Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986 33 Vinnuvika í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki Jón Hjartarson skólameistari; Brennandi þörf fyrir bókmenntahús Akureyri. „ÞETTA er í fyrsta skipti sem við tökum heila viku undir opna starfsviku. Þetta tíðkast víða en ólíku er saman að jafna þar sem engin hefð er fyrir svona vikum. Hér er aldagömul hefð fyrir sæluviku. Við viljum ekki vera í samkeppni við sæluvikuna - viljum heldur líta á okkar framlag sem viðaukadagskrá." Þetta sagði Jón Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki, er blaðamaður Morgunblaðsins tók hann tali í heimsókn sinni í skólann. Jón hefur verið skólameistari Jón sagði, að ekki yrði undan síðan fjölbrautaskólinn var stofn- því vikist að hefjast handa um aður. Hann segir „brennandi þörf fyrir bóknámshús" vera aðal umhugsunarefni manna í skólan- um um þessar mundir. Húsnæði skólans væri allt of lítið. Daginn sem blaðamaður var í heimsókn var einmitt haldinn fundur í skól- anum með fulltrúum allra fram- boðslista í sveitarstjómarkosning- unum í vor og sagði Jón að menn hefðu fengið mun skýrari mynd af afstöðu stjómmálaflokkanna um skólamál en áður. „Skólanum er akkur í því að upplýsast um afstöðu væntanlegra bæjarstjóm- ar. Þetta var jafnframt hugsað sem kynning á flokkunum því margir hér í skólanum munu nú kjósa í fyrsta skipti. Það er þroskandi fýrir fólk að taka þátt í stjómmálaum- ræðu og það er nokkuð vinsælt hér í skólanum. Það má segja að pólitíkin sé nokkurs konar „hústík" hér hjá okkur." 279 nemendur eru skráðir í skól- ann á vorönn. Kennsla fer fram á þremur stöðum, í verknámshúsi skólans, í gagnfræðaskólanum og í húsnæði Kaupfélags Skagfirð- inga þar sem kennslupláss er leigt. Að sögn Jóns er verknámshúsið hannað fyrir 42 verknámsnemend- ur en 140 nemendur stunda nú nám í því húsi „og vinnueftirlit ríkisins hefur gert athugasemdir í mörgum liðum um úrbætur ef kennsla á að verða óbreytt hér — þ.e. bæði verknám og bóknám í einu.“ byggingu bóknámshúss við skól- ann. Hann sagði „himinhrópandi ósamræmi og óréttlæti" vera við lýði að sínu mati varðandi skóla- kostnað framhaldsskóla í landinu. „Menntamálaráðherra er vel kunn- ugt um þetta enda hefur hann skipað nefnt til að gera tillögur til úrbóta. Samtök þéttbýlisstaða á Norðurlandi vestra gerðu tillögur í þessu máli og nefnd ráðherra er svar við þeim tillögum okkar." Hann sagði grátlegast vera að þegar menn væru að skera niður væri ekki um meðvitaðan verkliða niðurskurð að ræða. „Ef menn ætla að taka höfuð af skepnu þarf að skera um hálsliðina — ekki bara einhvers staðar þar sem hníf- urinn lendir í skepnunni. Hér hefur verið skorið af handahófi — við höfum til dæmis ekkert sem heitið getur fengið til tækjakaupa í þijú ár. Vöntun á myndvörpum setur kennurum skorðum við kennslu, rennibekk vantar í málmiðnaðar- deild til að full kennsla geti farið fram og svo mætti telja. Ég geri mér hins vegar vonir um að þeir sem stjóma landinu láti okkur ekki búa við þetta svona lengur — af þeirri einföldu ástæðu að ekki er lengur hægt að una við óbreytt ástand. Og jákvæðar yfirlýsingar á fundinum í dag geta tilefni til að trúa því að bæjarstjóm muni beita sér fyrir framkvæmdum á næsta kjörtímabili," sagði Jón skólameistari. Útsendingar hófust á miðviku- dagsmorgun og sent hefur verið út virka daga frá kl. 10—22. í kvöld, föstudagskvöld, verður síð- an næturvakt til kl. 3 (aðfaranótt laugardags). „Dagskráin er blönduð — við reynum að gera öllum til hæfis,“ sagði Anna Sæmundsdóttir, annar tveggja útvarpsstjóra stöðvarinnar, í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins á Akureyri er hann leit í heimsókn í útvarpsstöðina. Þá var allt. á fullu við