkra grein fyrir hvað ábyrgðartryggingar bíla eru, tilgangi þeirra og hvaða atriði hafa áhrif á iðgjöld. Ábyrgðartryggingar bíla Ábyrgðartryggingar almennt hafa verulega sérstöðu meðal tryggingagreina. Slík trygging er ekki tekin til að bæta hinum tryggða það tjón, sem verður á hans eigin eignum, lífi eða limum, heldur til að greiða það tjón, sem hinn tryggði veldur öðrum og er bótaskyldur fyrir samkvæmt lögum og öðrum réttarreglum. Ábyrgðar- tryggingar bfleigenda eru ein af fáum tryggingum sem í nær öllum löndum hafa verið gerðar að skyldu- tryggingum. Ástæðan til þess er augljós. Ljöggjafinn vill með þessu tryggja að þeir, sem að ósekju verða fyrir tjóni af völdum svo hættulegra og almennra tækja sem bflar eru, fái bætur óháð því hvort hinn bóta- skyldi hefur fjárhagslegt bolmagn til að greiða tjónið eða ekki. Þessar tryggingar hafa það sammerkt með öllum tryggingum að verið er að dreifa alvarlegri áhættu, sem hver og einn getur sjaldnast borið, á flölda aðila sem áhættan hvflir á. Þessi trygging er í eðli sínu félags- Ieg trygging. Að skylda bíleigend- ur til að kaupa ábyrgðartryggingu hefur auk þess ýmsa aðra kosti. Skaðabótarétturinn er flókinn, ákvörðun bótaflárhæða vegna lífs- og líkamstjóna er oftast mjög sér- hæfð. Lokaákvörðun og stefnu- mörkun er í höndum Hæstaréttar. Væri ekki skylda til að ábyrgðar- tryggja bfla ríkti algjör ringulreið og fæstir fengju réttlátar tjóns- bætur, margir engar og fjárhagur hinna bótaskyldu legðist í rúst. Skaðabótaskyldum tjónum, sem bfleigendum ber að greiða (og þar með tryggingafélögunum) er venju- lega skipt í tvennt: 1. Munatjón 2. Lífs- og líkamstjón (slys á mönnum). Sennilega þarf ékki að skýra fyrir almenningi þessa skiptingu og tæpast heldur fyrir alþingismönn- um. Gjörólíkir efnahagslegir þættir, og þar með aðgerðir og ákvarðanir í þjóðfélaginu, hafa áhrif á tjóns- upphæðir eftir því hvort um er að ræða munatjón eða slys á mönnum. í bréfí sem þessu get ég aðeins stiklað á stóru og þótt það virðist ætla að verða nokkuð langt verður að sleppa mörgum mikilvægum atriðum. Ég mun reyna að gera grein fyrir aðalatriðum, þar á meðal áhrifum nýgerðra kjarasamninga á bótaflárhæðir hvorrar tjónstegund- ar fyrir sig og bótagreiðslur vegna ábyrgðartryggingar bfla í heild. Umræðumar á Alþingi hófust á þakkaróði Guðmundar J. Guð- mundssonar til viðskiptaráðherra fyrir skörungsskap við að koma í veg fyrir hækkun þjónustugjalda banka (litlu verður Vöggur feginn) og beiðni til tryggingamálaráðherra um lækkun eða afnám á hækkunum tryggingaiðgjalda bifreiða. Síðan kom Jóhanna Sigurðardóttir í ræðu- stól og minntist á „fyrirkomulag iðgjaldaákvarðana" og vitnaði í dagblað sem heimild um iðgjalda- hækkanir. Traustar heimildir það. Síðan ræddi hún um samráð trygg- ingafélaganna til að knýja fram hækkanir á iðgjöldum. Grein í Helgarpóstinum frá 13. mars sl. varð Jóhönnu líka uppspretta djúp- stæðrar þekkingar á starfsemi Tryggingaeftirlitsins og sennilega jafnframt á því hvað tryggingar eru og hvaða grundvelli iðgjaldaákvarð- anir eru teknar. Síðan komu þing- mennimir hver af öðmm. Karl Steinar Guðnason, Guðrún Agnars- dóttir, Kjartan Jóhannsson, Eyjólf- ur Konráð Jónsson, Karvel Pálma- son, Eiður Guðnason og Albert Guðmundsson fullir hneykslunar, en því miður — fyrirgefið orðbragð- ið — með rakalausan þvætting. Fleiri hafa sennilega ekki komist að við umræðuna. Svo virðist sem þingmenn haldi að tryggingastarfsemi sé sama eðlis og sala á myndbandatækjum eða karamellum. Þótt ég viti að forsvarsmenn Tryggingaeftirlitsins séu einfærir um að svara fyrir sig vil ég aðeins minnast á þessa stofnun. Tryggingaeftirlitið Árið 1973 vom í fyrsta sinn á íslandi sett lög um