Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 ha£ er blátt 10 -úírcc oq vancar- sj* i i y' f 1. ^ a. ycio tramr>je>l\d. » Ast er... að mæta snemma á stefnu- mótið. TM Rej. U.S. Pat. Oft —all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Þetta er ef til vill dul- klæddur njósnari frá „Júventus". HÖGNI HREKKVÍSI i0’6 n EKKl SPARISIUFRIP!" Áfram II Trovatore Sl. föstudag fór ég í íslenzku óperuna í Gamla bíói að sjá sýningu á óperunni II Trovatore. Það er skemmst frá því að segja, að þetta reyndist stórkostlega skemmtileg sýning, stemmning í salnum var geysigóð og fögnuður áheyrenda mjög mikill í lok sýningar. Frammi- staða einsöngvaranna var með einstökum glæsibrag og var þar hvergi veikan hlekk að finna, en hljómsveit og kór skiluðu sínum hlut einnig mjög vel. Uppistaða sýningarinnar er þó að sjálfsögðu hin frábæra tónlist snillingsins Verdi með aragrúa glæstra aría, sem hver um sig er hreinasta gullkom. Löngu eftir að sýningum er lokið hljóma hinar grípandi laglínur úr þessum aríum í höfði manns. Það er því auðvelt að skilja að þessi ópera skuli vera ein vinsælasta ópera allra tíma og sú ópera sem hvað mest hefur not- ið hylli almennt. í stuttu máli sagt finnst mér þetta vera ein albezta óperusýning sem ég hef séð og var greinilegt á undirtektum annarra áheyrenda umrætt kvöld, að þeir væru á sama máli. Maður fyllist stolti yfir því að þetta skuli vera hægt að fram- kvæma hér á íslandi og er óhætt að fullyrða að sýning sem þessi sé ómetanlega mikils virði fyrir mannlíf og menningarlíf á íslandi. Því miður var þessi sýning aug- lýst sem sú síðasta á II Trovatore, en ég vil leyfa mér að skora á ráða- menn Islenzku óperunnar að halda sýningum enn áfram þannig að fleiri megi fá að njóta. Jafnframt vil ég skora á íslenzkt tónlistar- áhugafólk og raunar almenning allan að láta ekki þessa sýningu fram hjá sér fara. Að endingu vil ég beina þeirri fyrirspum til ráðamanna sjónvarps- ins, hvort ekki sé ástæða til að taka þessa sýningu upp fyrir sjónvarp og sýna þar? Geysileg vinna hefur verið lögð í uppsetningu þessarar sýningar og væri synd ef ekki væri hægt að varðveita hana til frambúð- ar á þessum sjónvarpstímum sem við nú lifum á. íslendingnr Málið má ekki liggja í þagnargildi Ég vil þakka Kristínu G. fyrir grein hennar í Velvakanda. Ég er eins og hún hissa á að ekkert skuli heyrast frá foreldrum eða aðstand- endum um þetta mál, svo lítið er ekki búið að setja út á alla starf- semi Sólheima. Að vísu hef ég ekki jafn slæma reynslu og Kristín en tel mig þó geta sagt að margt er til í því sem skrifað hefur verið um þetta mál. Væri nú ekki ráð að upplýsa hvcij- ir em í stjóm heimilisins? Kveikja þessara skrifa minna er nýafstaðið afmælisþing Þroska- hjálpar og aðalfundur foreldra og vinafélags Sólheima en þar var ekki minnst einu orði á þetta alvarlega mál. Vitaskuld má ekki þagga það niður, á því græða stjórnendurnir. Olga E. Víkverji skrifar Fyrir þjóð með jafn fámenna utanríkisþjónustu og íslending- ar hafa yfir að ráða, þá skiptir miklu að ræðismannakerfið sé vel virkt og að til þess að gegna þeim störfum séu fengnir traustir og áhugasamir menn. Ræðismanna- starfíð er hins vegar ólaunað og oft hefur það viljað brenna við að menn sækist fremur eftir því sem skraut- íjöður í hatt sinn en að þeir geri það að brennandi áhuga á því að láta gott af sér leiða fyrir Island og Islendinga. Sennilegt er þó að þetta hafa fremur átt við hér á árum áður og greinilegt er að af hálfu utanríkisráðuneytisins er nú ýmislegt gert til að styrkja tengslin við ræðismennina. í