Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 Jón Þ. Árnason: — Lífríki og lífshættir CXV. Spurningin er: Getur hugsast, að hagvaxtar- trúuðum hafí aldrei borist fregnir af lögmáli þverrandi afraksturs? í næstliðinn röskan aldarþriðjung hefír flöldi menntaðs greindar- fólks velt fyrir sér, hvort komizt verði hjá, að mannkynið muni hafa gengið af náttúruríki jarðar aldauða árið 2000. Og þar með vitanlega sjáifu sér. Tilefni slíkra heilabrota eru langt frá að vera gripin ofan af þekju, heldur liggja við hvers manns fætur. Niður- stöðu er leitað af kappi. Til þessa með dapurlegum árangri, vægast sagt, og á einskis færi að gefa traustvekjandi svar. Þvert á móti. Allar rökstuddar álitsgerðir eru á þann veg, að ald- arlokum verði ekki náð án hnatt- feðmra stórslysa. Sumar ganga jafnvel svo langt, að telja einsýnt, að framtfð yrði að baki áður en árið 2000 rynni upp. Gefín for- senda er þá sú, að vélatilbeiðsla og hagvaxtarórar, og af þeim sprottnar eyðslufysnir - alltaf ranglega kallaðar kjarabætur „hinna lægstlaunuðu" - haldi ekki laushentari tökum á lýðnum en nú og lengi undanfarið. EF... Horfur á að faðmlögum linni virðast fátæklegar. Lffsseigla lyginnar er með ólfkindum, enda trúgimi múgsins takmarkalaus. Með því að sköpunarverkið hef- ir gætt og prýtt sérhverja heil- brigða manneskju trúnni á lífíð fyrir dauðann, eiginlega lagt henni þá skyldu á herðar, ber henni að varðveita þá eigind sína á meðan þróttur endist til að tyggja smérið. Eða, eins og hinn aðsópsmikli siðabótakappi og eit- ilharði gyðingahatari, Martin Luther (1483-1546), höfundur bókarinnar „Von den Jiiden und ihren Liigen", er sagður hafa komizt að orði: „Og þótt ég væri viss um, að heimurinn færist á morgun, þá myndi ég samt sem áður gróð- ursetja litla eplatréð mitt í dag.“ Hann sagðigróðursetja. Hag- vaxtarapi 20. aldar segirgróður- eyða, og lætur ekki sitja við orðið eitt. Engum getur dulizt, hvemig nú er blandið í stríði gróðureyð- ingar gegn gróðureetningu. Á öllum vígstöðvum. Úrslit virðast ráðin. Nema EF: 1) EF tekst að uppræta bá- biljubabl markaðsmanna og marxista um allsgnægtaríkið, fyr- irhafnarlítið sælulíf, og aðrar svipaðar draumsýnir landeyðunn- ar, 2) EF tekst að beizla áskapað, mannlegt árásareðli til baráttu gegn tortímingaröflum, 3) EF tekst að iífga þor og þrek múgs og manna til að horfast í augu við hinar ógnvekjandi skelfíngar, sem af ríkjandi lífsháttum leiða, í stað þess að ana með lokuð augu út á heljarþröm, 4) EF tekst að sannfæra íjöldann, með góðu eða illu, um að frumskilyrði velfamað- ar verði ávallt að „með vísindum alþjóð eflist til dáða,“ sem velti ætíð á því, að „það æðra því lægra skal ráða,“ 5) EF tekst að svipta stéttabaráttu- og sérhagsmuna- samtök öllum beinum áhrifum á stjómmál, 6) EF tekst að beita afli huga og handa að varðveizlu náttúruauðæva jarðar og vitur- legri nýtingu þeirra, og - umfram allt annað - 7) EF tekst að rækta fordómalaus siðalögmál, reist á þjónustu og hlýðni við náttúrulög- málin. EF þetta allt gengur eftir, þá og því aðeins er raunhæft að bú- ast við, að hinum hugdjörfu og hraustu, heiðarlegu og hyggnu auðnist að njóta sólar árið 2000. Afgangurinn hlýtur að verða að una nærgætni og góðvild hinna hæfari þar eftir sem þangað til, nema sá hluti afgangsins, sem réttast er að loka inni eða láta liggja kyrran, þar sem hann flæk- ist ekki fyrir. Reynslan hefír nógsamlega kennt, að á mannúð- arslepju þrífst ekkert nema fyrir- greiðsluþursar og þróunarprestar. Niðjamorð Eins og af framanrituðu verður auðskilið, liggja gríðarlegri pant- anir naumast fyrir. Öll þessi stóru og mörgu EF hljóta að geta talizt formerki fáránleikans í spegli tíðarandans. Sízt hvarflar að mér, að þær fáist afgreiddar í einu lagi af fíjálsum vilja í þjóðfélögum manndýrkunar, og því náttúru- Qandskapar. Aðalástæða þess að ég hefí rispað þær hér upp á sama lista, er sú, að ég hefí ekki rékizt