Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 AKUREYRI Slapp með brotið rif- bein eftir 8—10 metra fall í körfubíl — Verra að ná málningnnni úr hárinu sem slettist yfir mig Akureyri. ÞAÐ ÓHAPP varð á Akureyri í gær að bóma sem heldur uppi vinnupalli, „körfu“ svokailaðri, á körfubíl slökkviliðsins, brotnaði með þeim afleiðingum að karfan skall niður úr 8—10 metra hæð og lenti á tréþaki viðbyggingar við húsið. Einn maður var við störf i körfunni, var að mála húsið utan, en hann slapp ótrú- lega vel — aðeins brotnaði í honum eitt rifbein. „Það var eiginlega verra með hárið á mér — ég var svo lengi að verka úr því málningu sem slettist yfir mig!“ sagði sá óheppni, Amar Óskarsson, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Amar sagðist oft hafa hugsað um það hvað gerðist ef þetta kæmi fyrir. “A leiðinni niður hugsaði ég með sjálfum mér: það hlaut að koma að þessu! Mér fannst ég vera lengi á leiðinni, var samt ekkert hræddur og ég held að það hafí kannski bjargað mér hve ég var rólegur og afslappaður. Tréþakið tók fyrst mikið högg er karfan lenti á því, síðan fætumir á mér — en ég stóð allan tímann í körfunni — og það var ekki fyrr en ég var lentur að ég kastaðist í handriðið á körfunni og valt síðan út úr henni. Rifbeinið brotnaði er ég kastaðist á handrið- ið.“ Amar sagði að venjulega væri málari í körfunni. „Hann hefur ver- ið í fríi og átti að byrja aftur í morgun. En hann mætti ekki þann- ig að honum hefur greinilega ekki verið ætlað að lenda í þessu óhappi. Sá er líka búinn að fá sinn skammt — hann datt niður úr stiga fyrir átta ámm og fór illa út úr því.“ Gunnlaugur Búi Sveinsson, slökkviliðsmaður, sem stjómaði körfubílnum, sagði í gær: „það var kraftaverk að maðurinn slasaðist ekki meira. Karfan var í 8 til 10 metra hæð en sem betur fer féll hún niður á tréþakið en ekki í göt- una. Höggið var svo mikið að karfan braut þakið og braut einnig falskt loft sem er þar fyrir neðan. Tréþakið dró mikið úr högginu þannig að mun betur fór en á horfð- ist,“ sagði Gunnlaugur. Hann bætti því við að í gær hefði sannast að stundum væri það af hinu góða að stelast úr vinnunni! „Það hafði verið maður að mála beint fyrir neðan körfuna allan morguninn, en tíu mínútum áður en óhappið átti sér stað stalst hann frá því hann þurfti að skreppa í bæinn! Bóman er tvö og hálft tonn á þyngd þannig að ekki hefði þurft að spyija að leikslokum hefði mað- urinn orðið undir henni," sagði Gunnlaugur. Heljarmikið bras var svo, að sögn Gunnlaugs Búa, að losa bómuna upp úr þakinu og þurfti að fá til þess risastóran krana. í sundlauginni á Akureyri. Landhelgisgæslan: Þyrlunámskeið á Akureyri ÞYRLA Landhelgisgæslunnar kom til Akureyrar í gær, og kynntu starfsmenn Landhelgis- gæslunnar þyrluna fyrir aðilum á Akureyri, sem starfa að björgunar- og slysavamamál- um. Þyrlan kom til Akureyrar kl.10 árdegis, en ferð hennar til Akur- eyrar er liður í hringferð þyrlunn- ar um landið, þar sem hún er kynnt. Um morguninn héldu þyrlu- menn fyrirlestur í húsi hjálpar- sveita skáta á Akureyri, þar sem Qallað var um eiginleika þyrlunn- ar og sýndar myndir. Kl. 11.30 lenti vélin á flöt fyrir aftan hús hjálparsveitanna og gengu þátt- takendur á námskeiðinu út og skoðuðu hana. Eftir hádegi var