vátryggingar- starfsemi en núgildandi lög em frá árinu 1978. Þessa lagasetningu tel ég eitt þarfasta spor sem stigið hefur verið í tryggingamálum hins fíjálsa markaðar hérlendis. Lögin ákveða meðal annars að starfa skuli sérstakt tryggingaeftir- lit. Ákvæði laganna og starfsemi Tryggingaeftirlitsins miðar sér- staklega að því að tryggja hags- muni viðskiptavina tryggingafélag- anna. Ekki einungis tryggingartaka og hinna tryggðu heldur einnig — svo sem í ábyrgðartryggingum — þeirra sem eiga kröfu á trygginga- félag vegna skaðabótaskyldu hins tryggða. Með tilliti til þess hversu þröngur stakkur Tryggingaeftirlitinu er skorinn um starfsmannahald undr- ast ég hve miklu það hefur áorkað. Það er ekki hlutverk Trygginga- eftirlitsins að pína niður iðgjöld þótt því beri að skipta sér af iðgjaldaöfg- um. Mikilvægasta hlutverkið er að fylgjast með því að fjárhagsleg staða hvers félags sé svo traust að það geti staðið við skuldbindingar sínar. Það er eftirlits- en ekki stjómvaldsstofnun. í ábyrgðar- tryggingum bfla ber því að gæta þess að iðgjöldin nægi fyrir bóta- greiðslum og bótasjóðir félaganna — sem em í raun eign tjónþolanna — séu sem réttast ákvarðaðir og tryggilega ávaxtaðir. Trygginga- eftirlitið getur engin áhrif haft á stærð eða fjölda bótaskyldra tjóna, því síður á ýmsar stjómvaldaað- gerðir, efnahagslega þætti, sem máli skipta, svo sem kjarasamninga eða aðrar forsendubreytingar sem hafa áhrif á bótafjárhæðir og tjóna- tíðni. En því ber að leggja raunhæft mat á þessi atriði, gera sér grein fyrir áhrifum þeirra og leggja til hækkanir eða lækkanir iðgjalda í samræmi við það. Iðgjöld og forsendur þeirra Ég mun næst reyna að gera grein fyrir þeim þáttum sem hafa áhrif á bótaupphæðir í ábyrgðartrygg- ingum bfla. Rétt er að fara nokkur ár aftur í tímann til þess að viss mikilvæg atriði komi fram. Nauðsynlegt er að fjalla um aðaltjónategundimar aðskilið þar sem ólíkir þættir hafa áhrif á munatjón og slysatjón eins og glöggt á að koma fram hér á eftir. Vegna þessa er einnig mikilvægt að vita hve mikill hluti bóta- greiðslna frá ábyrgðartryggingum bíla er vegna munatjóna og _hve mikill vegna slysa á mönnum. Árið 1983 mun um 60% bótanna hafa verið vegna munatjóna en 40% vegna slysa á mönnum. Þetta hlut- fall hlýtur að hafa raskaust alvarlega - á árinu 1984, þótt ekki sé unnt að draga traustar ályktanir af tjóna- reynslu síðan. Breytingin er hins vegar reiknanleg. Á árinu 1984 varð mjög mikilvæg breyting á forsendum við ákvörðun bóta fyrir lífs- og líkamstjón sem hækkaði bætur snögglega mjög mikið. í sumum tilfellum meira en fjórfölduðust bætur til þeirra, sem urðu örkumla af völdum bóta- skyldra tjóna, en að meðaltali reikn- ast mér að bætur hafi um það bil tvöfaldast. Þar sem undirritaður á hlut að máli mun ég skýra hvað gerðist. Því skal ekki neitað að þessi breyt- ing hefði átt að valda alvarlegri hækkun iðgjalda fyrir ábyrgðar- tryggingar bíla, sem svo virðist sem hvorki „samsærisfélögin" (orðfæri þingmanna) né Tryggingaeftirlitið hafi tekið þessa breytingu með í útreikinga sína nema þá að tak- mörkuðu leyti. Hitt get ég sagt hveijum ser er, bæði þingmönnum og blómagefandi verkalýðsforustu, að minn þáttur í þessari breytingu veldur mér einungis notalegri til- fínningu, og þó Albert Guðmunds- syni „hafí brugðið eins og flestum sem fengu reikninga frá tiygginga- félögum nýlega" brá mér á allt annan hátt. Eg undraðist hve lítil hækkunin var og ég óttast afleið- ingamar. Lífs- og líkamstjón Bætur vegna slysatjóna skiptast aðallega í tvennt: 1. Bætur vegna taps vinnutekna (örorku) 2. Miskabætur Hér er ekki rúm til að skýra hvað felst í hugtakinu „tniski" í ís- lenskum rétti, en flestum ætti að vera