á neitt vizkulegra. Þetta eru allt „gömul íhaldsúr- ræði“, og má því nærri geta um, hvort auðvelt muni reynast að koma þeim til skila í gegnum rúm- lega 2ja tommu þykkt hattstæði kynslóðar, sem heldur að hraðari peningavelta og aukið peninga- magn í umferð sé eina ráðið til þess að komizt verði inn fyrir hlið hamingjunnar. Á þessum forsendum hlýtur rökrétt svar við spumingunni, hvort manneskjan geti gert sér vonir um lífvænlega framtíð, að verða: Sennilega ekki. Eða réttar orðað: Framtíð mannkyns og til- ccrx tfyg. -f 2-'f‘2-íp e ^ (æ+(p) r IV er-í-o< É r I ***■'&*■ ^p< Alþýðleg kjarabótaformúla „Alveg æði, félagi! Nú höfum við endanlega sannað, að því fleiri peninga, sem launþegar fá, ogþvi lægra sem vöruverðið er, þeim mun meira kaupa þeir.“ Ofan úr skýjum, niður á jörð Ottaleg 10.000.000.000 Óbrigðult aldamót eftir 65 ár úrræði vistarvettvangs þess getur orðið með margvíslegu móti, en þó eru þeir líklegustu hryllilegrar nátt- úru. Eða segir ekki ensk/bandaríska stórskáldið og rithöfundurinn, T.S. Eliot (1885-1965), í „Four Quarters": „/ upphafí mínu á skapadægur mitt rætur Þrátt fyrir það og þrátt fyrir allt: Lærdómur Martin Luthers virðist vera eina ráðið, þó að ekki væri af öðru en því, að það undir- strikar það, sem allir ættu alltaf að hafa hugfast, nefnilega, að undanhald býður uppgjöf heim, og uppgjöf er oftast dauði. Núlifandi kynslóðir áttu byggi- legri og blómlegri jörð að fagna við fæðingu. Ástæða þess var einkum sú, að allar gengnar kyn- slóðir, allt frá því að fyrstu mannverumar stungu niður fæti og fram að hagvaxtarátrúnaði, höfðu lifað af „vöxtunum", sem höfuðstóllinn, hin lifandi náttúra gaf viðstöðulaust og ríkulega af sér. Kynslóð hagvaxtaraldar er fyrsta kynslóð allrar hinnar löngu og ströngu mannkyns- vegferðar á jörðinni, sem telur sér slíka skipan ósamboðna. En mergð tegundarinnar ein og sér gerir að verkum, að óhugs- andi er að halda núverandi eyðslumætti uppi í krafti náttúr- legrar nýsköpunar. Undir foiystu sérfræðinga hagsmunalífsins og skoðanalausra „stjómmála- manna", sem hamast við að naga sjálfan höfuðstólinn niður fyrir neðstu hellur, stefnir hraðfara í glötun. Enginn atvinnulýðræðis- maður, verkalýðsbraskari eða hagræðingarmeistari, enginn marxisti eða markaðsmaður virð- ist kæra sig hætishót um, að með slíkum fautahætti er verið að eyði- leggja skilyrði til framleiðslu á ókomnum árum, er verið að svipta arftakana lífsmöguleikum. Að þannig - eins og þýzki tauga- og geðsjúkdómaprófessorinn Hoimar von Ditfurth hefír eftir ónafn- greindum frönskum líffræðingi - „bemm við okkur að viða að myrða afkomendur okkar". Þama er óneitanlega bæði af- dráttarlaust og markvisst að orði komizt, og ættu þessi ummæli að geta vakið til umhugsunar um, hvemig ungmenni framtíðarinnar gætu staðið undir kostnaði við framfærslu þeirra, er þannig hafa staðið að verkum. Ekki þarf að búast við að elliiðnaðurinn láti standa á kröfugerðum, ef dæma má af fenginni reynslu. Hæpið er að staðhæfa, að allar ógnir í framtíðinni séu eingöngu afleiðing þess, að jörðinni hafi verið eða sé ofboðið með alltof miklum fjölda fólks. Kjamorku-, eiturefna- og/eða sýkla-stríð næstu daga eða ár gætu t.d. ekki verið afleiðing ofíjölgunar. En þar með býst ég líka við, að tortíming- arhættur jarðríkis, sem ekki mætti rekja til ofmergðar fólks í heiminum, séu fulltaldar. Enda þótt þessu sé þannig varið, er vissulega enginn hörgull samt, og verður undantekningin því að telj- ast fremur léleg huggun. Staðreynd verður þess vegna eftir sem áður, að ofurfarg heimtufrekra líkama er orðið meira en reikistjaman Jörð fær borið og brauðfætt, þolað og þreyð. Ekkert vaxtaríyrirbæri, sem þvingar jarðarbúa að ýtrustu mörkum, ber í sér sýnilegri hættu en vöxtur og umsvif þeirra sjálfra. Önnur staðreynd Staðreynd er ennfremur, að offjölgunin er afleiðing þess, sem reyndar liggur í augum uppi, að manneskjan hefír raskað