Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 29 11. einvígisskákin; Báðir tef ldu stíft til vinnings __________Skák Margeir Pétursson Ævintýralegar flækjur ein- kenndu elleftu einvígisskák Kasparovs og Karpovs sem tefld var i London í gærkvöldi. Skákinni lauk með jafntefli eft- ir 41 leik og Kasparov heldur því enn vinnings forskoti sínu. Hann hefur hlotið sex vinninga, en Karpov fimm. Aðeins á nú eftir að tefla eina skák í Lon- don, eftir tólftu skákina á miðvikudaginn verður gert einnar viku hlé á einvíginu, en það síðan hafið að nýju í Len- ingrad i Sovétríkjunum. Kasparov heldur sig enn við Grunfelds-vömina, en að þessu sinni virtist Karpov, sem hafði hvítt, vel undirbúinn og hristi nýjan og öflugan leik fram úr erminni eftir 14 leiki. Heimsmeist- arinn lagðist í þunga þanka, flestum skákskýrendum leist afar vel á nýjung Karpovs, en samt sem áður náði heimsmeistarinn að snúa vöm í sókn, því 20. leik- ur hans var mjög öflugur. Þá var komið að Karpov að leggjast í þunga þanka og síðan fór í hönd gífurlega spennandi kafli í skákinni þar sem báðir virt- ust með unnið og tapað á víxl. Jóhann Hjartarson, stórmeistari, sem fylgdist með skákinni í Lon- don í gær, sagði að þeim sem rannsökuðu skákina jafnóðum hefði reynst vonlaust að geta upp á leikjum meistaranna. Hann sagði að eftir byijunina hefði flestum litist mjög vel á gagnsókn Kasparovs og fáir höfðu trú á að mannsfórn Karpovs í 24. leik stæðist. Þessi skák einkenndist af sigur- vilja beggja. Kasparov gat þving- að fram jafntefli í 21. leik, en í stað þess kaus hann að tefla til vinnings með glæfralegri riddara- fóm. Að sögn Jóhanns vom áhorfendur aftur búnir að bóka jafntefli tveimur leikjum síðar. Þá gat Karpov náð þráskák, en í stað þess kaus hann að láta af hendi riddara til að ná máthótunum. Það var síðan með ólíkindum að eftir allar sviptingamar varð skákin hnífjöfn, skyndilega vom ekki neinir menn eftir til að fóma og sækja með, peðin vom jöfn og ekki um annað ræða en að semja jafntefli. Þessi snilldarlega tafl- mennska minnti mest á fífldjarfa loftfimleikamenn sem tekst alltaf að koma niður á lappirnar. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Grunfeldsvöm 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - d5 4. Bf4 - Bg7 5. e3 - c5 6. dxc5 - Da5 7. Hcl - dxc4 8. Bxc4 - 0-0 9. Rf3 - Dxc5 10. Bb3 - Rc6 11. 0-0 - Da5 12. h3 - Bf5 13. De2. I níundu skákinni lék Karpov 13. Rd4, en niðurstaðan varð stutt jafntefli eftir 13. . . - Bd7 14. De2 Rxd4 15. exd4 e6 o.s.frv. Re4 14. Rd5 e5 í þessari stöðu hefur áður verið leikið 15. Bh2, en þá jafnar svart- ur taflið með 15. . . - Hfe8 eða 15. . . - Be6! Karpov hefur fund- ið miklu hvassari leik: 15. Hxc6! - exf4 Það var mjög hæpið að taka skiptamuninn. Eftir 15. . . - bxc6 16. Re7+ - Kh8 17. Rxc6 Dc5 18. Rcxeö hefur hvítur feng- ið tvö peð og góða stöðu í bætur. 