undirbúning. Krakkamir sögðust spila tónlist, viðtalsþættir væru á dagskrá, einnig smásögur sem nemendur 'rS'ST ... Morgunblaðið/Skapti Blaðahópurinn — sem gefur út blaðið Molduxi daglega í opnu vikunni. Ritstjórinn, Björn Jóhann Björnsson, er þriðji frá hægri í öftustu röð. Ingi V. Jónsson forseti nemendafélagsins: Húsnæðisvandamál og litlar fjárveitingar standa félagslíf- inu að vissu leyti fyrir þrifum Akureyri. „STUNDATAFLAN er leyst og nemendur og kennarar vinna að verkefnum sem undirbúin hafa verið síðasta mánuð á hlaupum. „Vikan“ hófst með því að nemendur úr Menntaskóianum á Akur- eyri komu til okkar á föstudaginn, voru yfir helgina, og kepptu við okkur í margvíslegum íþróttagreinum," sagði Ingi V. Jónsson, forseti nemendafélags fjölbrautaskólans, í samtali við Morgun- blaðið. Morgunblaðið/Skapti Útvarpshópurinn. Frá vinstri eru: Hjörtur Geirmundsson tæknimað- ur, Anna Sæmundsdóttir útvarpsstjóri, Hólmfriður Ólafsdóttir, Vilborg Þórarinsdóttir, Jón Egill Bragason, Svavar Sigurðsson (sitj- andi), Hjördis Aradóttir, Þorsteinn Broddason, Hólmfríður Jóhanns- dóttir og Atli Hjartarson útvarpsstjóri. Rás Fás starfrækt á Króknum Akureyri. ÚTVARPSSTÖÐIN Rás Fás hefur verið rekin þessa viku á Sauðárkróki. Það eru nemend- ur Fjölbrautarskólans sem standa að útvarpsstöðinni — og er það liður í starfi þeirra á opinni starfsviku sem nú stend- ur yf ir. hefðu þýtt, spumingakeppni og vinsældalisti yrði valinn. Anna útvarpsstjóri sagði það skiptast u.þ.b. til helminga hvort efnið væri sent út í beinni útsendingu eða væri tekið upp áður. Þetta er í fyrsta sinn sem út- varpsstöð er rekin á Sauðárkróki. Sendinn, sem er 50 wött, fengu krakkamir hjá PH Melsteð í Reykjavík og á útsending þeirra að heyrast á Sauðárkróki og eitt- hvað út fyrir bæinn. Önnur tæki em í eigu nemendafélagsins og nemenda nema hvað Hótel Mæli- fell á plötuspilarann sem notaður er. Það er um 20 manna hópur sem sér um útvarpsstöðina á Opnu? vikunni — „og við höfum sko alveg nóg að gera!“ sagði hópurinn þvi sem næst einum rómi! Og var það svo eitthvað að lokum?! „Já, við viljum bara minna fólk á að stilla á Rás Fás - á FM 93,7,“ sögðu krakkamir. „Þáttur nemendafélagsins er ansi stór í þessari viku — vinna við blað og útvarp hefur algjörlega verið í höndum nemenda og blaðið er kostað af nemendafélaginu; fé- lagið greiðir tap ef eitthvert verð- ur. Menn vinna í hinum og þessum starfshópum, það má nefna heims- metahópinn, umhverfishóp sem sér um að koma umhverfí skólans í lag, dagblaðshóp og útvarpshóp. Hér er hópur sem sér um íifandi tónlist og verður með uppákomur, leikklúbburinn sýnir Sjö stelpur, ljósmynda- og videóhópur varð- veitir á myndum allt sem fram fer í vikunni og þá verður brautamót í körfuknattleik hjá okkur." Ingi sagði þá hugmynd hafa komið upp að setja upp „speakers comer“ eins og í Hyde Park þar sem menn gætu staðið á kassa og messað jrfir þeim sem áhuga hefðu. Hafa menn gaman af svoleið- is löguðu hér? „Já, við höfum tekið þátt í ræðukeppni, til dæmis Morfís- keppninni þar sem við töpuðum naumlega fyrir MR í vetur, en þeir urðu svo íslandsmeistarar. Það eru mælskumenn í skólanum - menn sem nenna að sinna þessu." Ingi sagði að „vikan" hefði tekist framar vonum að sínu mati. „Nemendur hafa vel flestir lagt sig fram við að gera vel. Undir- búningur fyrir þessa viku hefur ef til vill komið niður á félagslífí í vetur. Við höfum fryst ýmislegt til að geta haft það núna. Það má segja að þetta sé uppskeruhá- tíð seinni. annarínnar. En ég er mjög ánægður með það sem komið er. Tveir fyrstu dagarnir vilja oft verða lausir í reipunum en ég bind vonir við að fimmtudagur og föstudagur verði virkilega skemmtilegir þar sem hlutimir smella saman hjá okkur. Þá gat Ingi