hinu eðlilega jafnvægi lífs og dauða. Sérhveija sekúndu, mínútu, klukkustund, sólarhring, viku, mánuð og ár fæðast næstum 3svar sinnum fleiri en deyja. Ár- angun Síðastliðin 30 ár hefir mannfjöldinn aukizt um meira en nam flölda þeirra, sem lifðu og hrærðust á jörðinni í upphafi 20. aldar. Og samkvæmt varlegum útreikningum færustu sérfræð- inga mun íbúafjöldi jarðar, sem nú nemur 5.000.000.000 - fímm milljörðum eða fímm þúsund millj- ónum - hafa tvöfaldazt að 65 árum liðnum, og vera því kominn í 10.000.000.000 - tíu milljarða eða tíu þúsund milljónir - um miðja næstu öld. Þetta þýðir á skiljanlegu máli, að á næstu 65 árum yrði að sá, uppskera og framleiða 2svar sinn- um meira en nú er gert, ef einungis er miðað við óbreyttar tekjur og eignir á mann. Það yrði að framleiða 2svar sinnum fleiri bfla, höggva niður 2svar sinnum víðfeðmari skóglendi, koma 2svar sinnum meira magni atómeitur- efna fyrir á „öruggum" stöðum. 2svar sinnum meira af tilbúnum áburði yrði að dreifa yfír garða, tún og akra, 2svar sinnum meira eiturefnamagni yrði spúð út í and- rúmsloftið - og háloftin - , 2svar sinnum meira skolp, skarn og sorp yrðu lækir, ár og fljót að bera með sér í stöðuvötn, inn- og úthöf. Hér er aðeins miðað við það, sem á kjarabaráttumáli er nefnt „0-hagvöxtur“. En þar sem óska- tala kjarabólgufólks er ekki lægri en 4% árlegur hagvöxtur - var fyrir nokkrum árum 7% - verður ekki nóg að 2falda allar tilgreind- ar stærðir. Margfeldið verður að margfalda með 12,92, þar sem 2földunartími stofntölu eða höf- uðstóls fínnst með að deila vaxtafæti í 69,35 samkvæmt tíðkaðri formúlu. (Upphæð með 4% árlegum vöxtum 2faldast því á 17 árum og 4 mánuðum). Malthus vissi það Enga ofurmannlega skarp- skyggni þarf til að sjá fyrir, að þvíumlík hryllimartröð getur aldr- ei orðið veruleiki, jafnvel ekki þó að öllum heimsins hagvaxtartröll- um tækist að margfalda heila- spunakraft sinn. Bara sú staðreynd, að rúmmál jarðar er fastákveðin stærð, dauðrotar hún ein og óstudd froðuskrímslið. Eigi að síður veldur það óút- reiknanlegu tjóni, fyrst og fremst með forheimskunaráhrifum, sem - eins og af eðli máls leiðir - kem- ur í veg fyrir að viðnám geti hafízt innan þess skamma tíma, er nauðsyn krefur til að bjargað verði þvi, sem hugsanlega mætti bjarga. Við, jarðarbömin, sem hættir til að kvarta undan öllu öðru en að okkur sé vits vant - í mann- kynssögu finnst ekkert dæmi um að nokkur manneskja hafí nokkru sinni kveinað átakanlega út af greindarskorti - munum því halda ótrauð áfram að ræna og rupla, spilla og eitra umhverfí okkar af ennþá ákafari ófyrirleitni hér eftir en hingað til í þeirri fávislegu von að geta með þeim hætti smeygt okkur undan verðskuldaðri refsi- fullnustu og treint í okkur liftór- una. Líftóru, sem er skrimtandi dauði, blátt áfram af þeirri krist- altæru ástæðu, að náttúruríkið beitir hefndarrétti sínum af lög- málsbundnu miskunnarleysi. Að þessu minnisstæðu skyldu allir fara gætilega í að staðhæfa, að refsingin komi til af því ein- göngu, að góð ráð hafi vantað eða að þau hafí verið ofurmáta dýr. Öruggt ráð gegn ofQölgun hefír verið ókeypis um langan aldur. Ráðið kunni og kenndi hinn prestlærði, brezki hagspekingur og mannfjöldafræðingur Thomas Robert Malthus (1766-1834). Malthus reit árið 1798 (sbr. bók hans, „An Essay on the Principle of Population as it effects the Future of Society", IV. hluti, III. kafli): „Sá, sem gerir skyldu sína samvizkusamlega, mun upp- skera ríkulegan ávöxt af því, án tillits til fjölda þeirra, sem mistekst. Þessi skylda er auð- skilin í hinu ýtrasta yfirlætis- leysi sínu. Hún felst aðeins í því, að hann geti ekki af sér i heiminn afkvæmi, sem honum er um megn að sjá farborða." Ef sérhver einstaklingur héldi sig við þessa reglu, þá ætti heim- urinn ekki við neitt offjölgunar- vandamál að stríða, hvorki nú né framvegis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.