Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST1986 3 H- Sérfræðingar í flugeldasýningum UNDIRBÚNINGUR að flugeldasýningunni stórkostlegn að kvöldi afmælisdags Reykjavíkur 18. ágúst hófst fyrir rúmu ári, enda teg- undafjöldinn gifurlegur og flókið mál og tímafrekt að skipuleggja svona fyrirtæki og fyrirbyggja að ekkert fari úrskeiðis. Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík sá um framkvæmdina og var allt starfið sjálfboðaliðsvinna. Sjö menn voru hálfan sólarhring að stilla flugeld- unum upp en ekki tók nema tiu minútur að skjóta allri dýrðinni upp. Fyrir tilstuðlan Landssambands hjálparsveita skáta kom hingað til lands skömmu fyrir afmælið Bjöm Söderberg, efnafræðingur, sem undanfarin 25 ár hefur starfað hjá fyrirtækinu Hansons Pyrotekniska í Gautaborg við skipulag og upp- setningu á flugeldasýningum. Hansons Pyrotekniska er í fremstu röð í framleiðslu og þróun á neyðar- flugeldum. Söderberg aðstoðaði skátana i Reykjavík við afmælissýn- inguna. Meðan Söderberg dvaldi á íslandi hélt hann einnig námskeið fyrir aðildarsveitir Landssambands hjálparsveita skáta. Skiptist nám- skeiðið í tvo meginhluta, annars vegar uppsetningu á flugeldasýn- ingum og meðferð flugelda, hins vegar meðferð neyðarflugelda og kynnti hann meðal annars nýja teg- und af slíkum flugeldum. Nokkrir af hjálparsveitarskátun- um, sem hafa fengið þjálfun í meðferð flugelda, munu framvegis bjóðast til að sjá um alla fram- kvæmd á sýningum af þessu tagi. Á myndínni eru f.v. Össur Friðgeirsson, Garðar Gíslason, Sveinn Sigurjónsson, Hjálparsveit skáta Hveragerði, Björn Hermannsson, framkvæmdastjóri Landssambands Hjálparsveita skáta, Björn Söder- berg, Hansons Pyro, Einar Strand, Jóhann V. Jónsson, Hjálparsveit skáta Reykjavík, Már Guðmundsson, Hjálparsveit skáta Kópavogi, og Kristján Ásbergsson, Hjálparsveit skáta Isafirði. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Flugeldasýningin vakti mikla hrifningu viðstaddra. Ljósadýrðin speglast í Tjörninni. b íslenska útvarpsf élagið: Bylgjan hefur útsendingar á fimmtudaginn BYLGJAN, hin nýja útvarpsstöð íslenska útvarpsfélagsins, hefur útsendingar á FM 98,9 klukkan 7 að morgni næsta fimmtudags, 28. ágúst. Verður siðan sent út sam- fellt til miðnættis og verður sami háttur hafður á alla virka daga, nema hvað þá hefst dagskráin klukkan sex. Um helgar hefjast útsendingar klukkan 8 að morgni og standa til klukkan 3 að nætur- lagi. Einar Sigurðsson, útvarpsstjóri, sagði i samtali við Morgunblaðið að útsendingar Bylgjunnar myndu fyrst um sinn nást á Suðvesturlandi, frá Keflavík til Akraness og eitthvað austur yfir fyall, þ.á m. á Selfossi. Síðar er ráðgert að reyna að stækka útsendingarsvæðið. Dagskrá Bylgjunnar verður eink- um dægurtónlist. Fréttir verða fluttar á klukkutíma fresti og hafa sex fréttamenn verið ráðnir til að hafa umsjón með þeim. Aðalfrétta- tímar verða kl. 12 og 18 og milli kl. 23 og miðnættis verður sérstök dag- skrá með fréttatengdu efni. Auk tónlistar og frétta verða á dagskrá skemmtiþættir, framhalds- leikrit, spumingakeppni, viðtals- þættir og fitjað verður upp á þeirri nýlundu að efna til „flóamarkaðar" í beinni útsendingu á hvetjum virkum degi. Er það hugsað sem vettvangur fyrir fólk, sem vill selja hluti úr fór- um sínum og verður miðlunin ókeypis. Rekstur Bylgjunnar er ljármagn- aður með auglýsingum, sem skotið er inn í dagskrána, en hlustendur greiða ekkert afnotagjald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.