Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR il. APRÍL1986 Vandi ullariðnaðarins Að undanförnu hefur Morgunblaðið greint frá vanda ullariðn aðarins í viðtölum við Víg’lund Þorsteinsson, formann Félags íslenskra iðnrekenda, og Pétur Eiríksson, forstjóra Alafoss. Mikill fjöldi fyrirtælga starfar í þessari atvinnugrein um allt land og mikill fjöldi fólks á allt sitt undir því að vel gangi. Morgunblaðið hefur leitað eftir skoðunum forsvarsmanna nokk urra af þessum fyrirtækjum og kom þá greinilega í ljós að skoðanir fara ekki alveg saman á því hvað vandinn sé mikill. Jón Sigurðarson, iðnaðardeild SÍS á Akureyri: Sofnuðum á verðinum á vel- gengnistímabilinu Akureyri. „GRUNNORSÖK vandans er tví- þætt að mínu mati. Önnur ástæðan er að þessi iðnaður átti mikið vel- gengnistímabil fram til 1982 og þá sofnuðu menn dálítið á verðin- um í vöruþróun — skortur var á hugmyndum, hin ástæðan er að iðnaðurinn hefur lent i erfiðu markaðsástandi — markaðsstarf- semin hefur ekki verið nógu góð. A sama tíma erum við með alla okkar sölu í dollurum. Tekjur í fyrra jukust um 5-6% vegna geng- isskráningar en tilkostnaðurinn jókst um 30%. Það bætist ofan á fyrri vanda — og þá erum við orðnir hart keyrðir." Þetta sagði Jón Sigurðarson, forstjóri iðnaðar- deildar SÍS á Akureyri, er blaða- maður ræddi við hann um þann vanda sem ullariðnaðurinn á ís- landi á við að etja í dag. Jón var spurð- ur hvað væri til ráða — hvort hann væri með lausnir á vandan- um: „Já, ég er með lausnir. Annars væri ég búinn að segja upp! Ég gef mér það að hægt sé að reka ullar- iðnað með því að sinna vöruþróun og markaðsmál- um af myndar- skap. Hitt er svo aftur annað mál að fyrirtækjum hefur blætt svo mikið að þau þurfa aðstoð eins og sjávarút- vegurinn fékk er hann átti í mestum vandræðum. Við höfum lagt ótal hugmyndir á borð stjómvalda, þ. á m. um að gera skuldbreytingar og fá vaxtaafslátt svo eitthvað sé nefnt. Stjómvöld hafa tekið vel í hugmyndir okkar og ég hef trú á að efndir verði jafn góðar og orð hafa verið hingað til." Hvað var gert til að laga rekst- urinn f þínu fyrirtæki? „Við skárum niður fastakostnað — hagræddum í fyrirtækinu. Við fækk- uðum stjómunarstörfum í framleiðsl- unni, minnkuðum yfirbygginguna í rekstrinum. En þetta dugar auðvitað ekki til að leysa vandann. Við skipu- lögðum líka markaðsmál okkar betur en áður. Skilgreindum lykilmarkað- ina betur og fjölguðum sölumönnum. Við höfum lagt áherslu á að auka þjónustu við viðskiptavinina. Afgreitt hraðar og sýnt meiri sveigjanleika. Við höfum reynt að gera okkur grein fyrir því að við seljum ekki bara ull heldur líka þjónustu. Eitt af því sem við höfum líka gert er að gera starfsmönnum okkar ljóst við hvaða vanda er að etja og við sjáum það skila sér í auknum afköstum og gæðum — og bættri þjónustu." Er íslcnska ullin orðin úrelt eins og menn hafa talað um? „Svo virðist sem kröfurnar um létt- an, mjúkan og glansandi fatnað séu rílq'andi nú. Stærri hluti markaðarins vill ekki íslensku ullina og það þýðir að við verðum að skoða þann mögu- leika að framleiða blöndur með henni. Það er eitt af því sem við erum að skoða. Hitt er annað að íslenska ullin er góð í gólfteppi, áklæði og siíka grófari vefnaðarvöru — en hún er líka verðminni þannig." Jón sagði að þau markaðsbrot yrðu alltaf til sem vildu íslcnsku ullina, spurningin væri að finna þau. „Stærsti markaður fyrir hana eru Sovétríkin. Þar er ekki tískulaust eins og margir virðast halda en meiri Jón Sigurðar- son, fram- kvæmdastjóri iðnaðardeildar SÍS stöðugleiki — minni tískusveiflur, og við höfum enga ástæðu til annars en að ætla að Sovét-viðskiptin verði áfram eins og þau hafa verið. Mér þykir miður að þegar rætt er um olíu- viðskipti okkar, sérstaklega í Morg- unblaðinu, að menn virðast gleyma því að hundruð manna í ullariðnaðin- um eiga starf sitt undir þessum við- skiptum og ennþá meiri eru hags- munirnir í sjávarútveginum. A þetta lagði viðskiptaráðherra mikla áherslu í sjónvarpsþætti nýlega." Jón sagði það mikið áhyggjuefni hve lélega ull iðnaðardeildin fengi frá mörgum bændum. „Sumir standa sig mjög vel og frá þeim fáum við úrvalsvöru. Mikill meirihluti bænda stendur sig hins vegar ekki nógu vel og mætti taka sér þessa fáu til fyrir- myndar. Það myndi auðvelda okkur starfið mjög mikið." Jón hefur setið i