Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.08.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 47 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS iæ i/^w/ UJnJ’Ull Þjóðhátíðin í Vestmanna- eyjum til skammar „Hin svokallaða verslunar- mannahelgi hefur á sér nokkrar hliðar og sumar harla óviðkunnan- legar. Ungur maður úí Reykjavík fór til Vestmannaeyja, tjaldaði þar á tilteknu svæði og hugðist sjá með eigin augum hvemig þjóðhátíð þeirra Eyjamanna færi fram. Ekki skal hér tíundað fylteríið á svæðinu enda þekkt fyrirbæri. Pilturinn þurfti að bregða sér til Reykjavíkur flugleiðis og skildi tjald sitt eftir og svefnpoka. Þegar til baka kom, var búið að stela svefnpokanum og rífa tjaldið í tætlur. Nokkrir mótorhjólaruddar höfðu gaman af að sveifla tæjunum af tjaldinu yfir höfði sér og þóttust harla miklir menn. Ruddaskapur af þessu tagi er víst vel þekkt fyrir- bæri á útisamkundum landsmanna, og ekki síður slagsmál og mstaleg framkoma sumra gesta. Kona í Vestmannaeyjum skrifar í Velvakanda og vill að þessi hátíð verði fyrir Eyjamenn og þeirra fjöl- skyldur eingöngu enda var það uppmnalegur tilgangur manna þar úti í Eyjum. Látum nú vera þótt íslendingar einir séu vitni að þessu þjóðarfyll- eríi og mddaskap, en verra er að mikið af erlendu fólki hefir sér til gamans komið upp hingað til þess að skoða þessa hlið á „menningu" okkar, eða ómenningu. Galtalækjarmótið ætti að vera öðrum til fyrirmyndar. Þar em menn ekki að veltast dauðadmkkn- ir og viti sínu fjær, landi og þjóð til skammar. Faðir P.S. Ökumenn létu vamarorð löggæslunnar sér að kenningu verða og óku eins og menn um- rædda helgi. Nú bregður hins vegar svo við að hraðaæðið er hafið á ný. Framúrakstur, Jónasar-lestarstjór- ar og þeir, sem vilja ekki hliðra til á akreinum, em alls ráðandi í um- ferðinni. Nú verður lögreglan að sýna að þessu eftirliti á ekki að linna, það ber að taka ökufanta og mdda í umferðinni í bakaríið, það er það eina sem þeir skilja." Hver týndi kven- mannsúri? Maður nokkur hafði samband við Velvakanda. Konan hans hafði fundið kvenmannsúr við Skólavömbúðina Laugavegi 166 sl. laugardagskvöld kl. 10.30. Sú sem týndi úrinu getur hringt í síma 28702 eftir kl. 16. „Reykjavík í aug- um skálda“ fróðlegir þættir Gerður Jónsdóttir hringdi: „Mig langar til að þakka fyrir þáttinn Reykjavík í augum skálda í Ríkisútvarpípu í umsjón Símonar Jóns Jóhannessonar og Þórdísar Mósesdóttur. Ég hef haft mikla ánægju af þessum þáttum. Þeir em fróðlegir og skemmtilegir, sérstaklega fyrir bókmenntaunnendur. Ég vil sér- staklega þakka Símoni Jóni fyrir hans ljóðalestur því að hann er mjög góður ljóðales£iri.“ Prúðir íþrótta- menn Erla Sigurðardóttir hringdi: „Mig langar til að þakka sund- mönnum frá ÍBV, UMSB og UMSS sem dvöldust í Langholts- skóla fyrir skömmu kærlega fyrir prúðmannlega framgöngu. Þau voru bæði foreldmm sínum og íþróttafélögum til sóma. Einnig vil ég þakka fararstjómnum kær- lega fyrir þeiira hlut. Þeir stóðu sig mjög vel. Það var mikil lífsreynsla að fá að dvelja með þessu unga íþróttafólki sem kom svo vel fram.“ Getur einhver ís- lenskur læknir aðstoðað? Nokkrir vinnufélagar hringdu: „Við lásum í Morgunblaðinu föstudaginn 18. júlí sl. grein um lækningaaðferð sem nefnist Lipo- lysis. Hún er fólgin í því að röri er stungið inn í fituvef og fitan sogin burt til þess að vinna bug á offitu eða ólánlegu sköpulagi. í greininni var sagt að erlendis væri talsvert um þessar aðgérðir og því viljum við gjarnan vita hvort einhver íslenskur læknir tekur að sér að gera þær. Við emm um það bil 50 konur sem vinnum saman og höfum við rætt þetta talsvert síðan greinin birtist. Það em eflaust margir sem gætu hugsað sér að fara í aðgerð sem þessa. Þarf ríkið að vera með putt- ana í öllu? Laufey Þorsteinsdóttir hringdi: „Eg var að lesa það í Morgun- blaðinu sl. fimmtudag að borgar- stjóm hefði veitt skóburstara leyfi til að starfa í borginni. Þetta stakk mig talsvert. Hvers vegna þarf ríkið eða borgaiyfirvöld að veita leyfi fyrir þessu? Þarf alltaf eitt- hvert yfirvald að veita leyfí fyrir öllum sköpuðum hlutum? Þarf ríkið að vera með puttana í öllu? Svo er annað sem mig langar til að forvitnast um. Svo er mál með vexti að ég er að kaupa ibúð og þarf því að fá lán. Þrátt fyrir að ég hafi heimsótt alla banka í Reykjavík hefur enginn getað lán- að og hef ég þó veðtryggingu og annað sem til þarf. Hvemig getur staðið á þessu?" Glæsileg Volvo-bifreið inn- flutt notuð frá Þýskalandi UPPÁHALDSRÉTTUR FJÖLSKYLDUNNAR KATRÍN EGILSDÓTTIR 1 kjúklingur ca. 1100gr 1 dós Cream of Mushroom Soup (Campell) 1/2 bolli mayoneaise 250 gr nýirsveppir 1/2 græn paprika 1/4 dósananas 1 tsk. karrý sítrónusafi eftir smekk rasp (Parsley and Thyme stuffing mix) rifinn ostur. Kjúklingurinn soðinn og kældur. Hreinsaður af beinunum og skorinn í bita. Sveppirnirsteiktir, ananas og paprika brytjað. Súpa, mayonnaise, karrý og sítrónusafi hrært saman. Kjúklingabitar, sveppir og paprika sett saman við. Sett í eldfastform, raspi stráðyfirog síðan ostinum. Hitað í ofni í 25 - 30 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og maiskorni. Snittubrauð ef vill. ísfugl Sími: 666103 60TT-H0LLT 06Ó0ÝRT 8 Kjúklingur er hollur, góður og síðast en ekki síst Iódýr matur. Við viljum að allir borði kjúkiing að minnsta kosti einu sinni í viku og velji sér kjúklíngadag. Hér birtist spennandi uppskrift úr samkeppni (SFUGLS, veldu þér kjúklingadag og reyndu uppskriftina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.