Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 16
Sænsk grafík Myndlist BragiÁsgeirsson Anddyri Norræna hússins prýða um þessar mundir allmargar grafík- myndir eftir vel kunna sænska lista- menn á því sviði. Listamennimir eru þeir Lisa Andrén (f. 1950), Ur- ban Engström (f. 1955), Ragnar von Holten (f. 1934), Sven-Erik Johanson (f. 1925), Franco Leidi (f. 1933), Stefan Sjöberg (. 1954), Jukka Vanttinen (f. 1954) og Gösta Gierow (f. 1931). Listamennimir eru víða að úr Svíþjóð, einn er fæddur í Þýzkajandi (Ragnar von Holten) annar á Ítalíu (Franco Leidi) og sá þriðji í Finn- Iandi (Jukka Vánttinen). Þá em þeir á ýmsum aldri og kynna ólíka þætti innan sænskrar grafíklistar auk þess að vinna myndir sínar á hinn margvíslegasta hátt i grafík- tækni. Lisa Andrén er náttúrubamið á sýningunni og útfærir myndir sínar á dálítið sérstæðan og „naivan" hátt í þurmál. Urban Engström vinnur í ætingu en myndir hans virka þó frekar sem tréristur og leiða hug- ann að myndlýsingum í bækur. Ragnar von HOlten vinnur allt í senn í mjúkgmnni/ akvatinu, stein- prenti/mjúkgmnni/akvatintu svo og sáldþrykki og hér er mynd hans „Utrás“ (12) margræð í tækni. Listamaðurinn er og dósent í lista- sögu, skrifar um listir, málar, teikn- ar og skipuleggur sýningar — var og um skeið formaður grafíska fé- lagsins. Sven-Erik Johansson er súrreal- istinn á sýningunni og notar liti í ríkari mæli en félgar hans. Myndir hans sem em unnan í steinþrykk em mjög margslungnar og óræðar í uppbyggingu og geta fyrir sumt leitt hugann að Hieronimus Bosch. Franco Leidi dýrkar línuna fram- ar öllu í koparstungum sínum, lín- una í öllum einfaldleika sínum og tjáríkidæmi. Stefan Sjöberg vinnur í ætingu/ þurmál og ætingu. Myndir hans einkennast af dulúð og óræðum kenndum. Jukka Vánttinen vinnur í akvat- intu og mezzotintu. Myndir hans em hámákvæmar í tæknivinnu allri og um leið hreinar, sterkar og klár- ar — hér fá engar tilvijanir að spila inn í heildaráhrifín — heldur ein- ungis vinnubrögð er bera aga og festu vitni. Gösta Gierow hefur um margt sérstöðu á þessari sýningu fyrir tæknibrögð og fínleg heildaráhrif. Myndir hans em mjög margslungn- ar en um leið kristaltærar og ein- faldar ásamt því að yfirbragð myndanna er létt og leikandi. Allir þessir listamenn eiga verk á söfnum víða í Svíþjóð og sumir einnig um allan heim auk þess að hafa fengið ýmis verðlaun fyrir myndir sínar. Heildarsvipur sýningarinnar er ágætur og er mikil piýði að henni í anddyrinu, sem þó er ekki of vel fallið fyrir jafn fjölþætta sýningu því að rýmið gefur misgóða mögu- leika í upphengingu. Þannig koma myndir Gösta Gierow einna best út en full þröngt er um hinar marg- slungnu og litríku myndir Sven- Erik Johannson, svo eitthvað sé nefnt. Sænsk grafík-list er mjög íjöl- þætt og er mjög gagnlegt að fá slík sýnishom af henni svo og hinna Norðurlandanna með jöfnu millibili. Sem sagt ágætt framtak. Þar sem barns- hjartað ræður Kvilcmyndir Amaldur Indriðason Sýnd í Háskólabíói. Stjömugjöf: ★ ★ Bandarísk. Steven Spielberg kynnir. Handrit: Chris Colum- bus. Myndataka: Stephen Goldblatt. Tónlist: Brace Bro- ughton. Leikstjóri: Barry Levinson. Jæja, krakkar. Þá getið þið enn einu sinni farið að nauða í mömmu og pabba að gefa ykkur pening til að fara í bíó. Sjálfur Sherlock Holmes er orðinn jafn- aldri ykkar og Watson læknir er smápatti sem aðeins dreymir um að vera læknir: hann er feit- ur, lítill strákur með gleraugu og elskar rjómakökur. Og Hol- mes er auðvitað bara Holmes tuttugu árum (eða svo) áður, en Sir Arthur Conan Doyle fór að skrifa um hann. Ekkert er Spielberg heilagt ef hann heldur að hann geti skemmt krökkum. En það var eins og krakkar kærðu sig ekkert um að sjá þessa mynd frá Amblin-fyrirtæki hans þegar hún var frumsýnd í Banda- ríkjunum um jólin síðustu og menn leituðu mikið og lengi að skýringunni á því, vegna þess, að þeim þótti