sýnd björgun úr þyrlu og voru hífðir upp í þyrl- una menn og sjúkrabörur. Tókust æfingamar í alla staði vel að sögn talsmanns hjálparsveitanna á Ak- ureyri. Síðar um daginn æfðu félagar úr fallhlífaklúbbnum stökk úr þyrlunni og stukku þeir úr henni í 8000 feta hæð. Þeir aðilar, sem þátt tóku í þyrlunámskeiðinu voru Hjálpar- sveit skáta, Flugbjörgunarsveitin, Slysavamafélagið, slökkviliðið og lögreglan. Öllum viðmælendum Morgun- blaðsins bar saman um það að þetta námskeið hafí verið mjög gagnlegt, enda getur ávallt komið til þess, að beita þurfi þyrlunni um þessar slóðir. Voru menn á því að námskeiðið gæti komið sér vel í framtíðinni. Hér má sjá nokkra þátttakendur námskeiðsins við þyrluna sem meðal annars fór upp i 8.000 feta hæð, þar sem stokkið var í fallhlífum. Viðbrögð bæjarfulltrúa á Akureyri við ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar STJÓRN Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum í gær að stofnunin yrði ekki flutt til Akureyrar eins og rætt hefur verið um. Morgunbiaðið leitaði álits fulltrúa stjórnmálaflokk- Heimir Ingimarsson: Sýnir hve lítils við megum okkar „ÞÚ ÞARFT nú varla að spyrja mig um álit á þessari niður- stöðu! Það hefur lengi verið baráttumál okkar alþýðu- bandalagsmanna, bæði á flokkslega visi og i bæjarmál- ium, að dreifa stofnunum um 'landið,“ sagði Heimir Ingimars- son, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins. „Þegar þessi stofnun var stofn- uð kom sú staða upp að hún þyrfti ekki endilega að vera stað- sett í Reykjavík. Þingmaður okkar flutti þá tillögu um að hún yrði staðsett hér og ég verð að segja að ég er afar hissa að meira að segja þingmenn Norðurlandskjör- dæmis úr öðrum flokkum hafa ekki lagt málinu lið. Mér finnst það afar súrt í broti, eftir að viss- ir aðilar innan rikiskerfisins hafa verið jákvæðir gagnvart því að anna fjögurra, sem sæti eiga í bæjarstjórn Akureyrar, á nið- urstöðu þessari og voru þeir allir heldur óhressir. Fara við- brögð þeirra hér á eftir. Sigurður taldi, að i skýrslu Hagvangs kæmi ekkert fram, er mælti gegn þvi, að flytja Byggða- stofnun til Akureyrar. Um þau rök að Akureyri henti ekki, vegna samgangna, sagði hann, að þeir sem helst sæktu þjónustu Byggðastofnunar væru lands- byggðarmenn og að samgöngur við Akureyri væru síst verri en til Reykjavíkur. „Hvers vegna ættu þeir menn, sem búsettir eru í Reykjavík ekki alveg eins að geta flogið til Akureyrar eins og við til Reykjavíkur?" Aðspurður um viðbrögð við þessari ákvörðun, sagði Sigurður, að hugmyndin um Byggðastofnun á Akureyri væri aðeins einn leikur í þeirri skák sem valddreifíngar- baráttan væri og þeirri skák þyrfti að halda áfram. Það sem hins vegar gerði þessa ákvörðun erfíð- ari að kyngja, væri sú staðreynd, að hér væri um nýja stofnun að ræða og hefði því flutningur henn- ar átt að vera auðveldari en stofnana, sem grónar og gamlar væru í Reykjavík. Aðspurður um það hvort af- staða Ólafs Þórðarsonar og Stefáns Guðmundssonar væri færa stofnunina, að þingmenn skuli ekki láta kné fylgja kviði." Heimir sagði að ákvörðunin hefði engan vegin komið sér á óvart. „Þetta var bara í nösunum á mönnum — síðan var beðið fram yfir kosningar um að taka ákvörðun. Og mér er spum: fer háskólamálið sömu leið? En