Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 áster. . . .að minnast æskudaga undir eikinnigömiu TM Reg. U.S. Pat. Oft.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu aa aa Þeir segja að hann viti eitt hvað um forstjórann hér. HÖGNI HREKKVtSI 111 1 ii öl 2 2 ( r " þAP ER /VtOS i KJALLARANUM/ Spellvirki á náttúrunni Guðlaug Sigurðardóttir skrifar: Velvakandi. Óspillta náttúru er hvergi að finna þar sem gróður fær ekki að dafna vegna ofbeitar. Það er ekkert einkamál þeirra rollukarla er þeir reka fé sitt á gróðurlitla almenninga ofan Stór-Reykja- víkursvæðisins, því víggirða þarf hvem blett er græða skal á með- an þessi vargur gengur laus. Ekkert skipulag virðist vera á sauðfjárhaldi hér, því mér virðist hver og einn geti gerst rollukarl og sent fé sitt laust á land okkar eyðandi öllum gróðri. Þeir virðast kæra sig kollótta um að vemda landið, stendur á sama þótt auðn taki við þar sem áður stóðu reisuleg tré. Nei, þeirra mottó er að eyða gróðri á kostnað ijöldans. Því er það krafa okkar gróður- vemdunarmanna að féð (sem í langflestum tilvikum er aðeins til dægradvalar og skemmtunar) verði sett í hagagirðingar líkt og hestamenn gera við hesta sína á sumrin, eða banna þennan sauð- Qárbúskap með öllu. Ekkert er jafnmannbætandi og að geta gengið um óspillta náttúruna." Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Víkveiji skrifar Víkverja hefúr borizt svohljóð- andi bréf frá Margréti Sæmundsdóttur, forskólafulltrúa hjá Umferðarráði: “Ágæti Víkveiji. í pistlum þínum flallar þú oft um hin brýnustu mál. Nú langar mig til þess að biðja þig um að fjalla um ökulag lands- manna. Eg var í sumarfríi um síðustu helgi og blöskraði alveg hvemig fólk getur hagað sér á veg- um úti. Ökuhraðinn er sannarlega ekki miðaður við aðstæður. Öku- menn sem vanir eru að aka á malbiki kunna ekki að aka í lausa- möl. Á 4 dögum varð ég vitni að 3 útafkeyrslum, sem greinilega stöf- uðu af reynsluleysi ökumanna að aka í lausamöl. Annað atriði varð ég vör við og það er tillitsleysi öku- manna, sem aka í gegnum þorp og bæi. Heimamenn eiga stundum fót- um fjör að launa vegna aðkomubíla, sem þeysast í gegnum bæinn án þess að taka tillit til þess að þar fer gangandi fólk. Nýlega rakst ég á meðfylgjandi grein, sem ég sendi þér til fróðleiks. Ef til vill getur þú fjallað lítillega um tillögur Svía í þessum efnum." XXX Igrein þeirri sem Margrét Sæ- mundsdóttir vitnar til er skýrt frá því, að sænska ríkisstjómin hafi lagt fram tillögur í sænska þinginu þar sem gert er ráð fyrir því, að ökumenn verði umsvifalaust sviptir ökuskírteini, þ.e. á staðnum ef um gróf brot er að ræða. Ástæð- an fyrir þessari tillögu er sú að ökuhraðinn hefur aukizt verulega og slysum fjölgað. Þar er gert ráð fyrir því að ökumenn geti ekki leng- ur búizt við því einu að fá aðvörun ef þeir aka á 30-40 km meiri hraða en leyfilegur er. Jafnvel geti menn búizt við sviptingu þegar í stað ef aksturshraðinn er 20-30 km um- fram hámarkshraða. Þá er einnig gert ráð fyrir því í hinum sænsku tillögum, að önnur umferðarlaga- brot geti valdið sviptingu ökuleyfis, svo sem að aka yfír á rauðu ljósi, virða ekki stöðvunarskyldu og fleira. XXX Víkveiji þakkar Margréti Sæ- mundsdóttur bréfið. Hún hreyfir hér mikilsverðu máli. Nú er orðið töluvert um það að íslending- ar aki bifreiðum erlendis og kynnist umferðinni þar. Líklega em flestir sem það hafa gert sammála um að umferðin í nálægum löndum ein- kennist af margfalt meiri aga en hér tíðkast. Þegar aftur er tekið til við að aka á Islandi eftir að hafa ekið um skeið erlendis finnst fólki stundum að það sé i fmmskógi, þar sem hver og einn hugsar um það eitt að bjarga sér eins. og hann getur bezt. Agaleysi er helzta ein- kenni umferðar á íslandi. Engin spuming er um það að malbik og olíumöl á vegarköflum á þjóðvegum hefur gjörbreytt við- horfum í umferðarmálum á þjóð- vegum. Ökumenn telja að akstursskilyrði hafi batnað svo mjög að eðlilegt sé að þeir aki hrað- ar þar sem svo háttar. Um leið eykst hraðinn áreiðanlega á mal- arköflum, þar sem menn gæta ekki að sér þegar malbiki lýkur. Hraðaá- kvæðum hefur eitthvað verið breytt til samræmis við breyttar aðstæður en ekki ýkja mikið. Okuhraði hefur hins vegar stóraukizt á þjóðvegum og líklega er nú orðið algengt að menn aki á yfir 100 km hraða. Erlendis eru reglur um ökuhraða mjög mismunandi. í Bandaríkjun- um t.d. eru mjög ströng ákvæði um ökuhraða og þau eru bersýnilega haldin. Þar er leyfilegur ökuhraði á þjóðvegum um 90-95 km, sem er mun minni hraði en í sumum Evr- ópulöndum. En þegar við berum okkur saman við þessi lönd er á það að líta að þar eru yfirieitt marg- ar akreinar á hraðbrautum í hvora átt og brautimar aðskildar. Hér er hins vegar eðins ein akrein í hvora átt og brautimar ekki aðskildar. Þess vegna em aðstæður til hraða- aksturs alls ekki þær sömu hér og annars staðar á Vesturlöndum. Líklega er skynsamlegt hér að gera tvennt: í fyrsta lagi að leyfa eitthvað aukinn hraða frá því sem nú er á malbikuðum þjóðvegum, þannig að ökumenn öðlist aukna virðingu fyrir þeim hraðamörkum sem þar gilda. I öðm lagi að ganga mjög stíft eftir því að hraðamörk séu haldin þegar ekið er í gegnum kaupstaði og kauptún, en þá ber ökumönnum að draga mjög úr hraða bifreiða. Um leið og menn telja hraðareglur eðlilegri en nú er má búast við því, að þeir haldi þær betur. Með þungum viðurlögum er hægt á skömmum tíma að stórauka aga í umferðinni hér, sem er að verða höfuðnauðsyn. Aksturslag hér er stundum með þeim ólíkindum að fólk stendur agndofa og orð- laust. En kannski em erfíðleikar umferðaryfirvalda við að koma á aga í umferðinni aðeins einn þáttur í þeim almennu vandamálum, sem stafa af agaleysi, sem einkennir þjóðfélag okkar á nánast öllum svið- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.