Morgunblaðið - 02.09.1986, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.09.1986, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1986 Líbýa: Gadhafi hótar að stofna „alþjóðaher“ Tripóli, AP. MOAMMAR Gadhafi hélt þriggja tima langa ræðu á mánudag i tilefni sautján ára afmælis bylt- ingarinnar í Líbýu. Hann gagn- rýndi Reagan Bandarikjaforseta harðlega og hótaði að stofna al- þjóðlegan her til þess að „berjast gegn Bandaríkjunum livar- vetna“. Þá þakkaði hann Sov- étrikjunum öflugan stuðning og sagði að þar færi bandamaður, sem ekki viki á örlagastundu. Rómönsku-Ameríku, Afríku og Asíu. „Ég get myndað her utan Líbýu . . . og þessi her mun breið- ast út um heimsbyggðina og iáta til skarar skríða hvar sem Banda- ríkjamenn hafa ítök.“ Gadhafi sagði að Líbýumenn væru í raun að segja Bandaríkjunum að „fara til fjand- ans“ og sagði að Reagan yrði að kynna sér mannkynssöguna og læra af henni. „En Reagan les ekki mannkynssöguna, hann les einung- is ómerkilega Hollywood-reyfara. Helsta vandamál heimsins er það að annárs flokks leikari skyldi verða forseti öflugasta ríki hans.“ A sunnudaginn kom sovésk sendinefnd í heimsókn til Líbýu og fór Pyotr Demichev, varaforseti Sovétríkjanna, fyrir henni. Hann hét því að Sovétríkin myndu styðja Líbýu hér eftir sem hingað til. í Nýleg mynd af Gadhafi, en hann hefur lítið komið fram eftir sprengjuárás Bandaríkjamanna i vor. Gadhafí lofaði Sovétríkin mjög fyrir að hafa staðið við skuldbind- ingar sínar við Líbýu. Hinn 44 ára gamli leiðtogi Líbýu sagði að hann væri óhræddur við að láta lífið í þágu málstaðarins og líkti sér við Salvadore Aliénde og Che Guevara. „Ef Reagan hættir ekki heimsku- pörum sínum mun ég mynda alþjóðlegan her til þess að beijast gegn Bandaríkjunum hvarvetna. Eg er viss um að innan nokkurra ára mun heimurinn verða laus við þetta nýja heimsveldi nazista," sagði Gadhafí og bætti við að liðs- menn siíks hers myndu koma fá Balkanskagi: Öflugurjarðskjálfti veldur nokkrum skemmdum Búkarest, AP. Á SUNNUDAGSNÓTT reið snarpur jarðskjálfti yfir Suðaust- ur-Evrópu, en skemmdir af völdum hans eru léttvægar. Við upptök skjálftans í Búlgaríu mældist hann vera 6,5 stig á Perú: Sovéskir sjómenn slasast í sprengingu Lima, reru, Ar. J SPRENGJA í klæðaverslun særði alvarlega sex sovéska sjómenn í hafnarborginni Callao, að því er lögregluyfirvöld tilkynntu á sunnudag. Talið er að skæruliða- hreyfing maóista hafi komið sprengjunni fyrir. Klæðaverslunin er í 100 metra fjarlægð frá lögreglustöð. 30—40 manns voru í búðinni þegar sprengj- an sprakk, flestir þeirra frá sovésku fiskiskipi, sem var í höfn í Callao. 1,3 metra gat myndaðist á gólf búðarinnar og hluti loftsins.hrundi í sprengingunni. Richterskvarða. Sovéska frétta- stofan TASS skýrði frá því að manntjón hefði orðið i Moldavíu, en sagði ekki hversu margir hefðu látist. Mikil skelfing greip um sig í Búkarest vegna skjálft- ans, en þar fórust 1.570 manns í jarðskjálfta árið 1977. Upptök skjálftans voru í Karp- atafjöllum, nánar tiltekið í Vranc- ea-sýslu, um 144 km norður af Búkarest. Fregnir frá Sovétlýðveld- inu Moldavíu hafa verið óljósar, en vestrænir stjómarerindrekar í Búk- arest sögðu að þeim virtust frásagn- ir þarlendra yfírvalda vera réttar og skemmdir af völdum skjálftans óvemlegar. í Búkarest hefur heyrst orðrómur um að tvær gamlar konur hafí látist af hjartaslagi og enn- fremur mun maður gripinn skelf- ingu hafa varpað sér út um glugga á þriðju hæð, en lamist til dauða. Breski myndhögg’var- inn Henry Moore látinn London, AP. BRESKI myndhöggvarinn Henry Moore lést á sunnudag, 88 ára að aldri. Hann varði lífi sínu til þess að finna týnda hlekkinn milli mannslíkamans og umhverfis hans. Feiknlegar styttur hans úr unni, sama hvort landslagið er steini, bronsi og tré, eru á sýning- fallegt eða ekki, heldur en í eða um í níutíu borgum og öllum virtustu söfnum heims. Helsta við- fangsefni hans var mannslíkam- inn: lítil höfuð á miklum búkum og gildir útlimir og oft og tíðum voru göt á líkamanum. Moore var bráðkvaddur að heimili sínu í þorpinu Much Hadh- am, skammt norður af London. Þar bjó hann fjörutíu ár. Hann hlaut alþjóðlega frægð sem framúrstefnumaður í högg- myndalist 1948. Þá hlaut hann höggmyndaverðlaunin á bíennal- inum í Feneyjum. 