myndin bærileg- asta skemmtun. Krakkamir létu sig þó vanta. Svo eitthvað varð að gera og þegar menn höfðu kannað alla möguleika var fallist á að heiti myndarinnar, The Adventures of Young Sherlock Holmes, væri ekki nógu aðlað- andi. Því var breytt í Musteri óttans (Pyramid of Fear) og nú er myndin komin í Háskólabíó undir því dulnefni. Watson byrjar í nýjum skóla og hittir þar þennan sérkenni- Nicholas Rowe í hlutverki meistaraspæjarans á unga aldri. lega dreng, Holmes. Þegar Watson byrjar að kynna sig, hæverskur að vanda, grípur hinn frammí fyrir honum og tekur að lýsa högum sveitapiltsins, hvað- an hann komi og hver séu hans framtíðaráform — svona alveg uppúr þurru. Allt stendur eins og stafur á bók, rétt eis og Doyle lýsti því. En ævintýrið sem þeir lenda í er ekki búið til af Doyle heldur draumavélinni í Hollywood. Þeir félagar eiga í höggi við ofstækis- fullan sértrúarhóp hvers félagar eru grimmir og miskunnarlausir eins og vera ber. Þeir hafa komið sér upp heilmiklu musteri í miðri London og stunda þar mann- fómir. Christ Columbus skrifar hand- ritið að myndinni og veit alveg hvemig myndir krakkar vilja sjá. Hann er hálfgerður ritari Spiel- bergs-fyrirtækisins, hefur skrif- að handritin að myndunum Gremlins og The Goonies og er stilltur inn á sömu bylgjulengd og meistari hans. Bamshjartað ræður og bamshjartað sigrar að lokum. Leikstjórinn, Barry Levinson, er kominn langt út fyrir þau efni sem hann hefur áður tekist á við í fyrri myndum sínum, Diner og The Natural. Musteri óttans sýn- ir einfaldlega að hann er fjöl- hæfur leikstjóri, hefur góð tök á því sem hann er að gera og skilar pottþéttri vinnu. Hann bætir engu við og lætur söguna ráða ferðinni. Það er allt sem þarf. I leit að horfnu sendibréfi Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Sjón: Leikfangakastalar sagði hún það er ekkert til sem heitir leik- fangakastalar. Einhver djöfullinn, Medúsa 1986. I Leikfangakastalar sagði hún það er ekkert til sem heitir leik- fangakastalar er Sjón eins og áður trúr súrrealismanum. Hann yrkir í anda súrrealisma og freistar þess að ná nokkru sjálfstæði í þeim efnum, yrkja ekki eins og allir súr- realistar hafa áður ort. Nýja bókin sýnir að honum tekst þetta betur og betur. Það er meira jafnvægi í þessum ljóðum en mörgum öðrum sem komið hafa frá Sjón. Ákefðin er fyrir hendi, en yfírvegun áberandi: Þú staldrar við undir skiltinu ekkert hefur breyst nema letrið er máð og snákurinn horfínn inn um glugga á 5tu hæð „Litli kviki munnur" einhvers staðar í bleiku húsinu bíður hann þín Þetta ljóð nefnist Fuglahótelið fjórum árum síðar. Það eru minn- ingar um dvöl í erlendri borg og myndir frá ferðalögum sem setja svip á ljóðin í Leikfangaköstulum. Ástin er löngum með í för. Dæmi- gerðan súrrealískan Ieik er að finna í Uppljómanir á Rue de Dragon: „Á degi einsog þessum/eftir ferða- lag/um borgina/í fylgd silunga með hreistur úr mjólk/sveiflast ég/með loftvoginni inn/um dyr og glugga sólblómsins/Hurðir og gluggatjöld brenna/fagna appelsínunni/æðandi um himininn/í leit að horfnu sendi- bréfi/Hvert sem hún fer/hættir fólk að vinna/afklæðist/flísaleggur hús- in með geitungum/grefur upp strá- hatt/setur hann á höfuð mitt/ og sendir í göngutúr/að veiða/sjö gömul ástarljóð/úr órólegum vegin- um“. Ljóð eins og Guð er dauður — lifi bifvélavirkinn og Um leið og ég sný mér undan §alla um kynlíf og ástríður með hætti sem ekki er algengur í íslenskri ljóðlist. Satt að segja eru fslensk skáld lítið fyrir að yrkja um hamingju ástalífsins, fremur er ort um sorg og söknuð, brostnar vonir í ástum. Það er góð viðleitni í þessum ljóð- um hjá Sjón. Þótt Leikfangakastal- ar séu í rauninni ekki nema kver, fáein ljóð, er ómaksins vert að taka sér ferð á hendur með skáldinu og ri§a upp minningar með því, sjá hlutina frá óvæntu sjónarhomi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.