16. Hc7 - Be6 17. Del - Db5 18. Re7+ - Kh8 19. Bxe6 - fxe6 20. Dbl Það er ekki ótrúlegt að Karpov hafi fengið þessa stöðu upp í heimarannsóknum sínum. Við fyrstu sýn virðist hún hagstæð hvítum, hann hefur komið hrók og riddara upp á 7. línu og svart- ur hefur veikt kóngsstöðu sína lítillega. En það er ekki allt sem sýnist. Með næsta leik sínum nær svartur óvæntri gagnsókn og hvíti riddarinn á e7 er í raun og vem strandaglópur. Eina framtíð hans virðist liggja í fómamöguleikum ág6. Rg5! 21. Rh4 Leikið eftir langa umhugsun. Karpov hefur líklega átt erfítt með að sætta sig við þá staðreynd að sókn hans er mnnin út í sandinn og nú getur svartur þvingað fram jafntefli með því að leika 21. . . - fxe3, því hvítur á ekkert betra en 22. Rhxg6+ - hxg6 23. Rxg6+ - Kg8 24. Re7+ og þrákskákar. Næsti leikur Kasparovs kom áhorfendum geysilega á óvart, ekki sízt með tilliti til stöðunnar í einvíginu. Heimsmeistarinn leikur riddara beint í dauðann: Rxh3+! 22. Kh2 - Dh5 23. Rexg6+ - hxg6 24. Dxg6! Nú er það Karpov sem verð- skuldar hrós fyrir dirfsku. Margir hefðu líklega kosið að flýja af hólmi með 24. Rxg6+ - Kg8 25. Re7+ - Kh8 26. Rg6+ sem hefði leitt umsvifalaust til jafnteflis. Svar Kasparovs er þvingað. De5 25. Hf7! Miklu sterkara en 25. Hxg7? Dxg7 26. Kxh3 Hf6 og hvíta sóknin rennur út í sandinn. Nú setur hótunin 26. Kxh3 svart í mikinn vanda. Kasparov fínnur björgun sem leiðir til afar sér- stæðra uppskipta á drottningum. Hxf7 - 26. Dxf7 - Rg5! 27. Rg6+ - Kh7 28. Rxe5 - Rxf7 29. Rxf 7 Hvítur hefur unnið manninn til baka og á peði meira og virðist því hafa uppskorið árangur erfíðis síns. En þar er um enn eina tál- sýnina að ræða. Eftir næsta leik Kasparovs vinnur svartur peðið til baka og síðustu leiki skákarinn- ar er það í raun svartur sem stendur heldur betur. Karpov reynist þó létt verk að halda jafn- tefli með mestallt liðið horfið af borðinu. Kg6 30. Rd6 - fxe3 31. Rc4 - exf2 32. Hxf2 - b5 33. Re3 - a5 34. Kg3 - a4 35. Hc2 - Hf8 36. Kg4 - Bd4 37. He2 - Bxe3 38. Hxe3 - Hf2 39. b3 - Hxg2+ 40. Kf3 - Hxa2 41. bxa4 og nú loks- ins var samið jafntefli. Það verður spennandi að fylgj- ast með lokaskákinni í London og það verður vafalaust með söknuði sem enskir skákáhugamenn sjá á eftir þessu æsispennandi einvígi til Leningrad. í síðasta einvígi var það 12. skákin sem skipti sköpum. Karpov hafði þá 6-5 yfir, en lék hroðalega af sér og Kasparov náði að jafna. Eftir þetta bar Karpov ekki sitt barr í einvíginu. Nú er það Kasparov sem leiðir 6-5 og hann hefur hvítt í 12. skák- inni. Sjötta umferð á Lloyds Bank- mótinu var tefld í gærkvöldi. Jóhann Hjartarson tapaði fyrir norska stórmeistaranum Agde- stein. Agdestein er nú efstur, hefur unnið sex fyrstu skákimar. Englendingurinn Hodgson er ann- ar með 5 V2 vinning. Jóhann