ljóst hvað átt er við þegar talað er um tap vinnutekna vegna afleið- inga slysa. Meginhluti bóta vegna slysatjóna eru bætur vegna vinnutekjutaps af völdum örkumla (örorkutjón). Grundvallarregla skaðabótarétt- arins um upphæð bóta — bæði hér- lendis og annars staðar — er að bæta skuli tjónþola þannig að hann standi á áverkadegi fjárhagslega jafnt að vígi og hefði hann ekki orðið fyrir áverkanum. Bætur vegna vinnutekjutaps eru að mestu leyti vegna taps á ókomnum árum. Sé um bam að ræða er ljóst að vinnutekjutapið er eingöngu vegna væntanlegra áhrifa líkamsmeiðsla á getu þess til öflunar vinnutekna. Við útreikninga á þessu framtíðar- tapi til eingreiðslufjárhæðar á slysadegi skipta vextir mestu máli. Þegar ég reiknaði fyrst út slík lífs- og líkamstjón (árið 1959) var venja hérlendis (mótuð af Hæstarétti) að afvaxta framtíðartapið með 4% árs- vöxtum. Smám saman var þessi prósenta hækkuð í 13% og slíkt réttlætt með því að nota skyldi vexti af almenn- um spariinnlánum í bönkum lands- ins. Ékkert tillit var tekið til þess að yfír það tímabil, sem þessi vaxta- forsenda var notuð (frá 1975 til 1984), var loku fyrir það skotið að ávaxta fé á öruggan hátt með slík- um vöxtum umfram verðbólgu. Ég ræddi þetta atriði í hveijum einasta útreikningi, sem frá mér fór, árum saman. Eg hef talið og tel, enn að Þórir Bergsson Þórir Bergsson tryg'g’- ingafræðingnr ritaði öilum alþingismönnum eftirfarandi bréf. Það er birt hér í heiid að hans ósk. fyrrgreind grundvallarregla skaða- bótaréttarins hafí verið gróflega brotin og sé reyndar ennþá. Sé framtíðartap raunhæft áætl- að tel ég eðlilegt að nota hæst 4% ársvexti við afvöxtun framti'ðar- taps. Hærri vaxtaforsenda en 5% þekkist ekki annars staðar. í hæstaréttardómi dagsettum 10. júlí 1984 (á bls. 917 í dómasafni réttarins frá því ári) telur meiri hluti dómaranna (5 af 7) „eðlilegt að miða við 6% vaxtafót", en minni hlutinn taldi „óvarlegt... að miða við, að unnt sé á öruggan hátt að ná hærri raunverulegri ávöxtun fjár en 5% ársvöxtum". Ég vil benda á að þar sem um tekjutap er að ræða þarf ársávöxt- unin að vera 5% umfram kaup- hækkanir bæði vegna verðþenslu og raunhækkunar kaups og í flest- um slysamálum í áratugi. Eftir kjarasamningana í febrúarlok á þessu ári er ég því miður alvarlega farinn að efast um að stefnt sé að raunhækkun launa almennt hér- lendis svo e.t.v. eru rök fyrir notkun hárra vaxta við afvöxtun framtíð- artaps vinnutekna. Hvaða áhrif hafði þessi lækkun afvöxtunar á bótafjárhæðir til hinna slösuðu? Forvitnileg spuming. Ég sýni hér hækkun bóta vegna varanlegrar örorku sem þessi for- sendubreyting (úr 13% í 6%) olli: Aldur Hækkun slasaðra bóta: 5 ára 275% lOára ’ 170% 15 ára 100% 20 ára 95% 30 ára 86% 40 ára 73% 50 ára 56% 60 ára 36% 70 ára 18% Þessar prósentutölur gilda fyrir karlmenn, hækkunin er nokkru meiri fyrri konur. Þegar tekið er tillit til aldursskiptingar þeirra, sem slasast í umferðinni, er ekki íjarri lagi að bótagreiðslur vegna líf- og líkamstjóna hafí tvöfaldast vegna áhrifa þessa hæstaréttardóms. Ekki einungis bætur vegna slysa sem verða eftir að dómurinn féll, heldur allra óuppgerðra lífs- og líkams- tjóna. Samkvæmt hlutarins eðli líð- ur oft langur tími frá því slys verður þar til unnt er að gera það upp endanlega. Lækningaaðgerðir taka oft langan tíma og varanlegar af- leiðingar líkamsmeiðsla er oftast ógerlegt að meta fyrr en mörgum árum eftir áverkadag. Þetta á ekki síst við um böm. Afleiðingar slysa verða tíðum ekki sannreyndar fyrr en vaxtaskeiði er lokið og fullum þroska náð. Það er dálítið kaldhæðnislegt að vorið 1984 vom iðgjöld ábyrgðar- trygginga bfla einungis hækkuð um 10%. Þá varð engin umræða á Alþingi og ekki fengu ráðherrar (eða samsæristryggingafélögin) blómagjafír frá verkalýðsforkólf- um. Verðlag hafði þá hækkað frá mars 1983 til mars 1984 um 50% en kauptaxtar um 20%. Þessi litla hækkun iðgjalda á sér skýringu í tvennu: 1. Yfírlýsingum kokhraustra valds- manna um stöðvun verðbólgu. 