Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.08.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 39 Bessi, komust í nám hjá Jens Ey- jólfssyni, sem þá var að byggja Eimskipafélagshúsið. Luku þeir báðir námi í húsasmfði. Harmsög- unni með berklana var ekki lokið, Bessi lenti á Vífilsstöðum og lést 21. maí 1929. Zófi (eins og hann var alltaf kallaður) sagði einhvem tímann við mig þegar ég spurði um þessa atburði, „það var sárt, en ég varð að halda áfram að lifa“ og það gerði hann svo sannarlega. Zófi var ekki stór maður, en þéttur á velli og kvikur í hreyfingum og ákaflega kappsfullur. Hann var gleðimaður, hafði góða frásagnargáfu og var söngelskur. Hann söng við vinnu og lét hvorutveggja ganga. Hann spilaði lipurlega á harmonikku og vann sér aukapening með því að spila á böll- um. Á námsámnum kepptu þeir bræðurnir ásamt mörgum fleimm í hjólreiðum. Þeir léku sér að því að hjóla til Þingvalla og til baka eftir vinnu á kvöldin, og var þó vinnudagurinn langur og í keppni urðu þeir alltaf 1., 2. og 3. Þegar Zófi var um fertugt fór hann að stunda skíðaíþrótt af sama kappi og annað sem hann gerði. Zófí hef- ur varla verið búinn að vera lengi hjá Jens Eyjólfssyni þegar að hann vissi hvað hann sjálfur ætlaði sér að gera. Hann fór vel með þá litlu peninga sem hann vann sér inn. Það var árið 1923 sem hann fékk sína fyrstu lóð að Ásvallagötu 5 og fór að byggja sjálfur, til að selja og það var bara sú fyrsta, því marg- ar lóðir og mörg hús komu á eftir, bæði á Melunum og inn f Norður- mýri. Félagi hans í mörg ár í byggingum var Guðmundur Gísla- son, múrarameistari. Þeir tóku líka að sér mörg stórverk fyrir aðra. Zófi tók nokkra lærlinga og var ég sá síðasti á ámnum 1941—1945. A þeim ámm var mikið að gera og miklir peningar í gangi. Stærstu verkin á mínum námsámm vom hafi komið kona, sem lýst hafi látn- um félaga okkar fyrir sér, og hafl hún talið, að sá vildi beina saman okkar tilraunum og hennar. Þessi kona var Sigurrós, og varð úr þessu samstarf. Má heita að það hafí haldizt óslitið síðan, allt framundir ævilok hennar, sem kölluð em, og nú em nýafstaðin. Mörg dæmi mætti segja úr hug- læknisævi Sigurrósar, sem athygl- isverð em, á einn eða annan hátt, en þó var það eitt dæmi öðmm fremur sem vissu jók mér um getu hennar, eða þess máttar sem að henni stóð, og var það dæmi ekki lítilsvert. Og svo var líka þetta, sem gerði það að verkum, að ég þurfti aldrei að láta á moti mér í samstarf- inu við hana: Sigurrós talaði íslenzku. Lærð var hún ekki, á málfræði eða bókmenntir, en þegar hún talaði um eitthvað sem mikils- vert var að hennar dómi, varð málið eins og það á að vera, augun skýrð- ust og hugaraflið streymdi fram. Það var eins og öll uppgerð, tilgerð og „tilfinningasemi" væri óhugs- andi, þegar skömngurinn Sigurrós tók til orða og sagði sitt álit. En tilfinningar átti hún í ríkum mæli, gagnvart þeim sem hjálpar þurftu. A veggnum hjá Sigurrósu vom myndir af páfanum, Hafsteini Bjömssyni, móður Theresú og Helga Pjeturss. En þessi metorð hlutu þau hjá henni af því að hún skynjaði persónuleika þeirra, skynj- aði að viðleitnin til hins góða var þama ríkjandi, og því fór hún eftir. Hún lagði sitt mat á hlutina og mennina, og þess vegna var þessi fylling í öllu sem hún sagði, og persónukraftur. Aldrei held ég að ég þreytist á samvinnubústaðirnir sunnan Guð- rúnargötu, nýi stúdentagarðurinn og Fálkinn við Laugaveg 24, auk nokkurra íbúðarhúsa. Hann var við að byggja Heilusverndarstöðina við Barónstíg, en 1955 gerist hann starfsmaður borgarinnar sem eftir- litsmaður með byggingafram- kvæmdum á vegum hennar. Mest var hann við Borgarsjúkrahúsið. Hann hættir störfum 1973. Hann er enn ungur þegar hann byggir húsin nr. 21 og 23 á Leifsgötu með tíu íbúðum. A Leifsgötu 23 bjó hann. Fyrst í einu herbergi á meðan hann var ógiftur. Þangað var gam- an að koma. Þar var allt svo fínt, fannst okkur systurbörnunum hans