Hjartarson hefur 4V2 vinning og Jón Garðar Viðarsson, sem vann í gær Englendinginn Shovel, hefur 3V2 vinning. Hafnarfj ör ður: Fegurstu garð- ar verðlaunaðir FEGRUNARNEFND Hafnarfjarðar verðlaunaði i gær ýmsa aðila fyrir framlög þeirra til fegrunar bæjarins. Fór verð- launaafhendingin fram í hófi í veitingastaðnum Gafl-inn í Hafnarfirði. Ekki reyndist unnt að gera upp á milli tveggja fegurstu garða Hafnarfjarðar og fór sú viðurkenning því á tvo staði; til hjónanna Sjafnar Stefánsdóttur og Guðgeirs Einarssonar, Norðurvangi 23, og Ingibjargar Kristjáns- dóttur og Hilmars Friðrikssonar, Vesturvangi 6. Kolbrún Sigurbjörnsdóttir og Marvin Friðriksson hlutu viður- kenningu fyrir snyrtilegan garð og gróskumikinn tijágróður að Þrúðvangi 14. Aðrar viðurkenn- ingar vom sem hér segir: Guðmunda Halldórsdóttir og Þór- hallur Hálfdánarson fyrir athygl- isverðan og smekklegan garð í gömlu umhverfi með fjölbreyti- legum gróðri að Vitastíg 2; Guðlaug Berglind Björnsdóttir og Hallur Ólafsson, fyrir hlýlegan garð í gömlu umhverfi að Merk- urgötu 5; Jórunn Jörundsdóttir og Geir Hauksson, Sævangi 45, Vigdís Ásgeirsdóttir og Halldór Svavarsson, Sævangi 47, og Sig- rún R. Jónsdóttir og Olafur Emilsson, Sævangi 49, fyrir snyrtilegan og smekklegan garð og tillitssemi við umhverfisvernd og nágranna. íbúar við Hjallabraut 50 til 56 fengu viðurkenningu fyrir snyrti- mennsku og góða sameiningu lóða og þau Guðrún Jónsdóttir og Elías Arason, Hellisgötu 19, fyrir snyrtilega aðkomu að gömlu Áskriftarsimim er 83033 húsi. Páll Bjamason, arkitekt, og Auður Sveinsdóttir, landslags- arkitekt, fengu viðurkenningu fyrir framlag til endurbyggingar á gömlum húsum og frábæra hönnun á Sjóminjasafni Islands og umhverfi þess og fyrirtæki E.Th. Mathisen fyrir snyrti- mennsku og náttúruvernd í iðnaðarhverfi. Einnig voru veittar viðurkenn- ingar til Jóhönnu Kristófersdótt- ur, Brekkugötu 11, fyrir fallegt, gamalt hús og Venus hf., Austur- götu 12, fyrir gott viðhald á gömlu húsi. Fulltrúum Vinnuskóla Hafnar- fjarðar voru þökkuð vel unnin störf við fegrun og ræktun í bænum og einnig var formanni Skógræktarfélags Hafnaifyarðar og Garðabæjar, Ólafi Vilhjálms- syni, þakkað árangurstríkt framlag félagsins, sem er 40 ára í ár, til skógræktar og gróður- vemdar. Þá fékk Sjöfn Magnús- dóttir sérstaka viðurkenningu fyrir vel unnin störf í fegrunar- nefnd bæjarins sl. 20 ár. Sjöfn hefur hætt störfum í fegrunar- nefndinni, en hana skipa nú þær Hólmfríður Árnadóttir, formað- ur, Hólmfríður Finnbogadóttir og Ásthildur Magnúsdóttir. Sex eininga Salix hillusamstæða frá VIÐJU á kr. 23.800,- Hvít með bláum eða rauðum skúffum og skápahurðum. 20% ÚTBORGUM 12 MÁMAÐA GREIÐSLUKJÖR HÚSGAGNAVERSLUNIN VIÐJA Smiöjuvegi 2 Kópavogi Simi 44444 Þar sem góðu kaupin gerast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.