1978 lýsti hinn virti listfræð- ingur Kenneth Clark yfir því að Moore væri „framúrskarandi og enginn er haldinn jafn aflmikilli sköpunargáfu og hann.“ Andstæðingar Moores réðust beiskir á list hans og sögðu að hann afskræmdi mannslíkamann, en aðrir sögðu að hann lyfti hon- um á æðri stig. „Höggmyndir eru list, sem á heima undir beru lofti,“ sagði Moore eitt sinn. „Dagsbirtan og sólarsljósið eru þeim nauðsynleg. í mínum huga er náttúran ákjós- anlegasta umhverfí höggmynda- listar. Ég kysi frekar að verk eftir mig yrði sett upp úti í náttúr- á fallegustu byggingu, sem ég veit um.“ Mörg þau verk, sem honum voru huglægust, standa á víða- vangi. Þar má nefna Konung og Konungshjón eftir Henry Moore. Styttan stendur í garði við Middleheim-safn í Antwerpen. drottningu, nokkuð fuglsleg hjón, í hráslagalegri mýri á skoska há- lendinu. Moore sagði að götin, sem oft og tíðum voru á líkömum hans, minntu sig á landslag. „Gat getur sem slíkt haft jafn mikla merk- ingu og steinn. Það er leyndar- dómur holunnar - heillandi hellar í hæðum og björgum," sagði lista- maðurinn, sem var af námafólki kominn og þekkti göng og hella frá æskuárum sínum. Hann fæddist 30. júnf 1898 í námabænum Castleford skammt frá Leeds. Hann var oft heiðraður og hlaut meðal annars Order of Merit viðurkenninguna, sem að- eins kemur í hlut 24 virtra manna. Hann hafnaði aðalstign með þeim orðum að ávarpið „Sir Henry“ myndi eyðileggja fyrir sér daginn. Moore giftist listnemanum Ir- ina Radetzky 1929 og fæddist þeim dóttir árið 1946. Moores hefur verið minnst í dagblöðum um allan heim og hef- ur hann verið kallaður mesti myndhöggvari þessarar aldar. Víða var þó annar undirtónn. William Packer skrifar í Financial Times að Moore hafí verið sá lista- maður, sem mest hafa skarað fram úr á vorum dögum. Packer telur aftur á móti að Moore hafi lagt sitt helsta af mörkum til vest- rænnar menningar áður en hann komst á miðjan aldur. „Eftir það var hann einangraður í list sinni. Þær kynslóðir myndhöggvara, sem eftir fylgdu og færðu sér verk Moore og hans nóta í nyt, höfðu farið aðrar leiðir. Moore skilur ekki eftir fylgismenn stefnu hans og nú gæti virst, sem list hans sé dálítið gamaldags og úr- elt,“ segir Paeker. í Kishinev, höfuðborg Moldavíu, urðu nokkrar skemmdir. Skrifstofu- hús þriggja ráðuneyta eyðilagðist þegar þakið féll og 15 hæða hús í byggingu er talið hafa laskast illa, þó það standi enn. Rafveita og símasamband trufl- aðist um stundarsakir í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu, og þarlent ríkisútvarp tilkynnti um nokkrar skemmdir á húsnæði. Skjálftans varð einnig vart í Júgóslavíu, en engar fregnir hafa borist um skemmdir af völdum hans þar. Angóla: Savimbi býður frið Jamba, Angóla, AP. JONAS Savimbi, leiðtogi UN- ITA-skæruliðahreyfingarinnar í Angóla, hefur gert ríkisstjórn landsins tilboð um frið. Vill hann að allar erlendar hersveitir verði kallaðar frá landinu og komið verði á þjóðstjóm sem muni und- irbúa kosningar. „Styijöld er ekki gæfuleg. Okkar menn vilja halda til síns heima og plægja. Fara heim til þorpa sinna og kúa,“ sagði Savimbi í höfúð- stöðvum sínum á sunnudag eftir að hafa tilkynnt þetta friðarboð sitt. Savimbi sagði að friðartillögum- ar hefðu verið undirbúnar á sex daga ráðstefnu UNITA, sem 2 þús- und fulltrúar frá 16 héruðum landsins tóku þátt í. Sagði hann að óformlegar viðræður hefðu farið fram við fulltrúa ríkisstjómarinnar í París og Lundúnum, en ríkisstjóm- in hefur neitað því að nokkrar slíkar viðræður hafí átt sér stað.‘ UNITA og hreyfing MPLA, sem heldur um stjórnartaumana í landinu, börðust hlið við hlið gegn yfírráðum Portúgala í landinu. Þeg- ar Portúgalar höfðu verið hraktir brott árið 1975 hófst borgarastyij- öld milli hreyfínganna, sem MPLA, hreyfing kommúnista, vann. UN- ITA hefur stundað skæruhemað síðan en talið er að í Angóla séu 30 þúsund hermenn frá Kúbu sem aðstoða stjómvöld í baráttunni við skæruliða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.