bæjarstjóm á Akureyri sem fulltrúi Framsókn- arflokksins á kjörtimabilinu sem senn lýkur. Hann hefur margoft rætt þar um jöfnun aðstöðugjalda hjá atvinnufyrirtækjum en ekki fengið mikinn stuðning. Hann var spurður um það mál. „Ég hef sem bæjarfulltrúi ekki verið að beita mér fyrir því að að- stöðugjöld fyrir iðnaðinn verði endi- lega lækkuð heldur að allar atvinnu- greinar eigi að sitja við sama borð. Eg veit að það er erfitt fyrir Akur- eyrarbæ að lækka okkar gjöld nema að hækka þau við suma aðra vegna þess hvemig atvinnulífíð hér er samansett. En það er ekki réttlátt að iðnaðurinn borgi 1% aðstöðugjald þegar sjávarútvegur og fiskvinnsla borga undir hálfu prósenti. Ég vil ekki að tekjur bæjarins af aðstöðu- gjöldum lækki heldur að allir borgi það sama,“ sagði Jón. Rúnar Pétursson, Akrapijóni hfAkranesi: Erfiðleikamir ekki óyfirstíganlegir svo verðmismunur er mikill. Fyrstu mánuðir ársins eru oft erfiðir, það er ekkert nýtt hjá okkur en pantanir hafa aukist mikið að undanfomu. Ég kom t.d. i gær í tvö útflutningsfyrir- tæki og bæði vom þau búinn að selja meira það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Ég get ekki fallist á að íslenska ullin sé á fallandi fæti sem markaðs- Akranes. Á Akranesi er rekið stórt og myndarlegt fyrirtæki í ullariðnaði, Akraprjón hf., sem hóf starfsemi árið 1970. Það byrjaði smátt en því hefur vaxið ásmegin með ári hverju. Fyrirtækið skapar nú yfir 50 manns atvinnu. Til ársins 1981 var stöðug aukning í framleiðslunni en síðan hefur verið haldið nokkuð vel í horfinu. Ljóst er að fyrir- tæki í þessum iðnaði eiga við mikla erfiðleika að etja og sumir telja að dagar þeirra séu senn taldir eða að breyta verði rekstri þeirra til að aðlaga þau breyttum aðstæðum. En ekki eru allir á sama máli hvað þetta varðar og meðal þeirra er Rúnar Pétursson, framkvæmdastjóri Akraprjóns hf. Við ræddum við hann um vandann í ullariðnaðinum og fleira tengt rekstri hans fyrirtækis og spurðum hann fyrst um stöðuna í dag. „Vissulega eru erfiðleikar fyrir hendi í okkar framleiðslu, eins og hjá mörgum öðrum, en það er ekkert sem við komumst ekki yfir. Sölumöguleikar eru góðir á ullarvörunni en okkur gengur erfiðlega að fá hækkað verð á núverandi framleiðslu, en ef við komum með nýja og breytta vöru opnast þeir trúlega." — Hvað viltu segja um full- yrðingar sem settar hafa verið fram um að núverandi hráefni sé gengið sér til húðar? „Ég álít að svo sé ekki. Milli áranna 1984—85 varð söluaukn- ing á framleiðslunni til útlanda þegar á heildina er litið, þó sala til mikils viðskiptalands eins og Sovétríkjanna hefði dregist saman en þangað er selt fyrir lakasta verðið. Til þeirra seljum við tonnið á 709 kr. en t.d. til Bermunda fyrir 2.532 kr. tonnið Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Rúnar Pétursson, framkvæmdastjóri Akrapijóns hf.; Akranesi. Morgunbiaðið/Ami Sœberg Bjarni Björnsson, forstjóri verksmiðjunnar Dúks hf. i Reykjavik. Bjarni Björnsson, Dúk hf. í Reykjavík: Oft veríð auð- veldara en í dag „ÞAD verður að segjast eins og er að oft hefur reksturinn verið auðveldari en í dag. En ég lít þó á þetta sem tímabundið vandamál í eitt til þijú ár,“ sagði Bjarni Björnsson forstjóri verksmiðjunnar Dúks hf. í Reykjavík. Dúkur saumar ullarfatnað til útflutnings, mest fyrir Álafoss hf. og er með 40 manns í vinnu. Bjarni er einnig i stjórn Alafoss hf. Bjami sagði að samdráttur í eftirspum á fatnaði hefði þær af- leiðingar fyrir saumastofumar að þær næðu ekki æskilegri nýtingu á afkastagetu sinni. Hann sagði að 20% samdráttur væri orðinn og ynnist hann ekki upp á árinu, þó eitthvað betri viðbrögð hefðu orðið við nýrri fatalfnu frá útflytjendun- um en við var búist. Bjami sagði að afkoman á síð- asta ári hefði verið viðunandi, Dúk- ur hefði sloppið við tap, en það væri ekki rekstrargrundvöllur til að byggja á til framtíðarinnar. Hann sagði að framleiðnin væri minni en æskilegt væri vegna minni verkefna en ef eyður yrðu í fram- leiðslunni minnkaði framleiðnin enn meira. „Frá okkar bæjardyrum séð eru það hönnunin og markaðsmálin sem fyrst og fremst þarf að bæta. Ef þessir hlutir eru ekki í lagi kemur keðjuverkandi afturkippur niður allan framleiðslustigann, sem kem- ur meðal annars niður á okkur og starfsfólki okkar," sagði Bjami.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.