Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1986 Nýkjörin borgarstjórn Reykjavíkur á slnum fyrsta fundi í gœr. Við borðið sitja Davíð Oddsson, borgarstjóri, Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, og Páll Gíslason, varaforseti, sem stýrði fundinum fyrst sem aldursforseti. Fyrir aftan þá standa Jóna Gróa Sigurðardóttir, Katrín Fjeldsted, Júlíus Hafstein, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Hulda Valtýsdóttir, varaborgarfulltrúi, sem sat fundinn í fjarveru Árna Sigfússonar, Hilmar Guðlaugsson, Siguijón Pétursson, Bjarni P. Magnússon, Guðrún Agústsdóttir, Sigrún Magnús- dóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Borgarfulltrúum hefur nú fækkað í 15 úr 21. Fyrsti fiindur nýlgörinnar borgarstj ómar DAVÍÐ Oddsson var endur- kjörinn borgarstjóri til næstu fjögurra ára á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar, sem haldinn var í gær. Magnús L. Sveinsson var kjörinn forseti borgarstjórnar og varaforsetar voru kjörin þau Páll Gíslason (S) og Katrín Fjeldsted (S). Áður en gengið var til kosninga í ráð og nefndir á vegum borgar- innar kvaddi Siguijón Pétursson sér hljóðs og lét bóka eftirfarandi: „Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Kvennalista hafa ákveð- ið að hafa með sér samstarf um kjör í nefndir á því kjörtímabili, sem nú er að hefjast. Samkomu- lag um skiptingu fulltrúa í nefnd- um gildir út kjörtímabilið, nema hvað varðar annan fulltrúa minni- hlutans í borgarráði. Hann kemur í hlut Alþýðuflokks fyrsta og §órða árið, Kvennalista annað árið og Framsóknarflokks þriðja árið.“ í borgarráð voru kjörin þau Magnús L. Sveinsson (S), Katrín Fjeldsted (S), Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson (S), Siguijón Pétursson (Abl.) og Bjami P. Magnússon (A). Kosning í aðrar helstu nefndir borgarinnar var sem hér segir: Hafnarstjórn: Guðmundur Hallvarðsson (for- maður), Jónas Elíasson, Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, Erlingur Viggósson og Bryndís Sehram. Byggingamefnd: Hilmar Guðlaugsson (formað- ur), Gunnar Hansson, Haraldur Sumarliðason, Gunnar H. Gunn- arsson og Gissur Símonarson. Heilbrígðisráð: Katrín Fjeldsted (formaður), Ingólfur Sveinsson, Ámi Sigfús- son, Anna K. Jónsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Hulda Ólafsdóttir og Helgi Daníelsson. Skólanefnd og fræðsluráð: Ragnar Júlíusson, Siguijón Fjeldsted, Guðrún Zoéga, Þor- bjöm Broddason og Guðrún Am- alds. Félagsmálaráð: Ámi Sigfússon (formaður), Bjöm Bjömsson, Sólveig Péturs- dóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir og Guðrún Ágústsdóttir. Umhverfismálaráð: Júlíus Hafstein (formaður), Þórunn Gestsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Össur Skarp- héðinsson og Bryndís Kristjáns- dóttir. Skipulagsnefnd: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (formaður), Ingimundur Sveins- son, Magnús Jensson, Guðrún Ágústsdóttir og Alfreð Þorsteins- son. Á fundinum fór einnig fram fyrri umræða um ársreikninga borgarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 1985. Skiptafundur þrota- bús Hafskips í dag: Mikið um andmæli kröfuhafa SKIPTAFUNDUR þrotabús Haf- skips hf. verður haldinn í dag. Þar mæta kröfuhafar og for- ráðamenn búsins til að taka ákvarðanir um ýmis málefni er búið varða. Á fundinum verður tekin til meðferðar skrá yfír lýstar kröfur í búið og gerð grein fyrir andmælum