þess að í tilefni opnu vikunnar hefðu sex nemendur úr iðnnáms- deild tréiðnaðar farið til Sviþjóðar, ásamt einum kennara, á sýning- una Norbyg í Stokkhólmi. Ingi sagði félagsstarf í skólan- um einkennast af föstum liðum. „Það er busavígslan á haustin, Lautarferð sem alltaf er farin, útigrill og tilheyrandi, 1. desember er „mini“-árshátíð hjá okkur, farin er skíðaferð til Siglufjarðar og svo eru gagnkvæm skipti við MA á hverjum vetri. Við förum til þeirra eða þeir koma til okkar. Nú, svo er það árshátíðin í apríl. Þá er sameiginlegt borðhald kennara og nemenda, skemmtiatriði undir borðum og ball á eftir. Þetta eru stærstu viðburðimir en svo eru alltaf haldin íþróttamót innan skólans, í velflestum íþróttum." í skólanum eru starfrækt nokk- ur félög, bridgefélag, skákfélag, málfundafélag, íþróttafélag og tónlistarfélag. „Svo hafa menn verið með einkaframtak, - Aust- firðingar eru til dæmis með átt- hagafélag en fyrirmyndin að því er eiginlega átthagafélag Súg- fírðipga sem einnig er til hér í skólanum. Þá er það Menningar- og framfarafélag Guðmundar Hermannssonar. Við erum fimm í því félagi — höfum haldið tónleika, málverkasýningu, „hreyfihömlu- list-sýningu“, við spiluðum á árs- hátíðinni og gáfum út ljóðabók í haust með 50 ljóðum eftir klúbb- meðlimi sem seldist upp í 100 eintökum;" (Guðmundur Her- mannsson þessi er óþekkt persóna — einhver sagði hugarburð- ur . . .) „Húsnæðisvandamál skólans og litlar fjárveitingar standa félagslífi að vissu leyti fyrir þrifum," sagði Ingi. „Bæði í þeim skilningi að aðstaðan er ekki góð í húsnæði skólans og síðan hefur nemendafé- lagið lagt í kostnað á móti skólan- um við kaup á kennslutækjum til að bjarga hlutum fyrir hom.“ Dagblaðshópurinn gefur út Molduxa Akureyri. MOLDUXI nefnist blað sem gefið hefur verið út daglega á opnu vikunni hjá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Það er dagblaðs- hópur vinnuvikunnar sem sér um útgáfuna. Ritstjóri Molduxa er Bjöm Jó- öll hús í bænum. „Við reynum að hann Bjömsson og gaf hann sér vera með fréttir úr bæjarlífínu en örlítinn tíma frá útgáfustörfunum til að upplýsa blaðamann um það sem dagblaðshópurinn væri að gera. „Molduxi hefur komið út sem skólablað einu sinni á hverri önn undanfarin ár — en kemur nú út á hveijum degi þessa viku,“ sagði Bjöm. Hann hefur áður starfað í ritnefnd en þetta er fyrsta skipti sem hann er ritstjóri. Að sögn Bjöms eru það 30—40 manns sem starfa við útgáfu blaðsins, beint eða óbeint. „Að- staðan er ekki fullkomin hjá okkur. Hún þyrfti að vera betri til að þetta gengi hraðar fyrir sig. Við höfum verið til 2 og 3 á nætuma að ganga frá blaðinu. Við höfum prentað það í 1.000 eintökum en föstudagsblaðinu ætlum við að dreifa í þéttbýlisstaði á Norðvesturlandi þannig að upplagið verður stærra þá.“ Bjöm var spurður um efnisval og sagði hann reynt að gera öllum til hæfis því blaðinu væri dreift í blaðið er auðvitað fyrst og fremst til þess að kynna vinnuvikuna í skólanum. Við viljum kynna fyrir bæjarbúum hvað við erum að gera. Við seljum auglýsingar í blaðið en því er dreift ókeypis. Við reynum að ná upp í kostnað með auglýsingunum." Bjöm sagði dagblaðshópinn hittast kl. 10 á morgnana og síðan væri fólk sent út af örkinni til að safna efni. Krakkamir skrifa síð- an efni sitt sjálf inn á tölvur og keyra það út á strimlum. Síðan líma þau blaðið upp sjálf og það eina sem gert er utan veggja skól- ans er prentunin. — Finnst krökkunum ekki gaman að standa í þessu? „Jú, þetta er skemmtilegt — en strembið. Allir sem vinna í þessu eru byijendur í þessu.“ Björn sagðist ekki hafa fengið nein viðbrögð utan úr bæ en vonaði að fólk tæki blaðinu vel og með jákvæðu hugarfari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.