Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 37 Minning: * * Olafur Oskarsson Vestmannaeyjum Fæddur 27. maí 1944 Dáinn 9. ágúst 1986 í dag verður tii moldar borinn frá Landakirkju æskuvinur minn og félagi, Olafur Oskarsson. Ég vil minnast Óla með nokkrum fátæklegum orðum, enda minninga- sjóðurinn nokkuð stór, því við Óli vorum æskuvinir og alla tíð síðan félagar og vinir allt þar til Óli veikt- ist á þrettándanum 1983 er við vorum í hinni árlegu þrettándablys- för Týs. Við félagarnir höfðum tekið þátt í þrettándagleði Týs allar götur síðan 1961 og skrópuðum aldrei og sömu sögu má reyndar segja um þjóðhátíðarundirbúninginn líka. Þegar fara skyldi í Dalinn var kom- ið við á Boðaslóðinni, Óli tekinn með og oftast fékk Óskar og seinna Halldóra að fljóta með, enda Óli góður faðir og mikið með börnum sínum. Óli lék knattspyrnu með Tý upp í gegnum alla flokka og síðan með meistaraflokki ÍBV í mörg ár. Óli var vel íiðtækur spjótkastari, eins og Dolli bróðir hans, og hefði eflaust náð langt í spjótkastinu ef hann hefði lagt rækt við það. En boltinn varð númer eitt. Það streyma fram margar minn- ingar þegar svona stendur á, allar fótboltaferðimar upp á land og fyrsta utanlandsferðin með 2. flokki Týs 1962 til Danmerkur og Þýska- lands. Allar þær minningar sem Óla tengjast eru fagrar því Óli var mannkostamaður og traustur vinur og félagi. Óli giftist ungur Höipu Njáls- dóttur og eignuðust þau tvö böm, Óskar, sem er giftur og búsettur hér í Eyjum, og Halldóm, sem býr enn hjá móður sinni. Harpa reynd- ist Óla mjög vel í veikindum hans, sem og öll hans samhenta fjöl- skylda. Ég sendi Hörpu og bömunum, tnóður Óla og öðmm aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Mig langar að ljúka þessum orðum með vísu úr ljóði. Leyfíst ei öllum lífs á streng, langa ævi að skrifa. En minningin um mætan dreng, mun þó áfram lifa. Veri kær vinur sæll, ég veit hann siglir á Guðs vegum. Helgi Sigurlásson Óli Óskars er farinn. Margra ára baráttu við erfiðan sjúkdóm er lok- ið. Hjá okkur sem enn erum hérna megin landamæranna ríkir söknuð- ur, en jafnframt þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum og njóta samvista við hann þann tíma er hann dvaldi hér. 1. janúar 1966 gengur Óli að eiga Hörjiu Njálsdóttur, þau eign- uðust tvö böm, Óskar, sem giftur er Öldu Ingadóttur og eiga þau eina dóttur. Þau eru búsett í Eyjum. Einnig Halldóru, sem býr hjá móður sinni. Haipa reyndist börnum sínum vel þennan erfiða tíma. Foreldrar Óla voru Óskar Ólafs- son pípulagningameistari er lést á þessu ári og Kristín Jónsdóttir er nú dvelur í Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja. Þau hjón bjuggu fyrst á Landagötu 18, en fluttust síðan á Boðaslóð 27. Þeim hjónum varð 10 bai'na auðið. Allt myndarfólk og mikið gefið fyrir íþmttir og fé- lagslíf. Knattspyrnufélagið Týr á þessu fólki mikið að þakka, því allt voru þetta frábærir íþróttamenn, hver á sínu sviði, og héldu merkinu hátt á loft. í þessu umhverfi ólst Óli upp og hann lét ekki sitt eftir liggja. Hann gekk ungur í Tý og vann ávallt vel fyrir félagið af trú- mennsku og einurð. Óli keppti í knattspyrnu frá 5. flokki og upp í meistaraflokk með félagi sínu og einnig á sama máta með IBV og ávallt var hann fastur maður í lið- inu, sterkur leikmaður og ekki síst skemmtilegur félagi, ávallt í góðu skapi og hafði góð áhrif á alla í kringum sig. Óli fór í keppnisferð með 2. flokki Týs 1962, farið var til Færeyja, Skotlands, Danmerkur og Þýska- lands. Var þetta ógleymanleg ferð fyrir alla er þátt tóku. Er til kvik- mynd um þessa ferð sem oft var skoðuð í góðra vina hópi. Eftir öll þessi ár í fótboltanum sneri Óli sér að félagsmálum. Allar Týs-þjóðhá- tíðir er ég man eftir vann hann óeigingjarnt starf fyrir félagið. Byijað var að vinna um mánuði fyrir þjóðhátíðina við að koma öllu upi>, svo einnig hálfum mánuði eft- ir hátíðina við að koma dótinu í örugga geymslu. Og ávallt var Óli mættur. Einnig man ég eftir honum við að reisa skrítið hús með torf- þaki fyrir gesti hátíðarinnar til að fá sér vatn. Var mikil eining um það verk enda hlaut það nafnið Einingarbrunnur. Óli vann einnig mikið fyrir félagið á þrettándanum. Gekk hann þar í hin ýmsu störf, en lengst var hann þó í því að bera blys af Hánni og um götur bæjar- ins. Það var svo á hinum örlagaríka þrettánda félagsins 6. janúar 1983, er Óli var við störf fyrir félagið. Það sem þá gerðist eigum við Týrar- ar aldi'ei eftir að glcyma. Ég bið þig lesandi góður að fyrirgefa að þessi orð bera keim af því, að þau eru skrifuð um þátt Óla í starfi hans fyrir Tý og er aðeins stiklað á því stærsta. Mikilhæfur félagi er fallinn í val- inn. Ég votta öllum ástvinum Óla mínar dýpstu samúðarkveðjur. „Dmttinn veri þér cilíft Ijós Guð þér geislandi röðull.” Magnús Birgir Guð- jónsson, formaður Týs Ljóðasafn Steinunn- ar Þ. Guð- mundsdótt- ur komið út ÚT ER komið ljóðasafn eftir Steinunni Þ. Guðmundsdótt- ur, og nefnist það Ljóð. Steinunn fæddist aldamóta- árið og lést í desember í fyrra. Eftir hana hafa komið út þrjár skáldsögur og heita þær Dögg í spori (1972), í svölum skugga (1976) og Nið- ur fljótsins (1979). Auk þess birti hún bæði Ijóð og smásögur í tímaritum. Steinunn lét eftir sig nokkuð af skáldskap, sem ekki hefur birst á prenti. Öll ljóð hennar, birt sem óbirt, eru í hinu nýja ljóðasafni. Ljóð Steinunnar fjalla meðal annars um náttúruna og tníarlegar hliðar lífsins, og eru mörg þeirra ort með hefðbundnum hætti. Ljóðabókin er 94 blaðsíður að stærð, og er hún gefin út á vegum aðstandenda skáldkonunn- ar. Umsjón með útgáfunni hafði Arni Siguijónsson, bókmennta- fræðingur. Bókin er prentuð í Odda hf. og bundin hjá Bókfelli hf. NYTT SÍMANÚMER 69-11-00 klukkustund að framkalla filmuna þína í verslunum I I n * i r ' / ■__, • ...ogpú mátt tœysta pví að með nýju Kodak-tækninni náum við því besta út úr filmunnni þinni. HfíNS PETERSEN HF Bankastræti - Glæsibæ - Austurveri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.