og þar útbjó hann handa okkur gjaf- ir sem hann færði okkur á jólunum og þá var hátíð. I hugum okkar er Zófí frændi stórt orð sem við nefnd- um með lotningu. Zófí giftir sig 24. júní 1941 þeirri yndislegu konu Oddnýju Einarsdóttur fædd 24. maí 1907, dáin 22. nóvember 1983, frá Hleinargarði í Eiðahreppi, N-Múl. Þau byija sinn búskap í einni íbúðinni á Leifsgötunni en síðan byggði hann húsið Blönduhlíð 20, þar sem heimilið þeirra stóð æ síðan. Þau voru alveg sérstök heim að sækja, tóku öllum opnum örmum eins og verið væri að gera þeim mikinn greiða. Oddný svo mikil húsmóðir og elskuleg, hann gaman- samur og gleðigjafí. Þau voru svo samtaka að gera heimilið fallegt og elskulegt. Þar voru jólaboðin og ekki af lakara taginu, veitingar miklar og músík. Zófi var sérlega frændrækinn maður. Böm þeirra eru: Sigþrúður, fædd 14. júní 1944, kennaramenntuð, gift Bimi Bjöms- syni, flugvélvirkja, þau eiga þijú böm. Snorri, fæddur 9. desember 1949, jarðfræðingur. Nú eru þessi kæru hjón bæði farin og hafí þau þakkir fyrir allt. Blessuð veri minning þeirra. Snorri Bjarnason að segja söguna af því, þegar Sigur- rós sá „geislana" á Álfhólsvegi 121, að afloknum fundi hjá Sveini Har- aldssyni. Hún ætlaðist til þess af mér, að ég sæi einnig þessa undur- fögru geisla, sem léku um austur- vegginn, og taldi hún þetta húsinu til tekna. Hún var gagntekin af þessu og mátti láta sér detta í hug til samanburðar það sem í biblíunni er kallað að „komast við í anda“. En ég brá upp lófanum fyrir augum hennar, í um 50—60 sm ijarlægð, og hélt hún þá áfram að lýsa geisl- unum „en nú eru þeir á lófanum", sagði hún. Þessi einkenni á reynslu Sigurrósar eru mér ein af mörgum sönnunum þess, að slík reynsla stafar af sambandi við annan stað, þegar hinar undursamlegu sýnir ber fyrir augu einhvers annars, en er ekki hluti af raunverulegu um- hverfí okkar hér, þó að því hafí lengi verið trúað. Um störf Sigurrósar sem hug- læknis dró Þórarinn S. Jónsson á Kjaransstöðum saman efni, og kom það út í bókarformi með tilstyrk Hörpuútgáfunnar árið 1984. Það gladdi Sigurrósu mjög, að sú bók skyldi koma út, og þótti henni sem aðstreymi krafta til sín ykist mjög við tilkomu hennar. Nokkur blaða- viðtöl voru tekin við Sigurrósu síðustu ár hennar og vöktu þau verulega athygli. Nú er ferli Sigurrósar lokið á þessari jörð, en þó sízt af öllu full- lokið, því að framhaldið er eins vist og að tvisvar tveir eru §órir. Hún er nú komin á annan hnött, og sjálf- sagt farin að stíga þar í fætuma. Fólk þarf á þeim að halda þar eins og annarsstaðar. Þorsteinn Guðjónsson t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, JENSÍNA ÓLÖF SÓLMUNDSDÓTTIR, lést í Sjúkrahúsi Bolungarvíkur 23. ágúst sl. Jarðsett verður frá Hólskirkju laugardaginn 30 ágúst kl. 14.00. Sævar Guðmundsson, Bjarney Kristjánsdóttir, Geir Guðmundsson, Una H. Halldórsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Ingibjörg Pétursdóttir, Rögvaldur K. Guðmundsson, Erla Sigurgeirsdóttir, barnabörn og aðrlr aðstandendur. TILKYNNING TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Vegna yfustandandi deilu Tknnlæknafélags íslands og Tiyggingastofhunar ríkisins um gjaldskrá tannlækna skal þeim aðilum, sem rétt eiga til endur- greiðslu á tannkostnaði frá sjúkrasamlagi eða tryggingastoínun skv. lögum um aimannatryggingar bent á eftirfarandi: Þar til samningar hafa tekist mllli 'Iknniæknafélags fslands og Tryggingastofnunar ríkisins um gjaldskrá fyrir tannlæknaþjón- ustu eru skilyrði fyrir endurgreiðslu skv. 44. gr. almannatrygg- inga þessi: 1) að reikningur sé skv. gjaldskrá heilbrlgðisráðherra frá 8. ágúst sl. 2) að reikningur sé sundurliðaður á eyðublöðum Trygginga- stofnunar ríkisins, smbr. mynd. Tii að tryggja sér endurgreiðslu skal sjúklingum tannlækna ein- dregið bent á að ganga úr skugga um að tannlæknir gefl út reikning sinn á þennan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.