Morgunblaðið - 02.09.1986, Page 18

Morgunblaðið - 02.09.1986, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 Athugasemd frá blaðafulltrúa KEA Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá blaðafulltrúa KEA á Akureyri: Hr. ritstjóri. Einn af þeim mönnum sem óneit- anlega setur svip á Akureyri svona öðru hvoru er Leifur Sveinsson, lög- fræðingur í Reykjavík og húseig- andi á Akureyri. Leifur kemur og fer eins og farfuglamir, hann er myndarlegur ásýndum, fyrirmann- legur. Leifur hefur næmt auga fyrir fegurð og sagnakunnátta hans er vel þekkt af dálki sem hann annast fyrir Lesbók Mbl. Þar hefur hann sagt góðlátlegar grínsögur af mönnum og málefnum og yfirleitt tekst honum vel upp. Leifur drap niður fæti á Akur- eyri ekki alls fyrir löngu og rak augun í skúr á lóðinni Hafnar- stræti 92. Þessi skúr varð honum tilefni í grein sem birtist í Morgun- blaðinu miðvikudaginn 6. ágúst. í dálkum sínum í Lesbók Mbl. hefur Leifur gætt þess vandlega að vera umfram allt jákvæður og skemmtilegur. Ekki hefur komið fyrir í þeim dálkum, svo undirritað- ur muni, að Leifur hafi hnjóðað í nokkum mann eða málefni. Þess vegna kom það á óvart er Leifur skrifaði þá sérkennilegu ádrepu er birtist í Morgunblaðinu. Greinin kom einkum á óvart vegna þess að hún var síður en svo í stfl við þá hógvæm framkomu er Leifur sýnir yfírleitt hér í bæ — eða í gamansöm- um sagnabálkum í Lesbókinni. Vera kann að samvinnuhreyfingin sé Leifi þymir í auga og að hann ráði ekki fyllilega við sig þegar hann fjallar um hana. Slíkir menn em til en illt er að ímynda sér Leif í þeim hópi. Það er útaf fyrir sig rannsóknar- efni af hveiju Leifur beinir sjónum að umræddum skúr, sem reyndar er í eigu Akureyrarbæjar, en KEA hefur á leigu. Ekki er það ætlun undirritaðs að grafa ofan í sálar- fræði Leifs, en honum skal til fróðleiks bent á að leigutaki málar yfirleitt ekki húseign þá er hann hefur á leigu. í umræddu tilviki er ekki um neitt slíkt samið milli Akur- eyrarbæjar og KEA. Þaðan af síður hefur KEA gefið í skyn við bæjar- yfirvöld að húsið yrði málað á kostnað félagsins — jafnvel þótt KEA hafi átt 100 ára afmæli þann 19. júní sl. Leifur gefur í skyn í fyrirsögn að embættismenn bæjarins séu beinlínis hræddir við KEA. Ekkert er fjær sanni. Samskipti KEA og embættismanna bæjarins hafa ætíð verið með ágætum enda vinna báð- ir aðilar að því sama: Að gera góðan bæ betri og gott hérað betra. Þetta hefur verið markmið KEA í heila öld og verður áfram. Það fjármagn sem myndast hjá KEA er notað til enn frekari uppbyggingar og hverf- ur ekki úr héraðinu. Sú staðreynd hefur ætíð fallið sveitarstjómar- mönnum við Eyjafjörð vel í geð. Þá skal Leifi bent á að það er illa gert af honum að líkja Gunnari Ragnars, forstjóra Slippstöðvarinn- ar, við öm. Sá fugl gerir sér hreiður við Eyjafjörð og sést hér aldrei nema sem flökkufugl og stundum heldur óhijálegur. Gunnar Ragnars er nýtur borgari sem hefur fasta búsetu á Akureyri og KEA hefur átt ágætis samstarf við Gunnar. Vel má vera að Leifur hafi í hyggju að fjalla eitthvað meira um hús á Akureyri. í því tilfelli skal honum bent á hús sem standa við vestanvert Hafnarstræti, milli Ráð- hússtorgs og Kaupangsstrætis. Leifur uppgötvar fljótt við hvaða hús er átt ef hann gengur norður eftir göngugötunni og horfír til vinstri. Vel má vera að Leifi sé verr við að §alla um þessi hús af þeirri ástæðu að þau eru ekki í eigu KEA — og KEA leigir ekki einu sinni part af þeim. En ef Leifur ákveður aðskrifa um þau er sú von látin í ljós að þær greinar verði hógværar, rétt eins og dálkar hans í Lesbókinni, og þar með höfundi til sóma. Kærkveðja, Áskell Þórísson, blaðafull- trúi Kaupfélags Eyfirðinga. Pennavinir Átján ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist. MUd Yonekura 3—15 Kotobuki-machi zchome Hakata-ku, Fukuoka City, Fukudka 816 Japan. Þrettán ára gamall piltur í Mala- ysiu, hefur áhuga á hjólreiðum og fótbolta. Saifuc Azrin Fudlic 60, Jalan Wirawati 9 Taman Macuri 55100 Kuala Lumpur Malaysia Spánveiji sem hefur lengi haft áhuga á að eignast pennavini á ís- landi. Getur ekki um aldur segist svara öllum bréfum. German Franco Diaz Calvo Sotelo, 52, 3-Izqda 27600 Sarría, Lugo, Spain. Það er ekki nóg að útsýnið úr vinnupallinum sé gott vinnupallar þurfa umfram allt að vera oruggir, vandaðir og léttir í meðförum. Brimrás sf. býður sérlega hagkvæm verð og kjör á níðsterkum áloöllum. Vinnupallarnir frá Brimrás s/f eru búnir að vera á markaðnum í þrjú ár og hafa reynst frábærlega vel. Hönnunin er v-þýsk að grunni til en að öðru leyti eru pallarnir íslensk gæðasmíði. Þeir eru smíðaðir úr seltuvörðu áli sem hentar vel í íslenskri veðráttu. Samsetningarkerfi pallanna gerir ráð fyrir „enda- lausum“ viðbótarmöguleikum. Jafnframt býður Brimrás s/f viðhaldsþjónustu fagmanna og sérsmíði eftir þörfum hvers og eins. Brimrásar-pallarnir bjóðast nú á greiðslukjörum sem allir ráða við: 20% útborgun og eftirstöðvarnar til allt að 12 mánaða eða 5% staðgreiðsluafsláttur. Einnig býðst nú möguleiki á kaupleigusamningi til 2ja ára. Dæmi um verð og kjör á vinnupöllum: Dæmi I: Vinnuhæð 5,60 m. Lengd 2,50 m. - breidd 70 cm. Verð kr. 73.970.-, útborgun 20%, eftirst. í 12 mán. Útborgun kr. 14.570.- Eftirst. kr. 4.950.- pr. mán. auk vaxta og kostn. Dæmi II: Vinnuhæð 3,60 m. Lengd 2,50 m. - breidd 70 cm. Verð kr. 48.594.-, útborgun 20%, eftirst. í 12 mán. ;0 O) Útborgun kr. 9.714,- 3 ca Eftirst. kr. 3.240.- pr. mán. auk vaxta og kostn. VELDU VANDAÐ - VELDU BRIMRÁS Kaplahrauni 7 Hafnarfirði, sími 651960

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.