Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.06.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1986 33 Afmæliskveðja: Margrét Auðuns- dóttir Attræð Áratug síðar en ætlunin var, langar mig að koma afmæliskveðju til Margrétar Auðunsdóttur. Við verðum víst bæði að heiman á afmælisdaginn í dag, 20. júní. Flatneskjufólk er því miður margt, og verður víst að hafa það, jafnvel í fararbroddi, en ósköp er gaman þegar saman fer forystu- maður og einstæður persónuleiki. Þeirrar gerðar var formaður starfs- mannafélagsins Sóknar, sem ég kynntist fyrir nærfellt þijátíu árum, er ég hóf vinnu við kjarasamninga Reykjavíkurborgar. Reyndar man ég okkar fyrsta fund fyrir það helst, að í lokin bað Margrét „kærlega að heilsa Guðmundi Vigni" sem fram að þeim tíma hafði verið full- trúi borgarinnar í kjarasamningum. Skildi ég sneiðina svo að verri væri ég viðureignar og fastheldnari á fé borgarinnar en fyrirrennarinn, sem þó var ekki talinn óráðsíumaður um útgjöld hins opinbera. Samt fór nú þannig að smám saman tókst með okkur Margréti samstarf sem úr varð trúnaðartraust og vinátta. Enginn skyldi þó ætla að Margrét Auðunsdóttir hafi nokkum tímann slegið af kröfum síns fólks eða hvikað frá sannfæringu sinni fyrir vináttusakir. Áratugum saman fór Margrét fyrir hópi launþega sem sannarlega var láglaunaður og auðvitað er ekki enn fullnægt öllu réttlæti í garð þessa fólks. Ég efast þó um að vandamálafræðingar nútfmans geri sér grein fyrir afrekum þeirra sem leystu brýnasta vanda fólksins og létu ógert að framleiða ný vand- ræði. Veit ég engan ólíklegri til að reka vandamálaverksmiðjur vorra daga en Margréti Auðunsdóttur. Kemur þar til heilbrigð skynsemi í æðra veldi og eðlislæg ratvísi að kjama máls. Nú fer Margrét að verða svo vond að mál er að linni. Er þó margt ósagt. Ég bið hana að lokum vel að lifa og lengi enn og mikið er ég þakklátur fyrir okkar kynni. Magnús Óskarsson 17. júní á Egilsstöðum: Röskun á hátíðarhöldum vegna veðurs Egilsstödum. Á EGILSSTÖÐUM varð að fella niður hefðbundna 17. júní-skrúð- göngu vegna vatnsveðurs og færa hátfðarsamkomuna í hús — sem áætlað var venju samkvæmt að halda utan dyra. Hátíðardagskráin hófst f Vala- skjálf með söng Kórs Egilsstaða- kirkju en hátíðarræðuna - flutti sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson. Áætlað var að björgunarsveitin Gró annað- ist ýmis skemmtiatriði fyrir yngstu kynslóðina — en það fór allt úr böndum vegna skipstrandsins í Héraðsflóa — þar sem flestir félag- ar björgunarsveitarinnar vom við alvarlegri störf úti á Héraðssandi. Hins vegar vígðu félagar íþróttafé- lagsins Hattar svonefnt „mini-golf" sem þeir hafa komið sér upp við íþróttavöllinn — enda tók rigningu að slota þegar á daginn leið. Sýndu forystumenn Hattar listir sínar í golfíþróttinni. Að kvöldi 17. júní var síðan efnt til fjölskyldudansleiks í Valaskálf. — Ólafur Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíðum Moggans! y ÓGNVALDUR KARATEMYNDANNA Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Ógnvaldur sjóræningjanna (Project A). Sýnd í Regnbogan- um. Stjömugjöf: 0. Framleiðandi: Leonard K.C. Ho. Handrit: Jackie Chan og Tong King Sang. Tónlist og titillag: Michael Lai, sungið af Jackie Chan. Leikstjóri: Jackie Chan. Helstu leikendur: Jackie Chan, Samo Hung, Yuen Biao, Dick Wei og Isabella Wong. Ef Bmce Lee á einhvem tímann eftir að hitta þennan Jackie Chan handan móðunnar miklu á hann sjálfsagt eftir að reka löppina í kviðinn á honum fyrir það að gera karatemyndina að skrípa- verki. Það em ljósár á mili mynda eins og í klóm drekans (Énter the Dragon) og þessarar nýlegu framleiðslu Chans, Ógnvaldur sjóræningjanna (Project A), svo dæmi sé tekið. Hin göfuga karate- hugsjón Lees, sem allir kakkar gátu klappað fyrír eins og fyrir indíánunum þegar þeir felldu kábojana, er orðin að einum alls- hetjar hrærigraut, mgli og vit- leysu, hugsunarlausu sparki útí loftið. Og hinar frábæm hreyfingar, tækni, einbeiting og sálarstyrkur Bmce Lees ummyndast í kjánaleg hlaup og bamalæti hjá Chan. Meira að segja amerísku „leikar- amir“ sem tala inná myndina em orðnir verri en áður. Nú talar enginn lengur eins og maður: það öskra allir eins og ljón og samt er aðeins verið að tala um daginn og veginn. Þessi mynd á að gerast í Hong Kong á 19. öldinni. Nákvæmar er tímatalið ekki en Bretar stjóma a.m.k. borginni. Chan er aðaltöff- arinn í strandgæslu borgarinnar og seinna meir aðaltöffarinn í lögreglunni þegar strandgæslan er lögð niður. Hann er líka aðal- maðurinn í því að handsama ein- hvem glæpamann (sem enginn veit hvað hefur brotið af sér) og svo er hann aðalmaðurinn í því að handsama einhvem sjóræn- ingja sem heldur til á miðunum út af borginni. Chan syngur meira að segja titillagið fýrir utan að leikstýra, skrifa handritið (með öðmm) og leika aðalhlutverkið í myndinni. Hann hefði átt að láta aðra sjá um þetta allt saman. w OD ÞEGAR TVEIR STERKIR STANDA AD ÞJÓNUSTUNNI... Van Leeuwen erstærsta lagerfyrirtæki röra og fylgihluta þeirra f Evrópu. Sindra Stál rekurstærstu birgðastöð fyriríslenskan máimiðnað. Ölfugtsamstarfvið V. Leeuwengerirokkurkleiftaðbjóðafjölbreytt úrval afsvörtum og galvaniseruðum pípum, prófílpípum, heildregnum pípum og suðutengjum. Skjót og öflug þjónusta vegna sérverkefna! VANLEEUWEN SINDRA STALHF Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 27222.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.