við afstöðu bústjóranna, sem fram hafa komið. Einnig kunna einhveijir að koma á fundinn og lýsa þar andmælum gegn afstöðu bústjóra til sinna krafna. Lýstar kröfur eru samtals tæplega 2,4 milljarðar. Bústjórarnir hafa enn sem komið er aðeins tekið til greina kröfur að upphæð rúmlega 1 milljarður kr. Kröfum hefur verið vísað frá á ýmsum forsendum, til dæmis vegna þess að þær eru taldar tilheyra erlendum dótturfyrirtækjum Haf- skips eða þykja ekki vera í samræmi við fyrirliggjandi samningsgögn. Að sögn Ragnars H. Hall skiptaráð- anda er mikið um andmæli kröfu- hafa. Verður íjallað um þessi ágreiningsefni síðar á sérstökum skiptafundi. Á skiptafundinum í dag verður gerð grein fyrir hag búsins og teknar ákvarðanir um ýmis máiefni sem búið varða, svo sem hugsanleg- ar málshöfðanir á þess vegum. Loks verða kosnir skiptastjórar, einn eða fleiri. Bústjóramir leggja fram til- lögu þar um en kröfuhafamir kjósa skiptastjóra. Meirihlutinn í Ólafsvík: Klofnaði um áheyrnar- fulltrúa Framsóknar Ólafsvik. SAMKOMULAG hefur fyrir nokkru tekist um stjórn bæjar- málefna í Ólafsvík á nýbyijuðu kjörtimabili. Meirihluta bæjar- stjómar mynda Sjálfstæðisfokk- ur og Alþýðuflokkur en hvor flokkur hefur tvo menn í 7 manna bæjarstjóm. Hins vegar „ÞETTA gengur mjög vel. Lax- inn er miklu fyrr á ferðinni en vant er og áberandi hvað mikið kemur af 2ja ára laxi,“ sagði Jón Sveinsson í hafbeitarstöðinni Lárósi á Snæfellsnesi. Jón sagð- ist vera búinn að fá hátt í 70 laxa, en venjulega era fyrstu laxamir að skila sér til hans á þessum tíma. í fyrrasumar var sleppt 8 þúsund seiðum frá Lárósi, en 42 þúsund árið áður. Heimtumar hafa alltaf verið góðar í Lárósi. í fyrra voru þær 11—13% miðað við sleppt seiði. 14 laxar eru komnir í Vogalax- stöðina á Vatnsleysuströnd. Að sögn Guðlaugs R. Guðmundssonar stöðvarstjóra var laxinn heldur fyrr á ferðinni núna en oft áður, en síðan hefði heldur dregið úr. Taldi hann að lítið væri af laxi fyrir utan. í fyrra var sleppt 25 þúsund seiðum hjá Vogalaxi. Endurheimtur hafa alltaf verið góðar eins og hjá Jóni tóku Alþýðuflokksmennirnir það óstinnt upp, þegar sjálfstæðis- menn greiddu því atkvæði að Framsóknarflokkurinn fengi áheyraarfulltrúa í bæjarráði, og sátu fulltrúar Alþýðuflokksins í gær á fundum með fulltrúum G- og L-lista án vitundar sjálf- í Lárósi, í fyrra 12,5%. Enginn lax hefur enn komið í Pólarlaxstöðina í Straumsvík. Að sögn Sigurðar Bjamasonar hjá Pól- arlaxi hefur sést til laxa fyrir utan stöðina, en þeir ekki komið inn í lónið, enda vatnið þar kalt. í fyrra var 100 þúsund gönguseiðum sleppt hjá Pólarlaxi. Endurheimtur voru 7-8%. Lax hefur sést fyrir utan Laxeld- isstöð ríkisins í Kollafirði, en enginn hefur gengið inn í stöðina. Sigurður Þórðarson stöðvarstjóri sagðist ekki eiga von á fyrstu löxunum fyrr en um þetta leytið. í fyrra var 180 þúsund seiðum sleppt í Kollafirði, margfalt fleiri en áður. Var allri seiðaframleiðslu stöðvarinnar sleppt í hafbeit vegna nýmaveiki sem upp kom í stöðinni. Áður var venjulega sleppt 40—80 þúsund seiðum á ári hveiju. í sumar verður engum seiðum sleppt frá Kollafírði vegna þess að hlé varð á seiðafram- leiðslunni vegna nýmaveikinnar. stæðismanna. Ifyrsti fundur nýkjörinnar bæjar- stjómar var haldinn sl. mánudag. Fóru þá fram kosningar og var Kristófer Þorleifsson, Sjálfstæðis- flokki, kosinn forseti bæjarstjómar en Trausti Magnússon frá Alþýðu- flokki