Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1986 43 Oþolandi þjóðfélagsástand Til Velvakanda. Ekki veit ég eða legg dóm á það, hverjir hafa fleytt rjómann ofan af flautunum í okkar íslenzka gamalgróna heiðvirða þjóðfélagi. Eitt er víst, að það er meir en lítið að, ef svo heldur áfram sem nú horfir, að dijúgur partur þjóðarinn- ar eigi ekki um annað að velja til að geta skrimt, en gerast betlarar, þjófar, hórur eða áframhaldandi vinnuþrælar — það er að segja, þeir sem enn eru standandi á löpp- unum. Þessu óþolandi ástandi hefur fylgt heimilisupplausn í ríkum mæli, börn á flækingi og bjargar- laus gamalmenni bak við byrgða glugga. Nú vill líkast til einhver kenna um vinnuveitendum. — Þá langar mig að gera þá athugasemd að kaupmaðurinn á hominu er á hausnum, og sjálf vinn ég hjá elztu lqotvinnslu landsins, þar sem nýtnin þarf að vera svo mikil til að geta greitt okkur dætrum, mömmum og ömmum landsins 20 þúsund króna mánaðarlaun fyrir átta stunda erf- iðisvinnu, að við megum ekki einu sinni hirða kjöttægju af gólfi handa fjármálaslysin undanfarin ár. — heimilishundinum. — Allt fer í nýt- Nota eigið vit, en láta sérfræðinga- ingu! nefndimar eiga sig. Þær hafa enga Ef það verðá nú kosningar í tilfinningu fyrir sínum vandalausa haust, vil ég biðja þá sem taka við náunga. stórnartaumunum, að bæta fyrir Guðrún Jacobsen Með stúdentshúfu án stúdentsprófs? Til Velvakanda. hún horfin. Margir hjálpuðu að leita Það hlýtur að vera freistandi að en á árangurs. Sá sem tók húfuna „prufa" að ganga um með nýja - til að þykjast vera stúdent - er stúdentshúfu á kollinum. En það ömgglega búinn að fá leið á henni. hlýtur líka að vanta falslausa gleði En nýstúdentinn grætur húfuna og djúpt stolt yfir að hafa náð sína fínu og vill jafnvel borga fund- erfiðum áfang. arlaun. Vill ekki húfuglaði prófleys- Nýstúdent úr Verzló skrapp í inginn létta á samviskunni og senda Hollywood föstudaginn 30. maí að húfuna niður á Morgunblað - og hitta bekkjarvinina. Það var heitt hljóta sálarblessun að launum. og mikil mannþröng, svo að nýja stúdentshúfan var tekin ofan og Með fyrirfram þakklæti. lögð á borð. Augnabliki seinna var Móðir. Þessir hringdu . < Svört lyklakippa Svört lyklakippa, með þremur lyklum, tapaðist fyrir skömmu á leiðinni frá Þjóðleikhúsinu að Njálsgötu. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í Guðbjörgu í síma 13787. Fleiri hrollvekjur í sjónvarpið PH hringdi: „Mig langar til að þakka sjón- varpinu fyrir að sýna Carrie nk. laugardag — það er kominn tími til að við hrollvekjuaðdáendur fáum loksins eitthvað við okkar hæfl. Það skal tekið fram að Carrie er algert meistarastykki og vil ég gjarnan að sjónvarpið haldi áfram á þessari braut og sýni svona eina eða tvær virkilega góðar hrollvekjur í mánuði að jafnaði. Ég veit vel að þessar myndir em ekki við allra hæfi en þá er bara ekkert mál að slökkva á sjónvarpinu og fara að sofa.“ Styttan af Leif i heppna fer vel á sínum stað E.J. hringdi: „Það er á alger- um misskilningi byggt að óviðeig- andi sé að styttan af Leifi heppna standi fyrir framan Hallgríms- kirkju. Þeir sem halda þessu fram ættu að gera sér ferð á Skóla- vörðuholtið og skoða styttuna. Þá myndu þeir sjá að Leifur heldur á kross í vinstri hendi. Leifur var á leið í kristniboðaferð til Græn- lands þegar hann villtist. Þess vegna fer einmitt vel á því að styttan sé á þessum stað.“ Gefa þarf síma- skrána út í tveimur bókum E.J. hringdi: „Þegar nýja símaskráin barst mér í hendur leist mér ekki meira en svo á að þurfa að burðast með þessa stóm bók, jafn þykk og hún er orðin, í hvert sinn sem ég fletti upp núm- eri. Hefur mér dottið í hug hvort ekki sé kominn tími til að gefa símaskrána út í tveimur bókum. Sjálf hef ég tekið mína símaskrá í sundur og gert úr henni tvær bækur, aðra fyrir Stór-Reykjavík- ursvæðið en hina fyrir landið. Þannig verður símaskráin miklu handhægari. Erlendis em borgar- símar alltaf í sérbók. Er ekki að verða tímbært að huga að þessu hér?“ Sýnið betri kvik- myndir í sjón- varpi Sjónvarpsáhorfandi hringdi: „Ég vil eindregið hvetja forráða- menn sjónvarps til að sýna meira af kvikmyndum í sjónvarpinu og vanda val þeirra sem best. Sagt er að í sjónvarpinu sé sýnt mikið af svokölluðum „útsölumyndum", þ.e. kvikmyndum sem mjög ódýrt er að fá vegna þess að fáir eða engir vilja sjá þær. Góðar kvik- myndir em áreiðanlega vinsæl- asta efnið sem sjónvarpið birtir og ætti því að verja mestum peningum í að fá góðar myndir. Nú þegar ný og sjálfstæð sjón- varpsstöð er að hefja útsendingar ætti hið gamalgróna ríkisrekna sjónvarp að taka sig á og haga dagskránni í samræmi við vilja almennings í landinu. Annars er hætt við að það verði eins og hver önnur hjáleiga og nátttröll í náinni framtíð.“ Myndavél tapaðist í Laugardalshöll Stúlka tapaði myndavél á tón- leikunum í Laugardalshöll á mánudag. Myndavélin er af gerð- inni Ricco-FFl, með flassi. Eig- andanum er sárt um myndavélina, en vill þó sérstaklega fá aftur filmuna, sem í henni var. Fundar- launum heitið. Síminn er 21738, Monica. Hestamenn: Verið vel á verði þar sem ökutæki em á ferð. Haldið ykkur utan fjöl- farinna akstursleiða. Stuðlið þannig að auknu umferðaröryggi. Okumenn: Forðist allan óþarfa hávaða þar sem hestamenn em á ferð. Akið aldrei svo nærri hesti að hætta sé á að hann fælist og láti ekki að stjóm knapans. GRILL-PARTY KJÚKL- INGURINN er barbecue- kryddaöur kjúklingur i 9 bitum á sérstökum álbakka, þú tekur bakkann úr frystinum og setur beint á vel heitt grillið og kjúk- lingurinn er tilbúinn á 50mín. ísfugl Sími: 666103

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.