sumar var til dæmis ræðis- mönnum Islands erlendis öllum boðið hingað til lands til skrafs og ráðagerða og sumir hverji voru jafn- vel að kynnast landinu í fyrsta sinn meðan aðrir voru að endurnýja kynnin eftir langan tíma. Það er enginn vafi á því þessir fundarhöld hér á landi hafa mikla þýðingu fyr- ir ræðismennina og færa þá nær umbjóðendum sínum í þessu fjar- læga landi í norðri. Þetta var amk. reynsla hóps Islendinga sem fylgdi Steingrími Hermannssyni, forsætis- ráðherra, á ferð hans um Austurl- önd §ær að leið í opinbera heimsókn til Kína. Bæði í Bangkok í Thail- andi og í Hong Kong mæddi talsvert á ræðismönnum íslands og á báðum stöðum lögðu þeir sig alla fram um að greiða götu okkar íslending- anna. Sérc.' .klega reyndi þó á ræðis- mann Islands í Hong Kong, þar sem islenski hópurinn hafði þar viðkomu bæði áður en opinbera heimsóknin til Kína hófst og eftir að henni lauk. Var því í mörgu að snúast fyrir ræðismanninn, Anthony Hardy. Hann er fyrrum starfsmaður bresku utanríkisþjónustunnar en var síðan lengi forstjóri norsks skipa- og flutningamiðlunarfyrirtækis í Hong Kong og nú nýverið hefur hann opnað eigin skrifstofu á þessu sviði. Tengsl hans við íslands eru tilorðin vegna þess að norska fyrirtækið er umboðsaðili bæði Flugleiða og Hong Kong á þessum slóðum. Hardy er greinilega vel þekktur maður í viðskiptaheiminum í Hong Kong og með víðtæk sambönd inn í stjórnkerfið og viðskiptalífið í þessari miklu banka- og kaupsýslu- miðstöð. Var hann ótrauður að koma á tengslum milli íslensku við- skiptasendinefndarinnar sem þama var á ferð og viðeigandi aðila í Hong Kong og greiða götu okkar íslendinganna á alla mögulegan hátt. Er alls ekki ólíklegt að þessi tengsl kunni að skila sér síðar meir margfalt í viðskiptasamböndum milli íslensks atvinnulífs og sam- svarandi aðila í Hong Kong, og sýnir svo ekki verður um villst að góður ræðismaður getur þannig verið gulis ígildi. XXX að var fyrir tilstilli Hardy ræð- ismanns í Hong Kong að Steingrími Hermannssyni og íslensku viðskiptanefndinni var boð- ið að heimsækja aðalstöðvar Hong Kong og Shanghai Banking Corpor- ation í Hong Kong. Hong Kong bankinn éins og hann er venjulega kallaður, er fjórtándi stærsti banki heims og hefur nýlega hreiðrað um sig í einni glæsilegustu og dýrustu byggingu veraldar. Þetta er fjórða aðalbygging bankans sem rís þama á sama stað frá því að bankinn hóf starfsemi sína 1865 og var nýja byggingin tekin formlega í notkun í nóvember 1985. Sem arkitektúr er byggingin ævintýri líkust en höfundur hennar er breski arkitekt- inn Norman Foster og af mörgum er þessi aðalbygging Hong Kong bankans talin fegursta og nýstár- legasta bankabygging heims um þessar mundir, - 42 hæðir og tæpir 100 þúsund ferml Og þyki.Islend- ingum mikill íburður í íslenskum bankabyggingum, setti þá senni- lega hljóða að ganga um sali Hong Kong bankans, því að þar hefur ekkert verið til sparað. Enda fór kostnaður við bygginguna að því er sagt er algjörlega úr böndunum. Upphafleg kostnaðaráætlun hljóð- aði upp á 200 milljónir Bandaríkja- dollara eða um 8 milljarða ísl. króna en byggingin kostaði þegar upp var staðið þrefalt meira eða 600 milljón- ir dollara. Leiðsögumaður Islend- inganna um bankann gat þessa að vísu í engu - en sagði hins vegar að kostnaðurinn við bygginguna kæmi vel út fyrir bankann í skatta- legu tilliti. Eftir þessa heimsókn var ekki laust við að okkur Islendingunum þætti flestum sem Seðlabankinn okkar við Arnahól væri orðinn ósköp lágreist og hógvær bygging.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.