þessi ákvörðun sýnir hve lítils við meg- um okkar er við ætlum að vænta skilnings þeirra fyrir sunnan," sagði Heimir. Sigiirður Jóhannesson: Óánægður með afstöðu minna manna „VONBRIGÐI mín eru mikil“, sagði Sigurður Jóhannesson bæjarfulltrúi og efsti maður á lista Framsóknarflokksins, „og það sem ógnvænlegast er við þessa niðurstöðu, er að mesta tregðan við flutning stofnana út á landsbyggðina kemur frá fulltrúum Iandsbyggðarinnar." Sigurður kvaðst þar ekki sist vera að höggva i sina menn. álitshnekkir fyrir Framsóknar- flokkinn sem landsbyggðarflokk, sagði Sigurður að þetta mál væri ekki flokkspólitískt mál og yrði ekki rekið á þeim vettvangi, en það breytti því ekki, að hann væri mjög óánægður með afstöðu þeirra. Um afstöðu þingmanna kjördæmisins vildi Sigurður ekki fúllyrða, en hins vegar væri alger einhugur meðal allra bæjarfulltrú- anna um þetta mál. „Þessi niðurstaða kemur manni til að efast um að full heilindi fylgi, þegar forystumenn í lands- málum tala um nauðsyn þess að dreifa valdi til landsbyggðarinn- ar,“ sagði Sigurður Jóhannesson að lokum. Gunnar Ragnars: Skil ekki þessar röksemdir „ÉG VIL vekja athygli á því að Byggðastofnun fékk ráðgjafa- fyrirtækið Hagvang til að gera úttekt á hugsanlegum flutningi stofnunarinnar hingað til Ak- ureyrar og í þeirri úttekt kom ekkert fram sem mælti á móti því að flytja hana. Þess vegna skil ég ekki röksemdir fyrir því að hún skuli ekki flutt hingað norður,“ sagði Gunnar Ragn- ars, forseti bæjarstjórnar, og oddviti Sjálfstæðismanna. „Rök þess eðlis að stofnunin þurfi að vera í Reykjavík vegna þess að þar sé hún í nánari tengsl- um við stjómarráð og fleiri stofnanir em léttvæg. Menn vissu það áður en úttektin var gerð að þær stofnanir sem Byggðastofn- un hefur mest samskipti við eru í Reykjavík þannig að mér sýnist úttektin hafa verið óþörf," sagði Gunnar. „Mér finnst það tal um að stofnanir eigi að fara út á landi hafi beðið mikinn hnekki með þessari ákvörðun - ekki síst þar sem meirihluti stjómarmanna í Byggðastofnun eru landsbyggð- armenn og eiga því að skilja vel þarfir og óskir landsbyggðarinn- ar. En það þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur safna liði. Þetta herðir okkur vonandi í bar- áttunni fyrir að ná þá einhverri annarri stofnun norður í staðinn." Freyr Ófeigsson: Ekki póli- tískur vilji til að brjóta ísinn „AUÐVITAÐ varð ég fyrir von- brigðum með þessa niðurstöðu en ég viðurkenni að ég hafði ekki gert mér miklar vonir um að stofnunin yrði flutt hingað," sagði Freyr Ófeigsson, bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins. „Mér fínnst að unnið hafi verið gagngert áð því að gera það erfið- ara að flytja stofnunina norður en þurft hefði að vera. Hún var stofnsett í fyrra og ef ákveðið hefði verið strax í upphafi að hún yrði staðsett hér þá hefði ekki komið upp vandamál um að starfsfólk vildi ekki starfa hér. Starfsmenn eru fyrst og fremst úr Reykjavík og nú hafa þeir sett sig upp á móti því að stofnunin skuli færð!“ Freyr sagði þetta mál hafa ver- ið prófstein á það hvort rikisstofn- anir yrðu færðar út á Iand. „Þetta var kjörið tækifæri til að bijóta ísinn, en það var greinilega ekki nægur pólitískur vilji til þess."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.