varaforseti. Formaður bæjar- ráðs var kosinn Sveinn Þór Elin- bergsson, Alþýðuflokki, en varafor- maður bæjarráðs var kosinn Bjöm Amaldsson, Sjálfstæðisflokki. Auk þeirra hlaut lq'ör í bæjarráð Herbert Hjelm af G-lista, en G- og L-listi höfðu samstarf í kosningunum í nefndir og ráð og fengu þvf fulltrúa í bæjarráði, en annars hefði hlut- kesti ráðið. Við þessar kosningar bar Stefán Jóhann Sigurðsson full- trúi Framsóknarflokks fram ósk um að flokkurinn hlyti áheymarfulltrúa í bæjarráði. Við afgreiðslu þess máls var viðhaft nafnakall og var ósk framsóknarmanna samþykkt með atkvæðum sjálfstæðismanna, fulltrúa Alþýðubandalagsins og lýð- ræðissinna gegn atkvæðum al- þýðuflokksmanna. Þá fór fram lqör í helstu nefndir. Formaður hafnamefndar verður Gylfí Magnússon af A-lista, formað- ur skólanefndar Margrét Vigfús- dóttir af D-lista, formaður bygging- amefndar Trausti Magnússon, A-lista. Formaður atvinnumála- nefndar verður Ólafur Amfjörð af A-lista. í stjóm Útvers hf., en þar er Olafsvíkurbær helsti hluthafí, var Kristófer Þorleifsson af D-lista kosinn aðalmaður. Staða bæjar- stjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar enda lá fyrir að Guð- mundur Tómasson, sem gegnt hef- ur því starfí síðaðstliðin 3 ár, gæfí ekki kost á sér að nýju. Helgi Endurheimtur hafbeitarstöðvanna: 7 0 laxar komnir í Lárósstöðina THÍS h tkc críurír» fcríattdfc: im&aate itntcníiy caming. & ftsjtísrírís of powad* at W.xch aú «y« ÉSg. Shc te<tká ÍW mt of » top scaffor.i hotrí «, ****&* ***** pWícftÆog thc omdstcd fcrí&n- <b£ ' notss tvftcdfch 1.000 -'ltma' — ntorút Tfw hotcl — wfcitfc Hav not (wcft R-tmcd by pobcc becaasc *t o íerítfig "x hit cmfrwwjcd abóct the aífw’- — « f»ofcd hy thc Swcjíxdf voovoroan has aUn ai boteH io PJyiotfctíí xM &'aaúo.$hzm. Dctcríivcc 9t pMtT'itvt *re •arRíog botclím tobc anthc or 10 eseh*aéc *?****** t*!m eaítt* • Oc <M A joc* wiíA ösc notc Breskur lögreglumaður með 1000 krónur „gamlar". Gömlum krónum skipt 1 pund BRESK dagblöð greindu frá því i byrjun apríl að svört sænsk kona hefði svikið 2.000 pund, eða sem svarar 125.000 íslensk- um krónum, út úr breskum hóteleigendum með þvi að skipta gömlum islenskum þús- und- og fimmþúsund króna seðlum undir þvi yfirskyni að um sænskar krónur væri að ræða. í fréttum bresku blaðanna segir að konunni hafi m.a. tekist að verða sér út um 399 pund á einu virtasta hótelinu í Paignton, en hennar varð einnig vart á hótelum í Plymouth, Brighton og Birming- ham. Haft er eftir lögreglunni í Exeter að hliðstæðra tilfella hafí orðið vart um allt England og var þar bæði um 1.000 og 5.000 króna seðla að ræða. Seðlum þessum var sem fyrr segir skipt í sterlings- pund undir því yfírskyni að um sænskar krónur væri að ræða, en 1.000 krónur sænskar munu vera um 80 punda virði. Lögreglan í Paignton, sem vann að rannsókn málsins, varaði hótel- eigendur við og benti þeim á að vera á varðbergi gagnvart íslensk- um peningum, bæði 1.000 og 5.000 króna seðlum. Blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband við íslenska sendi- ráðið í London og vissi viðmælandi hans ekkert nánar um gang máls- ins. Einnig var haft samband við Seðlabanka íslands og hafði Sig- urður Jóhannsson hjá gjaldeyris- deildinni ekkert heyrt um málið enda seðlamir löngu failnir úr gildi og heyrðu því ekki lengur undir Seðlabankann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.