Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 21 Gestur Einarsson forstjóri Ágætis með „Ágætiskartöflur1 Morgunblaðid/Ámi Sæberg reyndu að bjóða aðeins það besta. Unnið hefði verið markvisst að því að gera framleiðendur meðvitaðri um gæði vönmnar sem þeir fram- leiða og sagði að þeir hefðu tekið því vel. Nú væri til dæmis farið að svæðamerkja grænmetið ti! að veita framleiðendum aðhald. „Neytendur mættu hins vegar vera kröfuharð- ari,“ bætti Gestur við. Ekki varð af samein- ingn við Sölufélagið Skipulag heildsöludreifingar á grænmeti komst í fréttirnar í vor þegar skýrt var frá því að Ágæti UTANHÚS MÁLNING SEM DUGAR VEL KÓPAL-DÝRÓTEX hleyptir raka auðveldlega i gegnum sig. Mjög gott verörunar- og lútarþol og rakagegnstreymi. KÓPAL-DÝRÓTEX dugar vel. HViTT>*e« ÖSAftlA og Sölufélag garðyrkjumanna hefðu samþykkt að taka upp við- ræður um nána samvinnu eða samruna þessara tveggja helstu dreifingarfyrirtækja á kartöflum og gi-ænmeti, en fyrirtækin eru bæði í eigu framleiðenda, eins og kunn- ugt er. Gestur sagði: „í því frjáls- ræði sem nú ríkir á þessu sviði er ekki undan því vikist að leita allra hagkvæmustu leiða. Það kom í ljós að þessi tvö fyrirtæki geta samnýtt marga hluti, svo sem aðstöðu, starfsfólk og útkeyrslu, og gert dreifinguna ódýrari. Þrátt fyrir að stjómendur beggja fyrirtækjanna væru þessu sammála náðist ekki samkomulag og var málið látið nið- ur falla í bili, hvað sem síðar verður. Það er mín skoðun að framleið- endur þurfi eigi að síður að koma betra skipulagi á sín mál, þannig að þeir komi betur til móts við markaðinn í ræktun og framboði gi-ænmetis og skapi atvinnugrein- inni þar með meiri verðmæti því framleiðslugetan eykst með aukinni tækni sem aftur eykur hættuna á offramleiðslu í einstökum vörum. Aðalatriðið í þessu er betra upplýs- ingastreymi á milli framleiðenda og neytenda og það gerist ekki af sjálfu sér,“ sagði Gestur. - H.Bj. Nýja Kökuhúsid itið Austurvöll er nú einnig opid á fimmtudags- kvöldum tilkl. 23.00. Kökugerdarmeistarinn (Konditorinn) bakar sjálfur á staðnum hið Ijúffengasta góðmeti Utflutningrir sjávarafurða: Heildarverðmæti um 5 milljörðum meira en í fyrra Tæpum 33 þúsund tonnum meiri útflutningur það sem af er árinu FYRSTU sex mánuði þessa árs voru fluttar út sjávarafurðir fyrir tæplega 16,8 miiljarða króna, alls 394.620 tonn. Á sama tíma í fyrra voru flutt út tæplega 33 tonnum minna fyrir tæpa 12 milljarða króna. Hlutfall sjávarafurða, miðað við heildarverðmæti vöruút- flutnings landsmanna, er 79,2% fyrri hluta þessa árs en var 77,4% á sama tímabili í fyrra. Mest verðmæti voru í frystum afurðum, en af þeim voru flutt út 81.656 tonn fyrir rúma 8 milljarða króna. Samsvarandi tölur fyrir 1985 voru rúm 75 þúsund tonn fyrir tæpa 6,2 milljarða. Rúm 52 þúsund tonn af söltuðum afurðum hafa verið flutt út það sem af er þessu ári fyrir rúma 4,2 milljarða en á sama tíma í fyrra höfðu verið flutt út rúm 47 þúsund tonn fyrir tæpa 2,9 milljarða. Það sem af er þessu ári hafa verið flutt út rúm 150 þúsund tonn af mjöli og lýsi fýrir rúma 2 milljarða en í fyrra voru það rúm 143 tonn fyrir rúman 1,7 milljarð króna. Helstu viðskiptalönd eru Banda- ríkin með 32.610 tonn fyrir rúma 4.1 milljarð, Bretland með 89.646 tonn fyrir rúmlega 3,1 milljarð, Portúgal með 14.513 tonn fyrir rúman 1,5 milljarða, Vestur-Þýska- land með 26.989 tonn fýrir rúman 1.2 milljarða og Sovétríkin með 25.627 tonn fyrir rúman 1,1 millj- arð. ARNARHOLL A horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Borðapantanir í síma 18833. ÞAKMÁLNING SEM ENDIST málninghlf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.