2. Óvenjulega litlum tjónafjölda árið 1983 sem var helgað umferðar- öryggi. í mars árið 1985 vom iðgjöld ábyrgðartrygginga bíla hækkuð um 68%, þrátt fyrir að bætur vegna slysatjóna hefðu um það bil tvöfald- ast einungis vegna fyrmefnds hæstaréttardóms og um 25% vegna kauphækkana eða alls um 150%. Munatjón höfðu hins vegar hækkað um 28,5% vegna verðbólgu. Sú sorglega staðreynd bætist við að áhrif umferðaöryggisársins 1983 til fækkunar umferðarslysa hvarf næstum alveg strax á árinu 1984 og nú sér hennar hvergi stað. Breyting bótafjárhæða á síðastliðnu ári og áhrif nýju kjarasamn- inganna Starf mitt er þess eðlis að ég á auðvelt með að fylgjast með áhrif- um kjarabreytinga á tjónabætur frá ábyrgðartryggingum. Frá því iðgjöld vom ákveðin í mars 1985 fram að kjarasamning- um í febrúar á þessu ári hækkuðu kauptaxtar að meðaltali um 16,8% (reyndar væri raunhæfara að taka einnig tillit til launaskriðs). Sam- kvæmt nýju samningunum hækk- uðu laun almennt um 5% 1. mars sl. Hækkun bóta vegna slysatjóna virðist þannig vera um 22,6%, en þetta er röng ályktun. Samið var alls um 13,625% hækkanir á kaup- töxtum, sem á að vera komin að fullu í gagnið 1. desember nk. Eins og fram kemur hér að framan er meginhluti bóta fyrir slysatjón vegna vinnutekjutaps í framtíðinni. I slysatjónum vegur tímabilið frá 1. mars til 1. des. í ár ósköp lítið (aðeins brot úr prósenti). Hækkun bótafjarhæða í slysatjónum frá 28. febrúar til 1. mars 1986 (á einni nóttu) er því um 13,6% en ekki 5%, þ.e. heildarhækkunin frá síðustu hækkun iðgjalda í mars 1985 er ekki 22,6% heldur 32,5%. Og takið eftir. Það eru ekki einungis líkams- tjón, sem verða eftir 1. mars 1986, sem hækka um þessi 13,6%. Sá hluti óuppgerðra slysatjóna, sem er vegna vinnutekjutaps eftir 1. mars 1986 hækkar að sama skapi. Þótt fijálshyggjutrúboðar hafí lög- leyft vaxtaokur hérlendis og komið fjármagnseigendum á vaxtafyllirí sé ég ekki hvemig tryggjngafélögin geta ávaxtað bótasjóði sína — þ.e. sjóði sem eru eign þeirra sem hafa orðið fyrir tjóni (aðallega líkams- tjóni) — þannig að sú hækkun jafn- ist út, síst þegar vextir snögglækka sem betur fer frá almennu þjóð- hagslegu sjónarmiði, ef ekki verður þá farið alveg niður í neikvæða vexti. En umræðu um bótasjóði og áhrif kjarasamninganna á þá ætla ég að sleppa að sinni. Ætli hag- fræðingagerið, sem hannaði samn- ingana, sé ekki betur til þess fallið að dæma um slíkt. Þó vil ég geta þess að fjármagnstekjur trygginga- félaganna á síðastliðnu ári hafa áreiðanlega valdið einhveiju um að ábyrgðartryggingar bfla hækkuðu ekki meira nú en raun ber vitni. Því miður virðast litlar líkur á að tjónþolar (eða bílaeigendur) geti vænst þess að tryggingafélögunum takist að ávaxta sjóði þeirra jafn vel á komandi ári. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar um áhrif kjarasamninganna á bætur vegna slysa á mönnum. Eitt af fáum ánægjulegum ákvæðum nýgerðra kjarasamninga er að frá næstu áramótum skuli greiða iðgjöld af öllum launum til lífeyrissjóða en ekki einungis af dag- og vaktalaunum. Áður gilti þetta einungis um örfáa sjóði. Áhrif þessa eru að tapi maður vinnutekj- um tapar hann eftir þetta alltaf líf- eyrisréttindum líka. Hingað til hef- ur það verið undantekning að lífeyr- isréttindi töpuðust vegna varanlegs tekjutaps og svo til aldrei í réttu hlutfalli við vinnutekjutapið. Áhrif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.